Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Blaðsíða 13
Snillingurinn Beclk hefur sent frá sér nýja plötu - ekki alvöruplötu að eigin sögn heldur einfalt hliðarverkefni. Dr. Gunni segir hana ægigóða, Ijúfa og flippaða stoppistöð fyrir næsta meistaraverk. fullnæging Það er engin spuming að Beck er snillingur. Báðar „alvöru“-plöt- ur hans, „Mellow gold“ og „Od- elay“, hafa haft stórar afleiðingar í rokkinu/poppinu/hippinu og eru báðar komnar í guðatölu. Til hliðar við þessi miklu verk hefur hann gert einfaldari plötur, t.d. „One foot in the grave“, sjúskaða kántríplötu frá 1994. Bekkurinn segir að nýjasta afurðin, „Muta- tions“, sé ekki framhald af Od- elay, heldur í einfaldari hliðar- verkefnakantinum. Hún er samt ægigóð, kántrískotin, ljúf og róleg með flippuðum bitum, svo kannski mætti segja að hún sé millistig „alvöru“ og „hliðarverk- efnis“, einhvers konar stoppistöð yfir á næsta meistaraverk - fram- haldið af Odelay - sem Beck er farinn að undirbúa og er á teikni- borðinu fyrir mitt næsta ár. Beck smalaði túrbandinu sínu í hljóðver sl. mars til að gutla í efni sem hann átti. Bandið hafði spilað saman í endalausum ferðum í tvö og hálft ár en í staðinn fyrir að slappa af fór Beck strax að vinna á ný. Nýja platan er alveg trommuheilalaus og kassagítar- inn mikilvægari en hljóðgervill- inn. Melódískar ballöður með fingrafari Becks eru uppi á pall- borðinu; „Þetta er freak folk,“ seg- ir hann. „Ég byrjaði á að spila folk-lög, lög sem þúsundir hafa samið á hundruðum ára og ég trúi enn á þá hefð. Lögin eru tjáning á persónuleika sem mér finnst áhugavert. En stundum tákna lög- in meira og ættu að vera tjáninga- leið fyrir alla sem vilja syngja þau.“ Háhyrningur að eðla sig með tölvu Afl Becks, A1 Hansen, var einn af stofnendum Fluxus-listasam- steypunnar og á farandssýningu í maí á verkum hins látna afa sýndi Beck eigin verk, t.d. skúlptúr af háhymingi sem er að eðla sig með tölvu. Þá framkvæmdi Channing, bróðir Becks, gjörning; henti flygli ofan af fjórðu hæð - það er flipp í blóðinu. Afinn vann mikið með drasl sem hann fann á víða- vangi og kannski hefur Beck erft þennan eiginleika og bræðir djönkið í fönkið. Mutations er þó ekki nútímaleg bræðsla; „Ég fékk leiða á öllu þessu drömmenheis- stöfii," segir hann, „við hönnuð- um ekki tónlistina á nýja plöt- unni, hún fæddist meira bara af sjálfu sér.“ Platan var ekki nema tvær vik- ur í vinnslu því pródúserinn Nig- el Godrich (gerði „OK Comput- er“) hafði ekki meiri tíma. Bandið djammaði upp úr sarpi Becks og skellti á teip, ekkert kjaftæði. „Það var mjög gefandi að vinna svona hratt,“ segir meistarinn, „það tók sex mánuði að gera Od- elay. Það tekur ótrúlegan tíma að nota tæknina, það vita allir sem hafa unnið með tölvum. Það eru fullt af hlutum sem ekki er hægt að gera með öðrum aðferðum, en þú fómar tíma og sjálfskrafinu (spontantinu). Það var tafarlaus fullnæging að gera þessa plötu.“ Of stór til að fara huldu höfði Upprunalega átti Mutations að koma út hjá litlu fyrirtæki, Bong load, sem Beck hefur haldið tryggð við, en svo komst risinn DGC á bragðið og vildi skerf af kökunni. Beck er á lausum samn- ing hjá DGC og getur gefið út þar sem hann vill, en leyfði þó risun- um að fá hita. Út af þessu út- gáfugaufi öllu tafðist platan um nokkra mánuði en Beck er sama um það, vill alveg eins að plötur liggi aðeins og fái að anda eins og vín. „Þegar maður er nýbúinn að taka upp getur tónlistin verið ansi þokukennd og maður þarf tíma til að hún setjist.“ Það stóð ekki til að smáskifa eða myndband kæmi út vegna plötunnar en Beck er orðinn of stórt númer til að fara huldu höfði og því hefur DGC gefið út smá- skifu með „Tropicala", sem er nokkuð frábragðið öðru efni á plötunni; hresst salsalag og líkt laginu „Deadweight", sem Beck gerði fyrir myndina „A life less Ordinary". Beck segist ekki vita hvers vegna lög verða vinsæl. „Lögun- um þarf að pumpa út eins og aug- lýsingum," segir hann. „Auglýs- ingar eru oftast yfirgengilegar og popplög þurfa að keppa við það, t.d. á MTV. Þar er allt yfirgengi- legt og ef lögin eru það ekki líka era þau bara hlandvolg og gamal- dags. Ég á mjög erfitt með að sjá hvað fólk mun fila. Af síðustu plötu héldu allir að „Devil’s haircut" yrði smellurinn en það lag gerði ekki neitt og í staðinn gekk „Where it’s at“ best. Ég hef ekki hugmynd um hvað það er við tónlistina mína sem fólk fílar og ég vil ekki heldur spyrja mig þeirrar spumingar.