Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
23
íþróttir
íþróttir
ffí) ENGLAND
Sagan endalausa um Alan Shearer
heldur áfram. Breskir fjölmiðlar full-
yrða aö Shearer hafi verið boðið að
koma til Blackburn Rovers sem leik-
andi framkvæmdastjóri. Sagt er að
Shearer sé upp með sér yfir þessum
vangaveltum á Ewood Park en ætli
ekki einu sinni að hugsa málið.
Komiö hefur fram að Barcelona hef-
ur boðið Newcastle 16 miiljónir
punda fyrir Shearer og Miguel Angel
Nadal í kaupbæti en hann er metinn
á 2 milljónir punda. Vinir Shearers
segja að hann vilji fara til stórliös
utan Englands ef hann á annað borð
skipti um félag.
Robbie Fowler hefur neitað tilboði
frá stjórnendum Liverpool um nýjan
samning og launakjör. Fowler voru
boðnar 4 milljónir króna og 25 þús-
undum betur í vikulaun en það
nægði Fowler ekki.
Forráóamenn Manchester United
eru enn aö leita að arftaka Peters
Schmeichels í marki liðsins. Efstur á
blaði í dag er Edwin van der Star,
markvörður Ajax. Hann sagði í gær
að ef forráðamenn United hefðu
áhuga ættu þeir að setja sig i sam-
band við Ajax.
David Batty fer til Leeds United ef
hann á annað borð fer frá Newcastle.
Þetta hefur hann tilkynnt forráða-
mönnum Leeds. Þetta hefur Batty
sagt þrátt fyrir þá staðreynd að hann
tapi mikium peningum á félagaskipt-
unum.
Michael Owen sagði i gær að það
kæmi vonandi að því einhvern tima
að hann léki meö erlendu félagsliði.
Owen nefndi Italíu og Spán sem
freistandi kosti og bætti þýsku deild-
inni við. Sagðist reyndar alltaf fylgj-
ast með leikjum i þýska boltanum i
sjónvarpinu. -SK
Norðurlandamót
A-landsliða
á laggirnar
Á fundi formanna- og framkvæmdastjóra
knattspyrnusambanda á Norðurlöndum sem
haldinn var í Kaupmannahöfn í gær var ákveðið
að Norðurlandamót A-landsliða yrði haldið í
fyrsta sinn árin 2000 til 2001.
Leikjaplanið var jafnframt sett upp á fundin-
um. Þrjár fyrstu umferðirnar verð leiknar á La
Manga á Spáni í febrúar árið 2000. Þar leikur ís-
land viðNoreg, Finnland og Færeyjar. í ágúst
2000 verður síðan spilað við Svía á Laugarda-
svellinum og í lokaumfeðinni, í janúar 2001,
verður spilað við Dani. Sá leikur fer fram í
knattspymuhöll í Danmörku og verður fyrsti
landsleikur íslands í knattspyrnu sem háður
verður innanhús. Unnið er að því að leikir móts-
ins verður sýndir beint í sjónvarpi.
„Stór áfangi fyrir okkur“
„Það er mjög stór áfangi fyrir okkur en þetta
má skuli vera í höfn og fimm landsleikir orðnir
klárir. Það sem eftir er að ganga frá er leyfi frá
spænska knattspymusamhandinu um að lands-
leikir fari fram í þeirra landi. Það er hins vegar
aðeins formsatriði," sagði Eggert Magnússon,
formaður KSÍ í samtli við DV í gærkvöld.
-VS
Einar til Orebro
Einar Brekkan knattspymumaður, sem
leikið hefur með Vesterás í sænsku B-deild-
inni í knattspyrnu, er genginn í raðir Örebro
sem leikur í A-deildinni. Einar er framherji
sem skoraði 12 mörk fyrir Vesterás á nýaf-
stöðnu tímabili.
-EH/GH
Rfkharður Daðason og Arnar Gunnlaugsson og samherjar þeirra
í íslenska landsliðinu fá aukin verkefni með tilkomu
Norðurlandsmótsins.
