Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 19
_ , FÓKUSMYND HILMAR PÓR Syngur lika vel Svo œtlaróu í tónlistarskóla í haust? „Já, nú sest ég í framhaldsdeild þar sem ég er búin með öll átta stig- in. Jafnvel þótt mér hafi oft fundist hundleiðinlegt að spila á píanóið þá togar það rosalega í mig. Mig hefur líka lengi langað að læra að syngja. Ég syng ágætlega og geri mikið af því í baði. Ég læri það bara seinna, það er nóg eftir af lífinu." Hvaö œtlar þú aö veróa þegar þú ert oröin stór? „Ég er svo heppin að hafa ekki hugmynd um það. Það er svo margt sem kemur til greina og frábært hvað okkar kynslóð býðst margt. Við getum í rauninni gert allt sem okkur langar til, það er svo margt í boði og margt sem mig langar til að prófa.“ -ILK G. flokkun Oddný Sturludóttir rasaði einu sínni út á irlandi og komst að því að írskir strákar eru líkastir islenskum konum sem að hennar mati eru áttunda undur veraldar. Hun er tuttugu og tveggja, ákveður aldrei neitt með löngum fyrirvara, hagar bara seglum eftir vindi og lætur sig fljóta áfram í lífinu. Nu er Oddný hljómborðsleikari i hljómsveitinni Ensimi og á leið í framhaldsnám í píanóleik. Hun hefur komið víða við og meðal annars verið með þátt á rás 2. Hún hefur ekki hugmynd um hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór og finnst frábært að vita það ekki. „Aö skrópa í tíma var númer eitt, félagsstörf númer tvö, strákar númer þrjú, námið númer fjögur og píanóið númer fimm. Mér datt ekki í hug að ég myndi lenda í hljómsveit," segir Oddný Sturlu- dóttir sem nú er hljómborðsleik- ari hljómsveitarinnar Ensími. Oddný datt óvart inn í Ensími fyrir tilstuðlan vinkonu sinnar sem vildi endilega að hún fengi að prófa sig. Þá hafði hún aldrei kom- ið nálægt hljómsveit áður. „Ég lagðist á gólfið og hló í tutt- ugu mínútur þegar hún stakk upp á þessu. Svo ákvað ég að láta bara kylfu ráða kasti og dreif mig með henni á æfingu. Ég hugsaði eins og pabbi, hann er sko brjálaður heim- spekingur: Láttu bara vaða, hvað er það versta sem gæti gerst? Jú, það væri líklega að gera mig að fifli. Og það er ekki svo slæmt, er það? Svo fór ég á fleiri æfingar og við duttum í það saman, fórum á trúnó og ég komst að því að þetta eru allt saman frábærir krakkar." Óreynd og mesti lúðinn Ensimi er skipuð fimm mann- eskjum sem hafa ekki þekkst lengi og eiga fátt sameiginlegt. Oddný er eini meðlimurinn sem er óreynd- ur, eina stelpan og mesti lúðinn að eigin sögn. „Hinir eru allir gamlir hundar í bransanum, hafa gefið út margar plötur til samans og vita alveg hvað þeir syngja," segir hún. Eftir einn mánuð kemur út fyrsti geisladiskurinn frá Ensími og ber hann nafnið Kafbátamúsík. Af hverju það? „Tónlistin sem við spilum er svo skrýtin. Hún er ekki lík neinu öðru og það eina sem okkur datt í hug að kalla hana var kafbáta- músik.“ Langaði að rasa út Oddný fer ekki hefðbundnar leiðir í lífinu og mun örugglega aldrei gera. Hún kýs frekar að „láta bara vaða“ og taka því sem að höndum ber. Á meðan flestir fé- laga hennar þrömmuðu upp í Há- skóla eftir stúdentspróf, hélt Odd- ný í allt aðra átt. Hún byrjaði á pi- anónámi og hellti sér í það af mik- illi alvöru í eitt ár og fór svo að vinna í bókabúð. Þá ákvað hún allt í einu að skella sér til írlands, langaði svo að rasa út. Eftir að hafa leikið sér með írum í nokkra mánuði dreif hún sig í skyndi