Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 34
42 MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 Afmæli Halldór Blöndal Halldór Blöndal samgönguráð- herra, Kaupvangstræti 1, Akureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófl frá MA 1959, hóf nám í lög- fræði við HÍ, lauk upphafsprófum en hætti námi. Halldór vann við hvalskurð í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði á flmmtán vertíöum frá 1954-74, var kennari við Réttarholtsskólann, Gagnfræðaskólann á Akureyri, MA, Lindargötuskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1959-71, var blaðamað- ur við Morgunblaðið 1961-63, 1967— 68, 1971-72 og 1978-79, erindreki Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra 1963-1967 og vann á Endurskoðunarstofu Bjöms Steffensen og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976-78. Halldór var vþm. Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1971-79, er alþm. kjödæmis- ins frá 1979, var landbúnaöar- og samgönguráðherra 1991-95 og er samgönguráðherra frá 1995. Halldór var m.a. formaður Varð- ar, FUS á Akureyri, Sjálfstæðisfé- lags Akureyrar, SUS á Norðurlandi og kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra, sat í stjórn SUS 1965-71, í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins 1973-79 og frá 1991, var formaður Félags framhaldsskólakennara á Norðurlandskjördæmi eystra. Halldór var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1976-87, í úthlutun- amefnd listamannalaima 1978-87, í stjóm Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, síðar Byggðastofnunar, 1983-91, í stjóm Slippstöðvarinnar hf. 1984-89, í bankaráði Búnaðarbanka íslands 1985-91, sat allsherjarþing SÞ og þing Alþjóðaþing- mannasamhandsins 1983 og þing Evrópuráðsins 1984-86, var formaður nefndar um háskóla- kennslu á Akureyri og hefúr setiö í fjölda ann- arra nefnda. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.4. 1960 Renötu Brynju Krist- jánsdóttur, f. 31.10. 1938, d. 3.6. 1982. Þau skildu 1967. Hún var dóttir Kristjáns P. Guðmundssonar, f. 8.3. 1913, d. 6.12. 1991, forstjóra og útgerðarmanns á Akureyri, og k.h., Úrsúlu Beate Guðmundsson, f. Piemey, f. 4.12. 1915, húsmóður. Dætur Halldórs og Renötu eru Ragnhildur. f. 21.9. 1960, bókasafns- fræðingur; Kristjana, f. 28.12. 1964, uppeldisfræðingur. Halldór kvæntist 27.12. 1969 Kristrúnu Eymundsdóttur, f. 4.1. 1936, kennara við VÍ. Hún er dóttir Eymundar Magnússonar, f. 21.4. 1893, d. 13.1. 1977, skipstjóra í Reykjavík, og k.h., Þóru Ámadótt- ur, f. 28.2. 1903, húsmóður. Sonur Halldórs og Kristrúnar er Pétur, f. 6.12. 1971, blaðamaður. Synir Kristrúnar og fóstursynir Halldórs era Eymundur Matthías- son Kjeld, f. 1.2.1961, eðlis- og stærð- fræðingur; Þórir Bjarki Matthías- son Kjeld, f. 20.11. 1965. Systkini Halldórs: Benedikt, f. 11.1. 1935, d. 22.4. 1991, hæstaréttar- dómari; Kristín, f. 5.10.1944, d. 11.12. 1992, kennari; Haraldur, f. 6.7. 1946, hrl.; Ragnhildur, f. 10.2. 1949, bóka- safnsfræðingur. Foreldrar Halldórs: Láras Þórar- inn Haraldsson Blöndal, f. 4.11.1905, fyrrv. alþingisbókavörður í Reykja- vík, og k.h., Kristjana Benedikts- dóttir, f. 10.2.1910, d. 17.3. 1955, húsmóðir. Fósturmóðir Halldórs var Margrét Ólafsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 7.6. 