Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Side 25
Þrátt fyrir að bækur Elmore Leonards séu skrifaðar eins og þær hafi verið þegar kvikmyndaðar - þær einkennist eins og bíómyndir af stuttum setningum og hlutlægni - þá hafa flestar myndir sem gerðar hafa verið eftir bókum hans verið hálfmislukkaðar. Því er ofit haldið fram að sjoppu- bókmenntir henti betur fyrir kvikmyndaformið en fagurbók- menntir. Mikil bókmenntaverk hafa sterka sýn og sá sem aðlagar verkið nýjum miðli stendur frammi fyrir þvl erfiða verki að kreista kjamann úr bókinni, sem oftar en ekki reynist fugl í skógi en ekki í hendi. Útkoman verður þannig oft stirðbusaleg og ósann- færandi, auk þess sem erfítt er að uppfylla væntingar lesenda og jafnvel enn verra ef menn reyna það um of. Annars flokks bækur gefa á hinn bóginn hugmyndarík- um handritshöfundi frjálsari hendur varðandi þema og upp- byggingu, án þess að hann þurfi að hafa of mikið samviskubit yfir að hafa valtað ruddalega yfir ein- hver úrheilög orð. En í tiifelli sagnamannsins Elmore Leonards kemur hið gagnstæða einnig í ljós: að til eru höfundar hvurs eig- inleikar eru svo lágstemmdir að erfitt getur reynst að finna hlið- stæður í myndmáli. Leonard ætti að vera kjörinn til kvikmyndun- ar. Bækur hans eru stútfullar af knöppu orðfæri og beinskeyttum lýsingum á framvindu mála. Eng- ar tilraunir eru gerðar til að kafa ofan 1 vitundarlíf persónanna og jafnvel viðeigandi lýsingarorðum sýnist ofaukið. „Ef það hljómar eins og það væri skrifað," sagði Leonard eitt sinn, „þá endurskrifa ég það.“ Það er eins og spennusögur hans séu þegar orðnar að kvik- myndum, þær einkennast af stutt- um setningum og hlutlægni sem jafnan er aðal höfunda kvik- myndahandrita. En af einhverjum ástæðum hafa flestar myndir sem byggðar eru á bókum hans mis- heppnast. Má þar nefna The Ambassador (1984), Glitz (1988) og The Touch (1997), auk þeirra þriggja sem hann skrifaði sjálfur handrit að: Stick (1985), 52 Pick-up (1986) og Cat Chaser (1989). Og ein- um helsta aðdáanda Leonards, Quentin Tarantino, varð sömu- leiðis nokkur fótaskortur í Jackie Brown (1997), sem gerð var eftir Rum Punch, þó að óneitanlega væru þar góðir sprettir innan um, sérstaklega hvað varðar lýsinguna á sambandi Jackie við skilorðs- mann sinn. En ef til vill er það hin frísklega mynd Barrys Sonnen- felds, Get Shorty (1995), sem hefur lánast hvað best að grípa það and- rúmsloft sem einkennir bækur hans; Travolta sýnist að minnsta kosti sem fæddur til að leika hinn siðlausa handrukkara sem leggur Hollywood áreynslulaust að fótum sér en myndin líður samt nokkuð fyrir ópersónulega leikstjóm og framsetningu. Fáguð grunnhyggni kallar á sérstakan aga og þar stendur hníf- oiaoreynair urn UUl OT dlQnl heiti: Out of Sight/Úr sjónmáli. Byggt á samnefndri skáldsögu Elmore Le- onards. leikstjóri: Steven Soder- bergh (Sex, lies and videotape, Kafka, King of the Hill) handrit: Scott Frank (Get Shorty). aðalhlut- verk: George Clooney (One Fine Day, ER), Jennifer Lopez (U-Turn), Ving Rhames (Mission: Impossible, Pulp Fiction), Albert Brooks (Broadcast News). sagan: Jack Foley (Clooney) brýst úr fangelsi með aðstoð vinar síns, Buddys Braggs (Rhames). Lög- reglukonan Karen Sisco (Lopez) kem- ur á vettvang og hyggst stöðva flótt- ann en er yfirbuguð og stungið inn í bíl með þeim félögum. Þeir losa sig við hana nokkru síðar og hyggjast halda til Chigaco þar sem kunningi þeirra úr fangelsinu segist hafa falið hlass af demöntum. En Karen Sisco hefur ekki enn gefist upp og ýmsir fleiri vilja eiga við þá orð. urinn í kúnni þegar komið er að kvikmyndun verka hans. Það nægir ekki að endursegja sögu- þráðinn