Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Blaðsíða 10
•ra«aa*j ln Ferno Minestry of Dance í Kringlunni end- urflytur Ku prógrammiö frá síöustu helgi í kvöld og annaö kvöld. DJ norska og DJ Kriss Anderson verða á svæðinu og má búast viö ekta sólarlandastemningu í gaddinum. Bubbi verður á Borginnl á sunnudagskvöldiö ogtekur lög af plötunni Lífið er Ijúft og nýtt efni. Tónleikarnirnir hefjast kl. 19. Feiti dvergurinn. Kumpánarnir Rúnar Júl. og Tryggvi Hubner rokka feitt í kvöld og líka ann- að kvöld. Kaffi Reykjavík. Hljómsveitin meö alheimsvit- undina, Karma, spilar í kvöld og annað kvöld. En á sunnudagskvöldið sjá þeir félagar Harold og Þórlr um fjörið. Fjörugarðurlnn. Þaö er að sjálfsögðu heljar- innar víkingaveisla alla helgina og er það að sjálfsögðu Víklngasveltln sem heldur uppi fjörinu. Á Gaukl á Stöng verður hin mikla stemningar- hljómsveit írafár í kvöld og annað kvöld. Naustlð. Gleöistund með Ernl Árnasynl leik- ara verður um helgina. Örn fer á kostum og hefur sér til aöstoðar pianóleikarann Kjartan Valdimarsson. Naustkjallarlnn. í kvöld mætir hljómsveit Geir- mundar Valtýs- sonar sveiflu- kóngs á svæðið og heldur uppi stuöinu fram eft- _____ ir nóttu. Vegamót. I tilefni af Nordisk Rlm Festival mætir stuðgrúbban Hringir í kvöld og mun spila eitthvaö aöeins fram eftir í boði norska sendiráðs- ins. En annaö kvöld mætir stemning- armeistarinn DJ Jó Jó á svæöið. . Við vorum Kenickie, hópur af hálfvitum Poppbransinn er enginn leikskóli. Þetta er harður heimur sem segir að þú sért frábær í dag en ömurlegur á morgun. Þrjár breskar stelpur og strákur voru hljómsveitin Kenickie. Þau gerðu plötu fyrir tveim árum og voru „bössuð" upp í að vera kölluð helsta rokkvon Englands. Viðtöl aUs staðar og þunnildislegt pönkpoppið voru nýju fótin keisarans. í sumar kom út plata númer tvö, „Get in!“, en nú voru rokkhundamir farnir að riðlast upp við ný læri og litu ekki við Kenickie. LítU umfjöUun = lítil útvarpsspUun = lítil sala og nú hefur bandið ákveðið að hætta, líklega tU að fá smáathygli í lokin. „Við vorum Kenickie, hópur af hálfvitum,“ af- k y n n t i Lauren söng- kona síðustu tónleikana. Hún ætlar að snúa sér að því að kynna í sjónvarps- þættinum The Alphabet Show en hin þrjú ætla lík- lega að halda áfram í popp- inu. íslenski |. i s t i n»i NR. 295 vikuna 22.10-29.10. 1998 Sæti Vikur 1 8 LAG FLYTJANDI15/108/10 IF YOU TOLERATE THIS ......MANIC STREET PREACHERS 2 2 SWEETESTTHING...................................U2 3 6 D00 WOP CTHATTHING)........................LAUREN HILL 4 2 MUSIC SOUNDS BETTER WITH YOU ............STARDUST 5 4 SPECIAL ..................................GARBAGE 6 8 WALKING AFTERYOU......................F00 FIGHTERS 7 4 HÚSMÆÐRAGARÐURINN..............................NÝ DÖNSK 8 3 BODY’S MOVIN ........................BEASTIE BOYS 9 3 D0PESH0W...................................MARILYN MANSON 10 7 WHATSITLIKE..............................EVERLAST 11 3 SACREDTHINGS.................................BANG GANG 12 17 I DONT WANTTO MISS A THING ............AEROSMITH 13 3 RELAX.......................................DEETAJ 14 2 GANGSTER TR0ÐÐ0M .....................FATBOY SLIM 15 4 WATER VERVE..............MARK VAN DALE WITH ENRICO 16 1 THANKU...........................ALANIS MORISSETTE 17 2 M0VEY0URB0DY...................................2 EIVISSA 18 3 STANDBYME................................4THECAUSE 19 6 B00TIE CALL ...........................ALLSAINTS 20 1 MY FAVOURITE GAME...................THE CARDIGANS 21 2 DREYMIS .............................LAND OG SYNIR 22 7 LASTTHING ON MY MIND........................STEPS 23 3 OUTSIDE....................................GEORGE