Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 30
<
34
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
Afmæli
Þorsteinn Gíslason
Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og
fyrrv. fiskimálastjóri, Sunnuvegi 9,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist í Kothúsum í
Garði og ólst upp á Krókvelli í
Garði. Hann tók kennarapróf frá KÍ
1952, próf frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík 1953, stundaði fram-
haldsnám í stjómun og tæknigrein-
um sjávarútvegs í Danmörku og
Noregi 1975-76 og í Bandaríkjunum
1978 og hefur sótt fjölda námskeiða i
stjómun og á tæknisviði, hér á
landi og erlendis.
Þorsteinn var kennari í Gerða-
skóla í Garði 1953-54 og skólastjóri
þar 1954-1960. Hann var stýrimaður
og skipstjóri á summm frá 1953-80
og landsþekkt aflakló. Þorsteinn var
kennari í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1960-82, varafiskimála-
stjóri 1969-83 og fiskimálastjóri
1983-93. Hann var vþm. Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík 1967-71, sat í
stjóm Fiskifélags íslands 1969-82, í
stjórn Síldarverksmiðju ríkisins frá
1971 og stjómarformaður þar
1977-95, í stjórn BÚR 1976-82, í
stjórn Aflatryggingasjóðs og stjórn-
arformaður hans 1983-86, í stjóm
Bjargráðasjóðs 1983-93, í stjórn Haf-
rannsóknastofnunar 1983-93 og hef-
ur setið í fjölda stjórnskipaðra
nefnda er fjalla um
fræðslumál og önnur mál-
efni sjávarútvegsins.
Þorsteinn hefur skrifað
fjölda greina í innlend og
erlend tímarit um sjávar-
útveg og sjávarútvegs-
fræðslu.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 1.1.
1954 Vilborgu Vilmundar-
dóttur, f. 31.7. 1931,
handavinnukennara. For-
eldrar hennar: Vilmundur Gíslason,
bóndi í Króki í Garðabæ, og k.h.,
Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir.
Böm Þorsteins og Vilborgar era
Vilmundur Þorsteinsson, f. 8.10.
1954, stýrimaður og byggingameist-
ari, kvæntur Bjameyju Sigurleifs-
dóttur og eiga þau fjögur börn; Gísli
Þorsteinsson, f. 16.5.1957, lektor við
KHÍ, búsettur í Kópavogi, kvæntur
Guðnýju Guðmundsdóttur og eiga
þau tvö börn; Hrefna Björg Þor-
steinsdóttir, f. 18.2. 1967, arkitekt í
Reykjavík en maður hennar er Guð-
mundur Löve; Þorbjörg Stefanía
Þorsteinsdóttir, f. 22.11. 1969, kenn-
ari við KHÍ, en maður hennar er
Aðalbjörn Þórólfsson og eiga þau
eitt barn.
Bræður Þorsteins era Eggert, f.
12.5. 1927, skipstjóri og aflakóngur,
búsettur í Reykjavík;
Árni, f. 25.2. 1942, fórst í
flugslysi í Mexíkó 1997,
skipstjóri í Reykjavík,
lengi starfsmaður Sam-
einuðu þjóðanna við
kennslu í fiskveiðum og
starfrækti eigið fyrir-
tæki, Isco og Ismar,
ásamt öðram.
Foreldrar Þorsteins era
Gísli Árni Eggertsson,
skipstjóri í Kothúsum í
Garði, og k.h., Hrefna
Þorsteinsdóttir.
Ætt
Föðursystkini Þorsteins voru
Þorsteinn, faðir Eggerts, fyrrv. ráð-
herra, og Guðmunda, amma Gunn-
ars Arnar Gunnarssonar listmálara.