Jason Ólafsson handknattleiksmaður með Dessau í Þýskalandi:
Missti sjón á auga
- eftir harkalegt olnbogaskot - Er á leið til íslands
Jason Ólafsson, handknattleiksmaður hjá
þýska liðinu Dessau, slasaðist alvarlega á
vinstra auga með félaginu sínu fyrir tæpum
mánuði. Jason fékk harkalegt olnbogaskot í
vinstra augað með þeim afleiðingum að hann
missti sjón á þvi. Jason var fluttur á sjúkrahús
og töldu læknar eftir skoðun að hann myndi
jafnvel fá sjónina með tímanum. Það hefur ekki
gerst en Jason hefur gengist undir tvær aðgerð-
ir.
„Læknamir höfðu verið að bíða þar til ein-
hver breyting yrði á honum til batnaðar. Hann
fór síðan í skoðun fóstudaginn 20. nóvember og
þá kom í ljós að það hafði flísast upp úr beini
undir auganu sem veldur því að augnvöðvarnir
virka ekki rétt. Það eina sem hægt var að gera
var að skera strax,“ sagði Helena Magnúsdóttir,
eiginkona Jasons, í samtali við DV í gærkvöld.
Skaðinn skeður
„Okkur var sagt að aðgerðin hefði tekist vel
en á fóstudagsmorgun var hann skoðaður og
þeir voru ekki ánægðir meö hann þar sem hann
sá ekki neitt og mikill þrýstingur var á auganu.
Hann var því skorinn upp í annað sinn en nið-
urstaðan var þrátt fyrir allt sú að Jason sér ekki
neitt meö vinstra auganu. Læknarnir hér telja
að læknisfræðilega sé ekkert meira hægt að
gera og að skaðinn sé skeður. Við verðum því
bara að bíða og sjá og vona að þeir hafi ekki rétt
fyrir sér og að einhver breyting verði til batnað-
ar,“ sagði Helena Magnúsdóttir, eiginkona
Jasonar, í samtali við DV í gærkvöld.
Þau hjónin munu koma til íslands eins fljótt
og kostur er þar sem Jason þarf núna hvild og
rólegheit til þess að komast úr hættu vegna að-
gerðarinnar. -JKS
Jón Arnar þjálfar Hauka
leikur ekki framar meö landsliðinu undir stjórn Jóns Kr. og Friðriks Inga
Eins og fram kom í DV í gær var
Einari Einarssyni vikið úr starfi
sem þjálfari úrvalsdeildarliðs
Hauka í körfuknattleik um helgina.
Arftaki hans hefur verið ráðinn og
er það Jón Arnar Ingvarsson.
Jón Arnar, sem einnig leikur með
liöinu, hefur verið viðloðandi yngri-
flokka þjálfun hjá Haukum í 10 ár
með góðum árangri.
„Þessi staða kom óvænt upp og
fyrst þegar talað var við mig um að
taka við þjálfun liðsins leist mér
ekkert allt of vel á það en hef ákveð-
ið að gefa eftir. Eftir að hafa misst
sæti mitt í landsliðinu sá ég fram á
það að hafa tíma og þrek sem þarf
til að geta stjórnað liði í efstu
deild,“ sagði Jón Amar um ráðning-
una í samtali við DV í gærkvöld.
Jón Amar, sem leikið hefur með
landsliðinu i mörg ár, er ekki sáttur
við þá ákvörðun landsliðsþjálfarans
að vera settur út í kuldann en hann
var ekki valinn í landsliðið sem hélt
til leiksins gegn Króatíu í gær.
„Það er nokkuð ljóst að ég leik
ekki fleiri leiki undir stjórn Jón Kr.
Gislasonar framar. Ég tel mig vera
traustan leikstjórnanda sem hugsa
um að gefa boltann fyrst og fremst,
en ekki að skjóta sjálfur. Kannski
skora ég ekki nógu mikið til að
vera verðugur að spila með lands-
liðinu. Þetta er i annað sinn sem ég
er ekki valinn í ákveðið verkefni
með landsliðinu. í bæði skiptin hef-
ur Friðrik Ingi Rúnarsson verið
nýráðinn aðstoðarþjálfari og einnig
hefur nafm hans og félagi, Friðrik
Ragnarsson, verið tekinn inn í stað-
inn, í bæði skiptin. Ég virði engu
síður skoðanir þessara manna en
kem ekki til með að spila undir
þeirra stjórn í framtíðinni," sagði
Jón Amar enn fremur.
