Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998 Spurningin Hvert fórstu í sumarfríinu? Erlendur Ólason tæknifræðing- ur: Ég fór til Danmerkur og það var mjög gott. Margrét Ásgeirsdóttir læknir: Ég fór í frí til Danmerkur og hafði það mjög gott þar. Ásgeir Mogensen: Ég fór í Legol- and og það var rosalega gaman þar. Helgi Már Þórðarson, verslunar- stjóri í Blues: Ég skrapp á Aust- firðina. Það var fínt þótt það væri þoka. Ragna Rós Rúnarsdóttir ritari: Ég fór til Færeyja í sumar og þar var mjög fint að vera. Lesendur Verða Sunnlendingar sviptir atkvæðisrétti? H.V. skrifar: Ástæða þessarar hugvekju er spum- ingin um ábyrgð ein- staklingsins í nú- tímaþjóðfélagi gagn- vart samfélaginu. Þegar ég fór að velta spurningunni fyrir mér, m.a. með tilliti til hvemig þegnar landsins nýta at- kvæðisrétt sinn, komst ég að merki- legri niðurstöðu, að því mér fannst; sem sé þeirri að Sunn- lendingar virðast al- mennt líta á atkvæði sitt af minni alvöru en aðrir landsmenn. Lítum á brot af þingmannalista Sunnlendinga í gegn- um árin: Árni John- sen, Eggert Haukdal, Árni Johnsen, Óli Þ. Guðbjartsson, Árni Johnsen. Jón Helga- son (frá Seglbúðum), Árni Johnsen, ísólf- ur Gylfi Pálmason, Ámi Johnsen, Guð- ný Guðbjömsdóttir, Árni Johnsen, Þor- steinn Pálsson, Ámi Johnsen, Margrét Frímannsdóttir, Árni Johnsen, Guðni Ágústsson, Ámi Johnsen, Lúðvík Bergvinsson - og að ónefndum Árna Johnsen enn og aftur. Vilji menn rökstuðning skal stikl- að á stóru í sömu röð og hér að kvenna í menntageir- anum - Grænland - kvótakerfið - staða kvenna almennt - Keikó - Guðni Ágústs- son - bílnúmerafrum- varpið - Alþýðuflokk- urinn - að ógleymdu bilnúmerafmmvarp- inu. í ljósi framanskráðs legg ég til að atkvæðis- réttur Sunnlendinga verði afnuminn, í að minnsta kosti tvö kjör- tímabil, sem skal skoðast sem refsing fyrir misnotkun at- kvæða í gegnum árin. Eftir það fái þeir fjórð- ung af atkvæðum ann- arra landsmanna á hverju kjörtímabili, þannig að árið 2019 verði þeir komnir með fullan atkvæðarétt á ný. Þó að því tilskildu að þeir sýni meiri ábyrgð á aðlögunar- timanum. Það verður ekki liðið að heilt kjördæmi grínist svona á kostn- að okkar hinna. Þessu verður því að linna. í lokin limra sem syngja má, hver með sínu lagi: Það má kallast Sunnlendinga sið- ur/ þetta að glopra atkvæðunum niður/ er þeir kjósa þá fer allt í hnút./ Og sumir þeirra á þingið fara/ og eru þar svo áfram bara, bara/ þvi þá langar ekki lengur út. Er atkvæðum Sunnlendinga kastað á glæ? - Fólk á kjörstað. ofan: Bílnúmerafrumvarpið - spyrj- ið prestinn - bílnúmerafrumvarpið - málverkakaup - bílnúmerafrum- varpið - lítið á landbúnaðinn - brekkusönginn - Sáuð þið hana systur mína - sjálfvirki sleppibún- aðurinn að sjómannasið - staða Ummæli Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra: Skipulag sveitarstjórnarmála Árni Björn Guðjónsson hjá Kristilegri stjómmálahreyfingu skrifar: Ég lýsi ánægju minni yfir um- mælum Ingibjargar Sólrúnar borg- arstjóra á rás 2 sl. fostudag um skipulag sveitarstjórnarmála á höf- uðborgarsvæðinu. - Hún sagði það vera draumsýn að sveitarstjórnim- ar á öllu svæðinu sameinuðust um rekstur helstu þátta en