1982, húsmóðir. Ætt Láras er sonur Haralds Blöndals ljósmyndara, bróður Jóseflnu, móður Lárusar Jóhannessonar, alþm., og ættfræðings, og móður Önnu, móður Matthíasar Johannesen ritstjóra. Annar bróðir Haralds var Jósep, afi Péturs Blöndals alþm. Haraldur var sonur Lárasar Blöndal, amtm. og alþm. á Kornsá, bróður Sigríðar, móður Magnúsar Th. Blöndals alþm. og Bjöms Sigfússonar alþm. Láras var sonur Björns, sýslum. í Hvammi, alþm. og ættföður Blön- dalsættarinnar, Auðunssonar. Móð- ir Haralds var Kristín Ásgeirsdóttir, b. á Lambastöðum, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Ásgeir var sonur Finnboga, verslun- armanns i Reykjavík, Bjömssonar, og Amdísar Teitsdóttur vefara Sveinssonar. Móðir Kristínar var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Hálfsystir Sigríðar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslason- ar, fyrrv. ráðherra, föður Vilmund- ar ráðherra og Þorsteins heimspek- ings. Sigríður var dóttir Þorvaids, pr. og skálds í Holti, Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum, Presta-Högna- sonar. Móðir Lárusar var Margrét, syst- ir Sigríðar, ömmu Styrmis Gunn- arssonar ritstjóra. Bróðir Margrétar var Halldór, afl Kára Stefánssonar. Margrét var dóttir Auðuns, b. á Svarthamri, Hermannssonar, b. á Vífilsmýrum, Jónssonar. Móðir Hermanns var Herdís, systir Guð- nýjar, langömmu Sigríðar, móður Marsellíusar Bernharðssonar skipa- smiðs. Bróðir Sigríðar var Eiríkur, afi Böðvars Bragasonar lögreglu- stjóra. Herdís var dóttir Árna, b. í Dalshúsum, Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættarinnar, Ulugasonar. Kristjana var systir Péturs, alþm. og bankastjóra, föður Guðrúnar, forstöðumanns sjávarútvegsdeildar HÍ; Bjama forsætisráðherra, föður Bjöms menntamálaráðherra; Sveins framkvæmdastjóra, föður Benedikts hrl. og stjórnarformanns Sjóvár-Almennra, og systir Ólafar menntaskólakennara, móður Guð- rúnar Guðjónsdóttur kennara. Kristjana var dóttir Benedikts, alþm. N-Þingeyinga, bróður Bald- urs, afa Gísla Sigurðssonar hjá Stofnun Árna Magnússonar. Bene- dikt var sonur Sveins, gestgjafa á Húsavík, bróður Bjöms, afa Guð- mundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Sveinn var sonur Magnúsar, snikkara á Víkinga- vatni, Gottskálkssonar, bróður Guð- mundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins var Ólöf, systir Þórarins, afa Þórarins Björnssonar skólameist- ara. Móðir Kristjönu var Guðrún, systir Marenar, ömmu Gísla hjá Stofnun Áma Magnússonar. Hálf- systir Guðrúnar var Kristín Bjama- dóttir, móðir Ragnhildar Helgadótt- ur, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Péturs, b. í Engey, Kristins- sonar. Móðir Péturs var Guðrún, systir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Halldór og Kristrún taka á móti vinum og frændfólki í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri mánudaginn 24.8., kl. 18.00-22.00. Halldór Blöndal. Fréttir Nótin velti tengivagni DV, Þórshöfn: Tengivagn , sem var að flytja nót- ina úr aflaskipinu Júpiter ÞH, valt á Langanesveginum á Þórshöfn 17. ágúst og hafhaði í húsagarði. Nótin, sem er um 40 tonn á þyngd, bókstaf- lega velti opnum gámi á tengivagn- inum sem var á leiö frá höfninni upp á athafnasvæði Netagerðarinn- ar Ingólfs, sem er efst í bænum. Fjaðrabúningur gaf sig og festingar brotnuðu. Engin slys urðu á fólki. -HAH