Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Fréttir Nöfnin Árborg og SkagaQöröur farin aö vinna sér sess, m.a. á bréfsefnum: „Skrifstofa Skaga- fjarðar, góðan dag! “ - ákveðið með nöfn fimm sveitarfélaga eftir helgi, segir félagsmálaráðuneytið „Ráðhús Árborgar, góðan dag- inn“ og „Skrifstofa Skagafjarðar" var svarað í símann þegar DV hringdi í gær í skrifstofur tveggja af fimm sveitarfélögum sem félags- málaráðuneytið mun ákveða um nöfn á eftir helgina - umdeild nöfn sem íbúarnir eru sáttir viö en bara „nokkrir karlar" í Reykjavík eru ósammála, eins og bæjarritari í Fló- anum orðaði það. Þessi nöfn eru þegar farin að festast við sveitarfé- lögin, meira að segja er á bréfsefni sveitarfélagsins í Flóanum, Árborg. „Við bíðum róleg eftir niðurstöð- unni. Við erum þverhausar alveg eins og þeir í ömefnanefndinni. Þess vegna fóram við fram á það við Pál Pétursson félagsmálaráðherra að hann staðfesti nafnið Skagafjörð- ur á sveitarfélögin okkar ellefu sem voru sameinuð," sagði Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags i Skagafirði. Tökum ekki annað en Skagafjörö í mál „Ég held að lang-, lang-, langflest- ir íbúamir hér liti svo á að ekkert annað en Skagafjörður komi til greina. Það er ósköp ein- falt. Ég leyfi mér að full- yrða þetta. Það verður hins vegar ansans vanda- mál ef ráðherrann tekur ákvörðun um annað. En við hugsum ekki út í það. Við tökum ekki annað í mál. Ég bara trúi ekki öðra en þetta gangi upp,“ sagði Snorri Bjöm. „Nafnið Árborg hefur fest við sveitarfélagið," sagði Helgi Helga- son bæjarritari í samtali við DV um nafn fyrir sameinuð sveitarfélög í Flóanum. „Hins vegar höldum við enn póstnúmerinu 800 fyrir Selfoss, 815 fyrir Eyrarbakka og svo fram- vegis. Aðspurður í hvaða nafni tal- að sé um sveitarfélagið þegar farið er út í kaupfélag sagði Helgi: „Þaö er hiklaust Árborg. Það eru allir sammála um þetta nema ein- hverjir örfáir karlar í Reykjavík. En boltinn er nú hjá ráðuneytinu um Árborgamafhið sem ör- nefnanefnd samþykkti ekki. Við teljum að Ár- borg standist fyllilega," sagði Helgi. Fyrst menn eru pfndir þá ... Á „sameinuðum" Eski- firði, Neskaupstað og Reyðarfirði gegnir öðra máli en í Árborg og Skagafirði. Þar hefur Austiu-ríkisnafhinu verið rutt út af borðinu. Bæjarstjómin hefur ákveðið að láta gera skoðana- könnun i byrjun desember um nöfn- in Miðfirðir eða Fjarðabyggð - nöfn sem örnefnanefnd lagði blessun sína yfir. „Sumir eru hundóánægðir með bæði nöfnin en ég átta mig ekki á hvemig þetta skiptist hjá íbúum bæjarfélagsins," sagði Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri. En eitthvað verður stjómsýslan okkar að heita fyrst það er búið að þrengja þetta svona. Menn era pindir. Ef þeir ætla í skoðanakönnun verður bara að velja annað nafiiið. Menn bara tóku þessa ákvörðun í bæjarstjóm- inni að við nennum ekki að þvælast með þetta lengur. Líka vegna þess að það er enginn afgerandi áhugi hér á einhverju tilteknu nafni. Það er auðvitað okkar höfuðverkur gagnstætt því sem er til dæmis í Skagafirði og Hornafirði," sagöi bæjarstjóri. Ákvörðun eftir helgi Sesselja Ámadóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, sagði við DV að ákvörðun yrði tekin um nöfn á sveitarfélögin „fljótlega eftir helgi“. Auk framangreindra sveitar- félaga hafa sameinuð sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu óskað eftir að fá staðfest nafnið Húnaþing. í sameinuðum sveitarfélögum í Borg- arfirði hefur verið óskað eftir stað- festingu á nafnið Borgarfjörður og á Hornafirði og nágrannasveitarfélög- um vilja menn fá nafhið Homafjörð- ur á nýtt og sameinað sveitarfélag. -Ótt Snorri Björn Sigurðs- son bæjarstjóri. Róleg helgi: Margir að spóka sig Lögreglan í Reykjavík segir að helgin hafi verið mjög róleg enda var fátt í miðbænum bæði aðfara- nótt laugardags og sunnudags. Seinna kvöldið var talið að aðeins um 500 manns hefðu verið í bænum. í gær var víðast hvar margt um manninn í verslunarkjömum, s.s. Kringlunni, Holtagörðum og í Skeif- unni, og fúllt út úr dyrum í Jólahöll- inni í LaugardalshöÚ. Um helgina vora 12 teknir fyrir ölvun við akstur. Tvær líkamsárás- ir vora framdar og í öðra tilfellinu var fómarlambið rænt. Sex innbrot vora framin og 6 þjófnaðir og 8 slys urðu þar sem líkamstjón varð. -Ótt ' Gríðarleg aösókn var aö Jólahöllinni, jólasýningu verslana og fyrirtækja í Laugardalshöll um helgina. I gær mynd uöust biöraöir sem náöu aö íþróttamiöstöðinni þegar mest var. DV-mynd S Toppurinn í húsgögnum í dag Módei Mílanó Tilboð 3+1+1 179.000,- stgr. Ekta leðursófasett Color it, óendan- legir möguleikar á upp- röðun hillusamstæða. 1 fj íl'" ^ Jsr 1 & ■ ■■■-.: i - i- • . 0 TtLBOÐ 148.600,- stgr. borðst. borð, 6 stólar, skenkur og skápur í kirsuberjavið. Nýkomin sending af þessum vinsælu sófasettum á sama góða verðinu, t.d.: 3+2+1 198.000,- stgr. 2+H+2 169.000,-stgr. 2+H+3 189.000,-stgr. Litir: koníaksbrúnt, vínrautt, dökk- grænt og svart. Mó'del Florens, ekta leðursófasett í koníaksbrúnu, vínrauðu, grænu og svörtu. T1LBOD 3+1+1 169.000 stgr. 3+2+1 189.000 stgr. 2+H+2 159.000 stgr. 2+H+3 179.000 stgr. Mode! 1517, sófasett og í mjög sterku pólyester áklæði, margir litir. 3+1+1 Verð 159.000,-stgr. Bæjarhrauni 12 Hfj. Sími 565 1234 2+H+2 Verð 149-6oo,- stgr.^ Opiö virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-16 til jóla. mmmmmmm—'xmmammsmacammmm • • Rauká dyr Halldór Blöndal samgönguráð- herra var á fundi í flokki sínum í Valhöll í síðustu viku. Þar voru rædd fjarskiptamál á vegum undir- búningsnefndar fyrir landsfund. Fimm sérfróðir menn voru frum- mælendur og Jón Magnússon hæsta- réttarlögmaður sið- astur á mælenda- skrá. Jón ræddi um Landssímann sem „síbrotafyrir- tækið“ gagnvart samkeppnislög- um. Halldór ráðherra greip fram í fyrir lögmanninum og sagði að það væri gott að hafa einhvem í saln- um sem vissi bókstaflega alla skap- aða hluti. Jón svaraði af bragði og sagði: „Já, ráðherra, það tóku allir eftir því þegar þú gekkst í salinn.“ Halldór óskaði eftir að fá oröið eft- ir ræðu Jóns. Fundarstjórinn, Tómas Ingi Olrich, sagði hins veg- ar að ekki hefði verið gert ráð fyrir Qeiri ræðum. Ráðherra varð þá reiður og rauk á dyr... I löns Það er ekki langt síðan að nokkr- ir starfsmenn Stöövar 2 tóku sig skyndilega til, sögðu upp og fóru að vinna fyrir keppinautinn, Stöð 3. Stöðin sú gekk reyndar ekki lengi og áður en varði hafði íslenska út- varpsfélagið með Jón Ólafsson í broddi fylkingar kokgleypt keppi- nautinn. Var við því búist að brott- hlaupsmennimir ættu ekki upp á pallborðið hjá Jóni eftir þessar uppákomur og yrðu hafðir úti í kuldanum á hans bæ. Hafi svo verið virðist þýða komin í sambandið því á dögunum sást hvar nefndur Jón og Magnús Kristjánsson, oddviti brotthlaup- inna, lönsuöu saman á veitingastað í borginni... Ný atvinnutækifæri Frægt er að hvalurinn Keikó leggur einkum stund á ástir með tilfallandi dekkjum sem gagnvart honum eru álíka kynþokkafull og glæstar hvalkýr af kvísl háhym- inga. í Vestmanna- eyjum hafa gárung- amir það í flimt- ingum að þetta framferði hins ást- þyrsta hvals hafi þegar skapað ný atvinnutækifæri í Eyjum. í kjölfar komu hans stofnaði nefnilega Óskar Óskarsson í Áhaldaleig- unni nýtt hjólbarðaverkstæði. Fé- lagar Guðjóns Hjörleifssonar bæj- arstjóra segja að nú bíði hans það verk að fá styrk úr sjóðum ESB til að þróa sérstök Keikó-dekk... Þorskgáfur Bjami Stefán Konráðsson frá Frostastöðum hefur safnað skemmtiljóðum í lítið kver sem ber nafhið Skagfirsk skemmtiljóð H. Ekki skal fjölyrt um gæði kveð- skaparins á þessum vettvangi en nóg er af kveðskapnum í kverinu. Þar sem kvótamál eru ei- lifðarmál er ekki úr vegi að birta hér eina vísu eft- ir Sigmund Jón- son, Vestara- Hóli. Hún fjallar um þann gula og Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra: Öllum saman um það ber, enginn fiskur vitur er, þó mun hata þorskur hver, að Þorsteinn ráði yfir sér. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom (®£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.