Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Síða 8
Utlönd ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Stuttar fréttir Québec: Aðskilnaðar- sinnar unnu kosningarnar Flokkur aðskilnaðarsinna hélt völdum í fylkiskosningunum í Québec í Kanada í gær. Úrslitin eru talin auka líkurnar á að aftur verði boðað til þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði héraðsins þar sem íbúamir eru frönsku- mælandi. „Við fórum fram á umboð til að skapa aðstæður fyrir þjóðarat- kvæði um fullveldi Québecs," sagði hinn 59 ára gamli Lucien Bouchard sem var endurkjörinn forsætisráðherra fylkisins til næstu fimm ára. Sigur flokks aðskilnaðarsinna var naumari en búist var viö. Hann var engu að síður mikil nið- urlæging fyrir Jean Charest, leið- toga Frjálslynda flokksins, sem fyrir aðeins einum mánuði var hylltur sem hinn nýi bjargvættur Kanada og besta von þeirra sem vilja stööva aðskilnaðartilburðina. Flokkur aðskilnaðarsinna fékk rúm 44 prósent atkvæða en frjáls- lyndir tæp 43 prósent. Dauðafanginn er enn ófundinn Meira en fimm hundruð lög- regluþjónar leita enn dæmds morðingja sem slapp úr dauða- deild rammgirts fangelsis í Texas um helgina. Laganna verðir nota þyrlur, hitaskynjara og hunda við leitina. Þótt ekkert hafi enn spurst tU moröingjans telur lögreglan að hann sé enn í felum í þéttum skóginum nærri fangelsinu. Þetta er i fyrsta sinn síðan 1934 aö fanga tekst aö flýja af dauöadeild- inni í Texas. EFTA semur við Palestínumenn Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) undirrituðu viðskipta- samning við heimastjórn Palest- ínumanna í gær. Samningurinn nær til viöskipta með iðnvaming, fiskafurðir og unnar landbúnað- arvörur. Chilestjórn vill ekki að Spánverjar rétti yfir Pinochet: Andrúmsloftið fjandsamlegt José Miguel Insulza, utanríkis- ráðherra Chile, hvatti spænska embættismenn í gær til að koma I veg fyrir framsal Augustos Pin- ochets, fyrrum einræðisherra Chile. Insulza sagði að Pinochet fengi ekki réttláta dómsmeðferð á Spáni. Skömmu eftir komuna til Madríd- ar í gær sagði Insulza við frétta- menn að ekki ætti að senda hinn 83 ára gamla fyrrum einræðisherra til Spánar þar sem hann er eftirlýstur fyrir þjóðarmorð, pyntingar og hryðjuverk. „Pólitískt andrúmsloft á Spáni er ekki hliðhollt Pinochet og það hefur áhrif á dómskerfið, jafnvel þótt dómaramir vilji vera óhlutdrægir," sagði Insulza eftir fyrsta fund sinn með spænskum þingmönnum. Insulza sagði að rétta ætti yfir Pinochet heima og hann hvatti þjóð- ir heims til að bera virðingu fyrir réttarfarinu í Chile. Við það tæki- José Miguel Insulza, utanríkisráö- herra Chile, er nú á Spáni aö ræöa um örlög Augustos Pinochets, fyrr- um einræöisherra. færi benti hann á að lýðræðislega kjörin stjórn hefði farið þar með völd undanfarin átta ár. Pinochet var handtekinn í London 16. október að beiðni spænsks dómara sem vill fá hann framseldan til Spánar. Æðsti dóm- stóll Bretlands úrskurðaði svo í síð- ustu viku að Pinochet nyti ekki friðhelgi og opnaði þar með fyrir möguleikana á að framsalsbeiðni yrði tekin fyrir í breska dómskerf- inu. Pinochet hefur nú verið gert að yfirgefa sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem hann hefur beðið örlaga sinna. Forráðamenn sjúkrahússins segja að hann þurfi ekki lengur á aðhlynningu þeirra að halda. Von- ast er til að Pinochet finni annan ívemstað hið allra fyrsta. Bandarlsk stjórnvöld blönduðu sér í fyrsta sinn í gær í deiluna um hvað eigi að gera við Pinochet. Þau sögðu að bera ætti virðingu fyrir andstöðu stjórnar Chile við því að réttað verði yfir honum á Spáni. Maöurinn meö þetta myndarlega skegg heitir Ellahi Bakhsh Baluch og er frá Pakistan. Hann tók þátt í fjöldasam- komu í Islamabad í gær þar sem Pakistanar voru aö hylla þjóöfána sinn. Annars hefur maöur þessi öölast mikla frægö út á skeggiö og hefur hann tekiö þátt í margvíslegum uppákomum. Hann hefur meðal annars dregiö flugvél, vöruflutningabíl og fleiri farartæki á hátíðum í borginni. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Selvogsgata 14, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Brynja Olgeirsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 10.30. Sléttahraun 24, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Guðmundur Georg Guðmundsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Húsnæðisstofnun ríkisins, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 11.00. Smárabarð 2, 2104, Hafnarfirði, þingl. eig. Jóhann Einarsson og Esther Judit Steinsson, gerðarbeiðendur Húsnæðis- stofnun ríkisins og sýslumaðurinn í Kópavogi, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 11.30._______________ Stapahraun 3, 2102, Hafnarfirði, þingl. eig. Hörður Þór Harðarson, gerðarbeið- andi Hafnarfjarðarbær, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 13.00. Strandgata 19, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Sólveig Margrét Magnúsdóttir og Stefán Karl Harðarson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær, Húsnæðisstofnun rík- isins og Ríkisútvarpið, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 13.30. Vesturbraut 1, 0101, Hafnarfirði, þingl. eig. Una Ósk Kristinsdóttir, gerðarbeið- andi Landsbanki íslands hf., aðalbanki, föstudaginn 4. desember 1998, kl. 14.00. Þúfubarð 13, 0201, Hafnarfirði, þingl. eig. Guðmundur Karl Guðnason, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, föstu- daginn 4. desember 1998, kl. 14.30. Aukauppboð Lækjargata 34B, 0403, Hafnarfirði, þingl. eig. Kristinn R. Hermannsson, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, föstu- daginn 4. desember 1998, kl. 15.00. SýSLUMAðURINN í HAFNARFIRÐI Norski forsætisráðherrann: Kann ekki á tölvu DV, Ósló: „Það er fólk hér á skrifstofunni sem notar tölvu, rafpóst og Netið. Sjálfur hefur forsætisráðherrann of mikið að gera til að setja sig inn í þessa hluti,“ svaraði aðstoðarmaður séra Kjells Magnes Bondeviks, for- sætisráðherra Noregs, þegar upp kom að æðsti ráðamaður landsins er alls ófróður um tölvur. Þegar betur var að gáð kom í ljós að það sama gildir um flesta aðra stjórnmálamenn í Noregi. Thor- björn Jagland, formaður Verka- mannaflokksins og fyrrum forsætis- ráðherra, skrifar líka bara með penna og segist ekki geta vanið sig á annað. Athugun á tölvukunnáttu ann- arra sýndi að fáir stórþingsmenn hafa reynt sig á Netinu en margir sögðust myndu hafa það sem nýárs- Kjell Magne Bondevik. Símamynd Reuter heit að tengjast Netinu. Þeir þing- menn sem notuðu Netið sögðu að nettenging Stórþingsins væri alveg óhæf. Aðrir virtust ekki vita að þar væru vandamál á ferðinni. GK Spánn ógnar Schengen Spánverjar hóta að rifta Schen- gen-samkomulaginu milli EFTA og Evrópusambandsins samþykki EFTA-löndin ekki kröfur Spán- verja um lán til fátækustu svæða Evrópu. Forstjóri handtekinn Forstjóri og margfaldur millj- ónamæringur í Kaupmannahöfh hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa fjármagnað hasssmygl. Aftur tii Rússlands Italir kunna að senda PKK-leiö- togann Abdullah Öcalan aftur til Rússlands. Fréttastofan It- ar-Tass hefur þetta eftir Itölskum stjórn- arerindrekum. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, ræddi mál Öcalans við rússneska ráðamenn í Moskvu í gær. Dini sagði málið ekki ástæðu Moskvu- ferðarinnar. Ferð hans hefði ver- ið bókuð mörgum vikum áður en Öcalan var giúpinn í Róm við komuna frá Rússlandi. Tyrklandsher varar við Herinn í Tyrklandi varaði í gær stjórnmálamenn við að blanda hemum inn i stjómar- myndunarviöræöur. Klæðskiptingur rekinn íbúar í Quellendorf í Þýska- landi greiddu á sunnudaginn at- kvæði með því aö borgarstjórinn þeirra, sem er klæðskiptingur, hætti störfum. Borgarstjórinn, sem er tveggja bama faðir, mætti síðastliðið sumar í pilsi og blússu og málaður til vinnu sinnar í ráð- húsinu. Viil gefa 28 milljarða Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði til 1 gær að Bandaríkin veittu Palest- ínumönnum sem svarar 28 milljörðum is- lenskra króna aukalegá í að- stoð. Áður höfðu Banda- ríkin veitt Palestínumönnum um 30 millj- arða króna í aöstoð frá því að frið- arumræöur hófust 1993. Niðurskurður hjá Volvo Sænski bílarisinn Volvo græðir of lítið og neyðist nú til niður- skurðar. Ætlar verksmiðjan að leggja niður 5300 stöður. Efha- hagskreppan í Asíu er sögð orsök niðurskurðarins. Olíuverð lækkar enn Olíuverð lækkaði enn á mörk- uðum í New York í gær. Fór verð- ið niður í 10,82 dollara. Dow Jo- nes-vísitalan lækkaði um 2,3 pró- sent i gær. Rót alls vanda Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, James Rubin, sagði í gær aö Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, væri rót alls vanda á Balkanskaga. Sagði Rubin að Milosevic væri ekki hluti af vandamálunum heldm- væri hann sjálfur vanda- mál. 30 létust í jarðskjálfta Fjöldi látinna í jarðskjálftanum sem reið yfir austurhluta Indónesíu á sunnudagskvöld er nú kominn upp í 32. Björgunar- menn leita enn slasaðra og lát- inna. Andófsmenn gripnir Kínverska lögreglan hefur handtekið fimm andófsmenn í þremur borgum, samkvæmt upp- lýsingum mannréttindasamtaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.