einingarnar héldu sér. Á undanfomum árum hef ég lýst þeirri stefnu Kristilegrar stjórnmá- hreyfmgar að sameina ætti rekstur sveitarfélaganna á héraðslegum granni en halda fulltrúaeiningun- um óbreyttum. Einnig hef ég lýst þeirri stefnu að bjóða ætti út rekst- ur og þjónustu. Og hverfi borgar- innar ættu að kjósa fulltrúa í borg- arstjórn. Ummæli Ingibjargar eru mér gleðiefni því hér er um mikla stefnu- breytingu að ræða. Þessar tillögur hafa mætt andstöðu hingað til. Gleðlegt var einnig að heyra bæj- arstjóra Hafnarfjarðar vera sam- mála þessum hugmyndum. Hér er á ferðinni veruleg stefnubreyting hjá yfirstjórnum sveitarfélaganna þar sem áður hefur verið stefnan að eyða litlu sveitarfélögunum og skaða þannig lýðræðið. Ég vona, að þessi mál nái fram að ganga i fram- tíðinni. Þökk sé Ingibjörgu. Eyjamenn og Evrópu- keppni bikarhafa B.H. skrifar: Nú þegar hallar á seinni hluta ís- landsmóts úrvalsdeildar i knatt- spymu fara menn að skoða hina ýmsu möguleika í stöðunni og þá hver geti komið til með að taka stig af hverjum. Mann rekur þó í rogastans þegar áhrifamenn í bolt- anum gefa út yfirlýsingar eins og þá sem formaður knattspymudeildar Leifturs gaf eftir tapið gegn Eyja- mönnum í bikarnum. En eftir hon- um var haft í DV þann 31. ágúst: „Nú heldur maður auðvitað með Eyjamönnum í baráttunni um meistaratitilinn, því þá komumst við í Evrópukeppni bikarhafa." Jú, mikið rétt. Ef ÍBV verða ís- þjónusta allan sólarhringii ^eof milli kl. 14 og 16 i sima 6 5000 Ur úrslitaleik bikarkeppninnar: IBV vinnur Leiftur, 2-0. landsmeistarar þá komast Leifturs- menn í Evrópukeppni og það mun gefa félaginu a.m.k. 4 milljónir króna. Bara fyrir það að komast í keppnina (án tillits til verðleika), svo að til mikils er að vinna fyrir fé- lagið - sem og önnur félög. Álíka setningu var slegið fram, ef ég man rétt, fyrir tveimur árum og varð sú setning meðal annars til þess að leikur ÍBV og ÍA var tekinn út af Lengjunni. Eðlilega, setningin gaf til kynna að ÍBV ætlaði sér ekki að leggja mikið í þann leik. Þetta olli miklum deilum sem teygðu sig víða inn í knatt- spymuhreyfinguna. Það vakn- ar því óneitanlega sú spurning hvað Leiftursmenn ætli sér að gera í leiknum á móti ÍBV (lið- inu sem þeir halda með). - Ætla þeir að reyna að taka stig af „sínu“ liði og skemma þar með kannski fyrir þeim í bar- áttunni um íslandsmeistaratit- ilinn? Ætla þeir kannski aö senda t.d. 3. flokks stráka (með fullri virðingu fyrir þeim samt)? Dúkka þeir kannski upp liðið með trillukörlum sem hafa einhvem tíma spark- að I bolta? Eða verður stillt upp sterkasta liði með dagskipun formanns um að „fást ekki um stig- in, heldur hugsa um milljónimar sem Evrópukeppnin gefur?" Allt þetta er auðvitað auðveldara en að komast í Evrópukeppni á eig- in verðleikum sem er möguleiki í stöðunni þegar þrjár umferðir era eftir og þar með 9 stig í boði fyrir þá sem hafa burði til að sigra í leikjun- um. - En það eru spennandi umferð- ir eftir sem fróðlegt verður og gam- an að fylgjast með. DV Leikur Frakka og íslendinga Daði Hall skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að skrifa um landsleik Frakka og ís- lendinga fáein orð. Fyrst er aö