Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 4
Myndlistarmaðuiinn
Vapen, öðm nafni Valdi-
mar Bjarnfreðsson, er
guðdómlegur snillingur.
Hann fær allt sitt
myndefni úr botninum á
kaffibolla og málar myndir
af Keikó, Jesú og öllum
helstu goðum veraldar.
Flottasti
gemsinn
Það er ekki um að villast. Hér
er kominn best hannaði og flott-
asti GSM-sími dagsins í dag.
NOKIA er að taka forystuna af Er-
icsson og Sony í þessum efnum og
kemur nú fram með 8810 týpu
sem minnir meira á gljáfægðan
Zippokveikjara en GSM-síma.
Síminn hefur ýmsa kosti, til dæm-
is 32 tungumál á stýrikerfinu, 250
nafna símaskrá þar sem hægt er
að flokka nöfnin og útiloka
ákveðna flokka frá þvi aö ná í
gegn til þín. Þannig væri til dæm-
is hægt að útiloka það að allir aðr-
ir en fjölskylda og vinnufélagar
nái tali af þér þegar þú ert á
fundi. Síminn er 118 grömm, ríf-
lega tiu sentímetra langur, 4,6
sentímetra breiður og 1,8 sentí-
metra þykkur. Skjárinn er stór og
glæsilegur, en takkamir á síman-
um heldur smáir fyrir þykka
putta. SMS, gagnaflutningur og
fax er að sjálfsögðu á símanum,
en eitt af því sniðugra í simanum
er IR (Infra Red) gagnaflutningur
á milli borð- eða kjöltutölvu og
símans. Þannig getur þú fært
gögn úr skipulagsforritum úr
tölvunni þinni 1 símann þinn! Al-
veg gráupplagt. Batteríið í síman-
um er ekki í hópi þeirra langlíf-
ustu, en dugir tvo daga fyrir alla
venjulega notkun og örugglega
daginn fyrir hánotendur. Mesti
kostur simans er þó hönnun hans,
því hann er gull-
fallegur. Stærsti
ókostur hans er
líka tengdur út-
liti hans, símann
þarf að fægja eft-
ir hvert símtal,
enda koma auð-
veldlega fingra-
för á hann. Með
símanum fylgir
hleðslutæki og
fægiklútur. Síminn fæst meðal
annars hjá TALi I Síðumúla.
-KPJ
mexra á»[
www.irisir.is
Kaffiboll
er mitt
Internet
Keikó, eldhúsdagsumræður i
anda súrrealisma, Ármann úr sam-
nefndri sögu sem nauðgaði stúlku í
berjamó og margar fleiri myndir
eru á sýningu í Galleríi Horninu.
Listamaðurinn er enginn annar en
sannasti listamaður samtímans,
Vapen; öðru nafni Valdimar
Bjarnfreðsson.
„Kaffibollinn segir mér hvað ég á
að mála. Hann er bara mitt prívat
Internet," segir Vapen og fiktar í
ótrúlegum skartgripum sem hann
ber á fingrum. Vapen heldur áfram
og segist mála undir mjög fóstum
reglum. Fyrst hitar hann kaffi og
hellir í bolla og setur sig í stelling-
ar. Sýpur nautnalega af bollanum
og leyfir kaffinu að hita lífsreynd
innyflin. Bollinn tæmist og þá snýr
Vapen bollanum þrisvar, fjórum
sinnum í kringum höfuðið á sér.
Vapen snýr bollanum bæði rétt- og
rangsælis og hringurinn sem hann
fer í mætti kallast geislabaugs-
hringur og tengist árunni.
„Svo blæs ég í kross og set boll-
ann á ofn. Ekki mjög heitan samt.
Bara passlega volgan." Við tekur
bið eftir skilaboðunum um hvað
skuli mála í þetta
skiptið. Stundum
spyr Vapen um
eitthvert ákveðið
atriði, eins og
krossfestingu
Jesú eða hvar
gullskipið Heb
Vapen Van
Amsterdam sé.
