Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Side 22
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 ljV
26 %vikmyndir
"k k:
Hláturinn lengir lífið
Félagamir Jim Abrahams og
David og Jerry Zucker hafa með
parodíum sínum gefið flissgjömum
mEU'gan magahláturinn og þar með
lengt líf okkar um allavega ein-
hverjar nanosekúndur. Þeir hittust
fyrst í skóla og hófu þá strax fram-
leiðslu á kvikmyndum og sú fyrsta
sem náði vinsældum var hin inn-
dæla og háparodíska Airplane! sem
varð upphafið af því sem virðist
endalaus sería af skopstælingum,
bæði í bíói og sjónvarpi.
Það er löng og góð hefð fyrir því
að taka fyrir ýmis kunn fyrirbæri
úr umhverfmu og skopstæla þau.
Til þess að dæmið gangi upp þarf
eftirmyndin að vera svo lík fyrir-
myndinni að hún sé trúanleg - að
einhverju marki - og svo þurfa frá-
vikin að vera fyndin. Lykillinn að
góðri parodiu er þekking á því sem
verið er að skopstæla eða hæða, því
oft þarf ekki annað en að ýta frum-
myndinni aðeins lengra til þess að
hún kollvarpist yfir í parodíu. Gott
dæmi um þetta era hetju-og-mafíu-
myndir, en reyndar má segja að
þetta sé formúlan að flestum þeirra
parodía sem þeir félagar Zucker,
Abraham og Zucker hafa framleitt.
Fastir leikarar í myndum þess-
arra era gráhæringjar eins og
Leslie Nielsen og nýdáinn Lloyd
Bridges (pabbi Jeff). Nielsen gerði
fyrst garðinn frægan í hinni frá-
bæru Forbidden Planet (1956) en
varð síðan nokkuð tíðindalaus þar
til hann festist í myndum og sjón-
varpsþáttum þeirra félaga. ZAZ-
myndimar hafa síðan gert hann að
heilmikilli stjömu í dag þrátt fyrir
að það sé farið að slá dálítið í hann,
sérstaklega miðað við ungheitin á
bönnuðu plánetunni.
Það er ákveðin hefð fyrir fordæm-
ingu á grínmyndum, á þeim for-
sendum væntanlega að það sem fær
fólk til að hlæja sé ekki verðmikið,
ekkert annað en trúðsháttur og
skrípaskapur sem ekkert varanlegt
gildi hafi. Þó er ekki til neitt hressi-
legra en skemmtileg grínmynd en
að sama skapi er fátt meira pirrandi
en misheppnuð grínmynd sem
kannski skýrir að einhverju leyti
hörð viðbrögð gagnrýnenda og al-
mennings við slíkum.
Airplane!
Þetta var fyrsta myndin sem sló í
gegn hjá þeim félögum, sem era all-
ir skrifaðir fyrir henni. Þessi stór-
slysamynda-parodía ætti að vera í
toppformi enn í dag, með þessa nýju
stórslysamyndabylgju yfirstandandi.
Fullt hús af gríni.
Airplane II:
The Sequel
★★★★ (Jim Abrahams, David
Zucker, Jerry Zucker, 1980), með
Leslie Nielsen og Lloyd Bridges.
★★★★ (Ken Finkleman, 1982).
Þessi var ákaflega speisuð, frá flug-
vél yfir í geimflaug, framtíðarsýn og
sona. Ekki síður fynd-
in en sú fyrsta, takið
eftir fina skjánum sem
reynist svo bara vera
þokukenndur gluggi.
Top Secret
★★★★ (Jim Abra-
hams, David Zucker,
Jerry Zucker, 1984),
með Val Kilmer,
Omar Shaariff og Pet-
er Cushing. Hérna
tímuðu þeir félagar
upp aftur með þessa
yndislegu
nj ósna/striðs-parodíu.
Val elskan svona aga-
lega sætur og ungur,
og Ómar og Pési í
góðu stuði. Miklu
skemmtilegri en Bond-
parodían nýja. Hérna
voru þeir félagar líka
búnir að uppgötva
PLOTTIÐ.
The Naked Gun
★★★ (David Zucker,
1988) með Leslie Niel-
sen og Pricilla Presley,
svo ekki sé minnst á
O.J. Simpson. Jú þess-
ar urðu illræmdar aft-
ur vegna ó djey, hér
vora súmmaðir upp
sjónvarpsþættir sem tríóið fram-
leiddi og gerðir að kvikmynd.
Lögguparodía sem skaut í allar áttir
og er hreint yndislega fyndin á köfl-
um.
The Naked Gun 2 1/2
★★★ (David Zucker, 1991). Fram-
haldið var líka skemmtilegt. ***
The Naked Gun 33 1/3
The Final Insult ★★ (Peter Segal,
1994). En sú þriðja var aðeins farin
að dala.
Hot Shots
★★★★ (Jim Abrahams, 1991), með
Charlie Sheen, Cary Elwes, Lloyd
Bridges. Kona þarf ekki einu sinni
að hafa séð Top Gun til að hlæja sig
máttlausa að þessari. Frábærlega
vel heppnuð skopstæling á hetjum
háloftanna, kvikmyndahandbókin
■rrv -
Charlie Sheen lék í Hot Shots. „Kona þarf ekki einu sinn að
hafa séð Top Gun til að hlæja sig máttlausa af þessari."
