Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Síða 16
16 Fréttir FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Fókus, Mono og Vísir.is kynna TALh/öid á Astró, leitað er að tyndnasta manni þjóðarinnar. Uppistandið hefst kl 22:00 i kvöld 'nnir: Jón Gnarr Bein útsending á www.visir.is i samvinnu við Xnet hefst kl 22:00 í kvöld Aðgangseyrir aðeins kr. 500* TALsmenn fá frítt inn gegn framvísun kortsins* bjór með hverjum miða www.visir.is ókus þj átt orðið Láttu sjá þig á Astró í kvöld! Systurnar með berjafötuna - Hulda til vinstri. DV-mynd Þórarinn Austurland: Bláber sjást varla - en allt blátt fyrir vestan DV, Eskifirði: „Það er nánast engin spretta í bláberjum í nágrenni Eskifjarðar. Ég var 30 mínútur að fylla gler- augnahúsin mín og kemst nú ekki mikið í þau,“ sagði Hulda Rós- mundsdóttir á Eskifirði. Lítið er af beijum á Austurlandi en finna má lítil krækiber sums staðar. Hins vegar kom systir hennar, Elma, færandi hendi úr Skutulsfirði þar sem hún hafði dvalið um tima á ísafirði. Gaf hún systur sinni 10 lítra af aðalbláberjum sem hún hafði ekið með hátt í 900 km. Hafði hún tínt tugi lítra vestra og var ekki lengi að því. „Það er allt morandi í berjum fyrir vestan og alveg sama hvar þú sest niður, alls staðar er nóg bæði af blábeijum og krækiberjum," sagði Elma Rósmundsdóttir Hún lét sér ekki nægja að færa Huldu ber held- ur kom hún við á Húsavík á leið- inni austur og losaði sig þar við 10 lítra. Síðan ætlaði hún að fara með annað eins á Neskaupstað. Hulda ætlar að búa til sultu úr berjunum og einnig ætlar hún að setja í frost. • -ÞH Hótel Skaftafell í Freysnesi. Það hefur stækkað á hverju ári en þó vantar fleiri rúm þegar ferðamannatíminn stendur yfir. DV-mynd Júlía ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af ^ krakkapökkum. ^ (./ ' - KLIPPTU ÚT1 Nöfn vinningshafa birtast f DV á miðvikudögum. staðgreiðslu- og greíðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar IFICT 550 5000 Hótelið í Freysnesi: Stækkar á hverju ári - annar þó ekki eftirspurn yfir hásumarið DV, Höfn: „Þetta hefur verið mjög gott sum- ar hjá okkur hér í sýslunni í ferða- og gistiþjónustunni," sagði Ás- mundur Gíslason, stjómarformaður Ferðamálaþjónustu Austur-Skafta- fellssýslu, I samtali við DV. Flestir ferðamennirnir, sem heimsækja sýsluna, eru útlendingar og mikið er um hópferðir. Þá hefur útlendingum á eigin farartækjum fjölgað mjög. Alls eru í sýslunni 20 gististaðir, misstórir, og gistirúm eru eitthvað á sjöunda hundraðið. Þess dagana er Ferðamálafélagið að undirbúa þátttöku sína í ferða- kaupstefnu sem verður haldin í Reykjavík 17.-18. september. Þar kynna ísland, Færeyjar og Grænland ferðaþjónustu sína. Þar verður félag- ið og Jöklaferðir með sýningarbás. Hjá Önnu Maríu Ragnarsdóttur, hótelstjóra í Hótel Skaftafelli í Freysnesi, hefur nánast verið full- bókað í sumar og mörgum þurft að vísa frá vegna plássleysis. Hótelið var stækkað í sumar og bætt við níu tveggja manna herbergjum ásamt stórbættri aðstöðu fyrir starfsfólk. Hótelið hefur verið stækkað á hverju ári undanfarin ár. Ferðaþjónustufólk í sýslunni er bjartsýnt á framhaldið og segir að pantanir fyrir næsta ár lofi góðu. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.