Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Síða 21
20
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
21
Iþróttir
íþróttir
Stjarnan skárri
- í 4. sætinu eftir sigur á Hlíðarenda
Stjaman vann mjög verðskuldað-
an sigur á Valsmönnum, 23-21, á
Hlíðarenda í gærkvöld og komst þar
með upp í fjórða sæti 1. deildarinn-
ar. Þó ótrúlegt megi virðast færðust
Valsmenn upp í annað sætið, þrátt
fyrir tapið, vegna skells Framara
gegn ÍR. Valur gerði þrjú síðustu
mörk leiksins og átti aldrei mögu-
leika á að jafna undir lokin.
„Ég held því fram að það sé getu-
munur á þessum liðum. Við vorum
betri allan tímann þó svo við hefð-
um dottið niður á köflum. En þetta
hafðist, það er góðri liðsheild að
þakka. Við stefndum á að komast í
eitt fjögurra efstu sætanna og sýnd-
um í kvöld að við eigum heima
þar,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn
ungi hjá Stjörnunni, Birkir ívar
Guðmundsson, við DV en hann
varði 19 skot í leiknum.
Garðbæingar voru skömminni
skárri í afar lélegum leik sem ein-
kenndist fyrst og fremst af aragrúa
mistaka hjá báðum liðum. Miðað
við handboltann sem á boðstólum
var er með ólíkindum að þessi lið
séu tvö af fjórum efstu í deildinni,
hvað þá að Valsmenn séu þar ofar.
Ljósu punktar leiksins voru mark-
varsla Birkis ívars og þrumufleygar
Hilmars Þórlindssonar, Stjörnu-
manns, sem sýndi að langskyttur
eru ekki alveg útdauðar enn í ís-
lenskum handbolta. -VS
Enn einn heima-
sigur Eyjamanna
- og Haukar komnir í fallbaráttuna
Eyjamenn eru enn taplausir á
heimavelli í 1. deild karla í hand-
knattleik eftir öruggan sigur á
Haukum í gærkvöld, 28-23. Haukar
töpuðu hins vegar sjötta leiknum í
röð og stefna beina leið í fallbarátt-
una með þessu áframhaldi.
Varnarleikur ÍBV var mjög góð-
ur, sérstaklega þegar leið á seinni
hálfleikinn. Guðfinnur Kristmanns-
son var tekinn úr umferð meira og
minna en hann var eftir sem áður
sterkasti leikmaður liðsins. EmO
Andersen lék mjög vel í horninu,
knattspyrnumarkvörðurinn Gunn-
Sigurður Sveinsson lék mjög
vel með Aftureldingu.
Sekir um
vanmat
- Afturelding vann
„Við mættum ekki einbeittir
til leiks og gerðum okkur seka
um vanmat," sagði Skúli Gunn-
steinsson, þjálfari Aftureldingar,
eftir sigur í kaflaskiptum leik á
Selfossi, 28-25. Selfoss var þrem-
ur mörkum yfir í hálfleik.
„Viö sýndum i þessum leik
hvað við getum verið lélegir en
líka hvað við getum verið góðir,
sérstaklega þegar við leggjum
okkur fram við að spila vörn.
Þetta var breitt bil sem við þurft-
um að brúa en það var samt ekki
spurning að við myndum vinna
leikinn. Ég er ánægður með
karakterinn sem við sýndum í
síðari hálfleik, þetta var góður
vinnusigur," sagði Skúli.
Samleikur Bjarka Sigurðsson-
ar og Sigurðar Sveinssonar í
hægra homi Aftureldingar var
frábær. Saman skoruðu þeir fé-
lagar 16 mörk og vom bestu
menn vallarins.
Sigurjón Bjamason var bestur
í liði Selfyssinga, barðist enda-
laust um allan völl. Dómararnir
vom mjög mistækir og ósam-
stiga, sérstaklega átti Lárus
vafasama dóma. Selfyssingar
vom æfir vegna dómgæslunnar
en það er ekki endalaust hægt að
kenna dómurunum um ófarim-
ar. -GKS
ar Sigurðsson var öflugur í vörn-
inni og Sigurður Bragason kom
mjög sterkur inn í sóknarleikinn.
Hjá ÍBV vantaði bæði Slavisa Raka-
novic og Giedrius Cernauskas sem
eru meiddir, en sóknarleikur liðsins
virðist mun betri án þeirra.
Mikið andleysi er ríkjandi hjá
Haukum þessa dagana. Liðið var
mjög dauft og enginn þar sem skor-
aði fram úr. Sá eini sem komst
skammlaust frá leiknum var Jón
Karl Bjömsson sem kom sex sinn-
um inn á til að taka vítaköst og
skoraði úr öllum. -RS
Sigurður Valur Sveinsson, þjálf-
ari HK, sem verður fertugur innan
skamms, skoraði 16 mörk í gær-
kvöld þegar Kópavogsliðið vann
óvæntan sigur á KA á Ak-
ureyri, 30-29.