Val Kilmer lék í Top Secret.
ungur...“
National
Lampoon s Loaded
Weapon
★★ (Gene Quintano, 1993),
Emilio Estevez, Samuel L.
Jackson, Tim Curry, Willi-
am Shatner, Whoopi Gold-
berg, Brace Willis, Charlie
Sheen. Þessi er hötuð af
gagnrýnendum, hvers
vegna veit ég ekki, því mér
fannst þessi stæling á Let-
hal Weapon bara þónokkuð
fyndin, sérstaklega Ghost-
atriðið.
,Val elskan svona agalega sætur og
Spy Hard
min spottaði vísanir í The Fabulous
Baker Boys, Gone with the Wind,
Dances with Wolves og siðast en
ekki síst, 9 og 1/2 Weeks. Mikil
hamingja. Fjórar stjömur.
Hot Shots Part Deux
★★★ (Jim Abrahams, 1993) með
Charlie Sheen, Lloyd Bridges. Ég
hló mig líka í hel að þessari, þó ég
hafi aldrei treyst mér í Rambó. ***
Dracula:
O (Rick Friedberg, 1996) með
Leslie Nielsen. Ákaflega misheppn-
uö og auðgleymanleg parodía á
Bond-myndir og aðra njósnara.
Sleppið þessari.
Down Periscope
★★ (David S. Ward, 1995) með
Kelsey Grammer, Lauren Holly,
Harry Dean Stanton, William H.
Macy. Þessi er ekki heldur ZAZ-
tengd, en ansi fyndin samt, mest-
megnis er það þó góðum leikuram
að þakka. Frasier er nokkuð skond-
inn sem kafbátaskipherra i hrakn-
ingum og hér era Red October og
fleiri bátar skotnir í kaf.
Dead and Loving It Repossessed
★ (Mel Brooks, 1996) Leslie Nielsen,
Mel Brooks og Anne Bancroft. Fyrir
þá sem þekkja vampíra-myndir eins
og vígtennumar sínar inniheldur
þessi parodía nokkur góð skot.
Brooks reynir að endurvekja magík-
ina sem gerðu Young Frankenstein
að klassík, en mistekst.
★★(Bob Logan, 1990) með Leslie
Nielsen og Lindu Blair. Líkt og með
Dracula-skopið þá gengur þessi
bara fyrir þá sem þekkja fyrirbærið
vel. Það er greinilegt að Linda
skemmtir sér konunglega, en Leslie
náði sér aldrei á strik.
-úd
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Mafia
Blóðleysi
★ Mafia er ein af langri og merkri röð grínmynda
sem taka fyrir og hæða tiltekin fyrirbæri úr kvik-
myndaheiminum, í þetta sinn mafíu-myndir, líkt og
titillinn bendir til. Guðfaðir Coppola og langhundur
Martins Scorsese, Casino, era aðalskotmörkin en hin-
ar og aðrar myndir fljóta með, allt frá Jurassic Park
til Problem Child. Góði sonur klaufalega guðfoðurins
Don Cortinos stýrir spilavíti í Vegas og græðir
óstjómlega þar til hann heillast af ljósku nokkurri og
missir tökin á spilavítinu og lífi sinu. Líkt og í
Casino heyrum við og sjáum svo ævisögu piltsins og
föður hans, allt frá fátækt í þorpinu Salmonella á
Sikiley til æðstu metorða í mafiunni. Það veitti svo
sem ekki af að skjóta dálítið á mafíu-mynda-æðið en
myndir þessar um ítalska bófa hafa af ókenndum
hvötum notið bæði heilla og virðingar sem - þrátt
fyrir fina takta inn á milli - þær eiga alls ekki skilið.
Það vora þvi nokkur vonbrigði að sjá hversu illa
tókst upp í Mafiu, því af nógu ætti að vera að taka,
mafiu-myndir era eins og mý á mykjuskán. Háðið
var allt hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best í því
hvað ofbeldisatriðin voru blóðlaus; mafíu-myndir
hafa helst getað státað sig af elegant útfærslu á skot-
bardögum, blóðpollum og ýmissi sundurlimun en hér
Lloyd Bridges leikur Vincenzo Cortino, höfuð glæpa-
fjölskyldu.
er valin sú leið að gera ofbeldið að eins konar absúrd
dúkkuleik sem hvorki er hæðinn né fyndinn. í þessu
sem öðra virtist hugmyndaleysið falla með síðum að-
standenda Mafiu. Þrátt fyrir nokkuð góða byrjun og
skondin atriöi inn á milli nær Mafia ekki einu sinni
að vera meðalhundur i þessum parodíu-bransa
Leikstjóri: Jim Abrahams. Handrit: Jim Abrahams,
Greg Norberg, Michael McManus. Aðalhlutverk: Jay
Mohr, Billy Burke, Christina Applegate, Pamela
Gidley, Olympia Dukakis, Lloyd Bridges.
Úlfhildur Dagsdóttir