Gísli Ámi var sonur Eggerts, b. í
Kothúsum í Garði, Gislasonar, b. í
Steinskoti á Eyrarbakka, Gíslason-
ar, b. í Bjóluhjáleigu í Holtum,
Gíslasonar, bróður Margrétar,
langömmu Þorgríms, föður Sveins,
staðarverkfræðings Blönduvirkjun-
ar. Móðir Eggerts var Gróa Egg-
ertsdóttir, b. í Haga í Holtum, Egg-
ertssonar og konu hans, Þorbjargar
Brandsdóttur, skipasmiðs og skálds
í Kirkjuvogi í Höfnum, Guðmunds-
sonar, b. í Kirkjuvogi, Brandssonar,
b. í Rimhúsum undir Eyjafjöllum,
Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættföður Víkingslækjar-
ættarinnar. Móðir Þorbjargar var
Gróa Hafliðadóttir, b. í Kirkjuvogi,
Árnasonar, b. í Hábæ, Þórðarsonar,
bróður Hafliða, afa Þorleifs ríka á
Háeyri, langafa Jóns Sveinbjörns-
sonar prófessors. Hafliði var einnig
langafí Einars, langafa Ingvars Vil-
hjálmssonar útgerðarmanns. Móðir
Gísla Árna var Guðríður Ámadótt-
ir, b. í Lunansholti á Landi, Jóns-
sonar og konu hans, Helgu Gísla-
dóttur, b. í Flagveltu, bróður Guð-
mundar á Keldum, langafa Jóns
Helgasonar, prófessors og skálds.
Gísli var sonur Brynjólfs, b. í Vest-
ur-Kirkjubæ, Stefánssonar, b. í Ár-
bæ, Bjamasonar, bróður Brands í
Rimhúsum.
Hrefna er dóttir Þorsteins, sjó-
manns í Lambhúsum í Garði, Ivars-
sonar, b. í Lambhúsum, Þorsteins-
sonar. Móðir Þorsteins var Ólöf,
systir Sigríðar, ömmu Jóhannesar
Zoega, fyrrv. hitaveitustjóra. Ólöf
var dóttir Davíðs, b. í Miðsandi á
Hvalfjarðarströnd, Björnssonar,
bróður Björns á Breiðabólstað, lang-
afa Sigurðar Jóhannssonar vega-
málastjóra og Signýjar Sen, fulltrúa
lögreglustjóra.
Þau hjónin eru stödd á
Kanaríeyjum.
Þorsteinn Gíslason.
Jón Norðfjörð Vilhjálmsson
Jón Norðfjörð Vilhjálmsson, raf-
veituvirkjameistari og rafvirkja-
meistari, Lækjartúni 1, Mosfellsbæ,
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann var í Miðbæjarskól-
anum, Austurbæjarskólanum,
stundaði nám við Kvöldskóla
KFUM, stundaði nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík, lærði rafveitu-
virkjun hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur og lauk prófi í þeirri grein
1949, stundaði framhaldsnám í
straumvinnu, vinnu á háspennu-
lögnum undir spennu, í Bandaríkj-
unum 1954-55 og stundaði síðan
framhaldsnám í stórlínubyggingmn
1958, lauk sveinsprófi í rafvirkjun
1975, öölaðist meistararéttindi í
þeirri grein sama ár og öðlaðist
meistararéttindi í rafveituvirkjun
1992.
Jón var línumaður hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur' og vann jafn-
framt við jarðtengingar til 1965,
starfaði sjálfstætt við uppsetningar
á sjónvarpsloftnetum 1965-68, hóf
störf hjá Landsvirkjun 1969 og hefur
starfað þar síðan. Jón var þar fyrst
eftirlitsmaður við línubyggingu á
Búrfellslínu I, síðar við Búrfellslínu
II, 1973, við Sigöldulínu og Hraun-
eyjarfosslínu en hefur starfað sem
rafvirki við spennistöðvar frá 1983.
Jón hefur alla tið verið mikill
áhugamaður um líkamsrækt og
íþróttir. Hann hóf að æfa hnefaleika
hjá ÍR 1946 en æfði síðan og keppti í
hnefaleikum með KR frá 1948. Þá
æfði hann jafnframt hnefaleika með
Ármenningum um skeið. Jón varð
þrisvar sinnum íslandsmeistari í
hnefaleikum.
Jón er félagi i Kiwanisklúbbnum
Esju, hefur setið í stjórn hans og var
þar gjaldkeri um skeið.
Fjölskylda
Jón kvæntist 1956
Svövu Gunnarsdóttur, f.
11.6. 1934, húsmóður.
Hún er dóttir Gunnars
Eyjólfssonar, f. 24.4. 1894,
d. 10.10. 1969, bónda í
Þykkvabæ, og k.h., Guð-
rúnar Jónsdóttur, f. 5.2.
1898, d. 23.12. 1960, hús-
freyju.
Börn Jóns og Svövu
era Ásthildur, f. 7.9. 1954,
starfsmaður við meðferð-
arheimili í Ósló en maður hennar er
Ásgeir Guðmundsson bifreiðastjóri
og eiga þau tvö börn; Helena Dag-
björt, f. 9.9. 1956, húsmóðir í Kaup-
mannahöfn en maður hennar er
Jónas Ingi Ottósson, starfsmaður
við Kastrap-flugvöll, og á hún fjögur
böm; íris, f. 16.7. 1958, starfrækir
megranarstöð í Reykjavík og á hún
tvær dætur; Reynir, f.
13.5. 1960, línumaður við
Búrfellslínu III; Guðrún,
f. 5.2. 1962, starfar að
ferðamálum í Flórída og
á hún einn son;Gunnar,
f. 27.12. 1963, starfsmaður
við Reykjalund; Þorleif-
ur, f. 3.10.1965, starfrækir
pizzufyrirtækið Eldsmiðj-
una.
Jón er sonur Vilhjálms
Björgvins Guðmundsson-
ar, (Vilhjálms frá Ská-
holti), f. 29.12. 1907, d. 4.8.
1963, skálds og verslunarmanns í
Reykjavik, og Guðmundu Dagbjart-
ar Guðmundsdóttur, f. 20.2. 1908,
húsmóður í Garðabæ.
Jón og Svava eru í útlöndum um
þessar mundir.
Jón Norðfjörð
Vilhjálmsson.
Reynir Sigurður Gústafsson
Reynir Sigurður Gúst-
afsson rafvirkjameistari,
Grandargötu 49, Grund-
arfirði, er sextugur í dag.
Starfsferill
Reynir fæddist að
Laugavegi 65 í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann
gekk í Laugamesskóla,
Lindargötuskóla og síðan
í Iðnskólann i Reykjavík
þar sem hann lauk prófi í
rafvirkjun 1958.
Reynir flutti til Grund-
arfjarðar 1965. Þar vann hann við
rafvirkjun og línulagnir hjá Raf-
magnsveitu ríkisins og stundaði sjó-
mennsku.
Reynir starfrækti Rafmagnsverk-
stæði Grundarfjarðar á
árunum 1970-89 er hann
stofnaði Rafmagns- og bif-
reiðaverkstæðið Rafhesti
í Grundarfirði.
Reynir var lengi i stjórn
rafverktaka á Vestur-
landi. Hann starfaði mik-
ið að slysavamamálum,
var einn af stofhendtnn
Björgunarsveitarinnar
Klakks í Grandarfirði og
gegndi þar formennsku í
átján ár. Einnig var hann
lengi umdæmis- og svæð-
isstjóri björgunarsveita á Vestur-
landi.
Fjölskylda
Reynir kvæntist 9.6. 1962 Elísabet
Árnadóttur, f. 20.2. 1943, verslunar-
manni. Hún er dóttir Áma Jóhanns-
sonar, verkamanns í Reykjavík,
sem er látinn, og Ingibjargar Álfs-
dóttur húsmóður.
Böm Reynis og Elísabetar eru
Árni Ólafur, f. 19.7. 1962, rafvirki í
Reykjavík, en sambýliskona hans er
Sólveig Aðalbjömsdóttir húsmóðir
og era synir þeirra Engilbert Norð-
fjörð og Vilhelm Norðijörð en sonur
Áma frá því áður er Smári; Helga
Ingibjörg, f. 7.10. 1963, fóstra í
Grundarfirði en sambýlismaður
hennar er Bent Ch. Russel stýri-
maður; Anna María f. 28.5. 1965,
gjaldkeri í Grundarfirði, en maður
hennar er Ágúst Jónsson sjómaður
og eru börn þeirra Álfheiður, Lauf-
ey Lilja og Sigurður Helgi; Reynir
Freyr, f. 16.8. 1979, nemi.
