Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 18
42
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
íþróttir
Blancfl i
Kjetil Rekdal, fyrirliði norska lands-
liðsins í knattspymu, leggur til að
landsleikir verði framvegis ekki háð-
ir í Ósló vegna framkomu áhorfenda
þar þegar Norðmenn töpuðu fyrir
Lettum á sunnudaginn. Rekdal segir
að eftir sjö taplaus ár á heimavelli
hafl norska liðið ekki verðskuldað
viðbrögð áhorfenda sem heimtuðu
Egil „Drillo" Olsen aftur sem lands-
liðsþjálfara og hæddust að leikmön-
um norska liðsins. Drillo á kannski
sjálfur sinn þátt í tapinu en hann
upplýsti Norðmenn um hve lélegir
Lettar væru eftir að hann sá þá tapa,
4-1, á Islandi.
Paul Sturrock, fyrrum landsliðs-
maður Skota, hefur tekið við stöðu
framkvæmdastjóra hjá Dundee Unit-
ed, liði Sigurðar Jónssonar í skosku
knattspyrnunni. Sturrock tekur við
af Tommy McLean sem var sagt upp
störfum á fostudaginn.
Flóki Ólafsson, varamarkvörður KA
i handboltanum, hefur verið lánaður
til 2. deildar liðs Þórsara i eitt ár.
Marcelo Bielsa tekur við sem þjálf-
ari landsliðs Argentinu í knattspymu
um næstu áramót, í staðinn fyrir
Daniel Passarella. Bielsa gerði Vel-
ez Sarsfield að argentínskum meist-
urum á síðasta tímabili en er nú við
stjómvölinn hjá Espanyol á Spáni.
Ómar Bendtsen hefur að ósekju ver-
ið skrifaður fyrir tveimur mörkum
Fylkis i síðustu leikjum í 1. deildinni.
í bæði skiptin, gegn KVA og Stjörn-
unni, hefur Arnaldur Schram verið
á ferð fyrir Árbæinga en þeir þykja
reyndar áþekkir á leikvelli.
Feyenoord burstaði Graafschap, 5-0, í
hollensku 1. deildinni i knattspymu i
gær. PSV lagði Waalwijk, 4-3 og
Heerenveen og Willem skildu jöfn, 2-2.
AC Milan tapaði, 2-0, i fyrri leiknum
gegn Torinó í ítölsku bikarkeppninni
i gær. -VS/GH
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
JAZZHATIÐ
REYKJAVÍKUR
Formleg setning í
Ráðhúsi Reykjavíkur
miðvikudaginn
9. september kl. 17:00
Allir velkomnir
Tónleikar
Putte Wickman
Hótel Sögu
miðvikudag kl. 21:00
miðasala í Japis
og við innganginn
Námu- og vörðufélagar
LANDSBANKANS fá afslátt
á miðum á tónleika
Jazzhátíðar Reykjavíkur
gegn framvísun skírteinis.
Skagamenn enn
með í baráttunni
- lögöu vængbrotið liö Leifturs í tilþrifalitlum leik
DV, Akranesi:
„Niðurstaða leiksins er að við
fengum 3 stig og það er það sem
skiptir máli. Fyrri háfleikur var
nokkuð góður en sá seinni ekki eins
vel leikinn. Við héldum hins vegar
hreinu og náðum að skora eitt mark
sem tryggði okkur góðan og sætan
sigur,“ sagði Steinar Adolfsson
Skagamaður eftir að Akranes hafði
sigrað Leiftur, 1-0, á Akranesi 1 leik
sem þykir markverður fyrir það að
aðeins 15 skot voru á mark voru í
leiknum, og lítið um opin færi.
Skagamenn voru betri aðilinn í
fyrri háfleik og náðu strax ágætis-
færi á 11 mín. þegar að Steinar átti
góðan skalla en Jens varði vel. Eftir
að heimamenn skoruðu markið þá
áttu gestirnir nokkur skot en eng-
inn dauðafæri. Seinni háfleikur var
svipað lélegur og sá fyrri, þó sóttu
Leiftursmenn meira en sköpuðu sér
ekki nein afgerandi færi nema þeg-
ar að John Nielsen brást bogalistin
í ágætisfæri.
Heimamenn áttu hins vegar besta
færi háfleiksins þegar Dean Martin
ÞYSKALAND
Duisburg-1860 Mtlnchen ........1-1
Stuttgart-Kaiserslautern ......4-0
Bochum-Bremen..................2-0
Gladbach-Frankfurt.............1-1
Wolfsburg-Freiburg.............1-1
Staða efstu liða:
Stuttgart 3 2 0 1 6-2 6
B.Múnchen 2 2 0 0 4-1 6
Kaisersl. 3 2 0 1 4-6 6
Freiburg 3 1 2 0 4-3 5
Stuttgart fór illa með Þýskalands-
meistara Kaiserslautern, Sreto Rist-
ic skoraði 2 marka Stuttgart og þeir
Fredi Bobic og Krassimir Balakov
gerðu sitt markið hvor.
