Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 13 Hugleiðingar um sameiningarmál Fæðingarhríðir kosningabandalags Al- þýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvenna- lista hafa verið harðar og langar enda erfitt að finna þá pólitísku ímynd, sem sameinar fullkomlega þær há- leitu hugsjónir sem jafnaðarsteíhan stend- ur fyrir. Erfiðasta viðfangs- efnið við svona sam- einingu er að skilja á milli persónu- og mál- efnalegra hagsmuna, að kunna að skapa pólitiskan grundvöll fyrir jafnrétti og rétt- sýni, sem nýtist öllum stéttum og þegnum þjóðfélagsins. Þeir sem nú leiða þessar samningaviðræður verða aö sýna viðsemjendum gagn- kvæmt traust, sáttarkennd og heil- indi og þröngva ekki fram ranglát- um kröfum. Hafi menn þetta að leiðarljósi ásamt viljaþreki verður hér til sterkur jafnaðarmanna- flokkur eftir næstu alþingiskosn- ingar. Beðið eftir stefnuskránni Þegar þessi mál eru rædd höfð- um við oft fremur til tilfmning- anna en skynseminnar, og hvergi er þetta meira áberandi en meðal stjórnmálamEmna sem eru vel meövitaðir um áróðurgildi þess.Tilfinningalífið er þannig máttugt bæði til góðs og ills eins og sagan sannar. Sjálfsagt telja flestir ef ekki allir þingmenn sig vera réttsýna drengskaparmenn. En skyldu þeir vera sparir á loforð og traustir til efnda, sem eru þó höfuðeinkenni drengskapar- mannsins? Á þessum merku tímamótum sameinigarmála jafnaðarmanna Kjallarinn frnnst mér framan- greind hugleiðing eiga vel við. Þeir sem leiða þessa sam- fylkingu verða að samræma þau gr undvallar sj ónar- mið og markmið sem jafnaðarstefnan hyggir á. Þjóðin bíð- ur eftir að heyra stefnuskrána og út- færslu hennar. Tug- þúsundir búa við margs konar mis- rétti, m.a. í rangri tekjuskiptingu, sem leitt hefur til sárrar fátæktar margra á meðan góðærið fer í vasa útvaldra fjár- magnseigenda í skjóli einokunar og fákeppni. Opin prófkjör Þeir sem þegar hafa hlaupið undan merkjum jafnaðarmanna og veikt þessi samtök að því er virðist til að þjóna eigin metnaði og hagsmunum hafa í reynd fleygt sér í fang andstæðingana. Aðrir sem hafa hug á að stofna til sér- framboðs, m.a. um eignarréttinn, sameign þjóðarinnar til lands og sjávar, eiga málefnalega samleið með samtökum jafnaðarmanna. Allir þessir aðilar eiga sameigin- lega andstæðinga, nefnilega nú- verandi ríkisstjómaflokka. Þótt einhver minni háttar mál- Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Við megum ekki fjötra kjósend- ur með tiiskipunum fiokksforust- unnar um val á frambjóðendum og brjóta þannig í bága við grund- arvallarstefnu jafnaðarmanna, jafnréttishugsjónina. “ efnaágreiningur sé um framkvæmd einstakra mála ætti að vera hægt að brúa það bil þegar jafn ríkir þjóðarhagsmunir eru í veði. Ef við höfum þann pólitíska og siðferðis- lega þroska til að bera aö líta fyrst á hagsmuni heildarinnar getum við lokað gluggum og dyrum fyrir valdafikn ofrikismanna. Val á frambjóðendum verður að byggjast á opnum prófkjörum. Langstærstur hluti kjósenda er óflokksbundinn og á því ótvíræðan rétt á að velja frambjóðendur. Vilji meirihlutans á að ráða í lýðræðis- ríki, en ekki flokksræði fámennis. Við megum ekki fjötra kjósendur með tilskipunum flokksforustunn- ar um val á frambjóðendum og ------------, brjóta þannig í bága við grundar- vaUarstefnu jafh- aðrmanna, jafn- réttishugsjónina. Þó aldrei náist fullkomin frið- semd um val á framboðslistum verðum við að viðhafa réttsýni og beita leiðsögn skynseminnar, það á enginn flokk- ur eða samtök rétt-á sjálftöku um val frambjóðenda. Þeim pólitíska hagsmunaanda, sem ööru fremur spillir samvinnu og árangri í stjórnmálum og þjak- ar þjóðfélagið, verða jafnaðar- menn að breyta í víðtæka sátt við fólkið í landinu. Kristján Pétursson „Langstærstur hluti kjósenda er