Svarið lætur yfir-
leitt ekki á sér
standa og Vapen
er þess til dæmis
fullviss að Jesú
hafi verið staur-
festur en ekki
krossfestur.
Þegar bollinn
er þurr les hann
svarið út úr hon-
um. í einstaka til-
Meðal viðfangs-
efna Vapens er
Keikó og eldhús-
dagsumræður í
anda súrreal-
isma.
fellum notar hann meira að segja
stækkunargler. Því svarið, skfla-
boðin, liggur í mynd sem er á botni
bollans. Myndin er skýr og á það
jafnvel til að vera hljóðsett í orðs-
ins fyllstu merkingu. Stundum
kemst Vapen nefnilega í samband
við hulinsheima íslands og heyrir
raddir. Þær eru ekkert endilega að
tala beint til hans. Þetta geta verið
samtöl manna á milli. Manna úr
þjóðsögum, íslendingasögum og
öðrum sönnum ævintýrum.
„Ég veit upp á hár hvar gullskip-
ið er. Já, já, það eru að vísu ekki
nema 40 tölur af gulli í því. En það
er til. Ég veit það fyrir víst því ég
las það á mínu Interneti."
Við erum sem sagt að ræða um
óvenjulegan íslending sem ólíkt
okkur hinum er óhræddur að
standa með sjálfum sér og lúffar
ekki fyrir áliti annarra. Eina eftir-
sjáin sem Vapen hefur er að hafa
misskilið eina sýn sem bollinn gaf
honum. Vapen býr í Grafarvogi og
spurði bollann hvaðan nafnið væri
komið. Bollinn sýndi honum eitt-
hvað sem lýktist hafmeyju og í fljót-
fæmi sagði Vapen Eiríki Jónssyni
þetta í þætti sem var á Stöð 2 á sín-
um tíma. Þetta var allt saman mis-
skilningur því sannleikurinn er sá
að þetta var ekki hafmeyja sem
hann sá heldur blandaður maður.
Efri hlutinn var maður og sá neðri
poki. Maðurinn var einhentur og
lemst til í fjörunni. Það er hans
gröf og þaðan er nafnið að öllum
líkindum komið. Vapen telur að
þessi maður hafi verið þarna í fleiri
hundruð ár og það kæmi honum
ekki á óvart ef hann kannaðist við
Ingólf Arnarson.
„Á þessari sýningu er svona
helmingur ný verk,“ svarar Vapen
þegar ég spyr hann út í hvað verði
í boði fyrir gesti sýningarinnar sem
hefst á laugardaginn, 12. septem-
ber, klukkan 16.00 og stendur til 30.
september. Sýning Vapens verður
opin alla daga frá 11-24 og óhætt að
mæla með sýningunni. Það verður
enginn fyrir vonbrigðum með þá
ótæmandi uppsprettu sem kaffi-
bolli og hendur Vapens eru.
-MT
"'t I
TU?T
T’Cyy r~
Í ER. ÞA£> RÉTT A£> þú HAFlR. P
FARI6 í LVTAA£>GtER£> ?
—<1—afafc— ...............J>nnC. .1.
■i-g-L
HGLÓUR ÞÓ A0 FRÆ<SÍ> IN KoM I
TIL ME€> A€> BREYTA ^ÉR ?
rwv* masm—■ qi'ua lurcn—^ki
pkus Ipy} fókus (C
fókus
ixs (f§?j fóku
fÓKUi
S
iui v > '■
. „f... ....I
JA þAí> /RTLA E6 SVO
5ANNARLE6A A£> VONA
~ra ivi-i -i ~nv?sy | wxnvu- ILÚVl-rxrvn
fd
S
0 fókus lp!7l fóBÍis (Dtfl fókus (g
ókus (£*?] fóku fökus (^l fój
f ó kusX"~1( ^ fókus
4
f Ó k U S 11. september 1998