Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 16
Wenning
■ ik ik
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 JLj"V
Útgefandinn er að
verða óþarfur
Heyrst hefur að Þorgeir Þor-
geirson sé hættur að gefa út bæk-
ur eins og annað fólk. Hann hafi
tekiö tæknina í sína þjónustu og
sé nú allur á Internetinu. Þegar
ég hitti Þorgeir í Leshúsi, þar
sem hann hefur hreiðrað um sig
með tölvur, bækur og bakkelsi,
byrjaði ég náttúrlega strax að for-
vitnast um þetta. Þorgeir segir að
hér áður hafi hann verið með tvo
forleggjara, annan fyrir frum-
samdar bækur og hinn fyrir þýð-
ingar. En svo kom það babb í bát-
inn að hann lenti upp á kant við
ríkisvaldið en þær deilur stóðu í
níu ár. Og þegar Þorgeir lét sig
ekki þá fór að fara um menn og
að lokum tilkynntu útgefendurn-
ir honum að því miður þyrftu
þeir á lánum að halda hjá ríkis-
bönkunum til þess að standa
straum af útgáfunni og hann
væri sprengiefni sem þeir þyrðu
ekki að eiga í sínum fórum.
„Mér þótti þetta ekkert skrýt-
ið,“ segir Þorgeir, „á þessum
tíma var ég að skrifa hluti sem
þóttu ekki fínir og þykja ekki
enn. Ég var að skrifa um þjóð-
skipulagið en allt byrjaði þetta
með tveimur greinum um lög-
regluofbeldi sem ég var kærður
og dæmdur fyrir af Hæstarétti.
Ég var dæmdur eftir 108. grein
hegningarlaganna. Sú grein
hljóðaði upp á að óviðurkvæmi-
leg ummæli um opinberan
starfsmann varðaði sektum, þó sönnuð væri. Sú
grein var siðan felld niður eftir að ég vann mál-
ið í Strasbourg."
Þorgeir segist lengi hafa furðað sig á því að í
hundrað og fimmtíu ár hafi islensk blaðamanna-
stétt sætt sig við að í lögum væri bann við því
að sinna frumskyldum blaðamannsins.
„Kjörorð heiðarlegs blaðamanns er að segja
sannleikann eftir bestu vitund og í réttmætum
tilgangi. Þetta er alþjóðleg skilgreining á tján-
ingarfrelsi blaðamanna. En íslensk blaðamanna-
stétt lét sig hafa það í hundrað og fimmtíu ár að
vinna undir lagaákvæði sem bannaði þetta ef
opinber starfsmaður átti í hlut. Þeim mun leng-
ur sem líður þá furða ég mig meira á því að
þetta skyldi gerast. Að stéttin skyldi vaxa upp
við þessi skilyrði. Þetta er eins og bam sem vex
upp án þess að fá nokkum tima að borða.“
Þorgeir fagnar því að nú hafi Hæstarétti verið
kenndir mannasiðir hvað þetta varðar. Auövitað
eigi tjáningarfrelsi að vera fullkomið. En ef menn
fara með rógburð og rangt mál þá eigi vitaskuld að
dæma menn fyrir það. Þegar Þorgeir er spurður
hveiju hann vildi helst breyta i þjóðskipulaginu þá
segir hann að það sé svo sem ekki margt. Hann
vilji bara breyta grundvellinum. En það sé óþarfi
að vera að setja á langar tölur mn það.
Tvenns konar læsi
„Ég er alveg flúinn inn á Netið,“ segir Þorgeir
þegar ég grennslast frekar fyrir um bókaútgáfu
hans. „Þetta er orðinn svo skrýtinn heimur sem
við lifúm í. Hann krefst tvenns konar læsis.
Annars vegar þarftu að þekkja bókstafina, sem
hefur þurft síðan á dögum Gutenbergs, og hins
vegar þarftu að vera tölvulæs. Og þó að ég sé
orðinn gamall og sljór og gleyminn og heimskur
þá hefur mér opnast á Internetinu heill heimur
af nýjum möguleikum sem mér finnast nú orðn-
ir sjálfsagðir.“
Þorgeir segir enn fremur að bókaútgáfan,
eins og hún er starfrækt í dag, sé á háskavegum.