Fyrsti leikur Haukanna undir
hans stjórn verður á sunnudaginn
þegar Haukar fá Þór í heimsókn. í
þeim munu Haukar leika án erlends
leikmanns en Bandaríkjmaðurinn
Myron Walker er farinn til síns
heima vegna veikinda móður sinn-
ar og stefna Haukar á að fá nýjan
Bandaríkjamann til landsins um
miðjan desember.
-BG/GH
Gott hja Sveini og Arnari
- náðu góðum árangri í badminton og tennis erlendis
Badmintonmaðurinn
Sveinn Sölvason náði
góðum árangri á mjög
sterku alþjóðlegu móti í
badminton í Gvatemala
um liðna helgi.
Sveinn komst í átta
manna úrslit á mótinu og
dróst þar gegn Banda-
ríkjamanninum Kevin
Han. Sveinn tapaði leikn-
um en Han sigraði síðan
á mótinu.
Sveinn sigraði Lun
Diaz frá Gvatemala, 15-7
og 15-1. Síðan lék hann
gegn Bernardo Montreal
frá Mexíkó og vann hann
15-8 og 15-8. Loks tapaði
Sveinn fyrir umræddum
Han, 7-15 og 7-15. Eng-
inn annar keppandi á
mótinu náði hærra skori
gegn sigurvegaranum.
Arnar lék vel í Asíu
Tennisleikarinn Arnar
Sigurðsson, 16 ára, hefur
undanfariö tekið þátt í
mótaröð alþjóðatennis-
sambandsins. Arnar
komst í undanúrslit á
tveimur mótum og sigr-
aöi í því þriðja. Fyrir
þennan árangur fær
hann 95 stig á styrkleika-
lista Alþjóða tennissam-
bandsins og er þar í 140.
sæti yfir bestu tennis-
leikara heims.
Þetta er frábær árang-
ur hjá þessum unga og
efnilega tennisleikara
sem gaman verður að
fylgjast með í
framtíöinni
-SK
Krefst ÍÖÓ milljóna
Arnór Guðjohnsen knattspyrnu-
kappi er kominn í málaferli við
belgíska knattspymuliðið Anderlecht
og Alþjóða knattspymusambandið,
FIFA.
Málaferlin eru tilkomin vegna sölu
Arnórs til franska liðsins Bordeaux
árið 1990. Þar átti Amór að fá hluta
EM í handbolta:
ísland í
forkeppni
í dag verður dregið i for-
keppni að riðlakeppni Evr-
ópumóts landsliða í hand-
knattleik og fer drátturinn
fram í Króatíu. I forkeppn-
inni taka þátt alls 26 þjóðir og
í þeim hópi eru íslendingar.
Forkeppnin öll verður leikin á
tímabilinu 12. maí til 30. maí
en aðalriðlakeppnin hefst síð-
an næsta haust.
Átta þjóðir sleppa við for-
keppnina en þær eru Spánn,
Þýskaland, Rússland,
Júgóslavía, Ungverjaland,
Frakkland, Danmörk, Noreg-
ur og Makedónía.
Eftirtaldar þjóöir taka þátt i for-
keppninni næsta vor. Austurríki,
Belgía, Hvita-Rússland, Búlgaría,
Kýpur, Tékkland, Eistland, Finn-
land, Georgía, Grikkland, ísland,
ísrael, Ítalía, Lettland, Litháen,
Lúxemborg, Holland, Pólland, Por-
túgal, Rúmenía, Slóvenía,
Sióvakia, Tyrkland, Úkraina.
íslendingum er stillt upp í
sterkasta pottinum ásamt
Tékklandi, Póllandi, Portúgal,
Rúmeníu og Slóveníu. ísland
verður þvi ekki með þessum
þjóðum í riðli.