og hnyttnu gullkornin sem hrjóta af vörum persóna hans. TU að andi sagnanna komi fram þarf handritshöfundurinn að ná utan um þetta útreiknaða kæruleysi í allri meðferð sinni. Hetjur Leonards láta ekki mikið uppi og sama máli gegnir um hann sjálfan. Bækur hans eru blátt áfram og svalar hvað varðar stíl, hugmyndir og persónugerð. Þetta útskýrir sjálfsagt að miklu leyti hvers vegna svo margir halda upp á hann. Á meðan mikill rithöfundur getur víkkað út skynjun okkar á umheiminum þrengir Leonard hana inn á ná- kvæma bylgjulengd. Sögur hans gerast gjarnan í dreggjum mann- lífsins, innra sem ytra, eru sjálf- um sér nægar og siðferðilega létt- vægar. Vera má að hinn straum- línulagaði og áreynslulausi stíll hans blekki því gríðarleg einbeit- ing liggur að baki þessara þyngd- arlausu setninga. Nálgun hans er hárnákvæm, hann meitlar orðin uns ekkert stendur eftir nema svipleysið sjálft. Þetta eru ekki að- eins stílleg einkenni heldur einnig lífsviðhorf. Steven Soderbergh var umsvifalaust titlaður undrabarn eftir að mynd hans „Sex, Lies and Videotape" vann guli bæði á Sundance- og Cannes-kvikmyndahátíðunum. Eftir þessa hvellbyijun hefur hins vegar farið minna fyrir Soderbergh - í það minnsta minna verið húrrað yfir myndunum hans. Glataður snillingur snýr aftur Stjarna Steven Soderbergh reis undraskjótt þegar fyrsta mynd hans, Sex, Lies and Videotape, vann Sundance-kvikmyndahátíð- ina árið 1989 og hlaut nokkrum mánuðum síðar Gullpálmann í Cannes. Einhvern veginn tókst Miramax-fyrirtækinu að gera myndina að miklum smell og segja má að hún hafi komið þessu merkilega kvikmyndaapparati, sem framan af sérhæfði sig í ódýr- um og „óháðum" myndum, á kort- ið. Sundance-hátíðin naut sömu- leiðis góðs af hinni miklu athygli sem myndin fékk og breyttist upp úr því úr samkomu fyrir sérvitr- inga í inntökupróf fyrir Hollywood. Myndin fékk fljótlega „íkoníska" stöðu og náði að greypa sig inn í huga hins breiða fjölda. Þetta er því undarlegra þegar haft er i huga að Sex, Lies and Vid- eotape er mynd um firringu og ein- manaleika, gerð af kaldri form- festu ekki fjarri skóla ítalska meistarans Michelangelo Anton- ioni. Snilldarlega vel gerð að mörgu leyti en á lítið skylt með hefðbundnum Hollywood-mynd- um. Soderbergh var umsvifalaust stimplaður undrabarn og beðið var með öndina í hálsinum eftir hans næsta verki. En eins og títt er um undraböm- in fór hann sínar eigin leiðir. Hann fylgdi velgengni sinni eftir með kvikmyndinni Kafka (1991) þar sem Jeremy Irons var í hlut- verki hins þekkta rithöfundar sem lendir í hremmingum í Prag upp úr seinna stríði. Myndin sú fékk litla athygli og áhuginn á Soder- bergh dofnaði þegar menn áttuðu sig á því að hann var ekki til í að fara beina og breiða veginn. Hann hefur síðan sent frá sér myndir jafnt og þétt en engin þeirra hefur notið velgengni þar til Out of Sight var ffumsýnd nú í haust. King of the Hill (1993) var afar vel gerð mynd um tólf ára dreng sem beitir öllum tiltækum ráðum til að halda fjölskyldu sinni saman á dögum kreppunnar miklu. Hún hlaut góða dóma gagnrýnenda en fór fyrir ofan garð og neðan hjá bíógestum. Tveimur árum síðar fékk hann Peter Gallagher (úr Sex, Lies, and Videotape) aftur til liðs við sig í The Underneath, sótsvartri mynd um þráhyggju og svik - og i fyrra sendi hann frá sér tvær myndir; Schizopolis, hræódýra kómedíu í anda Bunuels og Gray’s Anatomy, kvikmyndun á samnefndri ein- ræðu rithöfundarins Spalding Gray um reynslu hans af heimi læknavísinda eftir að hafa greinst með sjaldgæfan augnsjúkdóm. Auk þessara mynda hefur Soder- bergh á síðustu árum notað stöðu sina til að liðka fyrir öðrum ung- um leikstjórum. Hann