Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 r Síðari umferð heimsbikarmótsins í torfæruakstri: Torfæran Margir keppendanna í torfærunni hafa veriö aö minnka aflið í vélum sínum til að hafa bílana ekki of erf- iða. Gangur vélanna verður þá jafn- ari, öruggari og betri og auöveldara verður að ráða við bílana. Þaó er mikilvcegt fyrir ökumennina að hafa nóg afl þegar á þarf að halda. Þó er ekki siður mikilvægt fyrir öku- mennina að vanda sig i keppni, hitta á hliðin og mæta á réttum tíma á rás- linuna til að fá ekki refsistig. Þaó eru oft þeir ökumenn sem lítið ber á sem skila árangri. Þeir aka brautimar að því er viröist fyrirhafn- arlaust og taka ekki óþarfa áhættu. Gott dæmi um það er Siguröur Arn- ar Jónsson sem tryggði sér heims- bikarmeistaratitilinn í ár með slikum akstri. Rafn Haröarson lenti í vandræðum með framdrifið í annarri brautinni. Það hafði hrokkið úr sambandi og átti hann i erfíðleikum með að tengja það. Hann tapaði dýrmætum stigum þar. Gisli G. Sigurösson átti hrikaleg- ustu veltuna i þessari keppni þegar hann endastakkst niður 5. braut. fslandsmeistaratitlarnir í báðum flokkum eru nú þegar fráteknir. Gisli G. Jónsson og Gunnar Pálmi Pétursson tryggðu sér þá með frá- bærri frammistöðu í 4 fyrstu umferð- unum. Síöasta torfœrukeppni sumarsins verður haldin á Hellu 12. september. Það er síöasta umferð íslandsmeist- aramótsins. -JAK Ásgeir Jamil Allansson sigraði örugglega í götubílafiokki í Jósefs- dal og flýgur hér af krafti yfir eina hindrunina. DV-myndir JAK Frissi var frískur - Helgi vann í Jósefsdal en Sigurður varð heimsbikarmeistari „Ég er mjög ánægður með sigur- inn í þessari keppni," sagði Helgi Schiöth eftir að hann stóð uppi sem sigurvegari í seinni umferð heims- bikarsmótsins í torfæruakstri sem haldið var í Jósefsdal á laugardag- inn. Helgi ók glæsilega og sýndi hvers Frissi fríski er megnugur. „Ég hef staðið í bölvuðu basli með bílinn í sumar vegna eilífra bilana. Ég reif Dana 300 millikassann úr bílnum fyrir þessa keppni og setti New Process 208 kassa í staðinn, gamli kassinn var ónýtur, þoldi ekki átökin,“ sagði Helgi. Fjórða sætið dugði Sigurði Sigurði Amari Jónssyni, Akur- eyringnum unga, tókst að tryggja sér heimsbikarinn eftir yfirvegaðan og öruggan akstur þrátt fyrir að hann endaði í 4. sæti þessarar keppni. Bjó hann þar að sigrinum í fyrri umferð mótsins þar sem hann kom svo skemmtilega á óvart. Það varð honum til happs í þessari keppni að Þorlákshafnarbúanum, Gísla G. Jónssyni tókst ekki að komast fram fyrir hann þrátt fyrir hetjulegar tilraunir og frábæran akstur. „Ég er verulega ánægður með þessa niðurstöðu," sagði Sigurður Amar. „Ég reyndi að aka brautim- ar skynsamlega, passaði mig á dekkjunum og mætti í allar brautir, það gefur mikið,“ sagði hinn nýbak- aði heimsbikarmeistari. Sá strax að ég myndi sigra Ásgeir Jamil AUansson kom, sá og sigraði í götubílaflokknum. Ás- geir Jamil hóf keppnistímabUið í sérútbúna flokknum en skipti um flokk um mitt sumar og hefur hon- um gengið vel í götubUaflokknum. „Ég sá það strax í morgun í fyrstu braut að ég myndi sigra í keppn- inni þegar Gunni Gunn. stoppaði í fyrstu brautinni og gaf mér eigin- lega titilinn. Þá vissi ég að þaö var komið að því, ég átti ekki að klikka," sagði Ásgeir Jamil. „Ég ætlaði nú að taka tímabraut- ina af grimmd en braut dempara, fékk gott högg. En þetta gekk hjá mér, ég kláraði aUar brautir. Ég vUdi vinna titUinn með 1. sætinu þó svo að mér hefði dugað 3. sætið. Þess vegna lagði ég meira á mig en ég nauðsynlega þurfti," bætti Ásgeir JamU við. Gunnar í vandræðum Það var Gunnar Gunnarsson sem stóð best að vígi í upphafi keppninn- ar eftir sigur sinn í fyrri umferðinni á Akureyri. Gunnar lýsti gengi sínu í keppninni svona: „Ég klikkaði í tveimur fyrstu brautunum, þriðja þraut var í lagi. í fjórðu brautinni brotnaði öxuU í framdrifinu. Svo kemur 5. braut. Þá brýt ég framdrifið, köggulinn sjálf- an. Við fengum ekki framdrif fyrr en nokkrum mínútum fyrir 6. braut- ina. Við rifum aUt í spað. Mér tókst að komast í 6. brautina en þar náði ég einungis 20 stigum. Við vorum á kafi í viðgerðum þegar okkur var sagt að þrír bUar væru á undan okk- ur í 7. braut Við köstuðum bílnum saman og ég kom keyrandi héma yfir hæðina. Ég fékk skUaboð um að tími minn væri að renna út og ég ætti bara að keyra beint af stað í þrautina. Þegar ég kom héma yfir hæðina sá ég síðasta bUinn fara brautina. Þeir stoppuðu mig og flögguðu út svo að ég fékk ekki að aka brautina. Svo virkaði þetta ágætlega í 8. brautinni." Eitthvað til f þessu með svarta köttinn „Þetta hefur ekki verið minn dag- ur. Á leiðinni á keppnisstað í morg- un hljóp svartur köttur fyrir okkur. Ég er nú ekki talinn hjátrúarfuUur en það er greinilegt aö það er eitt- hvað tU í þessu. Ég held að ég trúi á þetta eftir daginn i dag. ÆUi við för- um bara ekki í myrkri á HeUu. sagði Gunnar Gunnarsson og hló við. Birtar verða fleiri myndir ffá tor- færunni næstkomandi fimmtudag. -JAK Úrslit - sérútbúinn flokkur: 1. Helgi Schiöth...........2.200 2. Ragnar Skúlason.........2.130 3. Einar Gunnlaugsson .....2.115 4. Sigurður A. Jónsson ....2.110 5. Gísli G. Jónsson........2.060 6. Gísli G. Sigurðsson ....1.990 7. Gunnar Egilsson ........1.940 8. Ingi Már Björnsson......1.870 9. Sigurður Þ. Jónsson.....1.820 10. Ragnar Róbertsson......1.630 11. Guðmundur Pálsson......1.522 12. Gunnar Ásgeirsson........802 13. Rafn Harðarson ...........40 Götubílaflokkur: 1. Ásgeir Jamil Allansson .... 1.895 2. Gunnar Pálmi Pétursson ... 1.850 3. Hrólfur Árni Borgarsson ... 1.800 4. Rafn A. Guöjónsson......1.710 5. Gunnar Guðmundsson......1.620 6. Gunnar Gunnarsson.........990 7. Daníel G. Ingimundarson .... 580 Heimsbikarmeistarinn Sigurður Arnar Jónsson á fullri ferð. Sigurvegarinn í sérútbúna fUokknum á laugardag, Helgi Schiöth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.