Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1998, Síða 29
I
I
I
I
I
I
p
»
»
»
»
»
»
►
Fjórar kvikmyndir eru frumsýndar í Bandaríkjunum
í dag; A Bug’s Life, Celebrtty, Rugrats og síðast
en ekki síst: Enemy of the State:
Sagan á bak við Enemy of the
State, sem frumsýnd verður í dag í
Bandaríkjunum og spáð er mikl-
um vinsældum, er löng. Fimm ár
eru síðan framleiðandinn stórstígi
Jerry Bruckheimer ásamt þáver-
andi félaga sínum Don Simpson
ákváðu að gera framhald af meist-
arverki Francis Ford Coppola,
The Conversation. Voru handrits-
höfundar fengnir til að gera hand-
rit og haft samband við Tom Cru-
ise um að taka að sér hlutverk
Harrys Cauls sem Gene Hackman
lék í The Conversation. Ekkert
varð úr þessum áformum Bruck-
heimers þar sem engum leist á
verkefnið. Hann gafst þó ekki upp
og fékk leikstjórann Tony Scott tU
að imdirbúa jarðveginn með breyt-
ingar í huga. Voru honum fengnir
þrír handritshöfundar til liðsinnis.
Útkoman er Enemy of the State
og Harry Caul er enn til staðar og
Gene Hackman leikur hann aftur.
Caul er samt ekki aðalpersónan
.■ r /£'■ 'V •
A Bug’s Life
Tölvugerð teiknimynd frá Disn-
ey sem fer inn á sömu slóðir og
Antz og er ómögulegt annað en að
bera þær saman. A Bug’s Life
verður að vera góð eigi hún að ná
upp í mikinn kostnað. Þekktir
leikarar tala inn á myndina, má
nefna Kevin Spacey, Julia Louis-
Dreyfus, Phyllis Diller, David
Hyde-Pierce, Madeline Kahn,
Dennis Leary og Roddy
McDowall.
Celebrity
Nýjasta kvikmynd Woodys
Allens, sem þegar hefur verið
sýnd á kvikmyndahátíðunum í
Cannes og New York, hefur fengið
misjafnar viðtökur. Hún ætti þó að
öðlast nokkrar vinsældir þar sem
táningagoöið Leonardo DiCaprio
er í hlutverki í myndinni, ekki er
það þó stórt. Með stærstu hlut-
verkin fara Kenneth Brannagh,
Judy Davis, Melanie Griffith,
Joe Mantegna og Winona Ryder.
Rugrats
Enn ein teiknimyndin. Þessi er
gerð með hefðbundnum hætti.
Myndin er byggð á vinsælli teikni-
myndasögu sem lengi hefvu: verið
á teikniborðinu. Mikið er lagt upp
úr tónlistinni og meðal þeirra sem
syngja lög í myndinni eru Patti
Smith, Beck, B-52, Lenny
Kravitz, íggy Popp, Laurie And-
erson, Elvis Costello og Lou
Rawls.
-HK
heldur ungur lögfræðingur á upp-
leið sem Will Smith leikur. Óvænt
verður hann leiksoppur örlaganna
þegar þingmaður finnst myrtur,
þingmaður sem hann hefur tengst
án þess að vita að hann var spillt-
ur. Lögfræðingurinn er óðfús að
hreinsa nafn sitt og í því skyni fær
hann til liðs við sig duiarfuilan
fyrrtnn njósnara sem hefur starfað
neðanjarðar i tuttugu ár.
Auk Wills Smiths og Genes
Hackmans leika í Enemy of the
State Regina King, Jon Voight,
Jason Lee, Gabriel Byme, Jason
Robbards, Jamie Kennedy og
Jake Busey. Enemy of the State er
ein dýrasta kvikmynd ársins.
Sllding Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung
kona á uppleiö, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og l!f hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en
þó handritið innihaldi heilmikiö af skemmtileg-
um punktum og klippingarnar milli sviða/veru-
leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein-
hvern herslumun. -úd
Regnboginn
There’s Somethlng about
Mary ★★★ Fjórir lúðar
eru ástfangnir af sömu
Mary. Cameron Diaz er í
toppformi, Matt Dillon al-
veg ótrúlega skemmtileg-
ur sem slímugur einka-
spæjari og Ben Stiller er
fæddur lúði. En nú er tími
lúðanna og þrátt fyrir aö
sé þeim bræðrum eitur í
beinum er greinilegt aö ekki þykir nógu PC
lengur að láta lúöana tapa, líkt og þeir geröu í
Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd
Halloween: H20 ★★★ H20 er smart og
skemmtileg án þess aö vera þessi há-
paródíska hrollvekja sem Screanvmyndirnar
eru. Hryllingurinn er allur með nýju yfirbragöi,
meiri áhersla lögð á kjark og þor í ómögulegum
aðstæðum og þrátt fyrir að blóögusur og út-
limamissir séu enn til staðar þá nálgast mynda-
vélin sllkt á annan hátt en áður. Þetta eru hroll-
vekjur um ogfyrir nútímaunglinga, fólk sem hef-
ur séð öll gömlu trikkin og heimtar ný. -úd
Dr. Doollttle ★★★
Stjörnubíó
Les Mlsérables ★★★ Bille August er á heima-
velli en honum lætur vel aö kvikmynda miklar
skáldsögur og áhorfandinn fær það ekki á til-
finninguna aö efniö sé sótt í 1500 síöna bók.