MICHAEL 24 3 INSIDE OUT..................................EVE 6 25 6 BURNING ................................BABYBUMPS 26 1 ATARI .....................................ENSÍMI SUBSTITUTE FOR LOVE.......................MADONNA BIG NIGHTOUT...................FUN LOVIN' CRIMINALS PURE MORNING .............................PLACEBO 30 1 SOMEONE LOVES YOU HONEY ..........LUTRICIA MCNEAL 31 5 TEARDROP (FLAVA MIX)..................LOVESTATION 32 2 ROLLERCOSTER ...........................B'WITCHED 33 4 CELEBRITY SKIN...............................HOLE 34 2 ENOLAGAY .............................OMDFEATSASH 35 7 MILLENNIUM........................ROBBIE WILLIAMS 36 1 I HAD NO RIGHT .........................PM DAWN 37 5 FINALLY FOUND ..............................HONEYZ 38 5 NEEDIN'U ................DAVID MORALES FEATTHE FACE 39 1 FROM RUSH HOUR WITH LOVE ...............REPUBLICA 40 1 MIAMI ..................................WILLSMITH 1 1 27 8 28 2 29 10 35 - 2 2 l!UAI 7 33 3 3 21 21 25 27 19 19 5 4 28 21 11 9 13 37 27 - 6 5 | N Ý T T I 17 - 10 10 14 15 Inytt 33 - 22 23 30 35 38 40 12 7 ÍNYTT 8 6 29 - 23 9 Inýtt 18 16 40 - 16 11 37 - 15 13 mm 24 28 20 17 Inýtt 1 N Ý T T I Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Ðnnig getur fólk hringt f sfma 550 0044 og tekifi þátt í vali listans. íslenski listlnn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunnl kl. 20.00 og er blrtur á hverjum föstudegi f DV. Ustinn er Jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. q 16.00. Ustinn er birtur, a8 hluta, f textavarpi MTV sjdnvarps- jr stöSvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem VJtMteWMwn ^arn^eicl^ur er Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann l:am€cFJfcli / á Evrdpulistann sem blrtur er f tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekifi af bandarfska tónlistarblaðinu BiHboard. Yfirumijén me5 skofianakönnun: HaHdéra Hauksdóttir - Framkvarmd könnurwr Markaftsdelld DV - TöKuvinnsla: Dádó Handrtt, helmildaröflun og yfirumsjón meí framlelWu: ívar Guómundsson - Leknistjóm og framleiSsla: Forstelnn Asgeirsson og Káinn Stelnsson Útsendingastjám: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnlr f dtvarpi: ívar GuSmundsson f Ó k U S 23. október 1998 Erntt Erfitl ,,bössinu“ Það hefur varla verið meira „böss“ í gangi í músíkheiminum vegna nokkurrar plötu þetta árið en nýjustu plötu Mercury Rev. Áður en platan, sem heitir „Des- erter’s songs“, kom út höfðu orðin „besta plata ársins" heyrst itrekað af vörum pælaranna sem allir höfðu fengið eintak fyrirfram. Platan hefur svo fengið gegnum- gangandi góða dóma alls staðar, Rolling Stone, NME og Biilboard hafa t.d. ekki haldið vatni af hrifn- ingu: „Hljómar eins og „Pet Sounds" ef Neil Young hefði ver- ið með“, sagði einhver. Aðrir tón- listarmenn slefa líka, Tom Rowland úr Chemical Brothers segir t.d.: „Þetta er langbesta plata ársins til þessa." Mercury Rev hefur starfað í ein tíu ár. Á fyrri plötum hefur fljót- andi rokkið verið tilraunakennd- ara og fríkaðra en á „Deserter's songs“ eru lögin orðin skínandi tær en þó yfirbyggð með ílóknu hljóðfærasamspili. í höndum minni spámanna hefði platan get- að orðið ofhlaðin en hjá Mercury Rev passar hver einasti tónn. Bandið notar m.a. strengjasveitir, kóra, sagir og gamaldags orgel og tónlistin er eins og tónlist úr gam- Aður en nýjasta plata Mercury Rev var tilbúin var farið að tala um hana sem plötu ársins. Og eftir að hún kom hefur hún fengið góða í músíkpressunni eins og hún leggur sig. Hvers konar tónlist er þetta? Eins og úr gamalli Walt Disney- mynd, blandað saman við hipparokk, pönk og kántrí, segir Dr. Gunni. alli Walt Disney-mynd, blandað saman við hipparokk, pönk og kántrí. Þetta lítur kannski ekki vel út á prenti en trúðu mér, þessi plata er frámunalega góð. Á skrifstofunni hjá útgáfufyrir- tækinu situr Jonathan Donahue, helsti Revarinn, og talar við press- una. Áttirðu von á þessum frá- bæru viðtökum? spyr ég í gegnum síma. „Nei, reyndar ekki,“ segir Jonathan og hljómar syfjulegur. „Við vorum að gera eitthvað alger- lega nýtt svo ég bjóst alveg eins við að platan yrði flopp. Viðtök- urnar komu mér eiginlega á óvart og ég er auðvitað mjög ánægður með þær.