Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 9 r>v Stuttar fréttir Uppsagnir í fiskvinnslu Nokkrum starfsmönnum flsk- vinnslufyrirtækis á Borgundar- hólmi hefur verið sagt upp störf- um vegna efnahagskreppunnar í Rússlandi. Útflutningur á flskaf- urðum til Rússlands hefur verið stöðvaður. Hvetur til þolinmæði B. J. Habibie, forseti Indónesíu, hvetur gagnrýnendur sína til að sýna þolinmæði. Átök brutust út í morgun í Sura- baya, næst stærstu borg landsins, milli námsmanna sem heimta af- sögn forsetans og stjómarhermanna. Mótmælend- m- krefjast þess að Habibie stöðvi verðhækkanir. Eitrað fyrir skólabörn Flytja þurfti um tug japanskra skólabarna á sjúkrahús í gær eftir að þau höfðu drukkið ávaxtasafa úr flöskum. Talið er að einhverju efni hafi verið hellt í safann. Meðhjálpari Sjakalans Franska lögreglan greip í gær Hans Joachim Klein, íyrrverandi samstarfsmann Sjakalans. Klein, sem búið hafði undir dulnefni í Frakklandi í mörg ár, hætti sam- starfi við Sjakalann fyrir 20 árum. 10 þúsund yfir 100 ára Japönum sem ná háum aldri fjölgar stöðugt. 10.158 eru 100 ára og eldri. Sá elsti er 114 ára gamall. Regnhlífarmorðið Búlgarskur rannsóknardómari ætlar að senda frá sér alþjóölega handtökuskipun á danskan ríkis- borgara af ítölskum ættum. Er hann grunaður um að hafa stung- ið búlgarska andófsmanninn Markov með eitruðum regnhlífar- oddi á strætisvagnastöð í London fyrir 20 árum. 100 mafíósar gripnir Lögreglan í Úkraínu hefur handtekið 110 maflósa frá 8 lönd- um sem sátu fund í hafnarbænum Odessa. Meðal hinna handteknu voru 48 mafiuforingjar. Meiri flóðahætta Gefin var út viðvörun í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í morgun vegna hættu á að gifúrleg flóð myndu brjóta sér leið gegnum hindrun og ógna íbúum borgar- innar sem eru 1 milljón. Nyrup til Færeyja Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, mun ræða sjálfstæði Fær- eyja í fjögurra daga heimsókn sinni til eyjanna sem hefst á morgim. Nyrup mun einnig ræða deilu Fær- eyinga við Breta um hvar draga eigi miðlínu milii Færeyja og Bretlands. Segja Butler Ijúga írösk yfirvöld segja Richard Butler, yfirmann vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, ljúga því að írakar hafi komið í veg fyrir aðgang manna hans að þremur stöðum. Kenneth Starr: Clinton fær ekki að sjá skýrsluna Saksóknarinn Kenneth Starr hafhaði i gær beiðni lögfræðinga Bills Clintons Bandarikjaforseta um að þeir fengju að sjá skýrslu hans um Lewinsky-málið áður en hann afhenti hana Bandaríkjaþingi. Skýrslunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Heimildarmenn sem þekkja til gangs málsins segja að Starr kunni að greina þingheimi frá hugsanleg- um alvarlegum embættisafglöpum forsetans þegar í þessari viku. Sjálf- ur vildi Starr þó ekkert segja í gær. Starfsfólk Starrs vann hörðum höndum aila helgina við að reyna að ljúka við skýrsluna um Clinton. Ef fram koma sannanir um að for- setinn hafi gerst sekur um mein- særi eða aðrar alvarlegar misgjörð- ir kann svo að fara að þingið rétti yfir honum og reyni að koma hon- Bill Clinton ætlar aö stappa stálinu í flokksmenn sína í Flórída. um frá. Clinton viðurkenndi í síð- asta mánuði að hann hefði átt vin- gott við lærlinginn Monicu Lewin- sky en neitaði að hafa sagt nokkrum að ljúga til um það. Clinton heldur til Flórída í dag þar sem hann ætlar að