Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Qupperneq 19
Gaf Landsbókasafni ævistarfið
myndlist
s
s
iqDOKin er rnin koris.
\j)
Guðmundur S. Lúðvíksson hefur haldið við hana í 62 ár
Dagur dagbókarinnar haldinn há-
tíðlegur þann 15. október síðastlið-
inn þar sem margir landsmenn
urðu við áskorun þess efnis að gefa
safninu gamlar dagbækur.
Einn þessara manna er hinn átt-
ræði Guðmundur S. Lúðvíksson
sem færði Landsbókasafni að gjöf
gjörvallar dagbækur sínar sem
hann hefur haldið samviskusam-
lega í 62 ár, frá árinu 1936. Að sögn
Magnúsar Kristinssonar sagn-
fræðings er hér um að ræða mynd-
arlegustu gjöfina sem barst á Degi
dagbókarinnar og þó hún
hafi að nokkru fallið í skugga
dagbóka frægari manna, eins
og þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Auðuns
Braga Sveinssonar, mun
hér vera komin hvað ítarleg-
ust heimild um öldina okkar
frá sjónarhóli einstaklings.
„Hún er sannkallaður íjár-
sjóður og ég er nokkuð viss
um að sagnfræðingar fram-
tíðarinnar munu vera Guð-
mundi þakklátir um langan
tíma,“ segir Magnús.
Guðmundur S. Lúðvíksson
mvm ekki ókunnugur bóka-
mönnum því hann starfaði
lengi sem bókavörður á Bæj-
arbókasafni Kópavogs, en
hann var einn af fyrstu íbú-
um bæjarins og býr þar enn í
dag, á dvalarheimilinu Lind.
Guðmundur er fæddur árið
1917 á Ytri-Hvalá í Ófeigsfirði
á Ströndum en flutti ungur
til höfuðborgarinnar og lauk
þar prófi frá Kennaraskólan-
um. Hann hefur alla tíð búið
einn, ókvæntur og barnlaus.
„Dagbókin er mín kona“ eins og
Guðmundur sagði á dögunum í
samtali við Fókus um leið og hann
veitti góðfúslegt leyfi til birtingar á
nokkrum köflum úr henni. í tilefni
Dags dagbókarinnar kaus hann að
velja liðna bræður dagsins.
15. október 1936
Vakning kl. sex. Hiti fimm stig.
Ég las tvær bls. í riti Dr. Bjama i
rúminu, og sjö á borðinu við glugg-
ann. Þorbjörg segir það „láréttar
bókmenntir" sem menn lesa liggj-
andi í rúmi. Ég tel Dr. Bjarna til
lóðréttra höfunda. Þorbjörg færði
mér kaffi og rúgbrauð kl. sjö. Ég
mætti tveimur mönnum og stálp-
uðum dreng á Bárugötu, einsöml-
um karli í Fischersundi. í Aðal-
stræti mætti ég þvottakonunum
aftur. Önnur þeirra leit á mig. Er
hún frænka Stefáns? Ég ætti sem
best að heilsa henni á morgun.
Svipur hennar líkist þeim sem ég
sá á kvenfólkinu í Norðurfirði. Ég
rak augun sérstaklega i þrjár
Reykjavíkurdömur á Torginu. Ein
þeirra skartaði sömu hárgreiðslu
og Júlía. Nú eru liðnar þrjár vik-
ur frá því ég sá hana í Finnsens-
búð. Hvar myndi hún eiga heima?
Eg var fjórar mínútur út Laufás-
veginn. (Ein kerling og tvö smá-
börn.) Tími kl. átta. Skólapiltar
vilja enn fá mig til að reykja vind-
ling. Þeir halda því statt og stöðugt
fram að ég sé úr Reykjafirði. Það
er ólítið sem ég reynt hef að leið-
rétta þann misskilning þeirra.
Þetta finnst þeim víst skemmtilegt.
í dag sagði ég þeim loksins í mið-
dagshléi að ég væri úr Ófeigsfirði.
Þetta fannst þeim enn skemmti-
legra. Nú halda þeir því enn frem-
ur fram að ég eigi að reykja fyrst
hádegishléið til að afla mér upplýs-
inga á Ríkisskránni. Hérlendis eru
aðeins þrjú hundruð og tvær kon-
ur sem eru fráskildar. Júlía hefur
enn ekki verið skráð. Ég eyði
kvöldinu í það aö reyna að sætta
mig við þá tilhugsun að taka að
mér fráskilda konu. Ég er þó ósátt-
ur við daginn. Ég bið þig að fyrir-
gefa mér, kæra dagbók. Ég lofa því
þér betri færslu á morgun.
