Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 29
DV MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
53
Kristinn G. Haröarson sýnir í Geröu-
bergi og Galleríi Sævars Karls.
Tvær sýning-
ar Kristins
Um síðustu helgi voru opnaðar
tvær sýningar á verkum eftir Krist-
in G. Harðarson. Er önnur þeirra í
Menningarmiðstöðinni í Gerðu-
bergi og hin í Galleríi Sævars
Karls. Sýningin í Gerðubergi hófst
með Sjónþingi sem er málþing þar
sem gestum gefst kostur á að kynn-
ast manninum á bak við verkið.
Spyrlar voru Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur og Ingólfur Amars-
son myndlistarmaður.
Sýningar
Kristinn G. Harðarson hefur ver-
ið virkur í myndlistinni frá því
hann lauk námi í Hollandi árið
1976 og tók hann þátt í fyrstu sýn-
ingum í Gallerí SÚM á árunum
1976-1978. Kristinn hefur unnið í
flest efiii, búið til innsetningar í
rými, hugmyndaverk, hefðbundna
skúlptúra, teikningar og málverk,
soðið í jám og saumað út í léreft.
Til marks mn það hve fjölhæfur
Kristinn er í vali á efhi og vinnslu-
aðferðum má geta þess að í einu
verka hans frá árinu 1993 er að
fmna fataló, neglur, karton, blýant,
lit, sígarettustubba, útsaumsgam,
dauðar flugur og plast. Á síðustu
árum hefur Kristinn þó æ oftar
sýnt málverk í raunsæisstíl. Sýn-
ingin í Gerðubergi stendur til 25.
október og sýningin í Galleríi Sæv-
ars Karls til 30. september.
Söngkonurnar fjórar sem syngja í
lönó í kvöld.
Söngkonur í
sumarskapi
Stutt er síðan fjórar söngkonur,
sem allar hafa klassískan bakgrunn,
tóku sig saman og fluttu söngskrána
Söngkonur í sumarskapi. Viðtökur
og aðsókn fór fram úr vonum og var
því ákveðið að endurtaka söng-
skrána á tvennum tónleikum og
voru jjeir fyrri í gærkvöld en síðari
tónleikamir verða í kvöld í Iðnó kl.
20.30. Tónlistarkonumar, sem kalla
sig 4 klassískar, eru Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, Björk Jónsdóttir,
Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Mar-
grét J. Pálmadóttir. Hafa þær unnið
meira og minna saman fi-á árinu
Tónleikar
1995. Eins og nafnið bendir til hafa
tónlistarkonumar klassískan bak-
grunn en þær syngja einnig leikhús-
, popp- og djasstónlist og litast dag-
skráin af því. 4 klassískar hafa
sungið á tónleikum hér í borginni
og á landsbyggðinni og stefiia fljót-
lega á tónleikaferð til Mið-Evrópu.
Fyrri hluti efiiisskrárinnar ein-
kennist af lögum úr leikritum, með-
al annars eftir Kurt Weil og Hanns
Eisler. Textamir eru flestir eftir
Bertolt Brecht. í seinni hlutanum
verða flutt létt lög sem hæfa kaffi-
og danshúsum.
Jazz '98:
Stórsveitin og Putte Wickman
I dag hefst árleg djasshátíð í
Reykjavík. Hátíðin hefur yfirskrift-
ina Jazz ‘98 og er arftaki RúRek-há-
tíðarinnar sem hefur unnið sér fast-
an sess í menningarlífi höfuðborgar-
innar. Þar sem Ríkisútvarpið er ekki
lengur styrktaraðili hátiðarinnar
var nafninu breytt.
Á þeim átta djasshátíðum sem
haldnar hafa verið hafa hundruð er-
lendra djassleikara heimsótt landið
og túlkað sveifluna hver á sinn hátt
og nokkrir frábærir eriendir djass-
menn em nú mættir til leiks ásamt
mörgum af okkar bestu djassmönn-
um.
Formleg setning veröur í dag kl.
17. Eftir að hátiðin hefúr verið sett
mun Stórsveit Reykjavíkur leika
Skemmtanir
nokkur lög undir stjóm Sæbjamar
Jónssonar. Einnig kemur fram kvar-
tett Putte Wickman og trompetleik-
arinn Christian Cuturrufo.
Hápunktur dagsins eru tónleikar
Putte Wickman kvartettsins á Hótel
Sögu í kvöld kl. 21. Með Putte, sem
leikur á klarinett, eru Pétur Östlund
trommur, Claes Crona píanó og
Hans Backenroth kontrabassi. Putte
Wickman er í röð fremstu sólóista á
klarínett í heiminum í dag. Hann á
að baki flmmtíu ára feril i tónlist-
inni og kann vel þá list að skemmta
fólki á milli laga. Afrek Putte eru
mörg á tónlistarsviðinu og þótt hann
teljist í dag meðal „eldri borgara" þá
em margir á því að hann hafl aldrei
verið frískari en nú.
Stórsveit Reykjavíkur opnar djasshátíöina í Reykjavík.
Veðrið í dag
Kólnar á
Norðurlandi
I dag verður norðcUi- og norðaust-
anátt á landinu, víða stinningskaldi
eða allhvasst en hvassviðri austast
á landinu. Lengst af verður rigning
eða súld norðaustan- og austanlands
en slydda eða snjókoma á hálendinu
norðan Vatnajökuls. Um landið
vestanvert verður skýjað með köfl-
um og víðast úrkomulaust. Hiti
verður 2 til 5 stig um landið norðan-
vert en 6 til 10 stig syðra.
Á höfúðborgarsvæðinu verður
norðaustankaldi eða stinningskaldi.
Skýjað með köflum og úrkomulaust.
Hiti 5 til 8 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 20.16
Sólarupprás á morgun: 6.35
Síðdegisflóð i Reykjavík: 20.28
Árdegisflóð á morgun: 8.52
Veðrið kl. 6
í morgun:
Akureyri rigning 4
Akurnes alskýjaö 8
Bergsstaöir skýjaö 5
Bolungarvík skýjaö 5
Egilsstaöir 4
Kirkjubæjarkl. alskýjaö 9
Keflavíkurflugvöllur skýjaö 8
Raufarhöfn alskýjaö 4
Reykjavík skýjaö 7
Stórhöföi skýjaö 9
Bergen rign. á síö.kls. 14
Helsinki heiöskírt 15
Kaupmannahöfn skýjaö 15
Ósló Stokkhólmur rigning 15
Algarve heiöskírt 21
Amsterdam rigning og súld 14
Barcélona léttskýjaö 18
Dublin skúr 14
Halifax þoka 18
Frankfurt skýjaö 16
Hamborg skýjað 17
Jan Mayen úrkoma í grennd 1
London skýjaö 18
Lúxemborg súld 15
Mallorca léttskýjaö 16
Montreal 11
New York léttskýjaó 16
Nuuk alskýjaö 3
Orlando alskýjaö 23
París skýjaö 18
Róm heiöskírt 18
Vín skýjað 16
Washington heiöskírt 13
Winnipeg heiöskírt 16
Færð víðast
hvar góð
Færð á þjóðvegum landsins er víðast hvar góð. Á
einstaka leiðum em vegavinnuflokkar að lagfæra
vegi. Á Norðurlandi er verið að lagfæra veginn yfir
Lágheiði, á Suðurlandsundirlendi er verið að lag-
færa á leiðinni Hvolsvöllur-Vík. Að hluta til er
Færð á vegum
búið að leggja nýtt slitlag og getur það orsakað
steinkast á bíla sé óvarlega ekið, þá er einnig vega-
vinna á leiðinni Skálm-Kirkjubæjarklaustur og á
Vestfjörðum er verið að laga veginn um Óshlíð.
Ástand vega
Skafrenningur
m Steinkast
E Hálka
Cb Ófært
|a] Vegavinna-aðgát 0 ðxulþungatakmarkanir
□ Þungfært © Fært fjallabílum
Birgir Þór
Á myndinni heldur
Sveinn Andri á litla bróð-
ur sínum sem fengið hef-
ur nafnið Birgir Þór.
Hann fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans 24.
Bam dagsins
júlí síðastliðinn. Við fæð-
ingu var hann fimmtán
merkur og mældist 52
sentímetrar. Foreldrai'
bræðranna em Ásta
Björk Sveinsdóttir og
Bjartmar Birgisson.
Sveinn Andri, sem stoltur
heldur á bróöur sínum, er
tveggja ára.
Fátt er mönnum heilagt í Mafíu.
Mafía
Sambíóin sýna um þessar mund-
ir gamanmyndina Mafla, sem leik-
stýrt er af Jim Abrahams, sem
gerði Airplane, Naked Gun og Hot
Shots. Þessi upptalning segir eigin-
lega allt sem segja þarf um Mafíu.
Hingað til hefur ekkert verið Jim
Abrahams heilagt og svo er enn. i
Mafíu er sögð saga Cortino-fjöl-
skyldunnar í heila öld, allt frá því
hinn ungi Vincenzo Cortino er
hrakinn á brott frá Sikiley og
neyddur til að synda til Bandaríkj-
anna. Þar elst hann upp og verður
höfuð valdamikillar mafíufjöl-
skyldu. Þegar hér er komið sögu er
Cortino orðinn gamall maður og er
að hugsa um að láta völd-
in eftir til erfingja '////////,
Kvikmyndir
sinna en hann á erfitt
með að ákveða hvort
það á að vera hinn sálsjúki Joey
eða stríðshetjan Anthony sem taki
við af honum.
í hlutverki Guðfoðurins er Ll-
oyd Bridges, faöir Jeff og Beau
Bridges, og var þetta síðasta kvik-
myndin sem þessi ástsæli leikari
lék í. Aörir leikara í Maflu eru
Jay Mohr, Olympia Dukakis,
Christina Applegate, Tony Lo Bi-
anco og Billy Burke.
Nýjar kvikmyndir:
Bíóhöllin: Töfrasveröið
Bíóborgin: Lethal Weapon 4
Háskólabíó: Prédíkarinn
Kringlubíó:Sporlaust
Laugarásbíó: Sliding Doors
Regnboginn: The X-files
Stjörnubíó: Godzilla
Krossgátan
Lárétt: 1 hillingar, 6 sjó, 8 vaða, 9
fjör, 10 þvalur, 12 hrafnar, 14 skel,
15 ellegar, 17 áleit, 19 meðvindur, 20
gabb.
Lóðrétt: 1 veskjum, 2 vömb, 3 hug-
lausir, 4 umgerðina, 5 tré, 6 ætíð, 7
ákafur, 11 nmur, 13 virða, 16 eðja,
18 hólmi.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 píanó, 6 ok, 7 elna, 8 ask,
10 sigurs, 11 Týr, 13 strá, 15 skattar,
17 eirir, 19 sa, 20 fríð, 21 úir.
Lóðrétt: 1 pest, 2 íli, 3 angrar, 4
naust, 5 óar, 6 oss, 9 klárar, 12 ýkir,
14 rasi, 15 sef, 16 trú, 18 ið.
Gengið
Almennt gengi Ll 09. 09. 1998 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 70,270 70,630 72,300
Pund 116,580 117,180 119,510
Kan. dollar 46,160 46,440 46,030
Dönsk kr. 10,6720 10,7280 10,6170
Norsk kr 9,1010 9,1510 8,9260
Sænsk kr. 8,8080 8,8560 8,8250
Fi. mark 13,3560 13,4350 13,2590
Fra. franki 12,1190 12,1890 12,0380
Belg. franki 1,9694 1,9812 1,9570
Sviss. franki 49,6000 49,8800 48,8700
Holl. gyllini 35,8800 36,1000 35,7800
Þýskt mark 40,6400 40,8400 40,3500
ít líra 0,041200 0,04146 0,040870
Aust sch. 5,7730 5,8090 5,7370
Port. escudo 0,3965 0,3989 0,3939
Spé. peseti 0,4786 0,4816 0,4755
Jap. yen 0,527300 0,53050 0,506000
irsktpund 101,640 102,280 101,490
SDR 95,430000 96,00000 96,190000
ECU 79,9200 80,4000 79,7400
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270