Sviinn Jörgen Petterson jafnaði fyr-
ir Gladbach gegn Frankfurt á
lokamínútunni.
Otto Rehhagel, þjálfari þýsku meist-
aranna Kaiserslautern, segir að ekki
komi til greina að hann taki við af
Berti Vogts sem landsliðsþjálfari.
Hann er samningsbundinn Kaisers-
lautem til ársins 2000 og segist ekki
hlaupa frá hálfnuðu verki þar.
Jupp Heynckes sem stýrði Real Ma-
dríd til sigur í meistaradeildinni á
síðustu leiktiö hefur einnig gefið
starfið frá sér svo það er úr vöndu að
ráða hjá þýska knattspyrnusamband-
inu hver eigi að taka við þjáifara-
starfinu af Berti Vogts. -VS/GH
komst í dauða-
færi en Knud-
sen varði vel.
Steinar Adolfs-
son var bestur
í liði Skaga-
manna, hann
stjórnaði vörn
sinni eins og
herforingi,
einnig áttu
þeir Sigur-
steinn og Reyn-
Ragnar Hauksson
skoraði sigurmark
Skagamanna.
Jens Martin Knud-
sen varði mark
Leifturs vel.
ir Leósson ágætisleik.
Ekki ósanngjarnt að við
hefðum fengið stig
„Þetta byrjaði ekki nógu vel hjá
okur, við fengum á okkur mark sem
kom vegna mistaka, en við vorum
með mikið breytt lið og menn
greinilega ekki búnir að slípa sig.
Mér finnst ekki ósanngjamt að við
hefðum fengið annað stigið. Þeir
fengu ekki mörg tækifæri og við
vorum inni í leiknum en strákarnir
börðust vel og átti skilið að fara
með annað stigið héðan,“ sagði Páll
Guðlaugsson, þjálfari Leifturs.
í lið Ólafs-
firðinga vant-
aði nokkra af
þeim leik-
mönnum sem
hafa verið í
byrjunarlið-
inu, meðal
annars Pál
Guðmundsson
sem var í
banni, Júlíus
Tryggvason
sem er meiddur, Andra Marteins-
son sem er farinn út í nám og Une
Arge sem einnig er erlendis i námi.
Lið Leifturs var því hálfvæng-
brotið og það kann að hafa haft
áhrif og það er umhugsunarefni fyr-
ir forráðamenn Leifturs að þeir
semji við leikmenn sem þurfa svo
að yfirgefa þá þegar að fjórar um-
ferðir eru eftir af deildinni,.
Hjá Skagamönnum vantaði hins
vegar þá Jóhannes Harðarson og Al-
exander Högnason sem var í leik-
banni.
-DVÓ
Enska knattspyrnan:
Arnar góður
- Guöni Bergsson fékk rauða spjaldiö
Arnar skoraði eitt og
lagði upp annað fyrir
Bolton í gær.
Arnar
Gunnlaugs-
son heldur
áfram að gera
það gott með
Bolton í
ensku 1.
deildinni í
knattspymu.
Arnar kom
mikið við
sögu þegar
Bolton lagði
WBA á úti-
velli, 2-3.
Arnar skor-
aði fyrsta
mark leiksins á 19. mínútu eftir að
hafa leikið á fjóra varnarmenn
WBA og átti svo glæsilega fyrirgjöf
á Nathan Blake sem kom Bolton í
2-0 á 26. mínútu.
WBA jafnaði metin í 2-2 en
Jamaíkamaðurinn Ricardo Gardner
tryggði Bolton sigurinn með marki í
sínum fyrsta leik fyrir félagið 2 mín-
útum fyrir leikslok. Rétt áður hafði
Guðni Bergsson fengið að líta rauða
spjaldið fyrir tvær bókanir.
Leeds á toppinn
í úrvalsdeildinni skaust Leeds á
toppinn með 3-0 sigri á Sout-
hampton. Leeds réð lögum og lofum
á vellinum og það stefnir í erfitt
tímabil hjá Southampton í vetur.
