Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 Fréttir Eigendur smábáts sem notaður var fyrir „kvótahopp“ segjast hvergi hafa komið nærri: Braskið er endalaust - segir formaður Sjómannasambandsins. Útilokað að rekja viðskiptin Tugmilljóna króna velta í kvóta varð vegna kvóta sem safnað var á Hraunsvík GK. Eigendur bátsins segjast hvergi hafa komið nærri en þeim ber þó lögum samkvæmt að undirrita hverja færslu. DV-mynd Ægir Már „Þetta kom okkur í raun og veru ekki neitt við. Hann Jón hefur bara notað bátinn okkar til að færa yfir kvóta, og þaðan yfir á annan bát. Við þurftum ekkert að koma ná- lægt þessu og færslumar voru okkur vandræðalaus- ar,“ sagði Sæmundur Jóns- son, einn eigenda Hraunsvíkur GK sem á ís- landsmet í kvótaviðskiptum, samkvæmt frétt DV í gær. Það var Kvótabankinn í eigu Jóns Karlssonar sem hafði aíhot af bátnum í þessu skyni og þurfti Fiskistofa að hafa sig alla við til að anna færslunum 900 sem fóru fram. Svo er að sjá sem arður af þessum viðskipt- um sé góður því Jón Karlsson, sem einn annast reksturinn, er fimmti tekjuhæsti einstaklingur á íslandi og á nú stóran hlut í verslunarmiðstöð- inni Kringlunni. Sæmundur segir að kvótamagnið sem rætt sé um sé helm- ingi minna en menn halda, um sé að ræða tvífærslu á sama kvótanum. Hann segir að þetta hafi allt verið gert fyrir kunningsskap við Jón Karlsson í Kvótabankanum, en hjá frystihúsi hans lögðu félagar upp fiskinn áður fyrri. Kvótakerfið er umdeilt og sérstak- lega þær hliðar þess sem hafa leitt til umfangsmikils brasks með „eign þjóð- arinnar". DV greindi í gær frá undar- legu ferli í sölu veiðiheimilda, en þar eru smábátar notaðir fyrir eins konar „kvótahopp" eða „bankabók" eins og einn viömælandi blaðsins orðaði það. Þar safhast saman alls konar smá- kvótar, nokkur kíló af þessu og hinu, þangað tii selt er í stærri pökkum til þeirra sem er orðið kvóta vant. Netgrúskarar geta skoðað þessi viðskipti, færslur á afla- marki, sem skráðar eru hjá Fiskistofu. Þar kemur þó ekki fram hvaða íjárhæðir eru að baki færslunum. „Við erum að tala um 900 færslur á fimmtán tonna bát, sem er eitt prósent af öllum slíkum færslum. Kvótasalinn á ekki bátinn, en fær að geyma þetta á nafni hans. Þáð væri laglegt ef skatt- stjórinn færi fram á uppgjör vegna þessara viðskipta. Eflaust telur skatt- urinn að þeir sem leyfa afnot sem þessi hafi talsverðar tekjur af,“ sagði starfsmaður annarrar kvótasölu í samtali við DV í gær. „Þama er verið að flytja óhemju- verðmæti, trúlega 1-2 milljarða, og þá verða menn að geta treyst þeim sen „millilent" er hjá, vegna þess að um leið og verðmætin era komin á bátinn gæti bátseigandinn hirt þau. Bátseig- andinn er sá eini sem má flytja þau burtu, reglum samkvæmt, og við framhaldsleigu verður hann að skrifa undir-færsluna, annað tekur Fiski- stofa ekki gilt.“ Eins og áður hefúr komiö frarn þurftu eigendur Hraunsvíkur ekki að koma nærri við- skiptunum við Fiskistofu.og skrifuðu aldrei undir eitt eða neitt. „Mér finnst að stóra málið sé að þótt reynt yrði að kanna ferli þessara viðskipta, færslu fyrir færslu, þá væri aldrei hægt að rekja viðskiptin. Þetta eru svo margar tölur, margar færslur á hveijum degi, litlar tölur þegar keypt er og aðrar stærri við sölu. Það er alveg ljóst að hér er um að ræða botnlausan hagnað af milljarða veltu, ég leyfi mér að segja að þetta sé gert á kostnað þeirra sem selja, og alls ekki heiðarlega," sagði kvótasalinn sem rætt var við. Hinn mesti skandall „Þetta er það sem við höfum sagt aU- an tímann, endalaust djöfuls brask á brask ofan. Það hefur enginn viljað hlusta á okkur, ekki einu sinni þið blaðamennimir, fyrr en núna nýlega. Menn sjá hvað er þama á ferðinni. Það er, eins og við margoft höfum bent á, verið að leika íslenska sjómenn grátt. Það var aldrei tilgangur fiskveiðistjóm- unarlaganna