Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Side 19
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Fréttir
19
Ný stjarna á iiímní hryöjuverkanna:
Mannvinurinn sem
varð höfuðfjandi
Skjótt skipast veður í lofti. Mað-
urinn sem bandarísk stjórnvöld litu
nánast á sem bandamann sinn í
heilan áratug og sem furstamir í
Sádi-Arabíu kölluðu velgjörðar-
mann mannkyns er allt í einu kom-
inn í hóp verstu skúrka á byggðu
bóli. Já, sádi-arabíski auðkýfmgur-
inn og andófsmaðurinn, Osama bin
Laden, er kominn í hóp með þeim
Saddam Hussein íraksforseta og
Gaddaf! Líbíuleiðtoga.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
háttsettir embættismenn vísuðu í
mjög afdráttarlaus gögn frá alls
kyns leyniþjónustum þegar þeir
réttlættu flugskeytaárásirnar á
Afganistan og Súdan fyrir helgi,
gögn sem að þeirra sögn staðfestu
aö bin Laden hefði verið pottiu-inn
og pannan á bak við sprengjutilræð-
in gegn sendiráðum Bandaríkjanna
í Keníu og Tansaníu. En þegar geng-
ið var á þá fengust þeir ekki til að
veita frekari upplýsingar sem
styddu fúllyrðingar þeirra og vís-
uðu í að allt væri þetta leynilegt.
Osama bin Laden öðlaðist fyrst
frægð á níunda áratugnum þegar
hann lagði trúbræðrum sínum í
Afganistan lið við að hrekja sovéska
herinn úr landi.
Bin Laden, sem hefur verið líkt
við hryðjuverkamanninn Carlos,
eða Sjakalann, sem dúsir nú á bak
við lás og slá í Frakklandi, vísaði á
bug á fimmtudag að hann hefði
nokkuð komið nærri tilræðunum
við sendiráðin tvö. En jafnvel fyrir
sprengjuárásirnar í Keníu og
Tansaníu litu bandarísk stjómvöld
á hann sem hættulegasta mann í
heimi, að því er Vince Cannistraro,
fyrrum yfirmaður þeirrar deildar
Sádi-arabíski auðjöfurinn Osama
bin Laden hefur sagt Bandaríkjun-
um og gyðingum heilagt stríð á
hendur og vill ráðast gegn þeim
hvar sem hægt er.
bandarísku leyniþjónustunnar CIA
sem berst gegn hryðjuverkum.
„Ætlunarverk hans er að drepa
eins marga Bandaríkjamenn og
hann getur hvar sem hann nær til
þeirra," segir Cannistraro í viðtali
við blaðið Los Angeles Times.
Bin Laden er rúmlega fertugur,
með úfið skegg og tilfinningarík
augu. Hann er sonur byggingaverk-
taka sem eignaðist 52 börn og
græddi milljarða dollara á alls kyns
framkvæmdum fyrir konungsfjöl-
skylduna í Sádi-Arabíu. Bin Laden
var 17. í röðinni af tuttugu sonum
og hafði allt til alls á meðan hann
var að alast upp.
Hann hætti hagfræðinámi árið
1979 og gekk til liðs við harð-
línumúslíma í Afganistan. Þar fjár-
magnaði hann þjálfun hryðjuverka-
manna og sá þeim fyrir vopnum. Að
sögn yfirmanns bandarísku leyni-
þjónustunnar í Afganistan var bin
Laden miklu fremur fiáröflunar-
maður en bardagamaður. Reyndar
varði hann miklum hluta tíma síns
í Pakistan þar sem hann aðstoðaði
flóttamenn á alla lund, einkum þó
ekkjur og munaðarleysingja sem
áttu um sárt að binda vegna stríðs-
átakanna í Afganistan.
Vendipunkturinn á vegferð bin
Ladens úr hlutverki bandamanns-
ins í hlutverk óvinarins varð árið
1990, í kjölfar Persaflóastríðsins.
Hann sagði að íslamstrúin hefði
aldrei orðið fyrir meira áfalli en því
þegar bandamenn sendu hermenn
sina til Arabíuskagans til að reka
íraka burt úr Kúveit.
Bin Laden flutti til Súdans árið
1991 og hann hefur verið sakaður
um aðild að fiölda tilræða um heim
allan síðan þá, meðal annars í
Jemen og Sómalíu.
Dansskáli Heiðars Ástvaldssonar
er staltur að kynna:
hámskeið
Kennarar:
1 Eckstram
La
So®etjam
Innrltun ng upplýsingar í síma
552 0345 kl. 13-19 daglega.
Frábær greiðslukjör:
Toyota Hiace 4x4 diesel VSK '98,
ek. 12 þ.km. v: 2.550 þús.
Engin útborgun og lán til allt að 48 mánuða Fyrsta afborgun getur verið eftir
allt að 3 mánuði, Visa/Euro Raðgreiðslur til allt að 36 mánuða.
Isuzu TrooperXS 3.1 diesel '96, ek.
35 þ.km. v: 2.450 þús.
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík
Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605
Saab 900 S sj.sk. '94, ek. 61 þ.km.
v: 1.450 þús.
Nissan Pathfinder 3.0 V6, '93, ek.
111 þ.km. v: 1.850 þús.
Nissan Pathfinder 3.0 V6, '91, ek.
164 þ.km. v: 1.450 þús.
Opel Vectra 1.6 16 v. 5 dyra '98,
ek. 5 þ.km. v: 1.690 þús.
Opel Astra Caravan 1.6 16 v. '97
ek. 33 þ.km. v: 1.350 þús.
Fiat Brava 1.6 SX 16v. '98, ek. 5
þ.km. v: 1.320 þús.
Nissan Maxima 2.0 V 6 '96, ek.
50 þ.km. v: 2.150 þús.
Saab 9000 cs sj.sk. '93, ek. 85
þ.km. v: 1.420 þús.
Toyota Corolla 1.3 XL sj.sk. '91,
ek. 125 þ.km. v: 570 þús.
Nissan Terrano II SE TDI '97, ek.
48 þ.km. v: 2.300 þús.
Ford F-250 7.3 D X-cab Lariat '88,
ek. 120 þ.km. v: 1.450 þús.
Subaru Legacy 2.2 st. 4x4 '97, ek.
7 þ.km. v: 2.280 þús.
Suzuki Swift 1.3 CLS '96, ek. 38
þ.km. v: 730 þús.
Subaru SVX 3.3, 24 v. 4x4 '93,
ek. 8 þ.km. v: 2.550 þús.