óska íslenska liðinu og íslensku þjóðinni til hamingju með jafn- teflið. Glæsilegt hjá piltunum. Maður fylltist þjóðemisstolti að sjá svona framgöngu hjá íslensk- um iþróttamönnum. Hetjudáð. Eitt sem fór þó heldur fyrir brjóst- ið á mér. Það var þegar íslensku áhorfendurnir bauluðu á einn leikmanna franska liðsins. Þetta setti ljótan blett á annars góða skemmtun. Öðru atviki veitti ég einnig athygli og það varðar kyn- ferðismál. Það var þegar Ingólfur Hannesson tók sig til og faðmaði Guðjón Þóröarson að sér eftir leikinn og smellti á hann kossi. í svona málum verða íþróttafrétta- menn náttúrlega að hafa stjóm á tilfmningum sínum og fara fag- legum höndum um máliö. Dungal gamli á rás 2 Friðrik hringdi: Ég hlustaði á rás 2 í morgun (mánudag). Þar var m.a. verið að ræöa við mann sem lýsti safni því sem vísindamaðurinn og læknir- inn, prófessor Níels Dungal, byggöi upp á meðan hans naut við. Þáttarstjórnandinn spurði og spurði og fékk greinargóð svör. Þar kom að stjórnandinn fór út af laginu þegar hann sagði í ein- hverju samhenginu „Dungal gamli ...“ Þetta hefði enginn sagt sem eitthvað þekkir til starfs pró- fessors Dungals. Auðvitað ekki af neinni óvild gert, en kemur illa við þá sem vilja halda minningu Níelsar Dungals á lofti. Einhverj- um mesta vísindamanni hér á landi og sem minnst verður sem brautryðjanda lengi, lengi enn þá. Kvennalisti byrði A-flokkanna Þorgrímur hringdi: Ekki líst mér á að A-flokkarnir taki Kvennalistann inn á sig sem fullgildan samningsaðila um sam- einað framboð til alþingiskosn- inga á vori komanda. Ég sé í hendi mér að Kvennalistinn á eft- ir að verða byrði A-flokkanna og fulltrúar hans eiga efth- að koma fram meö ýmsar kröfúr sem eng- an veginn geta samrýmst því að A-flokkamir, sem eru buröarásar hins sameiginlega framboðs, gjaldi jáyrði við. Ég minnist t.d. á skipan á framboöslista. Engin Kvennalistakona getur ætlast til að hún verði í tveimur efstu sæt- um neins staðar í kjördæmi, með tilliti til fyrra fylgis A-flokkanna. Og svona má halda áfram enda- laust. Þetta hljóta forsvarsmenn A-flokkanna að skilja og eiga að stemma á að ósi í tíma hvað varð- ar samvinnu viö Kvennalistann. Olía við Axarfjörð Gúðsteinn hiingdi: Nú eru Færeyingar komnir á fremsta hlunn með að leggja til at- lögu við sína mestu orkulind, set- lögin við eyjamar. Að vísu með aðstoð erlendra olíufélaga, sem eru tilbúin að leggja til atlögu og bora niður í bergið út af eyjunum. Þarna er sögð vera olía og ekki í minni mæli en í Norðursjónum. Nú er það vitað að svipuð setlög era út af Axarfirði, við Flatey á Skjálfanda og víðar á þessum slóðum norðaustanlands. Hvenær ætla íslensk stjómvöld að taka við sér og óska eftir að fullkannað veröi hvort þessi setlög geymi olíu í vinnanlegum mæli? Ætlum viö að láta Færeyinga skjóta okk- ur ref fyrir rass í þessum efnum? Olía hér við land er miklu dýr- mætari en virkjunarframkvæmd- ir til stóriðju. Og allt utan við landið sjálft. Hvað segja náttúra- vemdarsinnar við þessu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (09.09.1998)
https://timarit.is/issue/198286

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (09.09.1998)

Aðgerðir: