Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 18
m a t u r ARGENTÍNA ★★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað.” OpiO 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499. „Undarlegir stælar og takmarkaöur áhugi á mat- reiöslu." Opib frá 17.30 til 23.30. CARPE DIEM ★ Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. „Hátt verölag hæfir ekki tilviljanakenndri og brokkgengri matreiöslu staöarins." Op/'ð kl. 18-20 virka daga, 18-23 um helgar. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s. 553 4020. „Formúlan erliklegtil árangurs, tveir eig- endur, annar i eld- húsi og hinn i sal, og fókusinn á mat- reiösluhefðum skil- greinds svæðis, i þessu tilviki suður- strandar Bandaríkj- anna, Louisiana, Texas og Nýju- Mexikó." Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN ★★ Veltusund! 1. 5115 090. „Leggur meiri áherslu á umbúöir en innihald. Býöur yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eöa Planet Hollywood." Opiö 18-22. FIÐLARINN Á ÞAKINU ★★★ Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100 „Matreiöslan stóð ekki undir háu veröi en hún hefur batnaö. Þjónust- an var alltaf góö en nú er of mikiö treyst á lær- linga." OpiO 12.30- 14 og 18-22. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunni, s. 568 9888. „Staöurinn hæfir fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða hamborgara og daufa ímynd þess aö vera úti að boröa. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fýrr." Opib 11.30-23.30. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti berí mat- argerðarlist af öörum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiðsla, sem gerirjafnvel baunir aö Ijúfmeti." Opib 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og taugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góöur matur og stundum ekki, jafnvel f einni og sömu máltíö." Opib 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæöum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæöir." Opib frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir og gæðaþjónustan er hálfítölsk. Það, sem tæpast hangir í ítölskunni, er matreiöslan." Opib 11.30-11.30. JÁTVARÐUR ★★★ Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050 „Skemmtilega hannaður staöur meö fínlegri matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu sem getur svarað spurningum um matinn." Opib 11.30-14 og 18-22. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Margt er þaö, sem dregur, matreiösla, verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera Kínahúsið aö einni af helztu matarvinjum miö- bæjarins." Opib 11.30-14.00 og 17.30-22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 „Kfnamúrinn eitt fárra frambærilegra veit- ingahúsa hér á landi, sem kenna sig við aust- ræna matreiöslu." Opib 11.30 til 22.30 aita daga nema sunnudaga frá 17.00 til 22.30. LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki aö elda f kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og feröamenn utan af landi ogfrá útlöndum." Opib 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð, frambærileg eða vond eftir atvikum." Opib mánudaga-mibvikudaga 11-23.30, fimmtu- daga-sunnudaga 11-0.30. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantfsk veitingastofa meö góöri þjónustu og frambæri- legum ítalfumat fyrir lægsta verö, sem þekkist hér á landi." Opib 11.30-14.00 og 18.00- 22.00. MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir í profiteroles og créme brulée." Opib 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrfsgijónaréttir og óteljandi til- brigöi af góöum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengiandi þjónustufólk." Opib 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um hetgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s. 5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg innistæða fyrir þvf." Opib 12.00-14.30 og 18.00-22.30 virka daga og um helgar frá 18.00-23.30. RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús." Opib frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir absókn. Meira á næstu síiu - Það má aldrei hugsa: „Æ, ég fer bara í Ijótu nærbuxurnar mínar, það sér þær hvort sem er. enginn.