Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Blaðsíða 8
1 g i k h ú s Frumsýning á Litla sviöi Þjóöleikhússins í kvö!dJti»20. Verkiö heitir Abel Snorko býr elnn og Éf“eiy%ejpaoekjagirij|^rlc Emmanuel- Schmltt. Melkorka Tekla Olafsdóttlr WfR%týrir en þetta er henrWr fffsta'leikltlóraði^kðmi t Þjóóleikhúsinu. Önnur sýning er á sunnudag- inn og síminn er 551-1200 fýrir þá sem vilja tryggja sér miða. I TJarnarbíól veröa frumsýnd þrjú ný dansverk í kvöld: Schizo stories eftir Helenu Jónsdóttur, Sannar sögur og lognar eftir Ólöfu Ingólfsdótt- ur og Sóló 8 eftir þær báöar. Fyrri dansarnir tveir eru sólódansar og dansa höfundarnir hver sinn dans. Sóló 8 er hins vegar fyrir sjö dansara og spítu og sjá félagar í nýstofnuðum Nemendadansflokkl Llstdansskóla íslands um hann. Þær stöllur hafa stofnaö félagsskap í kringum þessa sýningu og kalla hann Pontus og piu. Iðnó. Á mánudaginn heldur lelkhússportlð áfram. Nú er spurningin: Hvort eru stelpur eöa strákar betri í spuna? Keppt veröur I kynja- skiptum liöum. Anna Krlstjánsdóttir, fyrrver- andi karl, er meöal dóm- enda - enda er hún lík- lega sá íslendingur sem getur best allra sett sig inn í hugarheim beggia kynja þótt hún verði sjálfsagt seint sögð óvil- höll þar sem hún yfirgaf karlaheima í hálfgeröu fússi. Sfmi 530-3030. Hafnarfjaröarlelkhúsiö sýnir tölvugamanleik- inn Vírus annað kvöld kl. 20 og eru örfá sæti laus. Svo eru líka laus sæti á sunnudagskvöld- ið. Þessi sýning gefur nánast út þau fýrirheit að í henni sé að finna lausn við tölvuvandan- um sem skapast árið 2000. Þetta er annars ágætis gamanleikur eftir Hugleiksþriburanna. Síminn er 555-0553. Á stóra sviði Þjóðlelkhúss- ins kl. 20 í kvöid og á ! fimmtudagskvöldið eru Tvelr tvöfaldlr. Uppselt er í kvöld en miðar til á ! fimmtudaginn. Þetta er farsi um stjórnmálamann : sem er flæktur f lygavef og kvenmannsraunir. Það skal tekið fram að leik- ritið á ekkert skylt við Clinton greyið og enn sfður Lewlnsky skinnið. Sfmapantanir f síma 551-1200. lönó sýnir leikritið Rommf kl. 20.30 á morgun og er uppselt. Af þeim sökum hefur verið skellt upp aukasýningu á fimmtudaginn. Erlingur Gfsla og Gunna Ás f góöum gír. Sfmi 530- 3030. Borgarlelkhúslö, stóra sviðið kl. 20 f kvöld: Mávahlátur, saga úr íslensku sjávarþorpi frá þvf fyrir fáeinum áratugum. Kona snýr aftur heim og snýr öllu á annan endann, velgrafin leyndarmál skjóta upp kollinum og allt f einu þurfa þorpsbúar að horfast f augu við það sem þeir hafa viljað forðast hingað til. Leikurinn er endurtekinn á sunnudaginn. Sfminn er 568- 8000 fyrir þá sem vilja panta miða. Lelkfélag Reykjavíkur. Sex i svelt eru á stóra sviöinu kl. 20 á laugardaginn og það er upp- selt á þessa 50. sýningu verksins (ætli það þýði ekki að á bilinu 20-30 þúsund manns hafi horft á leikritið). Á fimmtudaginn eru hins vegar örfá sæti laus - eins og þaö heitir á leik- húsmáli. Síminn er 568-8000. Hellisbúinn er sýndur f ís- lensku óperunnl í kvöld kl. 20 og aftur kl. 23.30 og er uppselt á báðar sýningar. Lfka á sunnudaginn kl. 21. Sfminn f Óperunni er 551- 1475 fýrir þá sem treysta á ósóttar pantanir. Lelkfélag Reykjavfkur. Ofanljós er á litla svið- inu I kvöld kl. 20. Sfminn er 568-8000 og enn til miðar. Svlkamylla hefur lengi iullað áfram f Kaffilelk- húslnu og í kvöld kl. 21 verður sfðasta sýning ársins. Sfminn er 551-9055. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er náttúrlega algjört kjaftæði því epli vaxa á eplatrjám. Það er þó ekkert kjaftæði að Páll Steinarsson (25 ára) leggur þessa dagana fyrir sig plötuútgáfu líkt og pabbinn, Steinar Berg, hefur gert áratugum saman. Páll hefur yfirumsjón með Sprota-útgáfunni, sem hefur gefið út tvær safnplötur, „Spírur" og „Kvisti“, síðustu plötu Maus, og er stórtæk nú fyrir jólin með fjórar plötur. „Væri gott ef böndin væru ekki alveg svona sveitt!“ Er eitthvaö upp úr þessu aö hafa? „Þessu braski? Ekki svo. Ég er í fullu námi líka og þetta verður oft fuilmikið. Maður er að standa í þessu ásamt prófum og veseni,“ segir Páll Steinarsson, umsjónar- maður Sprota. í hverju felst vinnan? „Ég er kontaktmaður fyrir bönd- in og prómótera í fjölmiðla. Svo er ýmislegt sem ég þarf að gera, t.d. stundum þarf ég að vera „gæd“ fyrir erlenda blaðamenn. Svo sinni ég umboðsmennsku fyrir Vinýl og fyrir Naglbítana að hluta til. Þar hef ég þvi áhrif á lagasmíðar, hef atkvæði." Kemur mikiö inn á borö hjá þér? „Já, hellingur. Ég fer á tónleika reglulega, er boðaður á síðdegis- tónleika Hins hússins og aðra tón- leika. Ég sinni því eins og ég get, kíki þegar það er hringt í mig.“ Hvaö kveikir á perunni hjá þér? „Það er misjafnt. Ég reyni að vera eins opinn og ég get en ég vil helst að böndin komi mér á óvart. Þegar ég sé lifandi spilamennsku tek ég eftir því hvernig fólk stend- ur sig og hvemig attitjútið er á lið- inu; hvort fólk sé feimið eða hvort það sýnir spilagleði. Lögin skipta svo auðvitað aðalmáli, hvernig stíllinn er og annað.“ Hefuröu þurft aö vísa mörgum frá? „Ég vísa engum beint frá. Segi frekar að það sé ýmislegt sem er alveg ágætt - oftast er eitthvað ágætt við alla - en sumir misskilja Sprota. Merkið er meira fyrir indí- eitthvað, sumarböndunum er bara bent annað.“ Hvaö getur merkiö gert fyrir fólk sem þaö getur ekki sjálft? „Við erum með þetta á góðu plani, sjáum um allan stúdíókostn- að; tökum böndin vel að okkur. Oft kann fólk ekki að prómótera tón- listina, hefur ekki sambönd í fjöl- miðla og slíkt. Ég sé um það. Við gerum samninga við böndin og reynum að koma þessu í gang. All- ir sem em að búa til músik vilja náttúrlega selja sína afurð og mitt hlutverk er að koma því í verk.“ Ertu eitthvaö að spila sjálfur? „Nei, en mig langaði alltaf til þess. Ég á gítar, bassa og gamalt orgel en hef alltaf gefist upp. Ég hef alltaf haft löngun til að vera í kringum tónlist og finn mig betur í þessu." Fékk poppfræðslu Langaöi þig alltaf til aö verða plötuútgefandi eins og pabbinn? „Ég veit það ekki, það getur vel verið. Þegar maður hugsar um það núna þá er maður bara að verða eins og pabbi sinn. Maður stefndi ekkert að þvi en þetta er náttúr- lega eitthvað sem maður hefur lif- að við. Maður ólst upp við það að þekkja Hendrix og einhverja gaura; vissi allt um það þegar maður var krakki, fékk popp- fræðslu. Það eru auðvitað forrétt- indi að fá að vinna við eitthvað sem maður hefur gaman að.