Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Page 9
FTMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
9
i>v Stuttar fréttir
Klámhundar teknir
Um eitt hundrað manns í tólf
löndum eru nú á bak við lás og
slá eftir einhveijar umfangsmestu
aðgerðir gegn barnaníðingum
sem nota Netið við iðju sína.
Breska lögreglan skipulagði að-
gerðimar og voru meðal annars
meira en eitt hundrað þúsund
klámmyndir af bömum allt niður
í tveggja ára aldur gerðar upptæk-
ar hjá bandarískum samtökum.
Kohl sækir á
Tvær skoðanakannanir sem
birtust í gær sýna að flokkur
Helmuts Kohls
Þýska-
lándskanslara
hefur saxað á
forskot jafnað-
armannaflokks-
ins. Þegar tæp-
ar fjórar vikur
eru til kosninga
munar tæpum sex prósentustig-
um á fylkingunum.
Claes fyrir rétt
Willy Claes, fyrrum forstjóri
NATO og aðstoðarforsætisráð-
herra Belgíu, er nú fyrir rétti
ásamt ellefu öðmm, sakaður um
spillingu og fjársvik í tengslum
við þyrlusölu.
Rigning á Flórída
Hávaðarok, grenjandi rigning
og mikill öldugangur gerðu íbú-
um norðvesturhluta Flórída lifið
leitt í nótt þegar fellibylurinn
Earl fór þar yfir.
Clinton til írlands
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
kom til Norður-írlands í dag til að
leggja sitt af
mörkum til að
friður megi
komast þar á.
Friðarhorfúr
þykja nokkuð
vænlegar nú eft-
ir að Sinn Fein,
pólitískur arm-
ur Irska lýðveldishersins, lýsti yf-
ir því að vopnuð barátta heyrði
sögunni til.
Kabila ásakar
Kabila Kongóforseti hefur sak-
að nágrannaríkin Rúanda og Úg-
anda um fjöldamorð.
_________________Útlönd
Færeyskur ráð-
herra sakaður
um nauðgun
John Petersen, sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja, hefur veriö
sakaður um að hafa nauðgað sext-
án ára gamalli stúlku fyrir
nokkrum áram.
Færeyska vikublaðið Oyggja-
tíðindi skýrði fyrst frá málinu
fyrir hálfum mánuði. í gær birti
blaðið svo bréf frá ónafngreindri
vinkonu sextán ára stúlkunnar
þar sem frásögn Oyggjatiðinda er
staðfest.
John Petersen hai'ðneitar að
nokkuð sé til í þessum ásökunum
og hefur stefnt Dan Klein, rit-
stjóra Oyggjatiðinda, fyrir æru-
meiðingar.
Samkvæmt frásögn Oyggjatíð-
inda leigði umrædd sextán ára
stúlka hjá ráðherranum og átti að
sinna þar ýmsum heimilisstörf-
um. Þaö var svo einhverju sinni
eftir miðnætti að landstjórnar-
maðurinn boðaði stúlkuna upp í
eldhús til sín þar sem hann þyrfti
að ræða eitthvað mikilvægt við
hana. Hann á síðan að hafa haft í
hótunum viö stúlkuna og að lok-
uð nauðgað henni inni i hjónaher-
berginu.
Jeltsín býr sig
undir lokaátök
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
er nú aftur farinn að snúa sér að
stjórnmála- og efnahagskrepp-
unni í landinu eftir tveggja daga
fúndi með Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta. Þar hét Jeltsín því að
hopa ekki af braut efnahagsum-
bóta.
Róðurinn verður hins vegar
þungrn- fyrir Rússlandsforseta þar
sem Dúman, neðri deild þingsins
þar sem kommúnistar hafa tögl
og haldir, er staðráðin i að hafna
tilnefningu Viktors Tsjemomyrd-
íns í embætti forsætisráðherra
öðra sinni á morgun.
Þrátt fyrir pattstöðuna kallaði
Tsjemomyrdín bráðabirgðastjórn
sína saman til að ræða leiðir til
að afstýra hruni efnahagslífsins.
Dúman samþykkti í gær ýmsar
aðgerðir í anda sovéttímans en
samþykktin er ekki bindandi.
Óeirðalögregla í Asan í Suður-Kóreu gerði í morgun áhlaup á bifreiöaverksmiðjuna Mando til að binda enda á verkfall
sem staðið hefur yfir frá því í síöasta mánuði. Símamynd Reuter
Monica Lewinsky:
Boðið hlutverk
í sápuóperu
Monica Lewinsky, fyrrverandi
lærlingur í Hvíta húsinu, íhugar nú
boð um hlutverk í sjónvarpsmynda-
flokki. Bandaríska blaðið New York
Post greindi frá þessu í gær. Vitnaði
blaðið í heimildarmenn innan
skemmtanageirans.
Framleiðandi sjónvarpsmynda-
flokksins Days of our Lives er sagð-
ur hafa mikinn áhuga á að fá Mon-
icu Lewinsky til liðs við aðra leik-
ara. Sagði New York Post að Monica
ætti að leika lærling í kvikmyndafé-
lagi og yrði hún með i þremur þátt-
um sápuóperunnar. Sjálf á Monica
að hafa lýst því yfir að hún sé
dyggur áhorfandi sjónvarpsþátt-
anna og að hún sé svolítið spennt
fyrir boðinu. Talskona á vegum
framleiðenda sjónvarpsmynda-
flokksins segir orðróminn um þát-
töku Monicu hlægilegan.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
losnaði ekki við skugga Monicu í
Moskvu þar sem hann hefúr setið
fundi með rússneskum stjórnmála-
mönnum. Á fúndi með fréttamönn-
um i gær spurðu bandarískir frétta-
menn forsetann hvort hann ætti
ekki eftir að biðjast afsökimar á
sambandinu við Monicu. Forsetinn
roðnaði og kvaðst hafa beðið um
fyrirgefningu.
Þegar Clinton hafði farið af fund-
inum með fréttamönnum sagði einn
af héraösstjórum Volguhéraðsins
við fréttamenn: „Bill Clinton er al-
mennilegm- karl. Monica Lewinsky
getur prísað sig sæla.“
Starfsmenn saksóknarans Kenn-
eths Starrs yfirheyrðu Monicu í síð-
ustu viku. Lögmaður Monicu neit-
aði í gær að greina frá því um hvað
yfirheyrslan hefði snúist.
Panasonic
-------------NV-HD630
Fullkomið Nicam HiFi Stereo myndbandstæki
í tilefni af 20 ára afmæli Japis,
bjóðum við nú í samvinnu við
Panasonic, nýjasta Nicam
HiFi Stereo myndbandstækið.
Tækið er með N.T.S.C. afspilun,
4 hausa Long Play og fjöldanum
öllum af frábærum eiginleikum
sem myndbandstæki
af bestu gerð prýða.
SUPB? DRÍVS
MULTI-INTEUICBNT CONTROL H
ONTROL • AUTO TUNER PRESET • AUTO CLOCK SET ■
• REC/
V /\ OTR f
\
VPS/PDC
ON-SCREEN OISPLAY
}
'j
!
i
I