Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 17 „Jötusettið er miðdepill þessarar helgu stundar og tengist innihaldi jólanna," segir Karl Sigurbjörnsson biskup um jötusettið sem hann og fjölskylda hans eru búin að eiga í um 20 ár. Karl Sigurbjörnsson biskup: Úr ólífuviði frá landinu helga inafólk Karls Sigurbjörns- sonar biskups gaf honum og fjölskyldu hans lítið jötusett þegar þau bjuggu í Svíþjóð fyrir um 20 árum. Síðan þá hefur jötusettið skipað veigamikinn sess á aðfanga- dagskvöld hjá fjölskyldunni. Jötu- settið er handskorið og úr ólífuviði frá landinu helga. í því eru m.a. María, Jósef, Jesúbarnið og vitring- arnir. „Jötusettið hefur alltaf átt sér- stakt heiðurssæti á heimilinu og gegnir miklu hlutverki á aðfanga- dagskvöld. Það er miðdepill þessar- ar helgu stundar og tengist inni- haldi jólanna. Við setjumst niður við jólatréð og lesum jólaguðspjallið og á árum árum hafði yngsta bam- ið það hlutverk að halda á Jesú- barninu og leggja það í jötuna þegar sagði í textanum að María hafi fætt son sinn frumgetinn, vafið hann reifum og lagt hann í jötu. Þetta var alltaf tilhiökkunarefni hjá börnun- um og er ríkur þáttur i þeirra jóla- minningu." Ef einhver hlutur tengist bernsku Karls sjálfs þá eru það aðventuljós- in sem hann segir hafa verið ríkur þáttur í aðventunni á sínum æsku- árum áður en aðventukransinn fór að tíðkast á íslenskum heimilum. „Foreldrar mínir fengu aðventuljós í Svíþjóð á sínum tíma þegar faðir minn var þar í námi.“ Eiginkona Karls, Kristín Guðjónsdóttir, sér um að útbúa aðventukransinn. Hún sér líka um smákökubaksturinn á heimilinu. „Mér er ekki hleypt ná- lægt neinu slíku,“ segir Karl og hlær. „Það væri meira en lítill „disaster“.“ Hann segir að þegar piparkökulyktin fylli húsið kalli sá ilmur ýmislegt fram í hugann svo sem minningar frá bernskujólum. -SJ Guðrún Ásmundsdóttir leikkona: Er ógurlegt jólafrík Bfe ér þykir vænst um jólaskreyt- Bar ingamar sem maðurinn minn býr til,“ segir Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona sem er gift Birgi Matthíassyni skógræktarbónda. „Þá á ég aðallega við aðventukrans- inn en uppistaða hans eru fersk bux- us-blöð. Okkur þykir gaman að fá gesti á aðventunni og þá kveikjum við á kransinum þótt það sé ekki sunnu- dagur.“ Skógræktarbóndinn sér ekki ein- ungis um kransinn. Eins og undanfar- in jól mun lítið grenitré standa í stofu hjónanna þegar hátíðin gengur í garð á þessu ári. Birgir hefur séð um upp- vöxt þess frá því það var lítið fræ. „Svona lítil tré eru ótrúlega falleg. Við erum með minnstu seríuna sem fæst á markaðnum og skreytum tréð líka með litlu og finlegu skrauti." Guðrún segist vera ógurlegt jóla- írík. „Jólatíminn er yndislegur og þá vil ég nefna ali- ar uppákomurnar, heimsóknir til vina, jólaglöggið og hvernig borgin breytist í eina alls- herjarhátíð." Hún byrjar að skreyta með aðventukrans- inum í byrjun að- ventu. „Svo lauma ég einum og einum jólasveini með. Eg reyni þó ekki að hafa ofhlaðið en auð- vitað verður það þannig með tíman- um. Ég baka hræðilega mikið enda eyðileggjast kökumar," segir hún og hlær. „En mér fmnst ég verði að baka svona mikið. Það er svo gaman. Mér fyndist að heimurinn væri að hrynja ef ég bakaði ekki allar sex sort- irnar. Ég er hins vegar farin að minnka upp- skrift- imar því þetta var engu lagi líkt.“ Guð- og Birgir era með opið hús á aðfanga- dag og bjóða gestum upp á smákökur og fiskisúpu. Hjónin era svo heima hjá dóttur Guðrúnar á aðfangadags- kvöld. Guðrún leikur um þessar mundir í Mávahlátri í Borgarleikhúsinu og Rommý i Iðnó. Hún segir að jólahald- ið falli ekki í skuggann af leik- húsinu. „Jólin era eins og frumsýning hjá mér og ég held að svo sé um allar húsmæður. Við tökum svo nærri okkur ef eitthvað fer úr- skeiðis, til dæm- is ef ein smákökuteg- undin mis- heppn- ast.“ -SJ „Mér finnst vænst um jólaskreytingarnar sem maðurinn minn býr til,“ segir Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona. Lukkutröilin hans Ómars sverja sig vel í ættina. Annað þeirra er nefnilega rauðhært eins og fimm fjölskyldumeðlimir og hitt Ijóshært eins og níu úr fjöl- skyldunni. DV-mynd GVA Ómar Ragnarsson fráttamaður: Til siðs að heilsa lukkutröllunum þegar gengið er í stofu ■Bkegar Ómar Ragnarsson var Um spurður hvaða jólaskraut hann héldi mest upp á var hann ekki lengi að nefna lukkutröll- in tvö sem hafa fylgt fjölskyldu hans í rúm þrjátiu ár. „Helga, konan mín, keypti lukkutröllin þegar hún var á ferð um New York árið 1963. Síðan hafa þau skipað heiðursess á heim- ilinu á jólunum og það hefur lengi verið siður, fyrst hjá börnunum og nú barnabörnunum, að heilsa þeim þegar þau ganga inn í stofuna," seg- ir Ómar. Jólin hafa alltaf verið hefðbundin hjá Ómari og fjölskyldu fyrir utan eitt skipti þegar þau héldu jólin á Spáni. „Undirbúningurinn leggst nú að mestu á konuna enda desember oft æði annasamur hjá mér. Ég er annað hvort að gefa út bækur eða vinna í einhverju öðru,- Þess vegna erum við nú oft á síðustu stundu og skreytum tréð oft ekki fyrr en á að- fangadag. Við erum ekki með mikið jólaskraut en ég legg mikið Upp úr því að hafa tréð dálítið vænt.“ Það eina sem skiptir máli á jólun- um að mati Ómars er að fjölskyldan komi saman. „Við erum orðin ansi mörg, börnin sjö og bamabörnun- um fjölgar hratt. Þau eru þrettán núna. Það er hins vegar alveg bráð- nauðsynlegt að halda jólin með öllu liðinu,“ segir Ómar Ragnarsson. -aþ Alma hornsofi Ver5: 148.000 titgr. (irciðslnskilmálar við allra haefi ariso Skuldabrcf til allt að 36 mán. C Höföatóni 12 »105 Rtyjrjavik • Simi 5S2 6200 & 552-5757 • Fo/: 552-6208

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.