PS. Dreymdi Júlíu á dansleik
með hermönnum. Hún reykti.
(Martröð.)
ég sé „ófeigur", þá geti ég allt.
„Ófeigur“ lætur sér nægja enskan
stíl að sinni. Julie. Julie. Julie. Fór
Tjarnarleiðina heim. Það voru
óvenju margir bæjarbúar á ferli.
Ég á enn eftir að læra þann sið
sem hér er tíðkaður að ganga um
göturnar I erindisleysu. Ég leit við
í Finnsens-búð. Búðarfraukur
svöruðu þegar ég spurði um Júlíu:
„Nei, ekki í dag, því miður. En
komdu á morgun." Ég er staðráð-
inn í þvi. Það var gestur hjá Þor-
björgu. Ég læddist hljóðlega inn.
Hún skammaði mig seinna um
kvöldið fyrir „strandamennskuna"
og gaf mér svo kaldan fiskinn.
Núna fer ég með tvær bænir um
pabba og eina um mömmu, þrjár
um Júliu. Svefn kl. kvartil gengið
i ellefu. Hiti fjögur stig.
15. október 1945
Vakning kl. sex. Hiti tvær gráð-
ur. Ég las áfram í séra Matthíasi,
tuttugu og átta síður frístandandi.
Nú ríður á. Það er hlaupin
slæmska í mig. Þessar fréttir (J.)
leggjast illa í mig. Kaffið kl. sjö.
Átta bls. áður en ég fór niður eftir.
Ég tók illa eftir vegfarendum. Ég
er í hálfgerðu uppnámi. Ég nýtti
15. október 1962
Vakning kl. sex. Hiti þrjár gráð-
ur. Nú þykir mér komið haust. Ég
las þrjár síður í rúminu og þrjár í
stólnum. Það er nokk sama hvern-
ig þessi bók er lesin. Halldór er
það sem ég kalla „fjölhæíúr höf-
undur“. Steingrímur var mættur
fimm mínútum fyrr en venjulega.
Hann var búinn að kveikja ljósin.
Honum er enn tíðrætt um Banda-
ríkin. Ég neita sem fyrr að taka af-
stöðu til þeirra mála. Steingrímur
er reykingamaður sem fyrr. Fyrir
hádegi komu þrír. Tveir karlmenn
um þrítugt og einn sýnilega
nokkru yngri. Eftir hádegi komu
tveir, báðir karlmenn, á að giska
sextíu ára og sextíu og þriggja ára.
Kópavogsbær á alla möguleika til
þess að verða mannmargur bær þó
seint verði æðibunuganginum fyr-
ir að fara eins og inni í Reykjavík.
Ég gekk frá tveimur kössum fyrir
hælið. Nú læt ég þá lesa Horn-
strendingabók. Skyldi það nú ekki
verða þeim hollt eymingjunum? Á
morgun verða liðin nákvæmlega
þrjú ár síðan Júlía kom á safnið.
Þar með gefst mér leyfið til að
sækja bækurnar í hús. Ég veitti
mér það bessaleyfi að taka forskot
á sæluna og leita þær enn uppi í
spjaldskránni. „Ástir i öðrum lönd-
um“ og „50 samkvæmisleikir í þýð-
ingu Séra Sveins Hallgrímsson-
ar“. Hún sækir full mikið að utan
fyrir minn smekk. Mér finnst eins
og við höfum fjarlægst hvort ann-
að. Ég met þjóðlegan fróðleik fram
yfir annað. Kvöldverður kl. sjö.
Gellur. Ég var fullur hugaræsings
gagnvart morgundeginum og hafði
opið fyrir útvarp fram að seinni
fréttum. Það er óvenjulegt og bend-
ir til óvæntra atburða morgundags-
ins. Kæra dagbók. Á morg-
un svík ég þig fyrir Júlíu.
Ég fer heim til hennar.
15. október 1993
Vakning kl. sex. Ég las
fimmtán blaðsíður í dag-
bókinni frá „æringjatíma-
bili“ mínu í júlí 1983. Það
hryggði mig hve lágt ég hef
laggst. Líkast til er ég „lá-
réttur höfundur". Ég tók
morgunkaffi niðri á sal kl.
hálf átta. Mættir voru:
Þórður, Matthías (r.),
Geir og Sjöfn, auk tveggja
nýrra kvenna. Önnur
þeirra virðist mér alls ekki
ólík Júlíu. Það hryggði mig
því að sjá hana reykja. Ég
las minningargreinarnar
allar aftur fyrir hádegi. Mér
finnst ég nálgast hana eftir
því sem ég les þær oftar.