„Góöur vinur minn, sem starfar i þessum
bransa, sagði við mig um daginn: „Það er eng-
inn vandi að gefa út bók á íslandi i dag. Þú aug-
lýsir fyrir milljón og þá geturðu selt fyrir 950
þúsund. Síðan veröurðu að útvega þér peninga
til þess að borga sjálfum þér, prentverkinu, bók-
bandinu og höfundinum." Mér skilst að það fari
einhvers staðar á milli hálfur og einn milljarð-
ur á ári í það að auglýsa bækur í sjónvarpi.
Þetta stenst ekki. Bókin er ekki lengur flytjandi
boðskapar, fegurðar eða ljótleika, heldur er hún
orðin standard gjcifavara. Enda sérðu hvað
bókakápur eru orðnar líkar konfektkössum.
Margur hefúr sjálfsagt lent i því aö ætla að
kaupa bók handa bókelskum vini sínum í jóla-
gjöf en óvart gefið honum konfektkassa. En ég
veit ekki hversu skelfilegt þetta er, það er
kannski göfugt hlutskipti að spandéra milljón-
um á milljónir ofan í það að sanna fyrir sjálfum
sér að bókin sé enn jafn mikilvæg og áður en all-
ir þessir nýju miðlar komu. Auövitað hverfur
bókin aldrei en hún getur ekki haldið áfram að
vera til nema þeir sem að þessu vinna viður-
kenni nýjar aðstæður. Intemetið gæti líklega
bjargað þessu en það hefur bara ekki verið rétt
notað. Auglýsingar eiga ekki að stýra Intemet-
inu, þvi eðli þess er allt annað. Eðli Intemetsins
er þjónusta við þá sem vilja lesa og frelsi lesand-
ans verður aö vera algjört."
Útgáfa á Netinu
„Eg held sumsé að útgefandinn sé að verða
óþarfur. Þessi sjúklega peningaeyðsla í auglýs-
ingar og glamur er ekki endilega tímanna tákn
heldur til marks um að útgáfan hefur runnið sitt
skeið á enda.
Tæki sem leysa útgefandann og prentsmiðj-
una af hólmi kosta ekki mikla peninga í dag.
Höfundur getur viðurkennt það að bækur era
ekki lengur íjöldasöluvara, tekið sina prentun
heim og stefnt að metsölunni 150-200 eintök. Ég
fer inn á Netið og ég sem á html-formi. Þegar ég
er oröinn þokkalega ánægður með textann gef
ég bókina út á Netinu þar sem hún er frjáls öll-
um og öllum frjálst að senda mér athugasemdir.
Þama er höfundurinn kominn með tækifæri á
því að rjúfa einangrun sína. Það góða við tölvu-
útgáfuna er líka að höfundur getur haldið áfram
að vinna í textanum eftir að bókin er komin út.
Ég hef gefið út tvær bækur á Netinu í vor og ég
er enn að vinna i þeim. Þetta er alveg ný hugs-
un og liður í tvíhliða sambandi við lesandann.
Þegar textinn er svo kominn á það stig sem
ég er þokkalega ánægður með þá kópera ég
hann inn á annan stað i tölvunni minni þar sem
ég layoutera hann og prenta út nokkur eintök í
bókarformi á leysiprentaranum mínum.
Aðalatriðiö er að höfundur geti unnið heiðar-
lega og frjálst að sínu ritverki, óháður og eigi
fyrir salti í grautinn. Þetta em kröfumar. Ég er
hér að byggja upp höfundarstúdíó með ótal
möguleikum og að nokkru leyti dreymir mig um
að byggja upp módel að framtíðarvinnuaðstöðu
höfunda. Fyrir fjárfestingu sem er ekki meiri en
stór jeppi getur höfúndurinn byggt sér upp að-
stöðu til þess að vinna algerlega sjálfstætt, á eig-
in vegum um leið og hann er í rauninni á heims-
markaði."