“ Maður veit aldrei hvað getur gerst. Það er þetta stóra EF sem nauðsynlegt er að hafa í huga - alltaf. Ef til dæmis slys ber að höndum eða ástarævintýri, óvænta heimsókn eða skyndilega sundferð. Þá skiptir mjög miklu máli að vera í almennilegum nærfötum. Nærfötin segja nefnilega heilmikið um þann sem í þeim gengur og það borgar sig að vera viðbúinn öllu. Fókus býður hér upp á fimm ábendingar um viðeigandi nærfatanotkun. A leiðinni í sund veitingahús Hún: Ef um er að ræða veiði- ferð skal öllum vopnum tjaldað og veiðidressið dregið upp. Það er næstum allt leyfilegt á djamminu og nauðsynlegt að vera öllu viðbúin, það gæti allt gerst. í vel heppnaðri veiðiferð er ömurlegt að þurfa að stoppa I miðjum klíðum þegar það nf\- ast upp að nærbuxurnar eru óvart úr angórusettinu sem var í jólapakkanum frá pabba og mömmu. Það er alveg sama hvað það er kalt úti, maður leggur þetta á sig. Sérstaklega svona rétt fyrir jólin. Og þó. Þeir eru til sem finnst aðlaðandi að kona kunni að klæða sig í kulda. En þeir eru fáir - og gamlir. Einnig þarf að athuga vel allt sem snertir sokkabuxurnar. Sjokköpp koma sér vel á með- an á veiðunum stendur en eftir að hann brtur á geta þær valdið vandræðum. Sérstaklega morg- uninn eftir þegar komið er að því að troða sér aftur í þetta furðuverk. Þá er ákveðin hætta á svita og þá koma líka keppirn- ir allt of vel í Ijós. Þetta skal framkvæma á bak við luktar dyr salernisins. Ekki gaman lengur? íslenzkum veitingahúsum hefur farið aftur á síðasta áratug aldar- innar eftir stöðnun á síðari hluta níunda áratugarins. Hveitisúp- umar hafa fest sig i sessi; fita flýt- ur um diska; rjómi, smjör og ost- ur em enn töfralausn margra matreiðslumanna. Um og upp úr 1980 varð bylting í matargerð á íslandi. Á nokkmm stöðum, einkum í Grillinu og á Holti og síðar í Amarhóli heitn- um leysti létta, nýfranska línan af hólmi hina þungu, dönsku mat- reiðsluhefð millistríðsáranna. Á skömmum tíma tóku íslenzk veit- ingahús fomstu í matargerðarlist Norðurlanda og öfluðu sér fjöl- þjóðlegrar viðurkenningar, sem þau eru enn að éta út. Vafasamt er, að orðsporið hald- ist endalaust. Bandaríkjamenn em fjölmennastir í hópi þeirra er- lendu ferðamanna, sem notfæra sér þjónustu vandaðra veitinga- húsa hér á landi. Þeir munu smám saman átta sig á, að ís- lenzkir matreiðslumeistarar standast ekki lengur samanburð við það, sem þeir þekkja heima fyrir. Nánast ekkert hefur gerzt í mat- argerðarlist íslendinga í tæpa tvo áratugi. Til viðbótar við ný- franska „cuisine nouvelle" á Griili, Holti og Arnarhóli kom þó snemma jarðbundið „cuisine ter- roir“ á veitingahúsinu við Tjöm- ina, í kjölfar hliðstæðra breytinga í Frakklandi, höfuðvígi matar- gerðarlistarinnar. Hljómgrunninn vantaði fyrir þessar framfarir. Viðskiptavinim- ir héldu áfram að biðja um rjóma- bættar sveppasúpur og meira magn af rjómabættum sveppasós- um út á steikurnar. Matreiðslu- menn hrökkluðust frá hreinni út- gáfu hinna nýju matreiðsluhefða til þess að taka tillit til gamaldags þarfa heimamarkaðarins. Á sama tíma hafa báðar ný- frönsku línumar fest sig i sessi i umheiminum. Beztu matreiðslu- menn Norðurlanda hafa tekið þær upp og farið fram úr íslenzkum starfsbræðmm sínum, sem enn berjast við að vinna sigur í mat- reiðslusýningum á sviði aftur- haldssamrar matargerðarhefðar. Sigur „cuisine nouvelle" og „cuisine terroir“ hefur hvergi orð- ið eindregnari en í Bandaríkjun- um, þar sem vel stætt fólk er al- mennt meðvitað um nauðsyn þess að losna við óþarfa fitu og óþarft kólesteról úr mat. Þeir ferðamenn frá Bandaríkjunum, sem hafa ráð og áhuga á að koma hingað, era margir orðnir vanir léttu matar- æði. Góð veitingahús á Manhattan bera af góðum veitingahúsum í Reykjavík eins og gull af eiri. Þar nota matreiðslumeistarar ekki hveiti, rjóma, smjör eða ost í mat- Sigur „cuisine nouvelle“ og „cuisine terroir“ hefur hvergi orðið eindregnari en í Bandaríkjunum, þar sem vel stætt fólk er almennt meðvitað um nauðsyn þess að losna við óþarfa fitu og óþarft kólesteról úr mat. reiðslu. Þeir nota jurtaolíur og fara sparlega með þær. Hitaein- ingafjöldi er minni og kólesteról minna en hér. Eðlisbragð hráefn- isins fær að njóta sín. Okkar mönnum ber að vakna, þegar fiskur og annað