Nótin inni í garði eftir veltuna. DV-mynd Halldór Borgey hf. Seldi hlut í Óslandi hf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis snæddi hádegisverð með forsvars- 'mönnum íslandsbanka í síðustu viku. íslandsbanki á nú í viðræðum við rík- ið um kaup á Búnaðarbanka íslands hf. Laminn með flösku Ungur maður var handtekinn eftir að hafa lamið annan í höfuðið með flösku á Akureyri aðfaranótt sunnu- dagsins. Atvikið átti sér stað eftir að kastast hafði í kekki á milli mann- anna. Sá sem fyrir flöskunni varð er ekki talinn hafa slasast alvarlega en - ökumenn „1 lagi“ var fluttur á sjúkrahús. Lögreglan á Akureyri segir að helgin hafi að öðru leyti verið mjög róleg. T.a.m. hefðu um eitt hundrað ökumenn verið stöðvaður i þeim tO- gangi að kanna bílbeltanotkun, hvort menn væra með ökuskírteini Borgey hf. á Homafirði seldi 80% eignarhlut sinn í fiskimjölsverk- smiðjunni Óslandi ehf. á dögunum og er ætlunin með sölunni að tryggja fjármögnun nýrrar fiski- í höfuðið eða hvort fólk hefði hugsanlega neytt áfengis áður en sest var undir stýri. „Útkoman úr þessu sýnir að þetta virðist yfirhöfuð vera í besta lagi hjá ökumönnum," sagði talsmaður lög- reglu á Akureyri. -Ótt mjölsverksmiðju í bænum. Hún mun koma í stað núverandi verk- smiðju sem uppfyUir ekki mengun- arvamakröfur. Jafnframt hefur verið gerður viðskiptasamningur milli Borgeyj- ar hf., Skinneyjar hf. og Óslands ehf. sem ætlað er að styrkja sam- keppnishæfni þessara fyrirtækja um uppsjávarfisk, hvort sem er tU manneldisvinnslu eða bræðslu. Að lokinni uppbyggingu fiskimjöls- verksmiðjunnar er áætlað að vinnslugeta þessara fyrirtækja muni nema sem svarar 1250 tonn- um á sólarhring, þar af 500 tonn til manneldis. DV Til hamingju með afmælið 24. ágúst 80 ára Anna Axelsdóttir, Fífusundi 9, Hvammsstanga. Elín Þorsteinsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi. Jenslna Jensdóttir, Austurströnd 8, Seltjamam. Sæmundur Þorsteinsson, Hryggjum, Mýrdalshreppi. 75 ára Ámi B. Jóhannsson, Hjaröarhaga 62, Reykjavík. Ámi Þorvaldur Jónsson, Fjarðarstræti 2, ísafirði. Esther Ámadóttir, Þórufelli 12, Reykjavík. Ragnar Bjömsson, Hjaltabakka 4, Reykjavík. Sigríður Methúsalemsdóttir, Boðagerði 1, Kópaskeri. 70 ára Anna Guðjónsdóttir, Suðurengi 32, Selfossi. Ágústa Ásgeirsdóttir, Múlavegi 20, Seyöisfirði. Jóhann Þorsteinsson, Logafold 130, Reykjavík. Jóhanna F. Karlsdóttir, Hlíðarsmára 5, Kópavogi. Lilja Bjamadóttir, Langholtsvegi 183, Reykjavík. Marta O. Hagalínsdóttir, Laugamesvegi 100, Reykjavík. 60 ára Hrefha Jónsdóttir, Hliðarvegi 84, Njarðvík. Sólveig Kristbjörg Gísladóttir, GuUsmára 9, Kópavogi. 50 ára Auðunn Sigurjónson, ÆsufeUi 2, Reykjavík Ása Sæmundsdóttir, Eyjabakka 32, Reykjavík. Jónas Bergsteinsson, Dverghamri 5, Vestmannaeyjum. Sigríður Gunnarsdóttir, Fjarðarlgötu 53A, Þingeyri. Viðar Bjömsson, Gnoðarvogi 66, Reykjavík. 40 ára Einar Valur Guðmundsson, Hlíðarvegi 26, ísafirði. Emil Jóhannsson, Meðalholti 11, Reykjavík. EyjóUúr Jónas Ólafsson, Vesturfold 19, Reykjavík. Haraldur Baldursson, Víghólastíg 8, Kópavogi. Hákon Sveinsson, Grettisgötu 64, Reykjavík. Helga Eyfeld, FífuhjaUa 4, Kópavogi. Sigríður Jónsdóttir, Sólhrekku 21, Húsavík. Stefanía Ása Ásgeirsdóttir, Grænukinn 9, Hafnarfirði. www.visir.i3 NVR HEIMUR A NETINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.