Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Page 36
44 MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 I>"V \ onn Ummæli Hópur andmæl- enda stækkar ört „Nú má þó búast við, að bor- mönnum íslands sé orðið nokkuð órótt því nú er ekki lengur aðeins við fa- I , mennt lopapeysu- landvarnarliö að etja. Hópur and- mælenda stækk- ar ört og hann fylla listamenn, vísindamenn og hagspekingar og allt þar á milli, enda svo sannarlega lika veigamikil at- vinnu- og efhahagsleg rök gegn þessum ósköpum. Við því verða bormenn að bregðast, þótt þeir telji sig geta afgreitt náttúruverndina léttilega." Kristín Haltdórsdóttir, þing- kona Kvennalista, í DV. Man tímana tvenna „Ég var fyrstur á íslandi með það að vera í tveimur skyrtum með bindi á innri skyrtunni. Svo hef ég verið með tvö til þrjú úr. Af hverju? Það er bara húmorinn. Mér finnst þetta skrautlegt og skemmtilegt. Úrin vekja mikla athygli. Þegar ég er spurður að ástæðunni svara ég oft: „Þá man ég tímana tvenna.“ Ég hef haft gaman af þessu.“ Ragnar Sigurjónsson, ráðs- maður í Viðey, í Degi. Er enn að læra „Ég er ekki ánægður með niðurstöðuna, að enda í fjórða sæti, því það er ekki við neinn annan að sakast en mig að hafa ekki ver- ið ofar, en svona er þetta, ég er alltaf að læra.“ Jón Arnar Magnússon tug- þrautarmaður í Mbl. Lítilsvirðing „Verndari þessara Hval- fjarðarganga er tekinn úr fom- eskju og hjátrú fólks og það á ’ alls ekki heima í kristnu þjóð- félagi. Þetta er lítilsvirðing við guðstrú í landinu." Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, í DV. Veik staða „Það er ljóst að staða neyt- andans sem ein- staklings er miklu veikari en fyrir- tækja, þó svo að fyrirtækin séu; missterk. Og lengi vel settu fyrirtækin ein- hliða skilmála sína.“ Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna, í Mbl. J_f W/TSTR , 3KR.EFIP ER'RP SKIPF? NEFUD SEM EFTIf? Vf /LECrfí RTHLiQtAN ÓRSKUQÐFIR 3=RNN 'kHOHERDH SEM VTÐ R’EIKTNUM HE€? t=JÐ SÆKIUH HÆTFRSTP7N 3HElRf?F7 ' TVEG<23R TUGF7 ÖMMXöENPH EÐF7 SvO SEM VT-E> EKOM Vt)N F^? i\m A& Bjarni Bjarnason fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar: Maðurinn á bak við orðin Bjarni Bjamason er 32 ára gamall og býr í lítilli risíbúð í Þingholtun- um. Hún var upphaflega gerð fyrir vinnufólkið í húsinu. Hann er spurður um fjölskylduhagi. „Það eru mest ímyndaðar persónur," seg- ir hann og kímir. Hann er einhleyp- ur. „Það ríkir fullkominn friður á heimflinu." Fyrir tveimur árum kom út skáldsaga eftir Bjarna sem heitir Endurkoma Maríu. Hann var til- nefndur til íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir þá bók. Á þessu ári sendi hann handritið að Borg- inni á bak við orðin í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Hann bar þar sig- ur úr býtum. Bjarni lauk ekki menntaskóla- námi. Hann segist ekki hafa haft áhuga á því sem þar var í boði. „Ég hafði áhuga á bókmenntum og sneri mér að skriftum. Ég skrifaði aðal- lega leikrit og ritgerðir." Hann er hæglátur og honum liggur lágt róm- ur. Brún teygja liðast á milli fingr- anna meðan hann talar. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann kvaddi ólokið menntaskóla- námið. Næstu ár vann hann ýmis hlutastörf til að hafa ofan í sig og á. Hann skúraði m.a. á kvöldin. Á dag- inn hélt hann um pennann en á kvöldin kom kústurinn í hans stað. í dag getur hann lifað af ritstörfum. „Ég hef getað það í og með síðan 1995 og ég get það aftur núna eftir að ég fékk þessi verðlaun." Borgin á bak við orðin er um munaðarlaus- Bjarni Bjarnason an dreng í rithöfundur. ónefndri stór- borg. Hann segist vera konungssonur og segir sögur úr einkennilegu miðaldarkon- ungsríki. Fólk heillast af sögunum og drengurinn getur framfleytt sér af því. Svo vaknar sú spurning hjá Maður dagsins fólki hvort sögumar séu einhvers konar veruleiki eða hvort drengur- inn sé veikur á sinni. „Bókin tengist mikið hugsunar- hætti gullgerðar- listamanna en gullgerðarlistin varð til á undan kristninni, bæði á Indlandi, Grikklandi og i Kína. Það má líka segja að bókin sé undir áhrifum af kristinni dul- speki." Endurkoma Maríu tengist líka kristninni. Bjarni er spurður hvort hann sé mjög trúaður. Hann brosir og hugsar sig DV-mynd Teitur um. „Ég held að ég sé ekki vantrú- aður á trú eða trúaður á vantrú," segir hann. „Ég er óskaplega heill- aður af myndmálinu sem er í kristninni. Mér finnst að það megi líka líta á Biblíuna sem listaverk." Hugmyndaflugið er ótakmarkað og Bjarni er spurður hvort hann sjái heiminn í öðru ljósi en við hin. „Ég veit það ekki. Ég reyni að sjá hann óskaplega mikið í gegnum orð. Ég dvaldi í Grikklandi í vet- ur og reyndi að haga mér eins og mynd- listarmaður." í stað lita notaði hann orð. „Ég fór út með minnisbókina, horfði á fólk og reyndi að hripa niður myndir með orðum. Mér fannst gaman að sjá hvernig hversdags- legustu hlutir gátu orð- ið að sögu.