Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 17 DV Fréttir Sumarbústaðaland í súginn: 12 milljónir í skaðabætur - til nágranna sorpurðunarstöðvar Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Sorpstöð Suðurlands til greiðslu 12 miiljóna króna í skaða- bætur til eigenda jarðarinnar Auðs- holts í Ölfushreppi í Árnessýslu. Að auki er sorpstöðinni gert að greiða mats- og málskostnað, tæplega 5,1 millj. kr. Forsaga Forsaga málsins er sú að árið 1985 fannst heitt vatn á jörðinni Auðsholti. í kjölfarið hugðust eig- endur jarðarinnar selja hana undir sumarbústaði. Ráðinn var lands- lagsarkitekt árið 1989 sem vann að skipulagi jarðarinnar. Talið er að jörðin rými um 100 sumarbústaði og væri hluti þeirra staðsettur með fram Ölfusá. Þessari vinnu var hætt þegar ný- stofnaðri Sorpstöð Suðurlands var úthlutaö 20 hekturum lands á ná- grannajörðinni Kirkjuferjuhjáleigu. Eigendur Auðsholt töldu ómögu- legt að selja landið undir sumarbú- staði með ruslahauga fyrir ná- granna. Þeir kröfðust því bóta fyrir rýrnun á eignum sínum. Samkomu- lag um bætur tókst ekki milli aðila. Undirmatsmenn mátu fjárhagslegt tjón eigenda Auðsholts 5 millj. kr. í yfirmati var tjónið hins vegar metið rúmlega 19 milljónir króna. Dómsmáliö í júní 1997 höfðuðu eigendur Auðsholts mál á hendur Sorpstöð Suðurlands. Þeir töldu sorpstöðina skaðabótaskylda samkvæmt stjóm- arskrárákvæðum um friðhelgi eign- arréttarins og almennum reglum á sviði skaðabótaréttar. Sorpstöðin krafðist sýknu. Aðal- lega á grundvelli þess að það væri við skipulagsyfirvöld að sakast en ekki sorpstöðina. Niðurstaða Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að það sé starfsemi sorpstöðv- arinnar en ekki skipulag svæðisins sem valdi tjóni jarðeigenda. Það þykir sannað að eigendur ætluðu í raun að selja jörðina undir sumar- bústaði. Þá þykir einnig ljóst í dóm- inum að stjóm sorpstöðvarinnar hafi viðurkennt bótaskyldu á fundi hennar 29. janúar 1993. Hins vegar voru dómarar ekki sammála um upphæð skaðabót- anna. Minnihluti, Sverrir Kristjánsson, löggiltur fasteignasali, taldi haéfileg- ar -bætur 16 millj. kr. auk vaxta og kostnaðar. Meirihlutinn, Kristján Torfason dómstjóri og Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari, dæmdi hins vegar sorpstöðina til greiðslu 12 millj. kr. skaðabóta og rúmlega 5 millj. kr. í sameiginlegan mats- og málskostnað. Alls rúmlega 17 millj. kr. auk vaxta. -JP Löng röö myndaöist fyrir utan Aco-Applebúöina í gær þegar auglýst var sérstakt tilboö á Macintosh-tölvuvörum. Aco tók nýlega við Macintosh-umboðinu frá Radíóbúöinni. DV-Hilmar Þór Sorpurðunarstöð skaðabótaskyld: Mikil vonbrigði - segir Karl Björnsson stjórnarformaður Má reisa mastur Landssíminn hf. og Tal hf. hafa náð samkomulagi um að Tal fái að reisa mastur á fjall- inu Þorbirni við Grindavík fyrir fjarskiptaþjónustu Tals. Póst- og fjarskiptastofnun hafði milligöngu í málinu, en Tal kvartaði til stofnunarinnar og taldi Landssímann reyna að hefta fjarskiptaþjónustu sína með því að hindra að mastrið yrði reist. Landssím- inn hefur 50 ára gamlan leigu- samning við eigendur Þor- bjarnar. „Við höfum reynt að haga starf- seminni þannig að hún uppfylli all- ar kröfur laga, reglugerða og starfs- leyfis. Því höfum við talið að við væru ekki að valda tjóni eða ónæði. Þess vegna veldur dómurinn von- brigðum. Þetta eru ótrúlega háar upphæð- ir. Dýr yrði jörðin öll,“ segir Karl Bjömsson, bæjarstjóri Árborgar og stjómarformaöur Sorpstöðvar Suð- urlands hf. „Við höfum fengið þá dóma frá eftirlitsaðilum, heilbrigð- iseftirliti og hollustuvemd að við uppfyllum öll skilyrði og að þvi leyti ættum við ekki að valda nokk- urri mengun eða spjöllum." Stjórn íhugar áfrýjun Það eru flestöll sveitarfélög á Suð- urlandi sem eiga Sorpstöð Suður- lands. Það em því íbúar þeirra sem munu bera kostnaöinn af skaða- bótagreiðslum verði dóminum ekki breytt við áfrýjun. Að sögn Karls fól aðalfundur sorpstöðvarinnar stjóm hennar að ákveða hvort áfrýja skuli dóminum. Þá fékk stjómin umboð aðalfundar til þess að taka lán ef ákveöið verður aö áfrýja ekki. -JP i.\m: SííteiÉ m Til sölu þessi millilangi (MWB) Toyota Land—Cruiser meö 4,2 lílra disilvél, silfurgrár að lit, árgerð 1990. Bílnum var breytt nýjum af umboðinu fyrir 36 tommu dekk. Original i bilnum: Samlæsingar, rafdrifnar rúður, úti-og innihitamælir 24 volta rafkerfi, framstólar á dempurum og 100% driflæsingar að framan og aftan, sva nokkuð sé nefnt. Auk þessa: dráttorkrákur, NMT-Mobira farsími og dekkin eru óslitin. Sami eigandi frá 1991. Þjánustu-.viðgeröar- og smurbák frá upphafi. Ekinn aðeins 135.000 km. Verð 1.900.000, i beinni sölu (enginn skipti). Upplýsingar í sima: 437 2202 og 852 3357. Opið í kvöld 10% afsláttur af öllum vörum verslunar innar á meöön útsalan stendur yfir. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Sími 55A 6300 ^ Opið frá kl. 10-18, f laugardaga frá kl. 11-15. Lokað á sunnudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.