Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
Fréttir
33
hjá okkur byrjar 28. nóvember
iver að verða síðastur að panta, því að senn koma jólin.
Það má segja að jólahlaðborðið hjá okkur í fyrra hafi slegið
í gegn, því sú mirming sem fólk hefur um það, segir allt
sem segja þarfog við höfum metnað til að gera enn betur í ár.
Bjóðum upp á
gistingu og
jólahlaðborð á
kr. 4.850,- pr.
mann. Efgist er
tvœr naetur, þá er
síðari nóttin frí.
ordapantanir í síma 437 2345
Leitið tilboða fyrir hópa.
Verð pr. mann
kr. 2.650.-
ður í Hafnarskógi
Netto
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Vestur-Skaftafellssýsla:
Samningur um
þróunarverkefni
DV.Vik:
Undirritaður var á Höfðabrekku í
Mýrdal samningur á milli Atvinnu-
þróunarsjóðs Suðurlands, Mýrdals-
hrepps og Skaftárhrepps um þróunar-
verkefni í atvinnu- og byggðamálum
13. nóvember. Meginmarkmið samn-
ingsins er að treysta skilyrði fyrir bú-
setu i V-Skaftafellssýslu. Þeir aðilar
sem undirrituðu samninginn standa
að sérstöku 38 mánaða verkefni sem
miðar að því að efla fjölbreytni at-
vinnulífs, bæta aðstöðu til menntunar
og auka abnenn lifsgæði í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Innan verkefnisins er þó að sveit-
arfélögunum er heimilt að stofna til
sérstakra undirverkefna sem miða að
því að laða fram sérstöðu og nýta
styrkleika einstakra svæða. Samn-
ingsaðilar munu leita eftir samstarfi
við aðra aðila innanlands sem utan til
þátttöku í að hluta eða öllu leyti, eftir
því sem kostur er og þurfa þykir.
Þá skulu samningsaðilar hafa sér-
stakt samstarf við Þróunarsvið
Byggðastofnunar við rekstur verkefn-
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
/ponix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
DV
Helga Þorbergsdottir, oddviti Mýrdalshrepps, Sigurður Þór Sigurðsson, for-
maður Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, og Árni Jón Elíasson, oddviti
Skaftárhrepps, undirrita samninginn.
isins. Þróunarverkefnið verður rekið
sem sérstök deild innan Atvinnuþró-
unarsjóðs Suðurlands.
Sjóðurinn leggur til starfsmann i 36
mánuði sem hefur aðstöðu hjá At-
DV-mynd Njörður
vinnuþróunarsjóðnum en jafnframt
mun hann hafa aðstöðu í sveitarfélög-
unum. Áætlað er að verkefnið standi
frá 15. nóvember 1998 til 31. desember
2001. -NH
Tillögur í skýrslu landbúnaöarráöherra
Kaldar kveðjur til bænda
- segir Eyþór, bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal
Þegar krafan
um gott sæti
er í fyrírrúmi
HUSGOGN
Skúlagötu 61 » S: 561 2987
bænda sem hafa náð
sjötugu.
„Nú eru horfúr á að
dilkakjötið fari að selj-
ast í ómældu magni úr
landi og þá er áríðandi
að það framleiði sem
flestir og framleiðslan
sé dreifð lun landið
írekar en að þjappa
saman fáum stórum
býlum. Landnýtingin
verðm- miklu verri
með fáum stórum býl-
um en dreifðari byggð,
bæði í heimahögum og
á útjörðinni. Það er allt
til staðar á þessum
minni býlum. Húsa-
kosturinn, landið og framleiðslutæk-
in, þannig að þetta er náttúrlega
óskaplega vafasamar hugmyndir.
Margir þeirra bænda sem eru með
litla framleiðslu hafa tekjur utan bú-
rekstrarins. Auðvitað misjafnt eftir
búum hversu mikið það er. Menn
fóru út í að hafa eitthvað þegar dró
saman í landbúnaði og það eru þó
jarðir sem haldast í byggð sem svo-
leiðis háttar til á. Síðan er það félags-
legi þátturinn. Ef á að færa þetta yfir
í stór býh, kannski 2-3 í hverri sveit,
þá sér hver heilvita maður hvemig
staðan verður í sambandi við allt fé-
lagslegt. Síðan hefur það áhrif á þá
staði úti um land sem byggja stóran
hluta afkomu sinnar á þjónustu við
landbúnað," sagði Eyþór.
Hann er bjartsýnn á að verð eigi
eftir að hækka á dilkakjöti sem flutt
er út og telur ekki vænlegt að fara út
í aðgerðir til að fækka búum á sama
tíma og markaðir erlendis eigi eftir að
opnast fyrir íslenska
kjötið.