“ -glh. David Helfgott írokkið Ástralski píanóleikar- inn David Helfgott, sem ósk- arsverð- launamynd- in „Shine“ fjallaði um, lagði sitt af mörkum á nýjustu plötu áströlsku rokkar- anna í Silverchair, sem væntan- leg er í mars. Rokkarana vantaði „geðveikan píanópart" svo hvern var betra að tala við en meistara Helfgott? Rokkararnir segja að það hafi verið gaman að vinna með þeim gamla, þetta var í fyrsta skipti sem hann fékkst við aðra tónlist en klassík og því hafi honum þótt gaman að fríka út í hljóðverinu. Það tekur sex mínút- ur að leika lagið og það ber hinn viðeigandi titil „Emotional sickness". tomma naglar“ yfirvofandi Trent Reznor var hampað sem miklum meistara þegar platan „Downward spiral" með sveit hans, Nine Inch Nails, sló í gegn 1994. Það hefur verið hljótt um kappann síðan, hann hefur fitn- að, fengið sér nýja hárgreiðslu og unnið með Axl Rose og Marylin Manson. Nú fer að styttast í nýja NIN plötu. Trent hefur safnað 22 lögum í sarpinn og er að leggja drög að plötunni fyrir næsta ár. Gítarleikarinn Page Hamilton úr Helmet hefur verið að djamma með bandinu og sagði að sum nýju laganna yrðu höfð ósungin á plötunni. Þá hefur það spurst út að nokkurra áhrifa frá sixtís- rokki gæti á nýja efninu og að sumt minni jafnvel á Yardbirds. Ef svo er er það stórt stökk frá því níðþunga malbikunarrokki sem hefur einkennt tónlist NIN til þessa. Þeir sem þola ekki að bíða eftir plötunni geta glaðst yfir því að nýtt lag, „The Perfect Drug“, verður með á „goth“ safn- plötunni „Santuary" sem væntan- leg er i búðir. plötudomur Heinr tibriúig Jónas Björgvinsson kemur frá Akranesi og hefur gutlað á gítarinn árum saman. Fyrir nokkru fór hann að semja lög og fékk unga söngkonu, Þórunni Jónsdóttur, til að syngja þau með sér. Eitt leiddi af öðru og til að lögin fengju eðlilega framrás var hóað í band, það skýrt Umm- hmm og lögunum þrykkt á disk. Haust er afurðin. Ekki er hægt að saka Jónas og kó um að míga utan í það sem nýjast gerist i poppinu. Öll lögin gætu þess vegna hafa komið út fyrir þrjátíu áram síðan. Stemn- ingin er rauðvín og kerti og sótt í barmafullan brunn Magga Ei- ríks, Spilverksins og Diabolis in Musica og hrært út í blús og poppað kántrí. Platan sleppur þó oftast við að verða fomleifaupp- gröftur því yrkisefnin eru bæði sígild og nútímaleg og tónlistin tekur stundum óvæntar stefnur út úr torfkofamun. Ég sakna textablaðs. Söngur- inn er nefnilega ekki mjög skýr á köflum og mig grunar að Jónas hafi meira að segja en flestir núpopparar og ég held hann þori líka að segja það. Söngkonan Þórann er góð á köflum en á það til að vera full einhæf. Hún syng- ur á innsoginu, eins og hún sé nýkomin frá tannlækni og deyf- ingin sé að rjátlast af henni. Hún er bráðung og ætti þvi að hafa nógan tíma til að losna við deyf- inguna. Júlíus Þórðarson syng- ur líka og hefur viðkunnanlegan og mjúkan barka sem hann klæðir með flaueli í helstu lægð- unum. Jónas sjálfur syngur eitt Ummhmm - Haust í Reykjavík: ★★ lag og er hann sjálfur og sleppur því frá sínu á eðlilegheitunum. Þessi fjölbreytni í barkadeildinni er af hinu góða. Tónlistin er veldjömmuð og hljóðfæraleikar- arnir virðast hafa fengið lausan tauminn til að prófa sig áfram, kannski hefur verið sullað að- eins í rauðvíni fyrir æfingar svo menn héngu í mjúkum gír, af- slappaðir og værukærir. Það er einmitt sá filingur sem hlustandinn þarf að vera tilbú- inn til að meðtaka sé plötunnar neytt því Ummhmm er heima- braggað rauðvín í hljóðformi. Lögin eru misþroskuð; „Sunnu- dagspabbinn" er t.d. fuílvæmið fyrir minn smekk, og önnur lög bragðlítil, t.d. hið ósungna lag „Norðurljós", sem er bragðlaust með öllu. Mun betra er að kjamsa á „Sambandi“, þar sem símatónn lífgar upp á bragðið, og titillaginu „Haust“, sem er melódískt og haustdoðinn mark- viss og rammíslenskur. „Plast- kortablús” og „Svik og plott“ eru bragðmikil lög þar sem bandið rífur sig upp og nýtur sín í lífleg- um slögurum, þótt stutt sé í klisjumar en bragðbesta lagið er þó „Brosið“, velsamið ljúf- lingspopp með bragðsterku við- lagi. Allt i allt eru krakkarnir í Ummhmm á ágætu róli; þeir bæta litlu við íslenskt popplíf en eru góð í sínu afmarkaða rauð- vínsgutli. Hafi fólk á annað borð löngun til að hafa það huggulegt við kertaljós er þessi plata kjör- in viðbót við rökkrið. Gunnar Hjálmarsson Mlt í allt eru krakkarnir í Ummhmm á ágætu róli; þeir bæta litlu við íslenskt popplífen eru góð í sínu afmarkaða rauðvíns- gutli. Hafi fólk á annað borð löngun til að hafa það huggulegt við kertaljós er þessi plata kjörin viðbót við rökkrið." 20. nóvember 1998 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.