Forkeppnin verður leikin í
sjö riðlum. Fimm riðlar verða
með fiórum þjóðum og tveir
með með þremur þjóðum. Sig-
urvegarinn í hverjum riðli
tryggir sér sæti í aðalriðla-
keppnina næsta haust.
Úrslitakeppnin verður háð i
Króatíu í júní árið 2000. Þar
hafa tvær þjóðir þegar tryggt
sér sæti. Svíar, sem eru nú-
verandi Evrópumeistarar frá
því á Ítalíu sl. sumar, og sjálf-
ir gestgjafarnir, Króatía. -JKS
kaupverðsins í sinn hlut sem hann
hefur aldrei fengið. Arnór hefur enn
fremur stefnt FIFA en meðan hann
var á mála hjá Bordeaux dæmdi FIFA
hann aftur til Anderlecht gegn hans
vilja og í kjölfarið sagði Bordeaux upp
tveggja ára samningi við hann. Arnór
fór í mál við Bordeaux. Hann vann
málið í undirrétti en tapaði því i
hæstarétti.
Mál Amórs gegn Anderlecht og
FIFA verður dómtekið fyrir belgísk-
um dómstólum í dag og þá munu lög-
fræðingar Arnórs, þeir sömu og unnu
með belgíska knattspyrnumanninum
Bosman, og lögfræðingar Anderlecht
og FIFA flytja mál sin.
„Ég ræddi við lögfræðing sem var
með mál Bosman á sínum tíma og
hann ályktaði þannig að þetta væri
FIFA og Anderlcht að kenna hvernig
allt fór. Málið verður kynnt fyrir rétti
í Brússel á morgun (í dag) og það mun
síðan taka sinn tíma að fá botn í mál-
ið. Það er auðvitað mjög erfitt að spá
fyrir hvemig þetta mun fara en lög-
fræðingurinn sem tók málið að sér
sagðist ekki taka það að sér nema
vera bjartsýnn," sagði Arnór við DV í
gær.
-GH
BlesncS i noka
Ronaldo lýsti því yfir í gær að hann
væri meiddur á hné og sæi ekki aðra
leið i stöðunni en að fækka þeim
leikjum sem hann gæti leikið með
Inter í ítalska boltanum.
Á nýjum afrekslista bestu kylfinga
heims er Tiger Woods í efsta sæti.
Mark O'Meara kemur næstur, David
Duval í þriðja sæti, Davis Love III er
í fjórða sæti. Allir þessir kylfingar
eru frá Bandaríkjunum. f fimmta
sæti er Emie Els frá Suður-Afríku,
Colin Montgomerie frá Bretlandi í
sjötta sæti, Lee Westwood, Bretlandi,
í sjöunda sæti, Nick Price, Zimbabwe,
í áttunda sæti, Vijay Singh, Fijieyj-
um, i niunda sæti og i tíunda sæti er
Phil Mickelson, Bandarikjunum.
Balakov, leikmaður Stuttgart i
þýsku knattspymunni, hefur verið
krafinn skýringa á því er hann spark-
aði i klof eins leikmanns í liði
Freiburg i leik liðanna um liðna
helgi. Balakov á litla vörn í málinu
því i sjónvarpi sást greinilega að
brotið var fólskulegt og framið af
ásettu ráði.
Fyrrverandi forseti rússneska knatt-
spyrnufélagsins Dinamo Búkarest
hefur verið leystur úr fangelsi og
trygging greidd. Forsetinn var settur
i svartholið á sínum tíma vegna
fjársvika.
Keppnistimabili bestu tennismanna
heims er lokið með stórmótinu í
Hannover um síðustu helgi. Pete
Sampras náði ekki að sigra á mótinu
en heldur samt efsta sætinu á heims-
listanum, sjötta árið i röð.
Pete Sampras er launahæsti tennis-
leikari heims eftir timabiliö. Hann
þénaði litlar 275 milljónir króna
vegna þátttöku á mótum og þá era
ótaldar tekjur hans af auglýsinga-
samningmn. í öðru sæti er Marcelo
Rios frá Chile með 240 milljónir
króna.
