Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Síða 17
MANUDAGUR 23. NOVEMBER 1998 ★ ■*" íenning Margar raddir úr litlum búk Það er næstum óhjákvæmilegt annað en að hugsa til þeirra ís- lensku skáldsagna sem nefndar voru „strákabækur“ á síðasta ára- tug við lestur Paddy Clarke ha, ha, ha, verðlaunaskáldsögu Roddys Doyles. Ekki einungis lýsir hún af- mörkuðum heimi hverfís í byggingu sem virðist nær eingöngu byggður strákum heldur eru einnig í henni svipaðir þættir og í t.d. sögum Ein- ars Más Guðmundssonar, ekki síst það tvísæi sem felst í samræðu heims hinna fullorðnú og stráka- heimsins. Munurinn á þessari sögu og þeim er hins vegar sá að hér er heimur bernskunnar skoðaður inn- an frá, sagan er næstum dauð- hreinsuð af allri nostalgíu og lýsir miskunnarlausum heimi og harm- rænum. Paddy Clarke býr við þrúg- andi aðstæður. Hann finnur að heimilinu er ógnað og að for- __________________ eldrar hans eru meira en lítið ósáttir. Við þessu ástandi bregst hann einkum með tvennum hætti, hann reynir með nærveru sinni að koma í veg fyrir sífelld rifrildi foreldra sinna og RODDY DOYLE Bókmenntir JónYngvi Jóhannsson hann fyllir til- veru sína með orðum, töluð- um, skrifuðum og lesnum. Það er ekki síst rödd Paddys sem gerir þessa sögu magnaða, hún verður far- vegur fyrir margvíslegustu og ólíklegustu orðræður. Þar blandast saman frásagnir af hversdagsleg- um atburðum, dulmögnuðum leikjum og ævintýr- um og bútar úr textum sem verða á vegi Paddys, al- fræðibækur, söngtextar, barnagælur og klámvisur. Eins ________________ og gefur að skilja getur verið erfið- leikum bundið að þýða slíkan texta. Það kemur líka fyrir að manni fmnst íslenski textinn stirður og þvingaður þar sem ætlunin er greinilega að bregða á leik. Á stöku stað eru líka setning- ar sem eru algerlega ótækar, jafnvel sem vísvitaðar ambögur, og samanburður við frumtexta leiðir í ljós einkennilegt orðaval og ósamræmi á stöku stað. Smáhnökrar á þýð- ingunni ná þó ekki að breyta þvi að sagan af Paddy Clarke á skilið þau verðlaun og það hrós sem henni hefur hlotnast. Þrátt fyrir titilinn er manni ekki hlátur í hug að lestri loknum. Þótt vissu- lega geti sagan verið meinfyndin á köflum er sú ógn og það ofbeldi sem rikir í heimi sögunnar meira áber- andi. Þetta er saga af baráttu drengs fyrir lifi sínu og fjölskyldu sinni, baráttu sem kannski er töpuð frá upphafi en er háð af mikilli flmi og djúpri alvöru með tungumálið að vopni. Roddy Doyle: Paddy Clarke ha, ha, ha. Þýðandi Sverrir Hólmarsson. Vaka-Helgafell 1998 Byggð á hjara veraldar Fáum tegundum sagn- fræði er betur sinnt á ís- landi en byggðasögu. Þar ráða efnislegir þættir mestu um en ein afleiðing þessa er vaxandi fag- mennska i byggðasögu- rannsóknum. Byggða- sögurit verða æ meir í takt við megin strauma í sagnfræði- rannsóknum og njóta í vaxandi mæli góðs af þeim. Friðrik Olgeirs- son er fagmaður i íslenskri byggða- sögu, höfundur mikils verks um sögu Ólafsfjarðar. Nú hefur hann fært sig austur á Langanes með allgóðum árangri. Langnesinga saga er mikið rit að vöxtum og vandað. Eðli byggðasögunnar er að vera eins konar heildarsaga. í dæmi- gerðu byggðasöguriti er fjallað um allt sem þykir skipta verulegu máli fyrir byggðarlagið, mannlíf og menningu, staðhætti og veðurfar, atvinnuhætti og stjórnarfar. Þetta gerir Friðrik í Langnesinga sögu. Ritið hefst á staðháttalýsingu en síð- an er fikrað sig nær nútímanum, til ársins 1918. I næsta bindi verður væntanlega sögð saga 20. aldar- innar. Eðli málsins samkvæmt eru fyrstu kaflarnir fremur ágrips- kenndir enda á litl- um heimildum að byggja. Það er ekki fyrr en á 18. og enn frekar á 19. öld sem fjör færist í leikinn og í bókarlok er Þórshöfn að verða til, verslunar- staður Langnesinga. Veigamestu kaflar bókar- innar ------ fjalla um landbúnað og -------- sjávarútveg. Þar er beitt bæði almenn- um tölfræðiaðferðum einstaklingum. í byggðasögum hættir nöfnum og ártölum sem hafa litla merkingu fyrir aðra en kunnuga að drekkja textanum. En um leið eru slík rit iðulega notuð sem alfræðibækur og uppflettirit og til að fullt