Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Síða 36
36
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
nn
Kolkrabbinn sogar
til sín bankakerfið
„Stefna ríkisstjórnarinnar er
ekkert annað en
orðin tóm. Kol-
krabbinn og fjöl-
skyldurnar 14 eru
með ægihraða að
soga til sín banka-
kerflð, meðal ann-
ars með kenni-
tölusöfnun."
Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður, á Alþingi.
Höfum alltaf átt kost á
að fara í Framsókn
„Ég held að það sé alveg ljóst
að þetta fólk sem fylgdi honum
(Kristni H. Gunnarssyni) úr Al-1
þýðubandalaginu í haust var
ekki að bíða eftir því að ganga
með honum í Framsóknarflokk-
inn. Sá valkostur hefur verið til
staðar fyrir þetta fólk í áratugi.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, vara-
maður Kristins á Alþingi, í Degi.
Kom ekki öllu að sem
ég vildi segja
„Ég hefði getað talað miklu
lengur. Það var
mjög langt frá því
að ég kæmi öllu
að sem ég vildi
sagt hafa.“
Hjörleifur Gutt-
ormsson, alþingis-
maður, sem hélt
rúmlega 5 klukku-
tíma raeðu, í DV.
i
Flosi Helgason, vaktmaður á Landspítalanum:
Á Hólmavík eru
allir vinir mínir
Sonur landsliðs-
þjálfarans
„Þegar gengur vel talar eng-
> inn um þetta en ef illa gengur er
þetta eitt það fyrsta sem menn
ræða um; að landsliðsþjálfarinn
sé með son sinn í liðinu."
Þórður Guðjónsson landsliðs-
maður, sonur Guðjóns þjálfara, í
Morgunblaðinu.
Utanríkisráðherra og
kvótaeigandi
„Það hlýtur að vekja hroll hjá
öllu hugsandi fólki
að utanríkisráð-
herra, sem sjálfur
er kvótaeigandi
og einn helsti
upphafsmaður
hins ólöglega
kerFis, skuli nú
viðra þá hug-
mynd að breyta stjórnar-
skrá landsins til samræmis við
gerðir sínar."
Valdimar Jóhannesson, í Morg-
unblaðinu.
Maður í gæru vísinda
„Maöur í grárri gæra vísinda,
sem talar eins og stjórnmála-
maður, jafnvel farandsali, lofar
gulli gena og grænum skógum.
Glópagulli og ættartrjám með
eplum Iöunnar."
Sigurður V. Sigurjónsson læknir,
í Morgunblaðinu.
I
„Þetta er eitthvert fjölbreyttasta
starf sem til er. Við þjónustum
deildirnar á spítalanum cillan sólar-
hringinn, árið um kring, allt frá því
að keyra mat á spítalanum í að _____
fara með tæki í viðgerð og
sækja þau aftur, svo að eitthvað
sé nefnt, svo sinnum við örygg- —
isþjónustu á nóttunni," segir Flosi
Helgason, vaktmaður á Landspítal-
anum, sem var heiðraður fyrir störf
sín í þágu mannúðar á ársfundi rík-
isspítalanna um síðustu helgi. Flosi,
sem er mjög gefandi maður, hefur
verið sérstakur vinur Sindra Snæs
Einarssonar, hins tíu ára gamla
Eskfirðings sem brenndist mjög illa
og var vart hugað líf í fyrstu.
Flosi segir að í hans starfí sé
mannlegi þátturinn stór hluti starfs-
ins: „Þetta verður allt að fygjast að. í
þessu starfi getur maður lent í svo
mörgu óvæntu og oftar en ekki er
það mjög svo gefandi, að geta veitt
öðrum hjálp er ólýsanleg tilfinning.
Þegar komið var með Sindra Snæ
var ég að enda mína vakt. Ég hef orð-
ið vitni að mörgum afleiðingum
slysa og vissi því hversu alvarlegt
þetta var. í kjölfarið horfði ég lengi á
hurðina sem Sindri Snær var fyrir
innan og beið eftir að dyrnar
opnuðust. Það var síðan Þor-
steinn Svörfuður yflrlæknir
og Lovísa hjúkrunarfræð-
ingur sem undirbjuggu Jp
mig fyrir heimsókn til M
drengsins. Þegar beðið m ,,
er um að hjálpa í svona tiifelli þá fer
ferli á stað sem maður ræður ekkert
við og er ekki hægt að lýsa. Þú ferð
ekki inn til sjúklings á þessu stigi og
Maður dagsins
sækja fleiri sjúklinga og reyna að
gefa eitthvað af mér til þeirra."
Sjálfur segist Flosi vera við góða
heilsu: „Ég stunda einhverja líkams-
rækt alla daga vikunnar, er í fót-
bolta, lyftingum og skokka, svo að
eitthvað sé nefnt, og má segja að að-
aláhugamál mitt sé að halda mér í
góðu líkamlegu formi og stunda heil-
brigt lífemi."
Flosi er mikill Stranda-
maður þótt hann sé bú-
inn að búa lengi í
Reykjavík: „Hólma-
vík stendur mér
næst. Þama búa
foreldrar mínir
og bróðir og ég
er svo stálhepp-
inn að á Hólma-
vík era allir vinir
mínir og enginn
óvinur." Eiginkona
Flosa er Friðbjörg
Blöndal.
-HK
segir bara hæ, hvernig hefur þú það.
Það þarf annað og miklu meira."