leggja lið frambjóðanda demókrata í embætti ríkisstjóra. Þá ætti að koma í ljós hversu mikið pólitískt aðdráttarafl forsetinn hefur enn á þessum síð- ustu og verstu tímum þegar hans eigin flokksmenn eru þegar famir að yfirgefa hann vegna Lewinsky- málsins. Stjómmálaskýrendur segja að hneykslismál forsetans geti orðið til þess að demókrötum vegni ekki jafh vel og skyldi í kosningunum í haust. Frambjóðandi demókrata í Flórída á í höggi við Jeb Bush, son Georges Bush, fyirum forseta. ______________Utlönd Pabbinn verður að vera með DV, Ósló: Án daglegrar umgengni við fóður sinn verða bömin að linju- legum aumingjum sem ekki þola mótlæti. Nokkuð í þessa veru er niðurstaða norska læknisins Guri Ingebrigtsen við héraðs- sjúkrahúsið í Lófóten. í þrjú ár hefur hún fylgst með þroska 2000 bama í Lófóten og Ósló og einkum horft eftir hvort munur er á bömum einstæðra mæðra og þeirra sem alast upp með fóður í húsinu. Niðurstaðan er að það er helmingi algengara aö böm einstæðra mæðra lenda í andlegum erfiðleikum eftir áfoll í lífinu en böm alin upp af föður og móður. Læknirinn getur sér þess til að ástæða þessa munar liggi í að feður kenni bömunum að bregð- ast við erfiðleikum og verjast áfollum. Nærvera feðranna sé því börnunum nauðsyn því mæðurnar kenni einkum hin mjúku gildi. -GK Franskir bændur eru enn einu sinni komnir í vígahug. Þessi mynd var tekin fyrir utan húsakynni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í París þar sem bændur kveiktu í heyrúllu til aö mótmæla lágu veröi á kornmeti. Svíakóngur tapaði einum milljarði Karl Gústaf Svíakonungur er með- al þeirra sem mest hafa tapað vegna hrunsins á verðbréfamörkuðum, að því er kemur fram í úttekt blaðsins Dagens Industri. Hlutabréf konungs- ins hafa lækkað um sem svarar 1 milljarði islenskra króna eða um 43 prósent frá því um mitt þetta ár. Einn aðaleigandi verslunarkeðj- unnar Hennes & Mauritz er einn af þeim fáu sem hafa hagnast. Hlutabréf hans hcifa hækkað í verði um sem svarar 10 milljörðum íslenskra króna á sama tíma, sam- kvæmt úttekt Dagens Industri. Kosningabaráttan í Þýskalandi: Schröder hæðist að bjartsýni Kohls Gerhard Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna, hædd- ist í gær að Helmut Kohl kanslara fyrir bjartsýni hans vegna þess að ofúrlítið dró úr atvinnuleysi í land- inu i síðasta mánuði. Schröder sagði að Qóreir milljónir at- vinnuleysingja í Þýskalandi hefðu ekki gleymt svipuðum bjartsýnisorðum Kohls um atvinnu- Gerhard Schröder. ástandið fyrir kosn- ingarnar 1994. Bat- inn, sem kanslarinn spáði þá, hefði hins vegar aldrei orðið að veruleika. Samkvæmt opin- berum tölum fækk- aði atvinnuleysingj- um um 24 þúsund í ágúst. Atvinnulausir í Þýskalandi eru nú 4,2 milljónir, eða 10,6 prósent vinnuaflsins. Áður voru 10,7 pró- sent án vinnu. KARATE - TAE KWON DO Kópavogi, Reykjavík -Vesturbæ Byrjendanámskeið eru að hefjast!!! Barnaflokkar frá 5 ára Unglingaflokkar Fullorðinsflokkar Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 557 5586 og 897 1571 Nú eru rétt rúmlega ioo Við á auglýsingadeildinni erum tilbúin með jólapakkana. Fyrstir komaf fyrstir fá mim SIÐASTA þar til auglýsing fyrir jól fer í loftið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (09.09.1998)
https://timarit.is/issue/198286

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (09.09.1998)

Aðgerðir: