Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
Neytendur
Mjólkurvörur á morgunveröarboröi:
Sumar bæði
feitar og sætar
Fitu- og mjólkurinnihald hinna ýmsu mjóikurvara
sem algengar eru á morgunverðarborðinu er ansi
mismunandi.
í síðustu viku var íjallað um
næringargildi ýmiss konar kom-
mats sem margir íslendingar borða
á morgnana og nú er komið að því
að kanna næringargildi ýmiss kon-
ar mjólkurmatar sem margir borða
á morgnana eða í hádeginu.
Valdar voru nítján algengar
mjólkurvörur en að sjálfsögðu er
úrvalið mun meira og því er um-
fjöllunin um þessar vörur ekki
tæmandi.
íslendingar borða mikið af
mjólkurvörum miðað við margar
aðrar þjóðir enda hefur lengi verið
brýnt fyrir okkur að mjólk sé góð.
En mjólkurvörumar era mishollar.
Sumeu- innihalda mikla fltu og aðr-
ar talsvert af sykri. Innihaldslýs-
ingar varanna sem teknar vom fyr-
ir em nokkuð góðar nema að því
leyti að fæstir framleiðendur gefa
upp hversu mikill viðbættur sykur
er í vömnni.
Innihaldslýsingum ábóta-
vant
Eitthvað má þó lesa út úr því
hvar í röðinni sykurinn er þegar
innihaldslýsing er gefin. Ef hann er
næstfremstur er
næstmest af honum
af öllum efnum í
vömnni og ef hann
er fjórði í röðinni
er meira af þeim
þremur efnum sem
áður eru talin upp.
Að sögn Laufeyj-
ar Steingrímsdótt-
ur, næringarfræð-
ings og forstöðu-
manns Manneldis-
ráðs, má gera ráð
fyrir því að í 100 g
af mjólkurvörum
sem ekki innihalda
korn séu um 4,5
grömm af mjólkur-
sykri. Einfalt ráð til að frnna u.þ.b.
hversu mikill hreinn sykur er í
vörunni er að draga þessi 4,5
grömm af mjólkursykri frá þeim
grömmum af kolvetnum sem geíin
eru upp. Ef vara inniheldur 10 g af
kolvetni em 4,5 grömmin af mjólk-
ursykri dregin frá kolvetnunum og
út kemur að hreinn sykur sé 5,5
grömm (10-4,5=5,5).
Vítamín og kalk
1 mjólk em öll þau vítamín sem
likaminn þarfnast, bæði fltuleysan-
leg og vatnsleysanleg en í mis-
miklu magni. Helstu vitamínin í
mjólkurvömm era A, B1 og B2
vítamínin. Auk þess em mjólkur-
vörur mikilvægur kalkgjafi. En
þrátt fyrir að allar mjólkurvömr
innihaldi vitamín og kalk er rétt að
gæta vel að því hversu mikla fitu
og sykur þær innihalda.
Af þeim nítján vömm sem skoð-
aðar vom reyndist Fismjólk með
jarðarberjum innihalda minnsta
fitu eða 0,5 grömm í hverjum 100 g
af vömnni. Stuðst var við næring-
arefnatöflur RALA þegar sykur-
magn var reiknað út. Hins vegar
vom fjórar vömtegundir, þ.e. Fis-
mjólk, létt Engjaþykkni, LGG+ OG
Hrísmjólk, ekki í töflum RALA. í
þeim tilfellum var sykurmagnið
reiknað út frá „kolvetni-mjólkur-
sykur“ formúlunni sem áður var
kynnt.
Samkvæmt þessari formúlu inni-
halda 100 grömm af Fismjólk 8,3
grömm af sykri sem er með því
hærra í könnuninni.
Súrar vörur
Þar á eftir koma Biomjólk og
Léttjógúrt frá MS og KÞ sem öll
innihalda 1,3 g af fitu. Biomjólkin
inniheldur 6 grömm af fitu en jóg-
urttegundimar 7 grömm. Sýrð létt-
mjólk verður að teljast afar holl.
Hún inniheldur engan viðbættan
sykur og aðeins 1,5 grömm af fitu.
Létt Engjaþykkni inniheldur jafn
mikið af fitu og sýrða Léttmjólkin
en um 4,6 grömm af sykri.
Meltingarafurðin LGG+ inni-
heldur talsvert meira af fítu eða
um 3,1 grömm. Upplýsingar vantar
um sykurinnihald LGG+ og ekki er
hægt að beita „kolvetni-mjólkur-
sykur" formúlunni þar sem LGG+
inniheldur korn.
Óskajógúrt frá MS, Húsavíkur-
jógúrt og Skólajógúrt með banana-
bragði innihalda allar 7 g af sykri.
Óskajógúrtin inniheldur hins veg-
ar 3,2 g af fitu, Húsavíkurjógúrtin
3,3 g af fitu og Skólajógúrtin 3,6 g af
fitu.
Engin fita
Næst á eftir koma Súrmjólk og
AB-mjólk sem innihalda 3,9 af fitu
en hins vegar engan viðbættan syk-
ur. ABt-mjólk með berjum og musli
inniheldur einnig 3,9 g af fltu en
hvorki meira né minna en 9 g af
sykri. Jarðarberjasúrmjólk kemur
næst með 4,0 g af fitu og 6 g af
sykri. Skólaskyr og Rjómaskyr með
jarðarberjum innihalda bæði 4,5 g
af fitu. Skólaskyrið inniheldur hins
vegar 7 g af sykri en en Rjómaskyr-
ið 8 g af sykri.
Feitt og sætt
Lestina reka Þykkmjólk með
komi og ferskjum, Hrísmjólk og
Engjaþykkni. Þykkmjólkin inni-
heldur 4,6 g af fitu og 9 g af við-
bættu sykri. Hrísmjólkin inniheld-
ur 4,8 g af fltu og 16,4 g af sykri
(samkvæmt „kolvetni-mjólkursyk-
ur“ formúlunni) og Engjaþykkni
með jarðarberjum inniheldur 7,3 g
af fitu og 7 g af viðbættum sykri.
Það er því ljóst að betra er að
lesa vel innihaldslýsingar mjólkur-
varanna áður en ein dós er gripin
með í skólann eða vinnuna.
-GLM
Flsmjólk 0,50 vantar uppl. um sykur
111 | |
6,00
7,00
Blomjólk 1,30
Léttjógúrt
l.dU
fráMS
Léttjógúrt 1,30 7,00
trá KÞ
;
Sýrö léttmjólk 1,50
p -i Kf) vantar uppl. um sykur
engjaþykknf
LGG+ 3,10 vantar uppl- um sykur
,BallÍWPBB: j | j
msymm
Oskajógúrt 3,20
Húsavíkur- 33Q
Jógúrt
Skólajógúrt 3,60
Og
fitumagn
• - í 100 g af mjólkurvörum -
ab-mjólk
Súrmjólk
abt-mjólk
Jaröarberja-
súrmjólk
Skólaskyr
Rjómaskyr
Þykkmjólk
Hrísmjólk
Engjaþykkni
3,90
3,90
3,90
9,00
,00 f,00
4,50 7,00
4,50 8,'
4,60
4,80 vanl tar uppl. um sykur
Flta
Sykur
7,30
9,00
7,00
Jafet Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofunnar.
Hlutabréfasala:
Ekki æskilegt
að taka lán
fyrir kaupunum
Talsvert hefur verið rætt um
sölu hlutabréfa í Landsbankanum
hf. sem almenningi og starfsfólki
bankans gefst nú færi á að kaupa.
Landsbankinn, Búnaðarbankinn og
Sparisjóður vélstjóra bjóða allir lán
til þessara hlutabréfakaupa til við-
skiptavina sinna. En em þessi
kaup ráðleg fyrir hinn almenna
neytanda og hvar bjóðast bestu lán-
in? Jafet Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfastofúnnar, segist
vel geta mælt með kaupum á bréf-
um í Landsbankanum fyrir hinn al-
menna neytanda því Landsbankinn
hafi alla burði til að hagnast meira
á næstu árum en hann hefúr gert
hingað til. Jafet telur hins vegar
ekki ráðlegt að fólk taki lán fyrir
þessum kaupum. „Við hvetjum fólk
ekki almennt til að taka lán fyrir
hlutabréfakaupum. Það sem fer í
hlutabréfakaup á að vera hluti af
sparnaði en menn eiga að forðast
það að taka stór lán til að bæta við
hlutabréfúm."
Aöspurður um kjör Landsbank-
ans, Búnaðarbankans og Sparisjóðs
vélstjóra sagði Jafet að þau væru
hvorki betri né verri en gerðist og
gengi. Hins vegar væri erfitt að
bera þau almennt saman því kjörin
færu eftir hverjum og einum við-
skiptavini bankans. -GLM
Sólþurrkuðu tómatarnir gefa
brauðinu sérstakt og gott bragð.
Tómatabrauð
ítalskt brauð með sólþurrkuð-
um tómötum er sannkallað sæl-
kerafæði.
Uppskrift:
375 g hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. þurrger
50 g sólþurrkaðir tómatar, niður-
skomir og vættir í ólífuolíu
175 ml volgt vatn
75 ml ólífuolía
Aðferð:
Sigtið hveitið og saltið saman í
stóra skál. Hrærið gerinu og
tómötunum saman við. Búið til
holu í miðju þurrefiianna og
hellið vatninu og olíunni ofan í
holuna. Hærið síðan öllu vel sam-
an þar til deigið er orðið mjúkt.
Hnoðið deigið á hveiti stráðu
borði í um tíu mínútur. Mótið
deigið í sporöskjulaga og frekar
flatan hleif og seijið hleifmn síðan
á smurða bökunarplötu. Penslið
brauðið að ofan með örlítilli ólífu-
olíu. Breiðið plastfilmu yfir deigiö
og látið það lyfta sér í um eina
klukkustund. Hitið ofninn á meö-
an í 220° C. Stráið örlitlu hveiti
ofan á deigið og látið þaö bakast í
ofninum í 3(M0 minútur.
-GLM