Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Síða 13
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
13
Fréttir
Slæmt efnahagsástand 1 Rússlandi:
Óvissa í útflutningi
Slæmt ástand efnahagsmála í Rúss-
landi og óvissa um pólitíska forystu
þar í landi hefur komið fjármálamörk-
uðum heimsins í uppnám. Hlutabréf í
vestrænum kauphöUum hafa fallið í
verði og taugar eru þandar meðal íjár-
festa.
Á íslandi er hugsanlegt að áhrifa
gæti með tvennum hætti.
Útflutningur minnkar
í fyrsta lagi er hætt við að geta
rússneskra aðila til þess að kaupa ís-
lenskar vörur minnki. „Útflutningur
frá íslandi til Rússlands hefur aukist
mikið sl. 2-3 ár,“ segir Friðrik Már
Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar. „Árið 1997 var útflutningsverð-
mætið 2,4 milljarðar kr. Það er rétt
innan við 2% af vöruútflutningi ís-
lendinga. Á árunum 1995-1997 tvöfald-
aðist hann á milli ára. Samkvæmt töl-
um frá fyrri hluta þessa árs leit út fyr-
ir að sú þróun héldist áfram. Nú er
óvissan hins vegar meiri,“ segir Frið-
rik. Aðallega er um sjávarafurðir að
ræða.
Biðstaða hjá útflytjendum
„Fyrstu 7 mánuði á þessu ári flutt-
um við á þetta svæði um 16 þús. tonn
af sjávarafurðum. Þetta eru um 4,5%
af útflutningsverðmæti okkar en um
17% í rnagni," segir Kristján Hjalta-
son, framkvæmdastjóri markaðsmála
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
„Staðan í dag er biðstaða. Við höf-
- sjávarafurðir seldar fyrir 2,4 milljarða í fyrra
um kaupendur að okkur
vöru. Hins vegar er eng-
inn kúnni í dag tilbúinn
til þess að skrifa undir
samninga. Óvissan um
hvert raunverulegt gengi
rúblunnar gagnvart
Bandaríkjadollar er veld-
ur þessu. Ástandið hefur
verið svona í tvær vikur.
Þegar gengið gagnvart
dollaranum hefur verið
skráð getum við byrjað á
samningum. Þá kemur í
ljós hversu mikið rúblan
hefur fallið og hvort rúss-
neskir kaupendur fara
fram á verðlækkun. Um
þetta er hins vegar erfitt
að spá.“
Ovissa er hjá útflytjendum íslenskra afurða til Rússlands vegna efnahagskreppunnar þar
í landi.
Kallar á breytingar
Að sögn Kristjáns eru
nokkrar afurðir sem nær
eingöngu fara á Rúss-
landsmarkað. Fryst karl-
loðna og gulllax eru þær helstu. Þá er
einnig selt töluvert af soðinni skel-
rækju, karfa og grálúðuhausum. Kom-
ist ekki stöðugleiki á Rússlandsmark-
að er hugsanlegt að framleiðendur
hérlendis þurfl að breyta áherslum á
vinnslu.
Þá bendir Kristján á að lækkandi
gengi norsku krónunnar lækki verð á
norskum fiski. Með því fái einn aðal
keppinauturinn ákveðið forskot.
Keðjuverkan
í öðru lagi er hætt við að áhrifa
rússnesku kreppunnar gæti hérlendis
vegna keðjuverkunar.
Verð hlutabréfa á vestrænum
mörkuðum hefur farið stöðugt hækk-
andi undanfarin misseri. Sérfræðing-
ar útskýra þessar hækkanir með því
að vísa í traustar stoðir efnahagskerfa
og bjartsýni meðal fjárfesta á framtíð-
ina. Óvissa um ástand mála í Rúss-
landi hefur hefur hins vegar dregið úr
bjartsýni ýmissa stórra fjárfesta á
hlutabréf.
í kjölfarið hefur verð hlutabréfa
lækkað. Taki stóru kauphallirnar í
New York, London og Tokyo dýfu nið-
ur á við fylgja oft smærri kauphallir í
kjölfarið.
Falli verð hlutabréfa minnkar auð-
ur hlutabréfaeigenda.
Agóði hlutabréfaeigenda í
hættu
Sérfræðingar rekja mikinn hagvöxt
og neyslu á Vesturlöndum m.a. til
þess að einstaklingar telja sig efnaðri
vegna ágóða á hlutabréfamörkuðum.
Hverfi ágóðinn með hruni á hluta-
bréfaverði er hætt við að neytendur
dragi úr neyslu og verslun minnki.
Ef það verður þróunin og það
hægist um hjá viðskiptalöndum ís-
lendinga er hætt við að íslendingar
færu ekki varhluta af því.
Enginn veit þó enn hve mikil áhrif
kreppan hefur á fjármálamarkaði.
Óvissa er gríðarleg og mikið liggur
undir. íslendingar verða eins og aðrir
að bíða og fylgjast með.
ísland fremur einangrað
Friðrik Már Baldursson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, bendir á að ísland
sé að vissu leyti betur varið gegn
áhrifum kreppunnar í Rússlandi en
ýmis lönd. „Við erum ekki í miklum
beinum tengslum við Rússland hvað
útflutning varðar. Við höfum ekki
lánað Rússum peninga og sömuleiðis
eru íslensk fyrirtæki ekki jafn al-
þjóðavædd og gerist sums staðar. Að
þessu leyti erum við enn tiltölulega
einangruð í viðskiptalega tilliti.
Þannig er hagsveifla okkar fremur
óháð hagsveiflum annarra landa.
Verði hins vegar samdráttur á heims-
vísu hefði hann að sjálfsögðu áhrif."
-JP
SOKKAR
5/Pakk 590,
10/Pakk 990
SPORTJAKKAR
FÓÐRAÐIR
3.990,-
JAKKAR frá
1.990,-
VIND JAKKAR
1.990,-
INNANHÚSSKÓR
1.990,-
ÍÞR.GALU
BARNA+
FULLORÐ.
2.990
NÓATÚN 17
S. 511 4747
JOGGING
GALLAR FRÁ
2.490,-
T-BOLIR
495,-
FERÐATÖSKUR
1.490,-
HERRA OG
DÖMU ÚLPA
4.990,-
||A
HERRA OG
DÖMU ÚLPA
2.990,-
REGNGALLAR FRÁ
2.990,-
FLEECE PbYSA
1.990,-
FLEECEJAKKI
2.990,-
FLEECE PEYSUR
2.990,-
FLEECE GALLI
2.990,-
VINDJAKKI
2.500,-
POLO BOLIR FRÁ
SPAR SP0RT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
i