Einnig á Reynir soninn Grétar
Þór, f. 18.2. 1963, bóndi í Höll í Þver-
árhlíð, en sambýliskona hans er
Svandís Hallbjörnsdóttir húsmóðir
og era börn þeirra Arnar, Ingunn
og Svanur.
Systur Reynis eru Svala Sigurðs-
son, f. 25.12. 1939, búsett i Svíþjóð;
Helga f. 8.5. 1959, sölumaður, búsett
I Reykjavík.
Foreldrar Reynis vora Gústaf A.
Valdimarsson, f. 17.2. 1912, d. 7.11.
1989, rakarameistari í Reykjavík, og
Helga Sigrún Zoéga, f. 19.9. 1917, f.
6.1.1989, húsmóðir í Reykjavík.
Reynir verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Reynir Sigurður
Gústafsson.
Tíl haxningju
með afmælið
1. desember
80 ára
Sigþrúður Friðriksdóttir,
Árlandi 3, Reykjavík.
75 ára
Friðdóra H
Jóhannesdóttir, 'ÍTl
Brekkugötu 20,
Hafnarfirði. ^ A
í tilefni afmælisins r Æ
tekur hún á móti ættingjum
og vinum í sal Haukahússins
í Hafnarfirði þann 5.12. kl. 16.
Jóhann F. Guðmundsson,
Sléttuvegi 11, Reykjavík.
Eiginkona hans er Lára
Vigfúsdóttir.
Þau eru að heiman.
Leifur Eiríksson,
Akurgerði 1, Reykjavík.
70 ára
Kristín Nikulásdóttir,
Bólstaðarhlíð 60, Reykjavík.
Rólant Christiansen,
Fljótaseli 26, Reykjavik.
Gunnar J. Bjömsson,
Lindarflöt 30, Garðabæ.
Lárus Konráðsson,
Brúsastöðum, Áshreppi.
Sigrún María Bjarnadóttir,
Bleiksárhlíð 14, Eskifirði.
60 ára
Jón Kjartansson,
Garðsenda 5, Reykjavík.
Árni Hróbjartsson,
Bjamastaðavör 8,
Bessastaðahreppi.
HaUdór Helgason,
Túngötu 18, ísafirði.
Guðrún Elísabet
Friðriksdóttir,
Grundargötu 6, Siglufirði.
Ólafur Þór Haraldsson,
Hlíðarvegi 33, Siglufirði.
Guðrún Jónsdóttir,
Hlíðarvegi 75, Ólafsfirði.
50 ára
Björg Edda Friðþjófsdóttir,
Austurkoti, Vogum.
Kristinn Bjömsson,
Skarðshlíð 24f, Akureyri.
Helgi Benediktsson,
Austvaðsholti 1 C,
Holta- og Landsveit.
40 ára
Hákon Már Oddsson,
Frakkastíg 22, Reykjavík.
Alda Þorsteinsdóttir,
Leifsgötu 10, Reykjavík.
Bára Þorsteinsdóttir,
Leifsgötu 10, Reykjavík.
Hallsteinn S. Gestsson,
Barmahlíð 35, Reykjavík.
Júlíus Þ. Steinarsson,
Meistaravöllum 9, Reykjavik.
Svanhvít Ásmundsdóttir,
Reykási 29, Reykjavík.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Holtagerði 68, Kópavogi.
Páll Heimir Ingólfsson,
Eyjum 1, Mosfellsbæ.
Eva Sigurðardóttir,
Eskihlíð 9, Sauðárkróki.
Ambjörn Arason,
Hlíðarvegi 48, Ólafsfirði.
Margrét Sigtryggsdóttir,
Háteigi, Vopnafirði.
Ásrún Traustadóttir,
Heimahaga 4, Selfossi.
Kristín Sigurðardóttir,
Kirkjuholti, Selfossi.