var einn af framleiðendum The Daytrippers eftir Greg Mottola sem sýnd var í fyrra og nú í ár framleiddi hann Pleasantville eftir Gary Ross, sem spáð hefur verið velgengni við næstu óskarshátíð og aðstoðaði einnig danska leikstjórann Ole Bornedal að endurgera mynd sína Nattevagten í Bandaríkjunum, undir heitinu Nightwatch með Ewan McGregor í aðalhlutverki. Valið á Soderbergh sem leik- Steven Soederberg við tökur á Out of Sight ásamt Ving Rhames. stjóra á Out of Sight eftir sögu reyfarahöfundarins Elmore Leon- ard, kann að koma spánskt fyrir sjónir þar sem hér er um tiltölu- lega hefðbundna formúlusögu að ræða. En þegar betur er að gáð koma ýmsir sameiginlegir þættir í ljós. Frásagnarstíll Soderberghs einkennist af kaldri formfestu meðan stíll Leonards er meitlaður af nákvæmni. Saman eru þeir kannski ekki ólíkir Fred Astaire og Ginger Rogers; Soderbergh mætir til leiks með fágun og glæsi- leika, Leonard teflir fram léttleik- andi hrynjandi og seiðandi sveiflu. Andstæður dragast saman og út- koman er óneitanlega forvitnileg. Ásgrímur Sverrisson Vinsældir og virðing Titanic eftir James Cameron hefur leitt af sér að nú eru allar myndir teygðar út yfir öll mörk - í það minnsta þolgæði áhorfenda. Mijida langlokur Peter Bart, ritstjóri hinnar virtu kvikmyndabiblíu, Variety, tekur oft að sér að skamma vini sína í Hollywood fyrir ýmsa ósiði. Á nýlegri netútgáfu blaðsins tek- ur hann fyrir langar bíómyndir og segir of margar þeirra ofvaxnar úr öllu hófi og bendir á að engum líki við þessa langhunda, ekki bíó- unum, ekki kvikmyndaverunum og enn síður áhorfendum. Undan- tekningar sé þó að finna. Allir gátu umborið þrjár klukkustundir og fjörutíu og tvær mínútur af Lawrence of Arabia eftir David Lean á sínum tíma og fáir gengu út af Titanic þrátt fyrir að þurfa að þola hallærissamtöl í þrjá tima og fjórtán mínútur. Bart segir öðru máli gegna um mynd á borð við Meet Joe Black með Brad Pitt, sem væntanleg er hingað innan tiðar og bendir á að hug- myndin bak við myndina gangi upp svo framarlega sem þú hafir ekki tíma til að hugsa um hana. Vandamálið er hins vegar að þú hefur nákvæmlega þrjá tíma til að hugsa um hana og má það teljast með ólíkindum þegar hún er byggð á kvikmyndinni Death Takes a Holiday sem var sjötíu og átta mínútur. Forsvarsmenn kvikmyndaver- anna kenna Titanic um þessa þró- un, en hún hefur staðið lengur þó að myndirnar séu stöðugt að lengjast. Af nýlegum myndum sem hefðu mátt vera mun styttri má til dæmis nefna Sleepers (2.26 klst.), The English Patient (2.41 klst.) og Contact (2.29 klst.) svo einhverjar séu nefndar. Og Bart bætir því við að mynd Roberts Redfords, Hestahvíslarinn, hefði alveg mátt vera 20 mínútum styttri, sem og Mask of Zorro og jafnvel hefði There’s Something about Mary þolað töluverðan nið- urskurð. Myndir sem ekki ganga upp sýnast einnig yfirleitt lengri en þær eru og nefnir hann þar Godzilla og Midnight in the Gar- den of Good and Evil. Á sama tíma segist hann engan hafa séð líta á klukkuna meðan á sýningu Saving Private Ryan stóð. Þrátt fyrir nýjustu tölvutækni sem gerir klippurum kleift að sýna leikstjórum breytingar og styttingar á ótrúlega skömmum tíma, heldur þróunin áfram og bíógestir þjást á meðan. Flestir leikstjóranna nota huglæg og af- stæð rök fyrir langhundum sínum en stöku maður, sem jafnframt hefur fulla stjórn á gerð mynda sinna, getur leyft sér að segja það sem þeir allir eru að hugsa: „Þetta er myndin mín og þið getið hopp- að upp í afturendann á ykkur.“ Hestahvíslarinn eftir Robert Redford: Hefði mátt vera 20 mínútum styttri. 20. nóvember 1998 f Ókus 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.