að þetta yrði að braski með þessum hætti," sagði Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasambands íslands , samtali við DV í gær. -JBP Sævar Gunnarsson. Deila Technoprom-Export og verkalýðsfélaga um vinnuaðstöðu: Afleitur aðbúnaður Rússa „Við gerum þá kröfu fyrir hönd rússnesku starfsmannanna að þeir fái laun í samræmi við gildandi kjarasamning og að aðbúnaður þeirra verði bættur, en hann er um margt fyrir neðan allar hellur," sagði Örn Friðriksson, formaður Fé- lags járniðnaöarmanna, í samtali við DV í frumstæðum matsal, fataskipta- og hreinlætisaðstöðu rússneskra starfsmanna rússneska fyrirtækisins Techoprom-Export, sem reisir möst- ur hinnar nýju Búrfellslínu. Síðdegis í gær lokaði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands matsalnum vegna ófúllnægjandi aðstæðna sem vart eru mönnum bjóðandi. Vinna við að leggja Búrfellslínuna nýju lá að mestu leyti niðri í gær. Á Selfossi var hópur Rússa að tína sam- an einingar í möstur og skrúfa saman með handskrúflyklum. Flutningabílar sem flytja áttu mastrastykkin upp á Hellisheiðina komust hins vegar hvergi því að íslenskir verkamenn og iðnaðarmenn höfðu lagt bílum fyrir framan og aftan flutningabílana. Hvorki gekk né rak í gær með að ná samkomulagi við hinn rússneska verk- taka sem setur upp möstrin. Deilt er um vinnutilhögun og efúdir og út- færslu kjarasamninga sem verkalýðs- félögin telja að verktakinn brjóti eða í það minnsta túlki eftir eigin hentug- leikum. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Þórs á Sel- fossi, sagði í samtali við DV að kröfúr félagsmanna sinna væra í stuttu máli þær að þeir krefðust þess að vinnutim- inn yrði skipulagður þannig að það færi ekki eftir geðþótta rússneskra tæknimanna og verkstjóra hvort eða hvenær menn mættu til vinnu á hveij- um degi. Þá sagði hún að íslendingam- ir hefðu ekki fengið sama hlutfali af vinnunni við möstrin eins og Rússam- ir. Þeir hefðu fengið mjög litla eftir- vinnu meðan Rússamir fengju svo stóran skammt að það gengi út yfir öll lög, reglur og vinnutímatilskipanir. Vafi léki hins vegar á því hvort þeir nytu þess í launum. Matsalur, fataskipta- og hreinlætisað- staða rússneskra starfsmanna rúss- neska verktaka- fyrirtækisins Techoprom-Export er hrátt iðnaðar- húsnæði. Húsnæðið er að mestu einn geimur og í einu horninu er eitt kló- sett og vaskur handa öllum hópnum. Afleitur aðbúnaður Ingibjörg Sigtryggsdóttir sagði að Rússamir sem hér starfa á vegum hins rússneska verktaka ættu að starfa sam- kvæmt íslenskum kjarasamningum en grunur væri um að jjeir fengju önnur og verri kjör. „Við vitum af því að nokkrir þeirra hafa ekki fengið það sem þeim ber, en hefur verið sagt að þeir muni fá er að mestu einn geimur, með mjög takmarkaðri eldunar- og snyrtiað- stöðu. Eitt klósett og einn vaskur er í húsnæðinu fyrir á þriðja tug manna en engar sturtur. í öðrum enda hús- næðisins era fatahengi sem slegið hef- ur verið saman úr uppsláttarviði og snagar fyrir hlífðarfot era fir- tommunaglar. Flutningabíllinn komst hvergi því búið var að leggja bílum framan og aftan við hann. Myndir E.ÓI. það þegar þeir komi heim og slíkt. Á það fóllumst við ekki og krefjumst þess að þeir fái sín laun að fullu. Ingibjörg sagði enn fremur að að- búnaður rússnesku verkamannanna væri mjög frumstæður. Matsalur þeirra er í hráu iðnaðarhúsnæði sem Kváðust fátt vita DV ræddi við hóp af Rússum þar sem þeir vora að vinna við að skrúfa saman jámbita í háspennumöstur. Tveir ungir menn kunnu nokkuð í ensku og túlkuðu fyrir hina, þeirra á meðal verkstjóra sem spurður var álits á deilunni. Hann kvaðst enga hugmynd hafa um hana. Greinilegt var að Rússamir vildu lítiö tala við DV þegar verkstjórinn var nálægur. Þeir kváðust hvorki vita hvort þeir ættu að fá greitt samkvæmt íslenskum kjarasamningum né