Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 Fréttir Stjórnarflokkarnir samþykktu að breyta 5. grein kvótalaga: Haga sér eins og bófaflokkur - segir Valdimar Jóhannesson um frumvarpið „Það er makalaust að ríkisstjóm ís- lands skuli halda að hún komist upp með þetta,“ segir Valdimar Jóhannes- son blaðamaður sem fékk sjávarút- vegsráðuneytið dæmt í Hæstarétti fyrir að neita honum um veiðiheimild og rúmlega 7000 þúsund tonna kvóta, eftir að ríkisstjómin kynnti frumvarp sitt til breyt- inga á lögum um stjóm fisk- veiða. Stjómarflokkamir sam- þykktu með fyrirvörum þó í gær að fallast á framvarp til breytinga á 5. grein laga um ílskveiðistjómun til að sníða lögin að stjórnarskrá lýðveld- isins. Þar með getur hver sem er fengið veiðileyfi í íslenskri fiskveiðilögsögu að þvi tilskildu að eiga skip sem skráð er hérlendis. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því til bráðabirgða að smábátar á dagahámarki fái að róa í 26 til 32 daga og megi veiða að hámarki 30 tonn á ári en fari síðar undir kvóta með öðrum smábátum. Þar sem 7. grein fiskveiðilaganna var ekki breytt nær frelsið ekki til veiða á öðram fisktegundum en þeim sem utan kvóta em. Það þýðir að sá sem fær veiðileyfi má veiða frjálst tegund- ir á borð við túnfisk og löngu en í öðr- um tegundum verða þeir að kaupa kvóta af útgerðarmönnum. Þeir lög- menn sem DV ræddi við í gærkvöld voru varkárir en þau viðhorf heyrð- ust að þama væri um að ræða „katt- arþvott" og ríkisstjómin gæti með engu móti skilið á milli veiðiheimilda og veiðileyfis þegar litið væri til dóms Hæstaréttar. Dómurinn tæki augljós- lega til hvors tveggja. Þá var það ofar- lega í mönnum að hömlur á það að fólk fengi að veiða yrðu að vera á for- sendum friðunar fisks en ekki til að vemda hag útgerðarmanna. Allt eins væri hægt að setja lög um að vemda beri hag ákveðinna kaupmanna við Laugaveginn. Valdimar segir við- brögðin einkennast af fáti og ráða- leysi. „Þeir sneiða alveg fram hjá dómnum. Þeir era í algjörri klemmu og haga sér eins og bófaflokkur. Ég mrm í þessu máli ganga eins langt og þarf til að réttlætið nái fram að ganga,“ segir Valdimar. Hann segir augljóst að með því að horfa aðeins á 5. grein laganna sé ríkisstjómin að vinna sér tíma nú þegar stutt er til kosninga. „Þeir ætla að reyna að velta vandanum á imdan sér fram yfir kosn- ingar. Það er fullkomlega óábyrgt því með þessu móti er verið að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð. Þetta frumvarp einkennist af því að stjómarherramir gera sér grein fyrir því að þeir Valdimar eru komnir fram á brún Jóhannesson. hengiflugsins og ef einhver dugur er í þjóðinni þá lætur fólk þá finna fyrir því í kosningum að svona eigi ekki að haga sér,“ segir hann. Valdimar segir að hann vonist til þess að lögin verði stöðvuð þó þau fari í gegnum Alþingi eins og lagt er upp með. „Ef þingmenn eru slík gauð að hleypa þessu í gegn þá treysti ég því að forseti íslands neiti að sam- þykkja slik lög,“ segir Valdimar. -rt Björn menntamálaráðherra og Davíð forsætlsráðherra stinga saman nefjum eftir kvótaumræðu gærdagsins á Alþingi. DV-mynd Pjetur Þriðjungur smábáta fær 9 tonna kvóta, segir Margrét Frímannsdóttir: Hreint yfirklór Þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem DV ræddi við voru sammála um að með frumvarpi um breytingu á 5. greininni sé ríkisstjómin að kaupa sér gálgafrest fram yfir kosn- ingar. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segir leitt að ríkisstjórnin skyldi ekki fall- ast á þá tillögu stjórnarandstöðunn- ar að skipuð yrði nefnd til að endur- skoða lög um fiskveiðistjómun. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð að endurskoða öll lögin um stjórn fiskveiða í ljósi niðurstöðu Hæsta- réttar. Það vantar inn i lögin sólarlagsákvæði eða að þau séu tímabundin. Þá þarf að vera skýrt að lögin séu reist á vísndalegum, efnahagslegum og byggðasjónamiðum. Dómurinn und- irstrikar gagnrýni þeirra sem hald- ið hafa því fram að fiskveiðistjórn- unarlögin standist ekki jafnræðis- reglu stjórnarskrár,“ segir Margrét. Hún gefur lítið fyrir frumvarp stjórnarflokkanna til breytinga á kvótalögunum. „Þetta er hreint yfirklór og tekur engan veginn á málinu í heild. Verði þetta samþykkt þá verður ekki meiri sátt um kvótastefnuna en verið hefur. Ég harma að menn skyldu ekki nota tækifærið til að leita sátta,“ segir hún. Margrét seg- ir örlög trillukarla vegna hinna fyrirhug- Margrét uðu lagabreyt- Frímannsdóttir. inga vera sér- stakt áhyggjuefni. „Gangi lögin eftir þá þýðir það að um þriðjungur smábátaflotans fær aðeins 9 tonna kvóta á næsta fisk- veiðiári. Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum smábátaeig- enda þá eru það 328 bátar sem fengju 9 tonn hver. Hafa menn velt fyrir sér afleiðingum þess t.d. á byggð á Vestfjörðum. Þetta er ekki í takt við þá stefnu að efla byggð í landinu," sagði Margrét. -rt Baráttumaðurinn Garðar H. Björgvinsson: Áfrýjar til Hæstaréttar og kærir starfsmenn Fiskistofu Garðar Hafsteinn Björgvinsson, 63 ára, er dæmdur „alþýðumaður, sem af sjálfsbjargarviðleitni hefur gerst svo djarfur að sækja í auðlind- ina“, eins og stjórn Samtaka um þjóðareign ályktaði nýlega. Fyrir rúmum mánuði dæmdi héraðsdóm- ari í Hafnarfírði hann í 600.000 króna sekt, en í 60 daga fangelsi ef sektin yrði ekki greidd innan fjög- urra vikna. Garðar áfrýjaði málinu í fyrradag til Hæstaréttar sem hann treystir til að dæma rétt. Enn frem- ur kærði Garðar i gær starfsmenn veiðieftirlitsdeildar Fiskistofu fyrir að láta undir höfuð leggjast að stöðva fiskveiði„brot“ hans í sumar, enda þótt hann hafi tilkynnt þeim um athafnir sínar fyrir fram. Garðar segir að starfsmenn Fiski- stofu hafi brugðist skyldu sinni með þvf að líta fram hjá meintum lög- brotum sínum í sumar. „Ég fór í róður i júli 1997, þá voru sendir menn frá veiðieftirlitinu og þeir óðu yfir girðingu í Snarfarahöfn um miðnætti og létu dólgslega. Ég fór ekki fleiri róðra það sumar en á síð- asta sumri réri ég fimm sinnum," segir Garðar. Fiskveiðibrotin stundaði Garðar fimm daga í júnímánuði i ár, gerði það vísvitandi til að vekja athygli á því að hann hafði ekki fengið að ræða við sjávarútvegsráðherra síð- an 1993 um lög sem hann telur órétt- lát og fráleitt að fara eftir, þau fari i bága við siðferðiskennd allra góðra manna. Garðar sótti sér 934 kíló af þorski og 65 kíló af ufsa og seldi aflann í Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Hann játaði brot sín, enda leikurinn til þess gerður. Garðar er að eigin sögn maður stórlyndur í skapi, stríðinn og haldinn ríkri réttlætis- kennd. Hann er sjómaður og báta- smiður, byrjaði 11 ára til sjós frá Raufarhöfn en hefur átt heima syðra síðan 1967. Garðar starfar inn- RAKKANEf Garðar Björgvinsson við bátinn sinn, Rakkanes HF 193, í gær. DV-mynd Hilmar Þór