„Það á að lofa mönn-
um að búa ef þeir geta
búið meðan framleiðsl-
an selst eins og nú er út-
lit fyrir, en styðja við
bakið á þeim meðan
verðið hækkar ekki. Ég
hef þá trú að verðið
hækki það mikið að
þess þurfi ekki til lengd-
ar. Ef að markaðir opn-
ast er illt að vera búnir
að leggja mörg bú af og
þvi verður ekki auð-
veldlega komið í gang
aftur,“ sagði Eyþór.
I skýrslunni er sú til-
laga að hægt verði að versla á ný með
fullvirðisréttinn á milli búa.
„ Ég held að það sé gott mál og eigi
eftir að stýra þessari þróun í ákveð-
inn farveg heldur en að setja fram til-
lögur th stýringar sem fáir em sáttir
við. Opinberir styrkir til landbúnaðar
hafa lengi verið umdeildir. Það er
alltaf horft ofsjónum á það sem land-
búnaðurinn fær. Hann er víða meira
styrktiu en hér á íslandi, bæði á
Norðurlöndum og í öðrum Evrópu-
löndum en víða reynt að draga þá
saman. Þó ekki í öllum löndum og þar
telja menn að innan fárra ára verði
þörf á þessari offramleiðslu sem er í
dag. Reynslan af þessum stórbýlum
hefur ekki verið svo góð í gegnum
árin. Hvemig var þegar Hafnarfjarö-
arbær ætlaði að fara að framleiða allt
kjöt handa Hafnfirðingum í Krýsu-
vík? Það fór allt í klessu," sagði Ey-
þór. NH
Eyþór Ólafsson, bóndi á
Skeiðflöt í Mýrdal.
DV-mynd Njörður
DV.Vík:
„Mörgum list bölvanlega á þessar
hugmyndir og einkum finnst þeim
eldri að illa sé að þeim vegið með
þeim. Bændum, sem minnkuðu fram-
leiðslu aö beiðni framámanna í land-
búnaðinum á sinum tíma, finnst þetta
vera kaldar kveðjur og ófagrar þakkir
fyrir þá skerðingu sem bændur urðu
fýrir,“ segir Eyþór Ólafsson, bóndi á
Skeiðflöt i Mýrdal, í samtali við DV.
Nýlega var kynnt skýrsla landbún-
aðarráðherra um lífskjör bænda i
hefðbundnum landbúnaði. í henni
koma fram tillögur um hvemig opin-
berum stuðningi verði best varið til
að bæta afkomu bænda og til að auð-
velda nýliðun í greininni. í þeim kem-
ur fram hugmynd um að hætt verði
beingreiðslum til bænda sem era með
framleiðslu undir 120 ærgildum og til
Fyrsti fundur bæjarráðs í nýja húsnæðinu. Frá vinsti: Guðmundur Andrés-
son ritari, Davíð Sveinsson, fulltrúi S-listans, Aðalsteinn Þorsteinsson, full-
trúi B-listans, Guðrún A. Gunnarsdóttir, fulltrúi D-listans, Dagný Þórisdóttir,
fulltrúi D-listans og Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarstjóri. DV-mynd ÓJ
Stykkishólmur:
Fýrsti bæjarráðsfund-
urinn í nýja ráðhúsinu
DV, Vesturlandi:
Skrifstofur Stykkishólmsbæjar
voru fluttar í gamla kaupfélagshús-
ið í Stykkishólmi fyrir skömmu en
Stykkishólmsbær keypti húsnæðið
á sínum tíma og lét lagfæra það og
breyta því mikið. Bæjarráð Stykkis-
hólms kom svo
saman þann 26. október sl. á sinn
fyrsta fund í nýja húsnæðinu.
-DVÓ
INNKAUPASTOFNUN
REYKJA VIKURBORGAR
Fríkirkjuveqi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykiavík
Sími 552 58 0(T- Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
ÚTBOÐ
F. h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í raflagnir i
Félagshús Þróttar í Laugardal.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: þriðjudaginn 8. desember 1998 kl. 11:00 á sama stað.
bgd 119/8
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 58 OCT- Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
TIL SOLU
Tilboð óskast í 4 vélsleða í eigu Bláfjalla.
1. Arctic Cat Panther árg. 1996
2. Arctic Cat Panther árg. 1996
3. Arctic Cat Bearcat árg. 1996
4. Arctic Cat Bearcat árg. 1997
Sleðamir eru allir yfirfamir og í góðu standi og verða til sýnis dagana 23. til 26.
nóv. í porti Vélamiðstöðvar, Skúlatúni 1, Reykjavík.
Opnun tilboða: miðvíkud. 25. nóvember 1998 kl. 14.00 á skrifstofu
Innkaupastofnunar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.