Til greina hefur komiö að flýta
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu árið 2002. Ástæðan er að á
hefðbundnum tíma keppninnar eru
miklar rigningar í Japan og Suður-
Kóreu þar sem keppnin fer fram.
Mark O’Meara sigraði á Skins game
golfmótinu um siðustu helgi og fékk
30 milljónir króna fyrir.
lnter Milan vék Gigi Simoni úr
starfi þjálfara í gær. Simoni hefur
verið valtur í sessi i allan vetur.
Liklegur eftirmaður hans er talinn
vera Rúmeninn Mircea Lusescu.
-SK/JKS
Stjarnan-Haukar
Toppslagur er á dagskrá í 1. deild
kvenna í handknattleik í kvöld en
þá eigast við Haukar og íslands-
méistarar Stjörnunnar. Leikurinn
fer fram í Ásgarði í Garðabæ og
hefst hann klukkan 20.
Stjai-nan og Haukar hafa í gegn-
um árin eldað grátt silfur saman á
handboltavellinum. Haukar eru í
toppsæti deildarinnar en Stjarnan
er stigi á eftir.
-GH
Svipbrigði landsliðsmannanna Júlíusar Jónassonar og Ólafs Stefánssonar og Þorbjörns Jenssonar segja allt um stöðu landsliðsins eftir tapið gegn Ungverjum í
fyrradag. Með ósigrinum er Ijóst að landsliðið stendur á krossgötum eins og vitnað er til í greininni hér að neðan.
Handbolti á
ísland verður ekki með í lokakeppni
heimsmeistaramótsins í Egyptalandi.
ísland verður ekki með í handknatt-
leikskeppni Ólympíuleikanna í Sydney.
Tvennar þungar dyr skuilu á hæla ís-
lensku leikmönnunum í fyrradag þegar
þeir töpuðu fyrir Ungverjum í Nyíregy-
háza. Þetta era viðbrigði því á undanföm-
um 14 áram hefur ísland tekið þátt i öll-
um fimm lokamótum HM og í þrennum
Ólympíuleikum af flórum. Nú líður að
minnsta kosti hálft þriðja ár þar til
„strákarnir okkar“ komast í slíkt á ný.
Næsta stórmót sem hægt er að komast á
er HM i Frakklandi 2001.
Jæja, reyndar er það Evrópukeppni
landsliöa. Þar hefur ísland aldrei komist
áfram, ekki náð að vera í 12 liða úrslita-
keppninni þau tvö skipti sem hún hefur
verið haldin. Undankeppnin fer fram á
næsta ári, jafnvel strax í vor, og úrslita-
keppnin er snemma á árinu 2000. Þetta er
það næsta til að stefna á, en Evrópu-
keppnin er bara í þriðja sæti í virðingar-
röðinni, á eftir HM og ÓL.
Nú eru tímamót. Handboltinn stendur
á ákveðnum krossgötum og á næstunni
þarf að taka ákvarðanir sem skipta
íþróttina miklu máli til framtíðar.
Forysta HSÍ þarf að ákveða hver á að
þjáifa landsliðið, og viðkomandi þjálfari
þarf að leggja línurnar um hvemig koma
á íslandi aftur í hóp þeirra bestu.
Eindreginn vilji
Formaður HSÍ lýsti yfir eindregnum
vilja sínum til að ráða Þorbjörn Jensson
áfram í samtali við DV strax eftir leikinn
í Ungverjalandi og Þorbjörn brást vel við
þegar DV flutti honum þau tíðindi.
Fyrstu viðbrögð era því afgerandi á þá
leið að Þorbjörn verði áfram með liðið.
Þorbjörn er með samning fram á
næsta sumar. Það má hins vegar ekki
bíða eftir því að sá samingur kiárist og
fara þá að skoða málin. Ákvörðun þarf að
taka sem allra, allra fyrst. Tíminn er dýr-
mætur, sérstaklega þegar um er að ræða
stöðu landsliðsþjálfara þar sem öll upp-
bygging og skipulagning gerist á mun
lengri tíma en hjá þjáifara félagsliðs sem
er með sitt lið í höndunum daglega.