óflokksbundinn og á því ótviræðan rétt á að velja frambjóðendur." - Frá nýaf- stöðnu flokksþingi Alþýðuflokksins. Sjálfkrafa þátttakandi í sölu og leigu aflaheimilda? Litskrúðugur bæklingur ís- lenskra útvegsmanna, barst inn um bréfalúguna hjá mér á dögun- um. Er þar meðal annars að flnna mynd af „greifanum „sjálfum, nokkrum konum, dúkkum og stórum skipum. Ekki er hægt að finna mynd af trillu í bæklingn- um, líkt og trilluútgerð flokkist ekki undir íslenska útgerð leng- ur. Þar er hins vegar að fmna upp- lýsingar um þátttöku lífeyris- sjóðsfélaga í útgerð að öllum lík- indum, þar sem lífeyrisgreiöend- ur almennt eru trúlega meðal þeirra 154.289 líferyrissjóðsfélaga „Það er eins gott að hér verði ekki hrun fiskistofna sökum of- veiði eða notkunar botnveiðar■ færa allt i einu því þar með hrynur jafnframt lífeyrissparnaður lands- manna í einu vetfangi. u er bæklingur þessi segir að eigi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum gegnum Iffeyrissjóði sína. Með lífeyrissjóðnum? Ég man ekki eftir þvi að hafa heyrt til þess að nokkur hafi ver- ið spurður um hvort sá hinn sami kysi slíka fjárfestingu með upp- söfnuðum lífeyri sínum! Satt best að segja hefur mér ekki dottið það í hug að ég gæti verið þátttakandi í sölu og leigu aflaheimilda, án þess ég hefði hugmynd um, með störfum á vinnumarkaði og greiðslu í lífeyrissjóði. Ég las það síðast í fréttum á vordögum að líf- eyrissjóðimir lækkuðuð sífellt ör- orkubætur til lífeyrisþega og söfnuðu upplýsingum um fólk er orka kynnu tvímælis í þeim til- gangi. Hefur tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar nokk- uð villst af vegi, eða eru þau markmið allt í einu þau að skapa raunveru- leg verðmæti með „hagkvæmri nýtingu veiði- heimilda" líkt og bæklingur þessi gefur til kynna? Og hvað er þá „hagkvæm nýt- ing veiðiheimilda" líkt og bæk- lingur þessi gefur til kynna? Flett- um upp á orðinum veiðiheimild í bæklingnum. Veiðiheimild er leyfi til að veiða, gefið út af Fiski- stofu. Hvemig er hægt að nýta leyfið, þ.e. veiðiheimildina, á ann- an hátt nema ef vera kynni að leigja hana eða selja? Það fæ ég ekki séð. Vandfundið frelsi Er hinn lögskipaði lif- eyrisspamaður verka- fólks ekki opinber sjóð- ur og þar með hrein og bein styrkveiting í formi hlutabréfafjárfestingar forystumanna sjóðanna í sjávarútvegsfýrirtækj- um? Hafa íslensk stjóm- völd ekki nýlega gumað af sjávarútvegi án ríkis- styrkja á alþjóðavett- vangi og þóst standa á varðlaunapalli fyrir? Það er eins gott að hér verði ekki hmn fiski- “■■■" 1 stofna sökum ofveiði eða notkunar botnveiðarfæra allt í einu því þar með hrynur jafnframt lífeyrisspamaður landsmanna í einu vetfangi. Upplýsingum um hinn „dýrmæta hagnað“ fylgja einnig þau skilaboð að „víða hafi útvegsfýrirtæki átt í erfiðleikum með að standa undir kostnaði". Ég er ekki viss um að launþegar i landinu hafi haft hugmynd um það hingað til að þeir tækju þátt í stórútgerð án þess svo mikið sem hafa verið spurðir um það. Frelsi lífeyrisgreiðenda til þess að velja Kjallarinn ávöxtun lífeyris- spamaðar síns sjálfir er því vand- fundið í þessu sam- hengi og með öllu óskiljanlegt að til þyrfti upplýsinga- bækling útvegs- manna til þess að lífeyrisþegar á komandi árum fengju svo ná- kvæmar upplýs- ingar um ráðstöf- un lífeyris síns. Ég spyr því: Hvaða forystu- menn lífeyrissjóða bera ábyrgð á því að gera megin- þorra landsmanna ““““■““ á vinnumarkaði þátttakanda í tíu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins og þar með þátttakendur í sölu og leigu kvóta sem sístækk- andi skipum sem að endingu kunna að ganga að lífríki hafsins á norðurslóðum dauðu innan skamms tíma ef ekki verður tekin upp skynsamleg nýting með kyrr- stæðum veiðarfærum og smærri skipum í stað þeirra