hvort þeir fengjuþað yfirleitt. Ingibjörg Sighyggsdóttír sagði ljóst að gefið hefði verið út atvinnuleyfi fyr- ir nokkra af Rússunum á röngum for- sendum. Atvinnuleyfi hefðu verið gef- in út á verkfræðinga og ýmsa sér- hæfða fagmenn og yfir- menn. Þessir menn ynnu hins vegar ekki við annað en að skrúfa saman jám- vinkla, aka vörabílum og aðra verkamannavinnu sem til fellur. Öm Friðriksson sagði í samtali við DV að hinn rússneski verktaki hefði fengið allar upplýsingar um íslenskt vinnuum- hverfi og kjarasamninga áður en hann tók til starfa við Búrfellslínuna og þessi svokallaði misskilningur hans á hvað hér tíðkaðist og væri leyfilegt væri illskiljanlegur, ekki sist í ljósi þess að gerður hefði verið við verktak- ann sérstakur kjarasamningur sem hann hefði í rauninni ekki staðið við. -SÁ Stuttar fréttir dv Síðasta sigling Feijan Norræna kom í morgun í 16. og síðasta sinn til Seyðisfjarðar á þessu sumri. Rekstur feijunnar hefúr gengið vel í sumar. Byggðastofnun tapar Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Byggðastofnun- ar var tap stofú- unarinnar 147 milljónir króna. Helstu ástæður fyrir því eru að 77 milljónir króna voru gjaldfærð- ar vegna styrkveitinga og 65 millj- ónir vegna rekstarstyrkja til at- vinnuþróunarfélaga. Stjórnarfor- maður Byggðastofmmar er Egill Jónsson alþingismaður. Viðskipta- vefur Vísis sagði frá. Var vakandi Steingrímur Hermannsson segir George Bush skrökva því að ís- lensk sendinefnd hafi sofið á leið- togafundi og að Steingrímur hafi flutt ræðu sína sofandi á fundin- um. Bush sé greinilega genginn í bamdóm og sé tekinn að rugla vit- leysu. Aðsókn Hafrann- sóknaskipið fyrrverandi, Dröfn, er nú rekið sem skóla- skip fyrir grunnskólabörn á vegum sjávar- útvegsráðuneyt- isins og er mikil aðsókn aö því. Ut- gerðin er tilraunaverkefni í sam- ræmi við þingsályktunartillögu sem Kristján Pálsson alþingismað- ur flutti á sínum tíma. Kennarar sátu lengst Síðastliðið ár var það langsam- lega annasamasta hjá Þóri Einars- syni ríkissáttasemjara nokkru sinni i sögu embættisins. 101 mál var til meðferðar, en á árunum 1990-1996 voru málin fæst 6 og flest 30. Lengsti fundur á síðasta ári var fundur sveitarfélaga og kennara, en hann var um 60 klukkustundir. Færri þurfa aðstoð Umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá borginni vora liðlega 19% færri fyrstu 8 mánuði ársins en á sama tíma i fyrra eða 2441. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoöar hafa einnig dregist saman um 19%. Þau námu rúmum 515 milljónum fyrstu 8 mánuðina í fyrra en um 418 millj- ónum í ár. Hótelmenn óánægðir Hóteleigendur í Vestmannaeyj- um era mjög óánægðfr með að- gerðir íslenskra ferðaskrifstofa, sem hafa hækkað verð á gistingu upp úr öllu valdi vegna komu Keikós til íslands. Mikill munur er á auglýstu veröi hótelanna og því verði sem ferðaskrifstofumar selja ferðamönnum gistinguna á. Stöð 2 sagði frá. Vilja samfylkingu Alþýðuflokksmenn á Norður- landi hafa lýst ánægju með fyrir- hugað sameiginlegt framboð vinstrimanna. Þetta kom fram á kjördæmisþingi flokksins. Dagur sagði frá Lágmarksfylgi Kjördæma- og kosninga- laganefnd Al- þingis íhugar að leggja til að framboðslistar sem bjóða fram til Alþingis þurfi að fá að lágmarki 5 prósenta fylgi til að koma manni inn á þing. Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsókn- arflokksins, sem sæti á í nefndinni greindi frá þessu í ræðu á þingi Sambands sveitarfélaga á Norður- landi eystra. Siglt á Arnarfell Olíuskip sigldi á Arnarfell utan við höfnina í Rotterdam í fyrrinótt. Skipið skemmdist talsvert en engan í 11 manna áhöfn skipsins sakaði. -SÁ að Drofn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (09.09.1998)
https://timarit.is/issue/198286

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (09.09.1998)

Aðgerðir: