Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Blaðsíða 4
>y
rgef
spilar
,plötur
á Islandi
í kvöld
Litli Hare Krishna-homminn
tók nokkur lög á balli hjá
Menntaskólanum við Sund í
gær og í kvöld er það Infemo
(gamla Amma Lú). Hann mun
að vísu ekki syngja í kvöld
heldur spila plötur. Já, Boy er
víst einn heitasti Dj-inn á Bret-
landi þessa dagana og er ekk-
ert endilega að spila gamla
músík frá áttunda áratugnum.
Hann spilar allt það heitasta
en íslenskir aðdáendur verða
bara að vona að hann taki ein-
hverja ellismelli.
Hver man ekki eftir: „Do
you really want to hurt me? Do
you really want to make me
cry?“, „Karma Cameleon (sung-
ið: kama kama kama kama
kamakamílíon)" og fleiri en
samt ekki miklu fleiri. Það
væri lygi að segja að Boy-arinn
væri einhver Dylan en hann er
samt með þeim flottari í dag.
Hann fær í það minnsta plús
fyrir að hafa tekist að komast
tiltölulega vel frá níunda ára-
tugnum (og þeim klæðaburði
sem var í tísku þá) og á því
skilið alla þá virðingu sem
hann fær.
I Nýlistasafninu sýnir Þóroddur Bjamason myndlistarmaður „Þing fljótandi umræðu“.
Plottið er að það skapast umræða manna í milli, í blöðum eða öðnim fjölmiðlum. Hún dreifir
sér síðan eins og hvert annað krabbamein en ólíkt krabbameini þá hverfur hún á endanum.
En eftir situr minningin um umræðuna og hugsanlega náðist einhvers konar niðurstaða.
Þóroddur Bjarnason
ræöir hér víö félaga
og spurning hvar sú
umræöa endar.
Ekki selt eitt einasta
Enda lítur Þórodd-
iu- ekkert á sölu sem
eitthvert aðalatriði.
Hann er ekki að þessu
til að verða ríkur.
Hann er listamaður
vegna þess að hann
hefur eitthvað að segja.
En ertu einhver sér-
stök tegund af myndlist-
armanni, málari eða
eitthvað í þá áttina?
„Ég er myndlistar-
maður og ekkert hægt
að þrengja það frekar.
Sérhæfing listamanna
fer minnkandi þrátt fyr-
ir að almenningur geri
kröfu um að maður sé
eitthvað ákveðið, málari
eða skúlptúristi. Ég nota
bara það sem ég þarf til
að koma mínum verkum
á framfæri hvort sem það
er að skrifa bók, mála eða
setja upp sýningu eins og
þessa í Nýlistasafninu."
Þú notar þá bara þaö
form sem virkar, eöa?
„Ég reyni að frnna þann
framsetningarmáta sem ég
tel að skjóti í mark,“ segir
Þóroddur og bætir því við
að það sé hægt að gera það án
þess að hann geri eitthvað sem
honum sé illa við. „Og svo virkar
verkið ekki og þá fer maður ekk-
ert í fýlu. Maður heldur bara
áfram að segja það sem maður
hefur að segja. En það sem maður
hefur að segja er líka alltaf það
sama í rauninni. Það er bara að
setja það fram á sem fjölbreyttast-
an hátt þannig að sem flestir
skiiji.“
Sýningin í Nýlistasafninu?
„Hún fjallar um þá umræðu
sem fer fram. Segjum að ég og
tveir aðrir lendum i kraftmiklum
umræðum sem enda á því að við
kveðjumst og förum heim. Þar
hittum við fjölskyldu eða vini og
forum kannski upp í rúm og
minnumst á umræðuna sem fram
fór við konuna. Konan hefur
ákveðna skoðun og umræðan
heldur því áfram í rúminu. Dag-
inn eftir fara bæði konan og ég í
vinnuna og í kaffitímanum sprett-
ur umræðan upp og á þá kannski
eftir að fara út um allan bæ með
starfsmönnunum. Það er þetta
ferli sem sýningin fjaliar um.“
Hvar endar hringurinn?
„Umræðan deyr og endar lík-
lega í einhvers konar niðurstöðu.
Þátttakendur umræðunnar sætt-
ast á málamiðlun eða ákveða bara
að leggja málið niður.“
Á sýningimni er brot úr ein-
hvers konar dagbók höfundar.
A/4-síður límdar upp á vegg og á
þær hefur höfundur skráð niður
hinar ýmsu umræður sem hann
hefúr lent í.
„Þetta eru skýrslur af þeim um-
ræðum sem ég hef lent í á undan-
fömum tveimur árum en megnið
er samt frá því í sumar,“ útskýrir
Þóroddur. „Vinum mínum brá
svolítið þegar þeir sáu þessa síðu.
Þeir áttu ekki von á að teknar
yrðu skýrslur af þessum umræð-
um sem fram fóm víðs vegar um
bæinn og án vitundar þeirra sem
tóku þátt í umræðunni.“
Á öðrum vegg em úrklippur úr
blöðum. Þetta em greinar um að
álit listamanna sé ekki til staðar í
þjóðfélagsumræðunni, forsetinn
er gagnrýndur fyrir að taka þátt í
umræðu, leiðari DV fjallar um
forsetann, á mbl.is er frétt um sér-
trúarsöfnuð og svo framvegis.
„Ég safnaði á vissu tímabili öll-
um þeim greinum og fréttum sem
ég datt inn í. Þetta er allt eitthvað
sem á erindi inn í umræðuna eða
er umræðuhvati. Umfjöllunarefn-
in em af ýmsum toga. Það eru trú-
arbrögð, siðfræði, alheimurinn og
svo framvegis. Síðan fjalla þessar
úrklippur líka um það hver megi
taka þátt í umræðunni. Forsetinn
má ekki taka þátt í umræðu en
aftur á móti má ritstjóri DV það.“
Síðustu tveir fletimir á verkinu
er myndband og kort af Reykja-
vík. Kortið gefur gestum safnsins
möguleika á að ímynda sér hvert
umræðan þeirra um til dæmis
sýninguna sjálfa á eftir að enda.
Myndbandið er upptaka af um-
ræðu sem Þóroddur átti viö
Gunnar Hersvein og Þröst
Helgason. Þeir titla sig þingmenn
fljótandi umræðu á sýningunni. Á
myndbandinu ræða þeir um stöðu
listarinnar og velta hinum ýmsu
hliðum viðfangsefnisins upp. Svo
voru þessir þingmenn einnig með
umræðu á opnun sýningarinnar
og niöurstaða þeirra felst í spum-
ingunni: „Gerir listin heiminn
betri?“
„Það er einmitt enga niður-
stöðu að finna í þessari sýningu.
Enda kemur niðurstaðan ekkert
fyrr en þegar umræðunni um sýn-
inguna lýkur,“ segir Þórodd-
ur að lokum.
-MT
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
ERTU 8ÚlNM Aí> ©SR.A BITTHVA0
í þessu M6Ð VAMÞAMÁUN ZOOO ?
H£I, EM é<á /5.TLA ALLAVeGA VeKKI
Aí> VERA I FLU6VÉL KE6AR ÁRH&
2000 6EMÖUR » 6ARÐ
mW'
f Ó k U S 20. nóvember 1998