Nú þarf HSÍ að bregðast við á sama
hátt og KSÍ gerði á miðju ári 1997. Þá var
enn undankeppni HM í gangi en ljóst að
tilsettum markmiðum yrði ekki náð.
Ákvörðun um að ráða Guðjón Þórðarson
og segja Loga Ólafssyni upp var tekin á
hárréttum tíma, á þeim tíma sem starf
þess þjálfara sem átti að vera með liðið í
næstu keppni yrði að geta haíist. Hvort
sem það væri Logi eða Guðjón. Nafn
mannsins skipti ekki máli, heldur tíma-
setningin og vinnubrögðin.
Ef Þorbjöm Jensson á að þjálfa lands-
liðið áfram, á að ganga frá því strax.
Ef skipta á um þjálfara á að ganga frá
því strax. Svo einfaít er málið.
Þorbjörn besti kosturinn
Að minu mati er Þorbjöm besti kostur-
krossgötum
inn í stöðunni og á margan hátt eðlilegt
að hann haldi áfram, eins og ég veit að
hugur hans stefnir fyllilega til. Undir
hans stjórn hafa skipst á skin og skúrir.
Toppárangur náðist í Kumamoto 1997,
fimmta sæti á HM, en síðan hafa tvenn
vonbrigði fylgt i kjölfarið. Undankeppni
EM og undankeppni HM, þar sem
ísland var í báðum tilfellum
með í baráttunni en komU
ekki alla leið. Hvoragt
fl.okkast þó undir „stóra
skandala", því í bæði
skiptin vora það hærra
skrifaðar þjóðir,
Júgóslavía og Ung-
verjaland, sem reynd-
ust of erfiðir þröskuld-
ar.
Vinnubrögð Þorbjörns
hafa verið fagleg og hann hef-
ur haft gott vald á verkefninu.
Hann hefur gert sín mistök eins og aðrir,
og þarf að laga hjá sér ákveðna þætti. En
Þorbjörn er búinn með mikla grunn-
vinnu. Hann er búinn að ná upp alvöru
varnarleik, sem oft hefur verið vandamál
hjá íslenskum handboltalandsliðum.
Næsta mál hlýtur að vera að laga sóknar-
leikinn. Á þessu stigi er óþarfi að fara að
finna upp hjólið á nýjan leik með því að
skipta um þjálfara.
Lykilmenn á besta aldri
Landsliðið í dag skipar
góður kjami leik-
manna. Stærstur hluti
þess getur haldið
áfram, spurning er
með þessa elstu sém
munu heltast smám
saman úr lestinni á
1-3 árum. Þeir eiga
íins vegar að vera í
iandsliðinu á meöan þeir
eru nógu góðir til þess, óháð
aldri. En lykilmenn era á besta
aldri.
Patrekur, Dagur og Ólafur, mennimir
sem eiga að bera uppi sóknarleikinn, era
ailir 25 ára og komnir með gífurlega
reynslu miðað við aldur. Þeir eiga miklu
meira inni, hafa allir burði til að verða
heimsklassamenn, og þó þeir hafi verið
mistækir til þessa á hiklaust aö keyra á
þeim áfram. Aldurinn háir heldur ekki
Gústafi og Róberti Sighvatssyni, sem eiga
eftir bæta sig enn frekar í atvinnu-
mennskunni. Bjarki Sigurðsson getur
enn um sinn skilað hægra horninu með
sóma. Guðmundur Hrafnkelsson er enn
að bæta sig í markinu og virðist geta
haldið talsvert áfram enn. Þar er reyndar
mesta áhyggjuefnið, skorturinn á efnileg-
um markvörðum er atriði sem HSÍ þarf
að taka til rækilegrar athugunar. En
þessi kjarni á að geta borið liðið uppi
næstu árin, ásamt því að yngri leikmenn
koma smám saman inn.
Tvennum dyrum hefur verið skellt,
eins og ég sagði í upphafi. En hafi menn
ekki læst lykilinn inni er alltaf hægt að
opna og halda áfram.
-VS