Hér er á ferðinni ágætis skemmtun og saga
sem svíkur engan. -ge
Imeira"áil
www.visir.is
Steven Spielberg er að Ijúka við tökur á Memoirs of a
Geisha og er þegar farinn að undirbúa næstu mynd sem
verður um flugkappann Charies Lindbergh. En það er
samt annað sem á allan hug leikstjórans þessa dagana:
Leg.gur
fvrir o
Það er viðar en á íslandi sem
hamagangur geisar í óskarsöskj-
unni. Frá Bandaríkjunum berast
þær fréttir að mynd Stevens Spiel-
bergs, Saving Private Ryan (eða
Saving Ryan’s Privates eins og ill-
gjamar tungur vilja stundum kalla
hana), verði kippt úr almennum
sýningum innan skamms til að
undirbúa jarðveginn fyrir ósk-
arsverðlaunin á næsta ári. Sem
stendur er hún önnur tekjuhæsta
mynd ársins á eftir Armageddon og
því kann þetta að skjóta svolítið
skökku við þar sem enn er verið að
sýna hana á yfir 500 tjöldum víðs
vegar um landið.
Hugmyndin mun vera að hefja
sýningar á nýjan leik skömmu fyr-
ir óskarsverðlaunatilnefningamar
þann 9. febrúar næstkomandi.
Myndin er þó áfram í sýningum
um víða veröld.
Þetta markaðsplott mun vera al-
siða í Hollywood og kvikmynda-
verin hafa stundað þennan leik frá
því verðlaunaveitingin hófst
snemma á öldinni til að eiga betri
möguleika með myndir sínar.
Hins vegar em ýmsir hvumsa á að
Spielberg brúki þessi meðul, enda
hefur hann talað með hrærðu
hjarta um hin miklu átök, tiiflnn-
ingaleg og líkamleg, við gerð
myndarinnar. Þau ummæli em nú
meðtekin í öðm ljósi þegar ljóst er
að öllum brögðum skal beitt til að
ná fundi með Óskari frænda. Snú-
ið hefur verið út úr slagorði mynd-
arinnar, „the mission is a man“ og
lesist það nú „the mission is a
man called Oscar“.
Flestir em á einu máli um að
myndin muni hljóta margar til-
snörur
karinn
nefningar, þar á meðal fyrir leik
Tom Hanks og leikstjóm Spiel-
bergs. En þeir standa frammi fyrir
harðri samkeppni, til dæmis frá
The Truman Show eftir Peter
Weir og The Thin Red Line eftir
goðsögnina Terence Malick, sem
er að spyrjast afar vel út þrátt fyr-
ir að vera ósýnd enn. Þetta er
fyrsta mynd Malicks í um tuttugu
ár (hann hefúr aðeins gert tvær
áður; Badlands og Days of Heaven)
og skartar stjömufans á borð við
John Travolta, George Clooney,
Sean Penn, John Cusack og
Woody Harrelson sem allir vinna
á lágmarkstaxta til að fá að vinna
með meistaranum.
Spielberg, sem þessa dagana er
að filma mynd eftir metsölubókinni
Memoirs of a Geisha, tilkynnti ný-
lega um næsta verkefni sitt. Þar
hyggst hann taka fyrir flugmann-
inn Charles Lindbergh, sem fyrst-
ur manna flaug yfir Atlantshafið.
Aðspurður hvemig hann ætlaði að
taka á and-gyðinglegum skoðunum
Lindberghs, lofaði Spielberg að
draga ekkert undan. Bandariskir
kvikmyndaskríbentar gera því nú
skóna að Spielberg sé með þessari
mynd að loka nokkurs konar þrí-
leik um tuttugustu öldina, sem hafi
byrjað með Schindler’s List og Sav-
ing Private Ryan, en leikstjórinn er
ekki alveg til í að skrifa undir það
og kallar myndina einfaldlega
„kapítula í sögu Bandaríkjanna".
Engum sögum fer enn af fjórða
hluta Indiana Jones-seríunnar,
nema hvað George Lucas hefur
lýst því yfir að handritið sé tilbúið
og Spielberg og Harrison Ford eigi
bara eftir að finna sér tíma.
iRriggjárará
fMflTriTloCflMÍfWI^
jóQúTifTrrn íhrrpftrrri
jjQn? [MaloÐ ® EEE8 o S!IíMlGI37
í7TTrifl=flMTPúfllftfl[TTiTftM
L£fO CI]]aTím!ÍTifliEByB^gBj
^T^inWLJlTTiP^aiTúFTrryrrrfTTmfrnnriTfg-.ii
24 stöðva mihiii • Geislaspilari
Aðskilin bássi og diskant
Stafræn tenging
Tviskiptur hátalari (2-way) 80W
Mini-disk spilari kostar kr. 49.900
(ekki iniiífáíið i verði).
NS-5 Heimabíó
4x30W RMS-útvarþsmagiiáÍrmeð^
24 stöðva minni • 5 hátaíarargM
Geislaspilari • Aðskilln'ba'ssi
og diskánt • Stáhjæn ténqinqj
Tviskiptur Kátáian(2-way)
Miðju ög b'akmáfáiáfayfýígjá
n»hljómtæki skip.ta-mtá
ormssonhf
Lagmula 8 • Sími 533 2800
20. nóvember 1998 f ÓkllS
29