Hádegismatur: Kjötbollur,
kakósúpa. Tvær tvíbökur.
(Einni ofaukið.) Ég laggði
mig eftir matinn. Ég renndi
svo aftur yfir eina af minn-
ingargreinunum, eftir
Gunnar Þór Gunnarsson. Sam-
kvæmt því sem ég hef grafist fyrir
er hann barnabarn. Júlía hefur
verið fyrirmyndar amma. Ég fann
fyrir vægum höfuðsvima er mér
var hugsað tO þess að bráðum
munum við finnast fyrir handan.
Ég velti því nú fyrir mér þessa
dagana hvort eiginmenn hennar
fyrrverandi standi þar í vegi. Tek-
ur hjónabandið ógildingu við and-
lát? Þarf að spyrja séra Þorstein
þessa á morgun. Nú hefur hún beð-
ið mín úti á guðsengjunum í tvö
ár, þrjá mánuði og sextán daga.
Kvöldverður: Nýmóðins. Ágætur
þó. Nú getur hver orðið sá hinn
síðasti. Kæra dagbók. Nú mun ég
taka upp á þeim sið að kveðja þig
á hverju kvöldi eins og um hinstu
kveðju væri að ræða. Enginn ræð-
ur sinni útfor, eins og Hallgrímur
segir. Brátt mun ég svíkja þig fyr-
ir fullt og fast fyrir aðra konu.
Vertu sæl yfir því að hún skuli
ekki ómerkari vera en þú sjálf.
Elsku Júlía mín. Fyrirgefðu
mér seinaganginn. Hann fylgir
okkur Strandamönnunum. En
senn kemur að því að líf okkar
hefjist. Góða nótt.
Hallgrímur Helgason
Opnanir
Norræna húslö. Margrét Reykdal opnar sýn-
ingu á málverkum á morgun. Sýninginn er
opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og
henni lýkur 8. nóvember.
Slgurjónssafn,
Laugarnesi. Á
morgun kl. 14
veröur opnuö sýn-
ing á verkum Slg-
urjóns Ólafssonar
frá síðasta æviári
hans. Opiö 14-17
alla daga nema
mán. til 1. des.
Gallerí Hornlö, Hafnarstræti 15. Á morgun kl.
16-18 opnar Geröur Gunnarsdóttlr högg-
myndasýningu. Sýningin verður opin alla daga
frá kl. 11-24 nema sunnudaga kl. 14-18 og
stendur hún til 8. nóvember.
Síðustu forvöð
Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs. Þremur sýn-
ingum lýkur á sunnudaginn: sýningu á þráölist
eftirólöfu Elnarsdóttur, „Drottningar", mann-
hæðarhá myndverk Magdalenu Margrétar
Kjartansdóttur á handgerðan japanskan
pappír, og afmælissýningu Myndllstarskóla
Kópavogs.
Gerðuberg menningarmiöstöð. Sýningum á
verkum Krlstins G. Haröarsonar lýkur á
sunnudaginn. Opið I dag kl. 9-16 og laug. og
sun. 12-16.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7. Draumurinn
um hrelnt form. íslensk abstraktlist 1950-60
veröur tekin niður eftir helgina. Safnið er opið
kl. 11-17.
Gallerí Geyslr, Hinu Húsinu við Ingólfstorg.
Úöarafélaglö í Reykjavík er með sýningu sem
lýkur um helgina. Opið í dag 8-19 og kl.
13- 18 um helgina.
Llstasafn ASf. I Ásmundarsal lýkur um helg-
ina sýningum Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur í
Gryfjunni og Ólafar Erlu Bjarnadóttur á efri
hæö. Opið frá 14-18.
Aðrar sýningar
Gallerí Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Elmgreen
& Dragset „Dug Down White Cube Gallery"
stendurfrá 15. okt.-8. nóv. Opið fim.-sun. kl.
14- 18.
Gallerí Sævars Karls, Banka-
stræti. Nú stenduryfirsýning
á nýjum verkum Haraldar
Jónssonar. Yfirskrift sýning-
arinnar er SVIMI.
KJarvalsstaðir v/Flókagötu. Samsýning
tveggia kynslóða: -30/60 +. Fjölmargir lista-
menn úr báðum aldurshópum taka þátt. Opið
kl. 10-18 alla daga; leiðsögn kl. 16 á sun.