heim og fór að eiga við dagskrár- gerð á rás 2. Þegar því verkefni lauk fór hún að vinna aftur i bóka- búðinni. Nú er hún í hljómsveit og á leiðinni í enn meira píanónám. Hvernig eru írar? „írskir karlmenn eru engan veg- inn eins töff og strákarnir okkar. Þeir hugsa ekki nærri eins mikið um útlitið og gæjamir í Reykjavík, litlu Hollywood, en aftur á móti eru þeir öruggari með sig. Það er hins vegar ekki hægt að segja sömu sögu um írskar stelpur. Þær eru mjög óöruggar með sig, feimn- ar og finlegar. Drekka lítinn bjór á meðan strákamir fá sér stóran og standa svo úti í homi og tala sam- an og flissa. Ég náði ekki til þeirra og eignaðist bara strákavini, írsk- ir strákar em nefnilega frekar lík- ir íslenskum stelpum," segir Odd- ný og bætir því við að það sé frá- bært að vera íslensk stelpa. „íslenskar konur eru áttunda undur veraldar, þær eru svo ör- uggar með sig og í algjöru uppá- haldi hjá mér. Þær eru eitt aðalá- hugamálið mitt.“ Loðið og í lausu lofti „Svo kunna írar líka að drekka og pöbbamenningin þar er frábær. Það er ekkert óeðlilegt að spjalla við hallærislegustu konu í heimin- um á einhverjum barnum og horfa um leið á kvikmyndastjömu ganga inn. Þetta er allt á sama staðnum sem gæti þess vegna verið hundrað og sjötíu ára. Það er ekki þessa ógeðslega týpuflokkun á börunum eins og hér heima.“ Af hverju komstu heim fyrst þaö var svona gaman? „Það stóð alls ekki til að fara strax heim. Ég var að vinna þarna á bar, ætlaði að safna pening og fara svo til Spánar og lifa lífinu. Þá hringdi í mig frá rás 2 Andrés Jónsson og bað mig um að vera með honum í þættinum Hve glöð er vor æska. Éftir smáumhugsun ákvað ég að drífa mig heim og glíma við útvarpið." Hvernig var aö vinna á rás 2? „Þetta er náttúrlega ofsalega stór stofnun og margskipt. Fólkið þar mætti gera meira af því að hlusta á þættina hjá kollegum sín- um og gagnrýna þá kannski. Mér fannst ég vera í lausu lofti þama. Var strax komin í útsendingu á öðrum deginum mínum og hafði varla hitt yfirmann minn og vissi ekki hvar klósettið var. Þetta er allt orðið svo flókið á þessari stofnun. Auðvitað vinnur þama fullt af frá- bæru fólki en þetta er eitthvað svo loðiö. Ég get ekki sagt að ég hafi fundið útvarpsmanninn í mér.“ Rás 2 og Bylgjan Ertu hlynnt ríkisreknum fjöl- miölum? „Það er margt hægt að segja á móti þeim. Aftur á móti er svo of- boðslega margt gert þar sem geng- ur eingöngu upp vegna þess að fjöl- miðillinn er ríkisrekinn. Ef hann væri það ekki myndu mörg góð at- riði hverfa þar sem þau eru ekki söluvæn og það væri mikill missir af þeim, eins og til dæmis hljóði dagsins og eins þættinum sem ég var með. Það var í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem ungu fólki var hleypt inn með frjálsar hendur til að gera samfélags- og menning- arþátt fyrir ungt fólk. Ég sé þetta til dæmis ekki fyrir mér gerast á Bylgjunni." Af hverju hœttir þúárás 2 í vor? „Þátturinn var bara á vetrardag- skránni og ég bar mig ekki eftir meiri vinnu. Mér finnst leiðinlegt að vinna frá níu til fimm. Get það eiginlega ekki. Ég vil miklu fremur vasast í hinu og þessu á ýmsum tímum sólarhringsins. Ég var í af- leysingum á Hótel Búðum í sumar og vann í Eymundsson á kvöldin og hjálpaði til með sérverkefni og gerði hitt og þetta. Það var fint.“ 11. september 1998 f ÓkllS 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.