“ Bjarni set- ur bæði hversdagslega og ímyndaða hluti í sögurn- ar sínar. Svo leyfir hann okkur hinum að njóta. -SJ Tré á Islandi eru unglömb miðaö við elstu tré heims. Elstu tré Elsta tré heims sem vitað er um var broddköngulfura (Pinus longaeva), kölluð WPN-114, sem óx í 3.275 m hæð yfir sjávarmáli í norð- austurhlið Wheeler-hryggj- arins í Sierra Nevada í Bandaríkjunum. Reyndist tréð vera 5.100 ára gamalt. Elsta núlifandi tré sem vitað er um er broddköngulfuran „Metúsalem", sem vex í 3.050 m hæð Kaliforníumeg- in í White Mountains. Þykir fuflsannað að hún sé 4.700 ára. í mars 1974 bárust fregnir þess efnis að tréð hefði borið 48 spírandi fræ. Árshringatímatalsfræðingar telja að hámarksaldur broddköngulfuru sé nærri 5.500 ár en risafurur (Sequoiadendron gigante- um) lifi ef til vill allt að 6.000 ár. Engin fruma þessara trjáa lifir lengur en 30 ár. Blessuð veröld Fjærst öðrum trjám Það tré sem talið er að vaxi fjærst öðrum trjám er norskt grenitré, eina tréð á Campbefl-eyju við Antark- tíku. Næsta tré er að líkind- um í 145 km fjarlægð á Auckland-eyjum. Heimsmetabók Guinness. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2184: .. « 31AHDAÐI, ‘ B/iJPA VATHÍ UT l ’ÓSA'UA'A - DO S2ACO ' HVAP ec. QJO T/c.. /LL- V I■ > «•' 7 . A ©Z/PV -EYÞOR,- Öskukarl Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. Bessi Bjarnason. Þjónn í súpunni Leikritið Þjónn í súpunni, sem sýnt er í Iðnó, hefur slegið í gegn í sumar. María Sigurðardóttir er leikstjóri en hún leikstýrið Sex í sveit. Þjónn í súpunni er sérstakt að því leyti að það gerist á veitinga- húsi og er sýningargestum boðið upp á mat og drykk meðan á sýn- ingu stendur og má segja að allur salurinn og rúmlega það sé leik- sviðið. í salnum eru bæði alvöru- þjónar sem og leikarar sem leika þjóna.____________________ Leikhús Leikararnir eru ekki af verri endanum. Bessi Bjarnason og Edda Björgvinsdóttir hafa í gegn- um tíðina skilað gamanhlutverk- um sem eftirminnileg eru. Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Kjartan Guðjónsson eru leikarar í yngri kantinum og léku meðal annars saman í Stonefree og Veðmálinu. Stefán Karl Stefánsson er yngstur í hópnum en hann útskrifast frá Leiklistarskóla íslands eftir eitt ár. Bridge Þetta spil er sérlega fróðlegt frá sjónarmiði bæði sóknar og varnar. Þegar það kom fyrir í leik sveita Shwartz og Wolfson í fjórðungsúr- slitum Spingold útsláttarkeppninn- ar í Bandaríkjunum var samningur- inn þrjú grönd á báðum borðum. Á öðru borðanna var útspflið hjartaás- inn og vestur skipti strax yfir í spaða. Eftir það átti sagnhafi enga möguleika á að standa spilið. Á hinu borðinu var útspilið lítið hjarta og sagnhafi drap fyrsta slag- inn á drottningu. * A5 2 * G10982 * 109652 * 742 G1086 * 76 * D874 é K863 ÁK53 ♦ K543 * 3 N * DG109 D974 * ÁD * ÁKG Suður Vestur Norður Austur 1 * * dobl 3 * pass 3 grönd p/h Sagnirnar bentu til þess að hjart- að skiptist 4 4 hjá andstöðunni. Sagnhafi á alltaf vinning í spilinu eftir þessa byrjun. Hann byrjar á því að leggja niður laufásinn og spila síðan tíguldrottningu. Ef vest- ur drepur á kóng og spilar ekki spaðakóng þá fást 9 slagir auð- veldlega. Ef hann drepur og spilar spaða- kóng er hægt að fá 9 slagi með laufsvíningu. Ef vest- ur hins vegar leyfir sagnhafa að eiga slaginn á tíguldrottningu verð- ur sagnhafi að spila næst laufgosan- um. Sagnhafi fær 9 slagi ef vörnin tekur þann slag og spflar spaða- kóngi. Ef austur drepur á lauf- drottningu, spilar lágum spaða og vestur setur lítið spil fær sagnhafi 3 slagi á hálitina, tvo á tígul og 4 á lauf. Af þeim sökum verður austur að gefa laufgosann. í þeirri stöðu getur sagnhafi einfaldlega spilað spaða á ás og meiri spaða. Þá fær sagnhafi 5 slagi á láglitina, einn á hjarta og 3 á spaða. Flókið en þó ein- falt! ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.