Þorgeir segir að markhópur Leshússvefset-
ursins sé námsfólk. Þeir útlendingar sem em að
læra íslensku og fslendingar sem eru að læra
eitthvað af þeim átta tungumálum sem þar er
ritað á. Eins allir þeir sem vilja forvitnast um
þýðingar. Þarna eru kvæði sem þýdd em á hin
ýmsu tungumál, tímarit Leshúss, kaflar úr rit-
verkum, bæði á frummáli og í þýðingu, auk ým-
issa kafla úr því sem Þorgeir hefur verið að fást
við um dagana. Slóðin er htpp://www.centr-
um.is/~leshus, en vefsetrið er partur af Mennta-
netinu.
Þorgeir setur nú bækur sínar inn á Netið þar sem allir geta haft afnot af þeim.
Raddir fortíðar
Jóhanna Þráinsdóttir mun fjalla
um minni spámenn fombókmennt-
anna í þáttaröðinni Raddir fortíðar
á rás 1 í dag og næstu mánudaga.
Háðfuglinn Lúkíanos var uppi á
annarri öld eftir Krist. í þættinum
í dag er fjallað um æviferil og sam-
tíma Lúkíanosar og lesnir kaflar
úr verkum hans, Dauöa
Peregrínusar og Alexander.
í næsta þætti verður lesinn kafl-
inn Á sælueyju meö sáluðum köpp-
um úr Sannri sögu eftir Lúkíanos.
Þátturinn hefst kl.15.03.
Hitlers-
mynda-
sögur
Gefin hef-
ur verið út i
Bandaríkj-
unum grið-
arvinsæl
teikni-
mynda-
saga sem ber nafnið Adolf -
die Nazi-Sau, sem útleggst Nasista-
svínið Adolf, og sækir að sjálfsögðu
fyrirmynd sína í illmennið Adolf
Hitler. Höfundurinn er hinn fer-
tugi Walter Moers og hann er alveg
hissa á vinsældum bókarinnar en á
tveimur mánuöum hefur hún selst
í yfir 50.000 eintökum.
Sagan gengur út á það að Hitler
hafi búiö neðanjaröar, í bókstaf-
legri merkingu, með rottum og við-
bjóði, síðan í stríðslok. Allt í einu
dúkkai' hann upp árið 1998 og er
ansi fúll yfir endalokum stríðsins
og hinum andnasíska áróðri. Hann
lendir svo í ýmsum ævintýrum.
Auðvitað er þetta til gamans
gert, en hversu gaman er þaö?
Sumir vifja meina að ekki sé mögu-
legt að hlæja mikið að Hitler, hlát-
urinn hljóti að verða að ískyggileg-
um kekki í hálsinum. Það sé ekki
til neitt í veröldinni sem geti sýnt
spaugilega hlið á nasismanum og
Þriðja ríkinu.
Aðspurður segir Walter Moers
ástæðuna fyrir útgáfunni liggja í
því hve auðvelt sé að teikna Hitler.
Nýlistasafnið á næst-
unni
Um helgina var opnuð sýning á
verkum fjögurra listamanna í Ný-
listasafninu.
Þetta eru
listamenn-
imir Daníel
Þ. Magnús-
son, Juan
Geuer,
Hrafnhild-
ur Amar-
dóttir og
Finnur
Amar.
Daníel
Þ. Magn-
ússon sýnir
húsgögn ásamt listleysum, svoköll-
uðum landslagsmálverkum, unn-
um með slembiúrtaki. Hrafnhildur
Amardóttir er af Laugarvatnsætt-
inni og gerði sér lítið fyrir og
teiknaði hana alla upp. Finnur
Amar fjallar í sinni sýningu um
framtíöardrauma og áætlanir.
Hann vinnur mikið með hafnfirsku
hljómsveitinni PPPönk en sú
hljómsveit tróð einmitt upp á opn-
uninni á laugardaginn.
Juan Geuer sýnir jaröskjálfta-
mæli sem er leysivirkur og sýnir
því meira en venjulegir jarð-
skjálftamælar. Geuer vann áður
viö að hanna mælitæki og jarð-
skjálftamælir hans er því alvöm-
jarðskjálftamælir. Einnig er Geuer
með tvö speglaverk á sýningunni.
Nýlistasafnið er opið alla daga
nema mánudaga, frá kl. 14-18.
Umsjón
Þórunn Hrefna