gagn sé að þeim þurfa ákveðnar staðreyndir að koma fram. Friðrik fetar milliveg, Bókmenntir Ármann Jakobsson og sagt frá reynir að sinna þeirri skyldu að geta merkra Langnesinga en um leið að láta frásögnina hafa almennt gildi og missa aldrei sjónar á heild- arþróun atvinnuvega og byggðar- lagsins almennt. Þá fjallar Friðrik um hugarfar og menningarástand, bæði í tengslum við hefðbundna skóla-, lækna- og kirkjusögu en einnig á almennari hátt, t.d. hvern- ig tekið var við nýjum aðferðum í reikningi. Frásögnin er krydduð með sögu fólks úr byggðarlaginu sem varð þekkt um land allt, t.d. Bóna sem varð Halldóri Laxness að söguefni, ógæfukonunnar Sólborgar og merkisprest- anna Ólafs Guð- mundssonar skálds og Arn- ljóts Ólafssonar. _______________ Frásögnin er lifandi og höf- undi er gefinn skýrleiki sem gerir ritið aðgengilegt. í bókinni er mikill Qöldi mynda sem falla yfirleitt vel að efninu. Það er óhætt að óska Langnesingum til hamingju. Vel hefur tekist til og góðs að vænta af framhaldinu. Friðrik G. Olgeirsson: Langnesinga saga I. Saga byggðar Gamlir kunningjar Hnftihðdur Vaiga.'ösdótúr og krumminn á skjdmim Þriðja bók Hrafn- hildar Valgarðsdóttur um vinina Lalla og Jóa nefnist Kóngar í ríki sínu og krumm- inn á skjánum. Sagan tekur við þar sem frá var horfið í síðustu bók og er líf þeirra fé- laga viðburðaríkt sem fyrr. Það er komið sumar og strákamir halda áfram kofabú- skap sínum. Jói eign- ast lítinn bróður og slegið er upp stórri veislu þegar barnið er skirt og mamma hans giftir sig. Þá kviknar í heima hjá Jóa og Petra prinsessa skreppur til Ameríku. Eins og. í fyrri bókunum eru frásagnir af dýr- um í öndvegi og nú bætist sniðugur, hálftaminn hrafn í hópinn. Persónur bókarinnar eru flestar þær sömu og í fyrri bókunum, bæði dýr og menn. Nú eru liðin tólf ár síöan fyrsta bókin kom fyrst út og tíu frá útgáfu annarrar bókarinnar og ekki laust við að manni fmnist höfundur hafa misst sjónar á per- sónum sínum. Að minnsta kosti virðast þær litlausari og á all- an hátt venjulegri en í fyrri bókunum og ýmis- legt sem þær gera stangast hreinlega á við lýsingar í hinum bók- unum tveimur. Til dæmis er ekki sannfær- andi að drengur eins og Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir Jói sem þurrk- ar fiskslor í buxumar sín- ar eins og ekk- ert sé í fyrstu bókinni, þurfl allt í einu gúmmíhanska til að hafa geð í sér til að koma við ánamaðk! Teikningar Brians Pilkingtons við söguna em fyndnar og fjörlegar, en þær passa því miður ekki alltaf nógu vel við textann. Myndin á bls. 21 sýnir til dæmis það sem gerðist ekki og víða vantar mikilvæg smá- atriði úr textanum á myndimar. Þá era myndirnar alloft á undan text- anum og eyðileggja því spennuna með því að kjafta frá. Einnig vantar nokkuð upp á yfirlestur handrits. Orðasambandið „fullt af‘ er til að mynda ofnotað. Það er jafnvel talað um fullt af vindlareyk og fullt af mjálmi! Þegar á heildina er litið em Kóng- ar í ríki sínu III ágætis lestraræfing, en töluvert vantar á að þessi bók --------------- standist þeirri fyrstu í flokknum snúning. Hér er aðeins verið að gera framhald, framhaldsins vegna, en ekki vegna þess að höf- undur hafi einhverju bitastæðu við söguna að bæta. Hrafnhildur Valgarðsdóttir: Kóngar í ríki sínu og krumminn á skjánum. Krass, 1998. 17 Gæðarum á góðu verði á RB-rúmi Ragnar Bjömsson Dalshraun 6, Hafiiarfirði • Sími 555 0397 „sjúkrarrúm með nuddi,, Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 sími 544 5990 Til sölu ca 200 m2 skautasvell fyrir venjulega skauta, rúlluskauta og hjólabretti. Svellið er úr nýju gerviefni, Vitrathene, sem gefur nánast sama rennsli og frosið vatn. Efnið er í plötum sem leggja má á hvaða sléttan flöt sem ertd. gólf, sand, gras, malbik o.fl. Þannig má skauta óháð veðri allan ársins hring. Þetta er upplagt tækifæri fyrir t.d. bæjarfélög, íþróttafélög, veitingahús eða hvern sem er. Skautasvellið gefur einnig tekjur ef vill. Verðið er hagstætt og fylgir lán til 2-3 ára. Þetta er íþrótt sem höfðar til allra aldurshópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.