verksmiðju- skipa er nú sigla með atvinnutæki- færin úr landi úr höndum vinn- andi kvenna og manna á íslandi? Garðar H. Björgvinsson Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður Með og á móti Hækkun útsvarsprósentu í Reykjavík Helgi Pétursson, borgarfulltrúi R- listans. Þröng staða „Staðan er mjög þröng. Grunnvand inn er sá að sveitarfélögin hafa verið að taka við auknum verkefnum ffá ríkis- valdinu og þeim gert að ljúka ýmsum verkefnum innan ákveðins tíma, eins og t.d. einsetningu grunnskólans. Þetta þýðir að okkur er ætlað að ljúka dýr- um framkvæmdum. Staða sveitarfélag- anna og þar með Reykjavíkurborgar líka hefur verið að versna af þessum ástæðum og það er rétt að minna á að- vörunarorð félags- málaráðherra og bármálaráðherra og formanns Sambands ísl sveitarfélaga í því sambandi. Það sem kannski gerir vanda okkar Reykvíkinga meiri en vanda nágrannasveitarfélaganna er í raun og veru að rekja til samsetningar skattstofnsins: Við höfum verið með lægra útsvar heldur en nágrannabyggð- imar þrátt fyrir að samsetning íbúa Reykjavíkur er önnur en þar. í Reykja- vík er hlutfallslega mun meira af ellilíf- eyrisþegum og fólki sem nýtur félags- legrar þjónustu og getur þannig ekki staðið undir sömu skatttekjum og ná- grannabyggðirnar. Meðalútsvar í Reykjavík er um 110 þúsund á mann meðan nágrannasveitarfélögin fá upp undir 140 þúsund. Þetta ér vandinn sem við blasir. Kannanir hafa sýnt að fólk vill fá sína þjónustu og er tilbúið að borga fyrir hana og ég held að þær sýni rétta mynd af vilja fólks. Því er þó auð- vitað ekki aö neita að útsvarshækkun og hvers konar aðrar hækkanir eru alltaf viðkvæmar og mælast ekki vel fyr- ir. Vandinn er hins vegar til staðar og honum þarf að mæta. Ég hef hins vegar ekki heyrt neina aðra tillögu um hvern- ig eigi að mæta honum.“ Uppgjöf „Ákvörðun R-listans um útsvars- hækkun er mjög athyglisverð í ljósi þess að fyrir kosningar taldi R-listinn sér það helst til tekna að vera með styrka fjár- málastjóm og fullyrti í hverri einustu auglýsingu fyrir kosningar, bæði í rit- uðu máli og í ljós- vakamiðlum, að skuldasöfnun borg- arsjóðs hefði verið stöðvuð. Ég spyr því hvað hafl gerst á þeim sex mánuðum sem síðan eru liðnir og farið hefur fram hjá öllum lands- mönnum? Ekki að- eins á að hækka álögur á Reykvík- inga og rífa af þeim skattalækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum heldur ætlar R-listinn líka að skattleggja íbúa nágrannasveitarfélaganna með því að soga út úr nýju orkufyrirtæki millj- arða króna. Það er mjög sérkennilegt að á sama tíma og viðraðar eru háar hug- myndir um nýja orkufyrirtækið og útrás þess er byijað á því að reyna að lama það áður en út i slíka útrás og aukna samkeppni er farið. Enda sjá menn af- leiðingamar: öll nágrannasveitarfélögin eru að reyna að finna leiðir til mótvægis við nýja orkufyrirtækið. Ailt gerist þetta í mesta góðæri íslensku þjóðarinnar. Sannleikurinn um fjármálastjórn R-list- ans er loksins kominn í ljós: Þau hafa aldrei tekið á rekstri borgarinnar og reka hana með bullandi tapi. Ég hlýt því að spyrja: Hvað ætlar R-listinn aö gera þegar ekki er góðæri fyrir að fara? Hvernig ætlar hann að taka á málum þá? Máiflutningur borgarstjóra í þessum málum er með miklum ólíkindum eins og oft áður. Hún leyfir sér að fullyrða það að um hafi verið að ræða skattaaf- slátt i Reykjavík til þessa sem er fráleit endileysa. Þá talar hún um Reykjavík eins og hvert annað sveitarfélag en ekki um langstærsta sveitarfélag landsins sem íslendingar hafa lengst af getað ver- ið mjög stoltir af og í krafti stærðar sinn- ar gat boðið íbúum sínum upp á meira en önnur sveitarfélög." -SÁ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi D-listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.