Flosi hefur unnið á Land-
spítalanum i næstum ell-
efú ár: „Ég er Stranda-
maður og kem frá
Hólmavík og má segja
að eftir að ég hóf störf
á Landspítalanum
þá fylgdist ég vel
með öllum sveit-
ungum minum
sem komu á spítal-
ann og heimsótti þá
og reyndi að gefa eitt-
hvað af mér til þeirra.
Þegar ég fann fyrir
þakklæti þeirra þá efldi
það mig í að
heim-
Kórar í hátíðarskapi
Kvennakór Hafnarfjarð-
ar, Karlakórinn Þrestir og
Heldri kór Þrasta halda
sína árlegu jólatónleika í
Víðistaðakirkju í kvöld kl.
20.30 og næstkomandi
flmmtudag, 17. desember, á
sama tíma. Kór----------
amir syngja fjöl-
breytt hátíðarlög
og í lok tónleik-
anna syngja þeir saman
nokkur lög. Stjórnandi
Kvennakórsins og Heldri
kórs Þrasta er Guðjón Hall-
dór Óskarsson og undirleik-
ari Hörður Bragason.
Skálholts- Stjórnandi Þrasta er Jón
kirkja. Kristinn Cortes og undir-
leikari Sigrún Grendal.
Aðventutónleikar
í Skálholtskirkju
í kvöld verður hin árlega
aðventustund Skál-
holtskórsins. Gestakór að
þessu sinni verður
kirkjukór Mosfellspresta-
kalls. Einsöngvarar eru
Loftur Erlingsson og Mar-
grét Stefánsdóttir. Monika
Abendrith leikur einleik á
----------------hörpu og Jóhann
Tónleikar stefánsson te’kur
jólalög á trompet.
Ræðumaður
kvöldsins er Páll Pétursson
félagsmálaráöherra. Stjóm-
endur kóranna eru Hilmar
Örn Agnarsson og Margrét
Stefánsdóttir. Aðgangur er
ókeypis.
Myndgátan
Spjaldbein
Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn.
Ellen Kristjánsdóttir syngur I
Deiglunni í kvöld.
Djass í Deiglunni
Heitm- aðventuflmmtudagur
veröur á vegum Jazzklúbbs Akur-
eyrar í Deiglunni í kvöld, kl. 21.
Þar koma fram Ellen Kristjáns-
dóttir, söngur, Eyþór Gunnarsson,
píanó/bongótrommur, Guðmund-
ur Pétursson, gítar, og Tómas R.
Einarsson, kontrabassi. Meðal
efnis sem tónlistarmennimir
flytja era lög af tveimur nýjum
plötum sem báðar hafa fengið
Skemmtanir
góða umfjöllun. Eru það plata
Tómasar R. Einarssonar, Á góð-
um degi, og plata Ellenar Krist-
jánsdóttur, Læðist um. Aðgangur
að tónleikum þessum er ókeypis.
Bubbi í Skothúsinu
Bubbi Morthens verður á Suð-
urnesjum í kvöld. Mun hann
halda tónleika í Skothúsinu í
Keflavík þar sem hann mun flytja
lög af nýjustu plötu sinni sem
nefnist Arfur og hefur fallið í góð-
an jarðveg hjá hinum fjölmörgu
aðdáendum kappans. Einnig mun
Bubbi flytja á tónleikum þessum
þekkt lög sem allir kannast við.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.
Bridge
Þeir sem fylgjast vel með hverju
smáspili andstæðinganna og gera sér
að reglu að reyna að telja upp hend-
ur þeirra, komast oft ótrúlega langt
áfram og vinna samninga sem eru í
raun óvinnandi. Skoðum hér eitt spil
þar sem suður getur gefið sér skýra
mynd af spilum andstæðinganna
með því að hafa hugsunina í lagi.
Suður gjafari og enginn á hættu:
4 D852
«4 G10865
■f -
* G843
Suður Vestur Norður Austur
2 grönd pass 3 grönd p/h
Útspil vesturs var hjartafjarkinn,
fjórða hæsta í litnum. Útlitið var
bjart, þrátt fyrir veikleika í hjart-
anu, þar sem bæði laufliturinn og
tígulliturinn buðu upp á möguleika.
Sagnhafl drepur strax heima á ás-
inn og leggur niður ás og kóng í
laufi. Vestur hendir spaðaþristi í
annað laufið. Einhverjir sagnhafar
myndu nú ana af stað í blindni,
leggja niður tígulás-
inn með það fyrir
augum að svína
næsta tígulgosanum.
Gætinn sagnhafi
myndi hins vegar
geta gert sér góða
grein fyrir skiptingu
spilanna hjá and-
stæðingunum. Hjartafjarkinn segir
þá sögu að vestur á 4 spil í hjarta en
austur fimm. Þegar vestur hendir
spaða i annað laufið, er orðið nokk-
uð ljóst, að hann á skiptinguna 4-4-
4-1. Tígullinn brotnar því 4-0 og þá
dugir ekki að leggja niður tígulás-
inn. Hins vegar er hægt að leggja
gildru fyrir vestur með því að spila
tigulsexunni í fjórða slag. Vestur er
búinn að gefa sagnhafa spilið, ef
hann setur fjarkann, því þá getur
sagnhafi skrapað heim 5 slögum á
litinn. Hætt er við að margir í sæti
vesturs myndu detta í þá gryfju að
„gleyma" að leggja á tígulsexuna.
ísak Örn Sigurðsson
4 A643
W KD74
4 D1084
* 9
KG9
*4 Á3
4 Á963Í
4 ÁK6