Everton vann sinn fyrsta sigur og
skoraði sín fyrstu mörk í deildinni
þegar liðið sótti góðan sigur á City
Ground í Nottingham. Duncan Ferg-
son skoraði bæði mörkin og voru
þau mjög glæsileg. Fyrra markið
gerði hann með hörkuskalla og það
síðara með þrumuskoti. -GH
Paul Merson til Aston Villa
Paul Merson, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, samdi í gær við
Aston Villa, sem kaupir hann frá Middlesbrough fyrir rúmar 700 millj-
ónir króna. Aðalástæðan er sú að hann taldi umhverfið hjá Middlesbro-
ugh ekki nógu hagstætt fyrir sig en hann átti á sínum tíma i vandræðum
vegna áfengisneyslu og veðmálaflknar. -VS
IA
Leiftur
(1)1
(0)0
1-0 Ragnar Hauksson (27.) skall-
aði boltann eftir að Sigursteinn Gísla-
son hafði geflð sendingu inn í teig,
boltinn skoppaði yfir einn Leifturs-
mann til Ragnars sem skallaði bolt-
ann í netið.
Lið ÍA: Þórður Þórðarson©
Sturlaugur Haraldsson, Steinar Ad-
olfsson @@ Reynir Leósson, Slobod-
an Milisic - Sigursteinn Gíslason®
Dean Martin, Heimir Guðjónsson,
Pálmi Haraldsson - Ragnar Hauks-
son Zoran Ivsic (Hálfdán Gíslason
81.).
Lið Leifturs: Jens Martin Knud-
sen@, Steinn V. Gunnarsson, Þor-
valdur S. Guðbjörnsson, Sindri
Bjarnason, John Nielsen - Baldur
Bragason, Páll Gíslason Peter
Ogaba, Kári Steinn Reynisson @
Rastislav Lazorik (Heiðar Gunnólfs-
son 61.), Steinar Ingimundarsson.
Markskot: ÍA 8, Leiftur 4.
Horn: ÍA 7, Leiftur 1.
Gul spjöld: Páil Gíslason (L).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Gylfi Orrason, góður.
Áhorfendur: Um 600.
Skilyrði: Norðanátt og kalt, vind-
urinn stóð þvert á völlinn en völlur-
inn góður.
Maður leiksins: Steinar Adolfs-
son, ÍA, stjórnaði vörninni eins og
herforingi.
Leiftur hefur aðeins skorað eitt
mark i síðustu 6 útileikjum sinum og
samtals aðeins 4 mörk í 8 útileikjum
í sumar. Leiftur hefur skorað 14 af 18
mörkum sínum á heimavelli sem ger-
ir 77,8% og er betra en metið í 10 liða
efstu deild en Þróttur skoraði 73,7%
marka sinna 1984 á heimavelli
(14/19). Leiftur á aðeins einn útileik
eftir gegn ÍBV á móti tveimur heima-
leikjum og er því liðið líklegt til að
hampa þessu meti i haust. -ÓÓJ
»3i
/
ENGLAND
Urvalsdeild:
Leeds-Southampton............3-0
1-0 Marshall sjálfsmark (38.), 2-0
Harte (52.), 3-0 Wijnhard (86.)
Nott.Forest-Everton..........0-2
0-1 Ferguson (72.), 0-2 Ferguson (84.)
Staða efstu liða:
Leeds 4 2 2 0 5-1 8
Liverpool 3 2 1 0 6-2 7
Aston Villa 3 2 1 0 4-1 7
Nott.Forest 4 2 0 2 4-5 6
1. deild:
Barnsley-Norwich..............1-3
Birmingham-Stockport .........2-0
Bury-Portsmouth...............2-1
Crewe-Cr.Palace ..............0-1
Huddersfield-Watford .........2-0
Ipswich-Bradford..............3-0
Port Vale-Wolves..............2-1
QPR-Tranmere .................0-0
Sheff.Utd-Grimsby.............3-2
Sunderland-Bristol City.......1-1
WBA-Bolton ...................2-3
Stoke tapaði sinum fyrstu stigum í 2.
deildinni en liðið tapaði fyrir Ful-
ham, 1-0. Lárus Orri lék aílan leik-
inn fyrir Stoke.
Þorvaldur Örlygsson fékk að líta
rauða spjaldið fyrir ljótt brot á 64.
mínútur þegar Oldham tapaði fyrir
Macclesfield, 1-2.
Ólafur Gottskálksson lék í marki
Hibernian sem tapaði, 3-0, fyrir
St.Johnstone í skosku deildarbikar-
keppninni. -GH
Tölvur og tölvubúnaður
Miðvikudaginn 16. september mun aukablað
um tölvur og tölvubúnað flylgja DV.
Meðal efnis:
Upplýsingar um bæði hugbúnað og
vélbúnað, þróun, markaðsmál o.fl.
Umsjón efnis:
Hallgrímur Indriðason, netfang
hans er hallgri@vortex.is
Umsjón auglýsinga hafa Selma Rut
Magnúsdóttir, sími 550 5720 og
Sigurður Hannesson 550 5728.
Auglýsendur, athugið!
Síðasti skiladagur auglýsinga
er 10. september