HK-menn mættu
grimmir í leikinn og náðu
fljótlega tveggja til þriggja
marka forskoti sem þeir
gáfu ekki eftir þar til imd-
ir lokin.
Lokamínúturnar voru
æsispennandi. Áhorfendur
vom að fara yfir um svo
mikil var spennan. HK var
yflr, 26-27, og fékk
vítakast. Siggi Sveins
skaut í slána og KA-menn
jöfnuðu, 27-27, og leikur-
inn var í jámum. KA komst svo yfir
en Siggi jafnaði fyrir HK úr víti,
29-29, og KA-menn misstu mann út
af. KA-menn ætluðu að hanga á bolt-
Selfoss (16) 25
Aftureld. (13)28
1-0, 2-2, 4-4, 8-5, 9-8, 10-9, 14-10,
15-11, (16-13), 17-20, 19-21, 20-23,
23-25, 24-27, 25-28.
Mörk Selfoss: Sigurjón Bjamason
7, Valdimar Þórsson 6/1, Arturas
Villemas 5, Ármann Sigurvinsson 3,
Björgvin Rúnarsson 2, Haraldur Eð-
valdsson 1, Atli Marel Vokes 1.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 9.
Mörk Aftureldingar: Sigurður
Sveinsson 8, Bjarki Sigurðsson 8/2,
Gintaras Savukynas 6, Gintas Gal-
kauskas 3, Magnús Már Þóröarson 2,
Jón Andri Finnsson 1.
Varin skot: Ásmundur Einarsson
12.
Brottvísanir: Selfoss 8 mín., Aft-
urelding 4 min.
Dómarar: Egill Már Markússon
og Lárus Lárusson.
Áhorfendur: Tæplega 300.
Maður leiksins: Sigurður
Sveinsson, Aftureldingu.
ÍBV (12) 28
Haukar (12) 23
3-1, 7-5, 11-9, (12-12), 14-14, 14-16,
18-16, 21-17, 25-19, 26-21, 28-23.
Mörk ÍBV: Guðfinnur Krist-
mannsson 9/4, Emil Andersen 5, Sig-
urður Bragason 4, Valgarð Thorodd-
sen 3/1, Gunnar Sigurðsson 2, Daði
Pálsson 2, Davíð Hailgrímsson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk-
arsson 16.
Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson
6/6, Kjetil Ellertsen 4, Haildór Ingólfs-
son 3, Sigurður Sigurðsson 2, Óskar
Ármannsson 2, Jón Freyr Egilsson 2,
Einar Gunnarsson 2, Sigurður Þórð-
arson 1, Sturla Egilsson 1.
Varin skot: Jónas Stefánsson 9/1,
Magnús Sigmundsson 4.
Brottvísanir: ÍBV 6 mín. (Harald-
ur Hannesson rautt), Haukar 6 mín.
Dómarar: Ólafur Haraldsson og
Guðjón L. Sigurðsson.
Áhorfendur: Um 250.
Maður leiksins: Guðflnnur
Kristmannsson, ÍBV.
anum fram á síðustu sekúndur en
Hlynur, markvörður HK, varði og
Guðjón Hauksson skoraði fyrir HK
þegar örfáar sekúndur voru eftir.
Sigtryggur, markvörður
KA, komst síðan í gott
færi en var keyrður nið-
ur af þrem leikmönnum
HK. Dómaramir fengu
svo fylgd vallarstarfs-
manna af vellinum.
„Já, dæmið gekk upp
fyrir okkur og við vorum
með frumkvæðið allan
leikinn. Við gáfúm þeim
fjóra bolta í lokin og þeir
náðu að jafna bara út af
því. Við vorum alltaf
tveim til þrem mörkum
yflr og með þessa baráttu
þá er maður aldrei hræddur," sagði
Sigurður Valur Sveinsson við DV
eftir leikinn
-JJ
KA (12) 29
HK (14) 30
0-1, 2-2, 3-4, 4-7, 6-9, 9-10, 10-12,
11-13, (12-14) 14-15, 15-17, 17-20,
19-21, 20-23, 22-25, 25-2C, 26-27, 28-27,
29-28, 29-30.
Mörk KA: Lars Walther 9/1, Hall-
dór Sigfússon 4/3, Hilmar Bjarnason
4, Sverrir Bjömsson 3, Jóhann G. Jó-
hannsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson
3, Leó Öm Þorleifsson 3.
Varin skot: Sigryggur Albertsson
4, Hafþór Einarsson 2.
Mörk HK: Sigurður Valur Sveins-
son 15/3, Hjálmar Vilhjálmsson 4,
Guðjón Hauksson 4, Helgi Arason 3,
Jón Bessi Ellingsen 2, Óskar Elvar
Óskarsson 1, Gunnar Már Gíslason 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson
15/1.
