Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 49 £ (ö N U (Ö E- GAN6I YKKUK NJÚSNARJ OKKAR FANN FRJÓTANA V® LANDAMÆRI N'GUI. VID VEKBUM AD FLYCA OKKUR OG KEFSA FEIMI m to (ö u »—H r-H £ u £ co to •iH o Hérna kemur frú^ Kata! Hún heldur öllu sem hún einu sinni faar. 917" Sæl, Mína! Má ég Sæl, frú \. Katál ikynna eiginmann minn I og fyrrverandi kærasta. TS £ :0 Ui v<D u T3 Veiðivon Það er í lagi að vera ánægður með slfka dagsveiði. Veiðieyrað Ekki eru allar veiðiferðir til fjár eins og sagt er. Við fréttum af veiði- mönnum sem héldu til veiða í Hölkná í Þistilfirði fullir af bjartsýni um góða veiði fyrir skömmu síðan. Ferðin tók sjö tíma héðan úr Reykjavík og gekk sá hluti ferðarinnar vel. Var nú farið að kíkja í veiðibókina þegar mætt var í veiðihúsið og blöstu þá við fáar síð- ur skrifaðar. Veiðifélagarnir héldu nú til veiða og var lítið að sjá í ánni nema vatn hennar. En um síðir fund- ust þó tveir laxar og þeir voru veru- lega legnir og vildu ekki taka neitt, al- veg sama hvað þeim var boðið af ýms- um vel hnýttum flugum. Og allan tím- ann var reynt við þessa tvo laxa sem flestir veiðimenn höfðu reynt við í allt sumar. En þeir tóku ekki. Var því haldið heim í hús með öngulinn í aft- urendanum. Fóru menn þá að kíkja á þær bókmenntir sem húsið hafði að geyma fyrir utan veiðibók og gesta- bók. Kom þá í ljós að eitt sumarið hafði áin gefið aðeins 11 laxa en mest 219 laxa. Var haldið heim skömmu seinna. Stórir í Víðidalsá Víðidalsá í Húnavatnssýslu hefur verið fræg fyrir stórlaxa og er enn þá þótt eins árs laxinn hafi látið sjá sig þar í sumar eins og reyndar í fleiri veiðiám. í hyljum hennar eru til stór- ir laxar þessa dagana. Þetta á sérstak- Umsjón GunnarBender lega við Dalsárósinn, í Kolugljúfrum og Kælinum þar sem laxamir eru vænir. Veiðimenn sem voru í ánni fyrir skömmu sögðu þá sérstaklega stóra í Kælinum og þar væru þeir margir vænir en erfitt væri að fá þá til að taka. Þrír eða fjórir holar voru líka að sýna sig í Dalsárósnum en þeir fengust ekki til að taka. Enda er sá staður mest veiddur í ánni yfir sum- arið. Það eru alltaf veiðimenn í hon- um, allan daginn. Annaðhvort í ökkla eða eyra Spánverjar eru mikið farnir að koma hingað til veiða í ánum og veiða oft vel. Þeir voru í fyrsta holli með maðkinn í Ásunum, eftir fluguna og í þrjá daga veiddu þeir 160 laxa á tvær stangir. Það var ekki sama mokið í Laxá i Dölum fyrir tveimur árum þeg- ar Spánverjar veiddu þar. Þeir börðu ána í heila viku og veiddu siðasta dag- inn ... einn. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá þeim blessuðum. Eða er ekki sama hvað áin heitir? Stórátak þarf Elliðaárnar verða ekki á laxatoppn- um þetta sumar en það kemur von- andi hjá henni. En núna hafa aðeins veiðst 470 laxar í allt sumar. Aðeins hafa komið innan við þúsund laxar í gegnum teljarann. Það þarf stórátak til að koma henni aftur á kortið enda þarf líklega að sleppa tugum þúsunda seiða í ána til að fá góðar göngur. Nær Blanda 2000 löxum? Blanda hefur komið skemmtilega á óvart í sumar enda eru komnir núna um 1900 laxar á land úr ánni og hún gæti náð 2000 löxum þegar allt hefur verið talið. Enda hefur fiskur gengið grimmt upp stiga árinnar. Við höfum frétt að margir hugsi gott til glóðarinnar aö reyna að ná Blöndu af Veiðifélaginu Flugunni á Akureyri, sem allavega hefur ána enn þá. En í samingunum er víst hægt að segja þeim upp af hálfu leigutaka og landeigenda á hverju ári. Við skulum sjá hvað setur, margir hafa allavega sýnt ánni áhuga enda Blanda lengi vel efsta veiðiáin I sumar. Svartáin hefur líka gefið vel í sum- ar og eru komnir næstum 500 laxar úr henni. Svartáin gæti bætt sig en í fyrra gaf hún 532 og það eru víst lax- ar í henni. Silungasvæðið hefur líka gefið laxa og töluvert af silungi. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Háaleitisbraut Álftamýri Miöbær Garöabær Upplýsingar hjá afgreiöslu DV í síma 550 5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.