Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 15 Díana, dýrlingurinn af L’Alma, er fyrir- sögn í Le nouvel Observateur liðinnar viku. Þar skýrir greinar- höfundur frá því að á meðan enska biskupa- kirkjan og breska hirðin reyni að koma í veg fyrir alla dýrkun á hinni látnu prinsessu, sé að verða til alþjóð- legur söfnuður í kring- um minningu hennar á Netinu. Kirkja Díönu er stofnuð á Veraldarvefnum og París er Borgin helga okkar daga. Það er ný- aldarsinninn og hótel- stjórinn Emile Cacci- ari sem skýrir vikuritinu frá þessu og hann er maðurinn sem hefur skipulagt pilagrímsferðir um síðustu dvalarstaði Díönu í þessu lífi. Ferðin hefst við Ritz-hótelið við Vendome-torgið, hátorg tískunnar, þar sem prinsessan og ástmaður hennar neyttu Síðustu kvöldmál- tíðarinnar. Þaðan er ekið í Benz (vonandi með ódrukknum bíl- stjóra) að undirgöngunum við l¥Alma og hugleitt við 13. stólpann, krossinn, þar sem Dodi dó (ásamt bílstjóranum, „ræningj- anum sem lenti utan Paradísar") en Díana leið píslir, helsærð. Þriðji áfanginn er Pitié-Salpetriere sjúkrahúsið þar sem hún gaf upp anda sinn. Söfnuður Díönu og kraftaverkið Blaðið gerir tilraun til að skýra hverjir séu áhangendur prinsessunnar fogru og góðu, sem var svo óhamingjusöm og heimurinn grét svo ákaft fyrir ári. Það styður sig við rannsókn þriggja fé- lagsfræðinga og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að söfn- uður Díönu í Frakk- landi séu trúaðir kaþólikkar, fremur íhaldssamt fólk í skoðunum, sjón- varpsneytendur sem styðji og ástundi góðgerðarstarfsemi frem- ur en að berjast fyrir rótækum þjóðfélagsbreyt- ingum. Og heilög Díana gerði eitt krafta- verk segir blað- ið. Hin leggja- langa madonna sætti heiminn við skandalana, við slúðurblaða- mennskuna til mótvægis við frásagnir kristi- legra sóknar- blaða af góð- verkum og henni tókst að virkja hnýsni á ágengni papparazzanna í þágu líknarmála og samúðar með hinum þjáðu í heiminum. Pílagrímarnir En hér í París virtist allt með kyrrum kjörum í kringum ársaf- mæli andláts hennar. Hinn al- menni Frakki lét sér augljóslega nægja að skoða af henni myndim- ar í óteljandi magazínum, andlit hennar prýddi nær hverja for- síðu, og horfa á minningarþætti í sjónvarpinu. Það voru erlendir Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Kirkja Díönu er stofnuö á Verald- arvefnum og París er Borgin helga okkar daga. Þaö er nýaldar- sinninn og hótelstjórinn Emile Cacciari sem skýrir vikuritinu frá þessu og hann er maöurinn sem hefur skipulagt pílagrímsferöir um síöustu dvalarstaöi Díónu í þessu iífi.u Mærin af L’Alma pílagrímar, við túristarnir, sem fórum á staðinn. Þar var mikill viðbúnaður lögreglu og sjón- varpsbílar í löngum röðum með fram götunum í þrjá daga. Þar stóð einnig ég, með bleika rós í hendinni og horfði á brúna sem Díana fór undir til að deyja. Steinunn Jóhannesdóttir „Hin leggjalanga madonna sætti heiminn við skandalana, við slúður- blaðamennskuna til mótvægis við frásagnir kristilegra sóknarblaða af góðverkum segir m.a. í grein Steinunnar. Ameriskur urgangur Furðudýrið Keiko er nokkurn veginn lent undan ströndum ís- lenska meginlandsins. Um daginn virtist forsýning á komu þess takast með ágætum miðað við þær myndir sem okkur voru sýndar á sjónvarpsstöðvunum. Það leið hins vegar ekki langur tími þang- að til ljóst var að sprunga hafði myndast í harðgerða flugbraut Eyjamanna. Lengd hennar var mismikil eftir því hvaða fjölmiðill greindi frá eða allt frá 20 metrum og upp í heila 50. Óneitanlega minntu lýsingamar á spmngunni á upphaf síðasta eld- gossins í Eyjum. Það byrjaði einmitt sem saklaus sprunga í næsta nágrenni við þessa sömu flugbraut. Byrjunin á endinum íbúar Heimaeyjar era nú í álíka viðbragðsstöðu og búast við að hlutfallslega jafmikið magn ferða- manna muni flæða yfir bæinn og hraunið sem lagðist yflr stóran hluta bæjarins á sínum tíma. Þetta er samt aðeins byrjunin á endinum eða frekar toppurinn á Keiko enda hafa fáir séð hann í heilu lagi eða veit yfir höfuð nokk- ur hvernig hann mun haga sér í íslenskum sjó? í rauninni er óskiljanlegt hvernig við höfum fylgt amerísku öfgafólki að mál- um. Þetta era örugglega einstak- lingar sem láta stjórnast af hjarta sem oftar en ekki er umbreytt af hormónaáti í matvörum. Hug- myndin um aft- urhvarf til nátt- úrunnar eða uppranans er sömuleiðis und- arlegri en flestar aðrar hér og nú í aldalok. Engmn íslendingi hefúr til að mynda dottið í hug að krefj- ast aftur landsins frá forfeðrum okkar í Noregi eins og til dæmis gyðingamir gerðu til sfns