an Samtaka um þjóðareign og er í fulltrúaráði þeirra. Hann segist berjast fyrir réttlæti en ekki eigin hag. „Ég hef aldrei séð líkklæði með vösum fyrir peninga en hins vegar allt of oft orðið vitni að því að marg- ur verður af aurum api,“ sagði Garðar í samtali við DV í gær. -JBP Stuttar fréttir i>v Vantraust viðeigandi Ögmundur Jón- ásson, þingflokki óháðra, sagði í um- ræðum um gagna- grunnsfrumvarpið á Alþingi í gær að réttast væri að bera fram van- trauststillögu á ríkisstjómina því hún gætti hagsmuna bandarísks fyrirtæk- is. RÚV sagöi frá. Málaferli áfram Það er alveg sama hvað verður reynt að laga til flskveiðistjómarlög- in eftir kvótadóm Hæstaréttar. Það verður látið á það reyna fyrir dóm- stólum, sagði Vilhjáhnur Egilsson, alþingismaðiu- Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær og fleiri þingmenn tóku í sama streng. Ógnvænleg partí Séra Pálmi Matthíasson segir í Degi að makalaus vinnustaðapartí ógni hjónaböndum og vinnuveitend- ur þurfl að vera meira vakandi fyrir þvi og taka á jólaglöggvandanum og bjóða upp á kaffl og kökur í stað áfengis. Hefndarlygi Dagur segir að 13 ára stúlka hafi ekki mátt hitta eldri dreng sem hún var ástfangin af. Hún hafl þvi spunnið upp sögu um að henni og vinkonu hennar hafi verið haldið í gislingu stóran hluta nætur við Lækjarskóla í Hafnarfirði og beittar kynferðislegu ofbeldi. Mikil lög- reglurannsókn fór fi-am í málinu. Geta misst bætur í tilkynningu frá Sjálfsbjörgu, fé- lagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, era öryrkjar og ellilifeyrisþegar varaðir við sölu á kennitölum sínum þar er þeir eigi á hættu að bætur þeirra frá Tryggingastofhun verði skertar um allt að 100%, séu þeir á annað borð við skerðingarmörk. Bitist um þingsæti Raddir eru með- al sjálfstæðis- manna á Vestfjörð- um um minnkandi stuðning við Einar Odd Kristjánsson til áframhaldandi þingsetu. Hann hafi bragðist Vest- firðingum í kvótamáhnu og sé kom- inn í vöm fyrir kvótakerfið. Dagur sagði frá. Frestur í deilu Fundur Dagsbrúnar-Framsóknar og Reykjavíkurborgai' í skólaliðadeil- unni varð árangurslaus. Halldór Bjömsson, formaður félagsins, segir að ákvörðun um uppsögn kjarasamn- inga við Reykjavíkurborg verði tekin eftir áramót. Borgarstjóri segir upp- sögn ólöglega. Dagur sagði frá. Varasamir jeppar Glænýr breyttur verðlaunajeppi eyðilagðist í veltu á leið af jeppasýn- ingu á Akureyri nýlega. Björgunar- maður sem fiarlægði bOinn af slys- stað segir breytta jeppa háskalega vegna þess hve breytingamar spilli aksturseiginleikum þeirra frá upp- haflegri gerð. Dagur sagði frá. Lftið lambakjöt Búskapur norskra fiárbænda hefur gengið Ola á árinu. Þeir eiga lítið af kjöti og samtök þeirra telja að flytja verði jólakjötið inn frá ís- landi og Nýja-Sjálandi. Morgun- blaðið sagði frá. Ólöglegur afsláttur Eftirlitsstofnun EPTA telur að skattaafsláttur vegna kaupa á inn- lendum hlutabréfum stangist á við EES-samninginn. Afslátturinn, sé hann veittur á annað borð, eigi að gOda um öh hlutabréfakaup á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Morgunblað- ið sagði frá. Ekki farsímabann Þingflokkur framsóknarmanna hafnaði framvarpi Þorsteins Pálsson- ar dómsmálaráð- herra um að banna handvirka farsíma í bifreið- um. Frumvarpið hafði áður verið samþykkt í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Dagur sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.