“ Jón Ólafsson byrjaöi sem um- boösmaöur Júdasar og vann sig upp. Ertu hrifinn af þessum ís- lenska draumi - stefniröu á aö veröa Jón Ólafs tvö? „Nei! Ég er nýbyrjaður í skóla aftur, bara til að klára stúdentinn. Mig langar til að vinna í þessu og lít á mig sem hálfgerðan lærling, er að þreifa mig áfram. í framtíð- inni vildi ég geta unnið við þetta á erlendri grundu. Þetta er náttúr- lega voðalega sérstakiu- markaður hérna, allt svo lítið og aumingja- legt. Bransinn héma er í raun brandari miðað við hvemig þetta er annars staðar, þótt grunnelem- entin séu þau sömu; að gefa út plötu og reyna að selja hana.“ Hvaöa plata breytti lífi þínu? „Fyrsta platan með Stone Roses. Ég var Zeppelin-gæi en breyttist í indí-bolta þegar ég heyrði þessa plötu, keypti allt frá Manchester í eitt ár á eftir.“ Hvaö er skemmtilegast við þenn- an bransa? „Þegar gengur vel. Það er gam- an að vera innan um hljómsveit sem er hrósað og lag með þeim verður vinsælt - maður er kannski búinn að þekkja lagið í marga mánuði á undan öðrum. Það er gaman að fá svona litlar viðurkenningar. Svo er ekki slæmt að selja vel. Þetta er yfirleitt bara að koma út á núllinu. Það væri gott ef böndin fengu viður- kenningu og þyrftu ekki alltaf að vera að ströggla svona, gætu hætt að róta sjálf. Það væri gott ef þau væru ekki alltaf rótandi og væru ekki alveg svona sveitt. Þetta er frekar sveitt hjá okkur eins og er!“ -glh Páll talar um ■ g m_ w m_SLÆ BANG GANG: „Mjög gott samstarf. Þau koma, eins og flest böndin, út úr Spíru-verkefninu. Við gerð- um samstarfssamning og það sem hefur gerst hjá þeim er al- veg ótrúlega gott og hratt. „Sleep“ var á Spírum en var ekk- ert spilað þegar það kom út, en nú hefur nýju plötunni gengið mjög vel. Þau fengu samning hjá East/west í Frakklandi upp á eina smáskifu, og það er líklegt að því samstarfi verði haldið áfram. Ef þau koma sér upp læf- bandi ætti ekkert að stöðva þau.“ 200.000 NAGLBÍTAR: „Mjög óllkt Bang gang, þrír gaurar frá Akur- eyri sem hafa verið að spila síð- an þeir voru þrettán eða eitt- hvað. Þeir eru poppaðir en samt er dýpt í þeim. Þegar ég heyrði í þeim fyrst fannst mér strax eitt- hvað varið í þá og þegar ég hitti þá reyndust þetta vera almenni- legir strákar og mér fannst þægi- legt að vera með þeim. Þeir tóku upp gommu af lögum og við gerðum samning upp á eina plötu. Ég sé þá gera stóra hluti á íslandi." Er þaö nóg? „Nei, alls ekki. Við reiknum með því að böndin geri enska texta og erum með gott kerfi til að dreifa á útgefendur og sambönd sem hafa orðið til. Við höfum fengið ágætis viðbrögð á Naglbít- ana, sérstaklega fyrir það að Vil- hjálmur syngur svo góða ensku. Þeir bræður bjuggu í Skotlandi og syngja því ekki með íslensk- um hreim.“ NEISTAR: „Þegar við gerðum Spíru-plötuna kom sú hugmynd að gera sérplötu fyrir þá sem eru að gera tölvutónlist. Við leituð- um til aðila og báðum þá um að gera eitthvað og þetta myndað- ist, svo kom hellingur af demóteipum líka. Við vildum hafa heildarmynd á þessu, mark- vissa stefnu, ekki allt í einum graut. Við tókum inn lög eftir þvi. Það er erfitt að skilgreina stefnuna í orðum, við vildum vera í takt við tímann í dag - við getum sagt að þetta sé einhvers konar tripp-hopp grúf blanda." SVÖLU JÓLAKETTIRNIR: „Þetta er djassjólaplata með þessu tríói: Hjörvar trommari í Casino, Karl Olgeirsson og Gunnar Hrafn - djassexperimental-útgáfur af jólalögum. Svo er þarna fullt af gestum. Þetta er engin venjuleg jólaplata." f Ó k U S 20. nóvember 1998 FÓKUSMYND: PJETUI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.