Gangurinn, Rekagranda 8. Listamaðurinn
Charly Banana/Ralf Johannes sýnir. Verkiö
samanstendur af 50 Ijósmyndum. Sýningin
stendur fram í miðjan nóvember.
Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar. Sýning á verkum norska listamanns-
ins Terje Risberg. Einnig sýning Önnu Sigríð-
ar Sigurjónsdóttur myndhöggvara.
|m<ex:ra á.1
www.visir.is
liiHns
*r•_* • mimii
fjölmiölar
Autt, snautt og dautt og dásamlega dýrt
Eftir hundrað og fimmtíu ár
verður komin ný deild við alla
háskóla. Hún nefnist Mannlíðan-
ardeildin. Þar verða kenndar
undirstöður mannlegrar vellíðan-
ar og verða allir sem afskipti hafa
af manninum skyldaðir til að
taka nokkrar annir í henni.
Nema arkitektar. Þeir fá ekki að
drepa niður blýanti fyrr en þeir
hafa lokið sex ára námi við deild-
ina.
Meðal þess sem kennt verður
er saga umhverfisins. Kaflinn um
20. öldina verður svona: Þetta var
öld heimsstyrjalda, vonleysis og
gjöreyðingarótta. Depurðin og
þunglyndið endurspeglast í bygg-
ingarstil aldarinnar og um mið-
bik hennar bættust innanhúss-
hönnuðir við, sem hratt og nag-
andi fjarlægðu öll lífsmerki innan
úr byggingum líka. Undir alda-
mótin 2000 var farið að renna upp
fyrir fólki hvað umhverfi þeirra
var snautt og kaldranalegt og
gulagið í Síberíu, sem þá var ver-
ið að leggja niður, var opnað aft-
ur og allir innanhússhönnuðir
sendir þangað að stunda
sjálfsnægtarbúskap í svait/hvítu.
Á íslandi eru gefin út tvö tíma-
rit um húsnæði. • Hús & Híbýli,
sem gerú hvað það getur til að
vera fjölbreytt, og Lífsstíll, sem
undanfarið hefur verið nokkuð
einlitt. Sú góða hugmynd, að fá
gestaritstjóra af betri endanum,
stuðlar kannski að einhæfni
blaðsins.
Lífsstíil segist á kápu fjalla um
hönnun, lausnir, mat og heimili.
Það fjallar aðallega um hönnun og
þá nýtízku verk, því eldri hús voru
ekki hönnuð, heldur byggð. Lausn-
ir eru engar í þessu tölublaði og
kemur það ekki að sök, því þeir
sem þurfa lausnir í stíl Lífsstíls eru
þegar með hönnuði á launum við
að leysa umframfjármagnsvanda
sinn. Grein um humar er jafnframt
grein um Humarhúsið og þá hefur
gömlum húsum verið hyglað í
þessu hefti. Þar tekst á undursam-
legan hátt, í annars ágætri frásögn,
að láta einn eigenda veitingahúss-
ins gefa í skyn, að glaður vildi
hann skipta út úreltum þægindum
og hlýlegu umhverfi fyrir eitthvað
ferhyrnt, kalt og hart.
Greinar blaðsins þjóna allar til-
gangi sínum vel. Þær tiunda hvað
sést á myndunum og hvar það
fæst, svo þeir sem ágirnast eins
ferninga geti nálgast þá. Eins fá
íbúar nútímahellanna að réttlæta
napurlega og harðneskjulega
byggðastefnu sína. Það er erfitt
að skrifa þúsundir dálkmetra um
steypu, stál og stirðnaða fleti án
þess að klisjunum rigni, en blaða-
menn reyna að klæða kuldann af
berangrinu með setningum eins
og: „Ópússuð steypan fær að
njóta sín“. Jákvæðni ársins er að
finna á síðu 43: „Ferskleikinn
mætir viðskiptavinunum... Múr-
húðað afgreiðsluborðið..." Letrið
er af torlæsu gerðinni og líka
smátt, sem undirstrikar að blaðið
„Það er mikil hamingja fólgin í því
að sjá, hvað miklir peningar geta
keypt mikið ljótt.“
er ætlað ungu fólki á uppleið með
augasteina í hámarksafköstum.
Ég elska blöð eins og Lífsstíl og
hef keypt þau um áraraðir. Hið
sama ráðlegg ég öðrum öreigiun,
því það er mikil hamingja fólgin í
því að sjá, hvað miklir peningar
geta keypt mikið ljótt.
Áuður Haralds
23. október 1998 f Ókus
19