Heilaga lands. í stað þess að njóta botn- lausra olíulinda og lengri jarð- ganga en annars staðar í heimin- um kjósum við frekar að búa hér á jaðri stærstu eyðimarkar Evrópu. En það er hins vegar ekki laust við að hugurinn dragi Keiko-kom- una æ meira í efa. Kannski er Keiko eftir allt saman ekki ókei. Ekki kæmi á óvart að ameríska herflugvélin, muni færa okkur fleiri vandræði en aðeins þetta ofvaxna leik- fang bandarískra barna. Létu taka sig í bólinu Sprungan í flug- brautinni er aðeins upphafið og nokkuð ljóst að við erum að bjóða hættunni heim. Nægir þar að minna á nýlegar hótanir al- þjóðlegra hryðju- verkamanna um að byrla dýrinu eitur. Enda er ekkert launungarmál að hér era hags- munir fullorðinna bandaríska bama fremur í húfi heldur en nokkurn tíma íslenskir. Hitt er svo annað mál að ágang- ur þessa heimsveldis á opinberum vettvangi sem og spilling þess á venjulegum heimilisfriði era fyrir löngu gengin í öfgar. Þótt forsetinn þeirra sé fyrir löngu hættur að gera greinarmun á þessu tvennu er ekki þar með sagt að við þurfum að gleypa við öllu sem hann lætur út úr sér eða skilur eftir sig. Hann heldur ótrauður áfram að sulla niður á föt sín og annarra og samtímis skilur hann byggingar og land- svæði í allt öðrum heimsálfum eftir í rústum. Umfjöllun um nýlegar sprengju- árásir í Asíu leiða líka hugann enn frek- ar að þeim úrgangi sem Bandaríkjamenn hafa skilið eftir sig allt í kringum landið okkar. Um leið og kalda stríðinu lauk og óvinurinn flutti sig til heitari landa standa rústir amer- iskra herstöðva óhaggaðar víðs vegar um landið sem tilvifj- unarkenndar leifar eftir enn eitt partíið hjá þeim. íslensk stjórn- völd létu hins vegar taka sig I bólinu og samþykktu á sínum tíma skriflega að gera engar at- hugasemdir við draslið og skemmdimar sem kynnu að hljót- ast af þessu brölti þeirra. Keiko mun vafalítið skapa fleiri vandamál en veita nokkru okkar gleði. Þetta ferlíki er í mikilli hættu að verða hluti af þeim úr- gangi sem vinir okkar í Ameríku skilja eftir sig sem þakklætisvott fyrir að við uppgötvuðum þá á sín- um tíma. Haraldur Jónsson „Sprungan í flugbrautinni er aö- eins upphafiö og nokkuö Ijóst aö viö erum aö bjóöa hættunni heim. Nægir þar aö minna á nýlegar hót- anir alþjóölegra hryöjuverka- manna um aö byrla dýrinu eitur.u Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaður Með og á móti Hækkun á taxta þjónustu- númera óhögguð Hallarekstur þrátt fyrir hækkun „Meðalhækkun á gjöldum fyr- ir símtöl í upplýsinganúmerið 114 var talin nema 15% og hækkun fyrir símtöl í 118 var talin 24%. Af þessu til- efni óskaði Póst- og fjar- skiptastofnun eftir upplýs- ingum um tekjur og út- gjöld af þess- ari þjónustu. Þá var safnað upplýsingum um gjöld fyrir samsvarandi þjónustu í nokkrum nágrannalöndum. Á grandvelli þessara upplýsinga ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að gera ekki athugasemd við gjaldskrárhækkunina. Þar sem samanburður sýndi að gjaidskrá þessi er mun lægri en í ná- grannalöndunum verður ekki sett þak á hana eins og heimilt er samkvæmt lögum. En þar eð tölumar benda til þess að þrátt fyrir hækkunina verði enn nokkur hallarekstur af upplýs- ingaþjónustunni beinii- stofhun- in því 'til Landssímans að íáta henni í té eftir næstu áramót tölur um afkomu þjónustunnar á síðustu mánuðum ársins. Verði enn um halla að ræða mun verða óskað eftir ráðstöf- unum af hálfu Landssímans til að jafna út rekstrartapið, td. með hagræðingu, svo. ekki verði framhald á niðurgreiðslu á þess- ari þjónustu, sem skerðir mögu- leika annarra aðila að keppa við Landssímann á þessu sviði. Stofnunin væntir þess að lækk- aðar niðurgreiðslur á upplýs- ingaþjónustunni sem síðasta gjaldskrárhækkun leiddi af sér skili sér til notenda í formi lægri gjalda fyrir aðra þjón- ustu.“ Lækka ein- ungis þar sem samkeppni er „Þessi fréttatilkynning Póst- og fjarskiptastofnunar' er enn ein staðfesting á því að Lands- síminn virðist ekki hafa vitað hvað hlutimir kosta. Endur- skoðun hjá Landssíman- um virðist, eins og ég hef áður sagt, ein- ungis leiða til hækkana, ekki lækkana. Einu lækkanimar á verðskrá era á þeim sviðum þar sem Landssíminn er i bullandi samkeppni, t.d. í millilandasím- tölum og GSM-símtölum. Ég býst við aö þetta veki athygli Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hlýt- ur að skoða þessar breytingar, sem eiga að nálgast raunveru- legan kostnað við þjónustuna, í breiðu samhengi þannig að leið- réttingar geti leitt til lækkun- ar.“ -hlh Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.