Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 40
48 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 íþróttir unglinga Hinn sigursæli trompfimleikahópur Gerplu P3. Efri röð frá vinstri: Hlíf Þorgeirsdóttir dansþjálfari, Jónína Aðalsteinsdóttir, Guðfinna Halldórsdóttir, Hildur Grétarsdóttir, Vaigerður Helga Einarsdóttir og Svetlana Makarycheva stökkþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Linda Hólmfríður Pétursdóttir, Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir, Inga Rán Gunnarsdóttir og Hrefna Anna Þorkelsdóttir. Guðrún Sigurtður Pálsdóttir, íris Stella Sverrisdóttir, Karen Jóhannsdóttir, Kristín Edda Óskarsdóttir og Þuríöur Guðmundsdóttir voru allar fjarverandi á þessari æfingu hjá stelpunum. 10 til 13 ára Gerpla P3 ...................23,52 (gólf 7,33 + dýna 8,23 + trampolín 7,96) Gerpla P4 ...................21,96 (gólf 6,63 + dýna 7,73 + trampolín 7,60) Ármann.......................21,22 (gólf 6,86 + dýna 7,06 + trampolín 7,30) 14 til 16 ára Björk Trl ....................22,56 (gólf 7,10 + dýna 7,63 + trampolín 7,83) Stjarnan, yngri ..............21,92 (gólf 6,80 + dýna 7,26 + trampolín 7,86) KR-Grótta ....................19,33 (gólf 6,10 + dýna 6,30 + trampolín 6,93) 17 ára og eldri Gerpla P2 ...................24,20 (gólf 8,10 + dýna 8,10 + trampolín 8,00) Stjaman, eldri...............23,68 (gólf 8,45 + dýna 7,70 + trampolín 7,53) Gerpla P5 ...................17,69 (gólf 5,40 + dýna 5,86 + trampolín 6,43) Viktor Kristmannsson, fimleikastrákur úr Gerplu: Sigursælasta sveitin úr trompfimleikum kveöur: Sigurtromp - stúlkurnar eru nú að ganga upp um flokk Fyrsta trompfimleikamót vetrarins var haldið í Ásgarði Garðabæ helgina 14. til 15. nóv- ember. Keppt var i þremur ald- ursflokkum og mættu 13 lið til leiks frá 7 félögum. í yngsta aldursflokknum bar sveit Gerplu P3 sigur úr býtum og leit unglingasíðan inn á æf- ingu. 13 stelpur eru í liðinu og þar af keppa 12 í hvert skipti. Þær eru nú orðnar of gamlar fyrir 10 til 13 ára flokkinn og munu því ganga upp í mið- flokkinn um næstu áramót. Trompfimleikar samanstanda af æfingum á gólfi (dans), dýnu- æfmgum og loks trampolín- stökki. Hópurinn hefur æft saman í 5 ár og á þeim tíma hefur hann unnið ófáa sigrana og nú er að sjá hvernig honum gengur í nýjum flokki þegar á líður veturinn. e/a co Stelpurnar f Gerplu P3 sýna endaspor sitt í sigurdansinum á gólfinu en þær eru unglingameistarar í sínum flokki og hafa verið afar sigursælar á undanförnum mótum. Úrslit á fyrsta trompmóti vetrarins í fimleikum VjaERPlJv Ungur garpur - varð tvöfaldur Norðurlandameistari Viktor Kristmanns- son, sem er hér að ofan, vann gull á Norðurlandamóti 12 til 16 ára bæði á tvíslá (til hægri) og á bogahesti hér fyr- ir neðan. Hann lék sér fyrir Ijósmynd- ara á æfingu DV-myndir ÓÓJ mr Hann er ekki hár í loftinu en engu að síður sló hinn 14 ára stórefnilegi fimleikastrákur, Viktor Kristmannsson úr Gerplu, í gegn á Norðurlandamóti 12 til 16 ára í Árósum i Danmörku á dögunum. Dönsk dagblöð greindu frá afreki Viktors en hann var að keppa við tveimur árum eldri stráka. Hann end- aði í fimmta sæti í fjölþrautinni sem fram fór fyrri daginn en tryggði sér þá sæti í 8 manna úrslitum á fjórum áhöldum. Bætti sig um 6 sæti Daginn eftir vann hann siðan gull á tveimur áhöldum. Hann kom verulega á óvart á bogahestinum þegar hann fékk frá- bæra einkunn, 8,875, og hækkaði sig um 6 sæti og 0,875 frá deginum áður. Hann vann einnig í sinni uppáhalds- og bestu grein, tvíslánni og lenti svo í 4. sæti í hringjum og i 7. sæti á svifrá. Þess má geta að þeir fjórir sem voru fyrir ofan Viktor í fjölþrautinni voru allir frá Svíþjóð og allir 16 ára. Viktor er því sá eini á topp 5 sem er gjaldgengur eftir 2 ár þegar mótið fer fram næst. Var alltaf að klifra Viktor hefur æft fimleika allt frá 5 ára aldri þegar móðir hans sendi hann í fimleika til að fá útrás þar sem hann var alltaf að klifra út um allt. Viktor er í Þing- holtsskóla og var reyndar í miðjum prófum þegar unglingasíðan heimsótti hann, jafnframt því að vera að undirbúa sig fyrir Norður-Evr- ópumót sem fram fór um helgina og fjahað verður um á unglingasíðunni á morgun. Hann æfir alla daga nema sunnudaga. Viktor segist hafa grætt mikið á komu Rúnars Alexanders- sonar í Gerplu fyrir 4 árum en einnig nýttist það í þessari keppni að hann fékk mikla keppnisreynslu á Evrópumeistaramóti ung- linga ytra í vor. Efni í mótun Viktor er vissulega efni í toppfimleikamann en hann veit eins og allir sem fimleika stimda að að baki góðum árangri liggur mikil vinna og miklar æfingar. Haldi hann rétt á spöðun- um er aldrei að vita nema að Rúnar fái keppni eftir skamman tíma en það er örugglega komu Rúnars að þakka að fjölgun stráka í greininni er orðin raunin. Það er þó gaman að sjá að strákarnir eru famir að láta að sér kveða í fimleikunum sem hafa jafnan þótt mikil kvennaíþrótt. Heimir Guðmundsson er þjálf- ari Viktors og fór hann út ásamt fóður Viktors á Norðurlandamótið þar sem Viktor var eini keppandinn frá íslandi. ÓÓJ Dani Fjo!þr°utin Gó\f*ön6^ i „„oabesW1 »«« [ Bogr (5.sce£í) ,900 (Vf.) ’ 8,000 (7) 6,750 (5-)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.