sjávarfang er orðið að meginþætti matar- gerðarlistarinnar á Manhattan. Þar er hráefnið nærri eins gott og hér á landi, en matreiðslan heldur nærfæmari og fjölbreytnin marg- falt meiri en hér. Þeir þurfa ekki lengur að koma til íslands til þess að fá góðan fisk. Á góðum veitingahúsum á Man- hattan er fiskur kominn upp fyrir nautasteikur í verðlagi og á eftir að fara mun hærra eins og reynsl- an hefur orðið í Frakklandi og Suður-Evrópu. Því er mikil fram- tið fólgin í aðgangi að góðu sjávar- fangi og kunna að fara með það að hætti þeirra nútímamanna, sem fylgjast með þróun matreiðslu- hefða. Þess vegna er kominn tími fyr- ir islenzka veitingamenn og mat- reiðslumeistara að hætta að sofa á lárviðarsveigum atburða, sem gerðust fyrir tæpum tveimur ára- tugum. Þeir beztu þurfa að hlaupa í bátana og róa lífróður á eftir þeim, sem hafa verið að sigla fram úr þeim á síðasta áratug ald- arinnar. Þar sem almenningsálitið er fomt i sniðum á þessu sviði hér á landi, er nauðsynlegt fyrir þá að taka fomstu um að breyta því. Þeir geta leitað samstarfs við lík- amsræktarfólk, útivistarfólk og aðra þá, sem líklegastir em til að vilja matargerðarlist i samræmi við nýjan lífsstíl. Eftir að hafa í tæpa tvo áratugi hvatt íslendinga til að fara út að borða á góðum veitingahúsum er satt að segja hart að sjá engan ár- angur og þurfa að fara til Manhatt- an til að hafa gaman af að fara út að borða. Jónas Kristjánsson Nærbuxur eiga alltaf að vera hreinar Hún: Konur horfa. Þarna er á ferðinni ákveðin samkeppni. Konur blaðra og baktala. Besta trixið er að mæta í samstæðum nærfötum sem eru keypt í útlöndum svo aðr- ar geti ekki hermt. Sterkur leikur að koma í samfellu, einu númeri of Irt- illi, þannig að brjóstin þrýstist að- eins upp og virki stærri og maginn ýtist inn. Þá segir kannski einhver: „Guð, hvað þú hefur grennst!" Alltaf gaman að heyra það. Það má samt ekki vera í það litlum nærföt- um að erfitt verði að troða sér í þau. Konur sjá alltaf í gegnum svona hluti. Hann: Allir karlmenn eru sammála um að best sé að vera í víðum boxers þegar maður er veikur, eða jafnvel svona afanærbuxum með klauf, millisíð- um. Um að gera að láta fara vel um sig - og líka litla vitleysinginn. Mjög áríðandi að vera ekki að höfða á einn eða annan hátt til kynþokkans því ef óvæntan gest ber að garði er vandræðalegt þegar í Ijós kemur að hann er vita kraftlaus vegna veikindanna. Spurning um að láta hann dingla. Nota tækifærið og leyfa honum að anda, blessuðum. Jafnvel er sniðugt að sleppa hreinlega nærbuxunum og vera bara á stuttbuxum eða í íþróttabux- um. Svo eiga sumir ofsalega fáar nærbuxur, kannski bara fernar og þar af einar Ijótar. Þá er tilvalið að nýta þessar Ijótu í veikindunum og nota tímann í að þvo þessar fáu flottu. Það er líka ofsa gott að vera í nærbol þegar maður er veikur. Alltaf að passa að manni verði ekki kalt. Hún: Vera bara í einhverju þægilegu og víðu án þess þó að kaldur gustur leiki um dýrðina. Óþarfi að bjóða blöðru- bólgu heim í bland við hin veikindin. Eitt skal þó athuga, það er aldrei að vita hvað getur gerst þegar maður er veikur. Það er til dæmis ákveðin hætta á meðvitundarleysi og þá vill engin vakna með 28 ára karlkyns lækni við hliðina á sér (hringlausan) og vera í gömlum, upplituðum og götóttum naríum með föstu bremsufari úti um allt. Þetta ætti sjúk kona ávallt að hafa i huga og klæðast þess vegna sam- stæðum en hlutlausum nærfatnaði. Varast skal þó að of- gera, það er óeðlilegt að fársjúk kona sé í eldrauðum og sexý blúndujúníformi þegar læknir kemur að henni í yfirliði. Hvítur toppur eða þægilegur brjósthaldari og venjulegar nærbuxur í stíl eiga mun betur við. Hann: I búningsklefanum sýnir maður flestum nærfötin sín. Þar eru hins vegar engar kon- ur. Þess vegna er tilvalið að fá útrás fyrir karlmennskunni og mæta í einhverju rosa kallalegu. Jafnvel netabol, sveitt- um og ógeðslegum. Þarna má líka mæta í þröngum hvít- um Fruit of the Loom-bómullarbuxum sem viðeigandi er að tosa langt upp á maga, a.m.k. upp fyrir nafla. Framan á þeim þarf að vera pissgulur blettur og lykt í stíl. Svo er hægt að fara í hreint þegar maður kemur upp úr. T 18 f Ó k U S 20. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.