“ Úr hvaða áhrifum smíðuðuð þið þessa tónlist eiginlega? „Ég myndi segja að The Band væri helsti áhrifavaldurinn. Ég ólst upp með gamalt popp í eyrunum og svo erum við líka að reyna að láta áhrif frá klassískri tónlist leka með. Þetta er mjög einfold klassísk tónlist hjá okkur.“ Tveir meðlimir úr The Band spila á plötunni en svo hefur Mercury Rev einnig unnið með Chemical Brothers. Hvernig kom það samstarf upp á? „Ég hitti þá einfaldlega og við ákváðum að vinna saman. Við hjálpuðum þeim á síðustu plötunni þeirra og svo hef ég verið að semja nokkur lög með þeim fyrir þeirra næstu plötu. Þar fyrir utan hef ég lítinn áhuga á danstónlist." Minnst hefur verið á að textarn- ir séu fullir af beiskju og látið líta út fyrir að Jonathan hafi gengið í gegnum eitthvað rosalegt. „Æ, þú veist, það var bara þetta vana- lega,“ segir hann, afsakandi, „ást, stelpur - það allt. Ég komst lifandi út úr því öllu, sem betur fer.“ Hvaó er svo framundan? „Við erum að leggja upp í tólf mánaða tónleikaferð um allan heim. Til að þola slikt verðum við að vera eins heilbrigð og hægt er, ekki drekka eða reykja eins mikið og við vildum." Framtíðin er þá skínandi björt fyrir Mercury Rev? „Naaa, ég myndi ekki segja skínandi björt. Það hefur verið lát- ið mikið með okkur svo fólk býst við miklu. Það verður erfitt og taugatrekkjandi aö standa undir því öllu.“ -glh plötudómur Þetta er R&B og hip hop: ★★i Ekki alltaf Þetta er R&B og hip hop er tvö- faldur safndiskur.gefmn út af Japis. Á honum er aðallega að finna R&B lög ásamt hip hoppi á milli. Þar sem þetta er safndiskur er náttúrlega leitast við að velja á hann lög sem selja en því miður er það ekki alltaf best sem selst vel. Eins og áður sagði eru aðallega R&B lög á diskinum og er svo sem ekki nema gott um það að segja. Þama eru mörg ágætislög, t.d. Ev- eryday & Everynight með Yvette Michele, I’m not a player með Big Pun og The night the earth cried með Gravediggaz en stundum keyrir allt gjörsamlega um koll í væmninni. Diskunum er skipt þannig að seinni diskurinn er aöeins harðari en sá fýrri, þ.e. það eru fleiri hip hop-lög á honum, þar er m.a. að finna How we roll með Canibus, Luchini með Camp Lo og Guess who’s back með Rakim. hettseni Á diskinum fengu líka að fylgja með tvö gömul lög sem eru svona frekar út úr kortinu miðað við safnið í heild án þess að það sé nokkuð slæmt. Þar ber sérstaklega að geta Mama said knock you out með LL Cool J sem er virkilegt hardcore hip hop. Hitt lagið er Nuthin’ but a G thang með Dr. Dre en það er ögn rólegra og í meira stíl við diskinn. Það er skrítið að þó þessi diskur sé gefinn út af íslendingum er að- eins að finna á honum tvö íslensk lög, It’s the Subta með Subterrane- an og The Force með Quarashi. Það hefði alveg mátt hafa þau fleiri. Þetta er R&B og hip hop er prýð- isgóður safndiskur sem er vel þess virði að bregða á ef maður sleppir remixunum sem dólgurinn Jason Nevins gerði af Run DMC. Guðmundur Halldór Guðmundsson „Þetta er R&B og hip hop er prýðisgóður safndiskur sem er vel þess virði að bregða á efmaður sleppir remixunum sem dólgurinn Jason Nevins gerði afRun DMC.“ 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.