Brottvísanir: KA: 6 mín., HK 6
mín.
Dómarar: Ingi Már Gunnarsson
og Þorsteinn G. Guðnason.
Áhorfendur: Um 350.
Maður leiksins: Sigurður Valur
Sveinsson, HK.
Sextán
- hjá Sigga Sveins í óvæntum HK-sigri
Sigurður Valur
Sveinsson, 16 mörk.
Valur (10) 21
Sljarnan (11)23
1-0, 2-1, 2-3, 3-3, 3-6, 4-7, 7-7, 7-9,
8-10, (10-11), 10-12, 12-12, 12-15, 13-16,
15-16, 16-18, 18-19, 18-23, 21-23.
Mörk Vals: Ári Allansson 5/1,
Einar Öm Jónsson 4/1, Júlíus Gunn-
arsson 2, Davíð Ólafsson 2, Daníel
Ragnarsson 2, Freyr Brynjarsson 2,
Kári Guðmundsson 1, Erlingur Ric-
hardsson 1, Theodór Valsson 1, Jón
Kristjánsson 1/1.
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 12.
Mörk Stjörnunnar: Hilmar Þór-
lindsson 9, Aliaksandr Shamkuts 5,
Konráð Olavsson 4/1, Arnar Péturs-
son 3, Heiðmar Felixson 1, Jón Þórð-
arson 1.
Varin skot: Birkir ívar Guð-
mundsson 19/2.
Brottvísanir: Valur 6 min. (Kári
rautt), Stjarnan 8 mín.
Dómarar: Bjarni Viggósson og
Valgeir Ómarsson.
Ahorfendur: Um 120.
Maður leiksins: Birkir Ivar
Guðmundsson, Stjörnunni.
Stórleikur
Hermanns
Hermann Hreiðarsson átti
stórleik með Brentford í fyrra-
kvöld þegar liðið sigraði Ply-
mouth, 2-0, í bikarkeppni
neðrideildarliðanna í ensku
knattspyrnunni. Hermann
skoraði fyrra markið og var
allt í öllu hjá Brentford.
„Hann var hreint stórkost-
legur í leiknum. Ég skil ekki
af hverju leikmaður í þessum
klassa er ekki i efstu deildinni
hér í Englandi," sagði Ron
Noades, framkvæmdastjóri
Brentford, eftir leikinn.
Brentford á möguleika á að
mæta Chelsea í 3. umferð
ensku bikarkeppninnar og
takist liðinu að sigra fær hver
leikmaður á aðra milljón
króna í bónus. -VS
Essen enn í
vandræðum
Essen er áfram í vandræðum
við botn þýsku A-deildarinnar í
handknattleik eftir tap á heima-
velli, 22-27, gegn Flensburg.
Patrekur Jóhannesson skoraði 2
mörk fyrir Essen en Páll Þórólfs-
son komst ekki á blað.
Kiel komst á toppinn með sigri
á Frankfurt, 29-20. Kiel er með 14
stig, Lemgo 14, Flensburg 13,
Gummersbach 12 og Minden 12. Á
botninum sitja Essen, Dutenhofen
og Schutterwald með 4 stig hvert.
Héðinn Gilsson skoraði mörk
fyrir Dormagen sem burstaði Aue
á útivelli, 33-22, í B-deildinni.
Gústaf Bjarnason og félagar í
Willstatt unnu Hagen, 27-22, og
Rúnar Sigtryggsson og félagar í
Göppingen gerðu jafntefli, 23-23,
við Múlheim.
-VS
Róttækar breytingar í evrópska körfuboltanum:
Körfuknattleikssamband Evrópu
hefur ákveðið að opna öll landamæri
álfunnar fyrir leikmenn alls staðar að
úr heiminum. Ekki hefur verið ákveð-
iö hvort þetta taki gildi á næsta tíma-
bili eða tímabilið 2000-2001. Þetta þýö-
ir að lið í Evrópu geta ráðið til sín eins
marga útlendinga og þau vilja og er
tilgangurinn sá að auka gæði evrópsks
körfubolta. Einnig að koma í veg fyrir
allt brask með vegabréf leikmanna, en
eftir að svokölluð Bosmanregla tók
gildi hafa körfuknattleiksmenn fengið
rikisborgararétt í löndum innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins til að geta
spilað sem innlendir í þeim löndum og
verða í leiðinni miklu verðmætari.
Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa
ákvörðum FIBA og segja þetta koma til
meö að eyðileggja alla uppbyggingu
körfuknattleiks í Evrópulöndunum,
því lið geta ráðið eins marga Amerík-
ana og þau hafa eftii á.
Einnig hafa menn bent á að stuðn-
ingsmenn komi varla á leiki til aö
styðja sitt félag þegar það er ekkert
sem tengir leikmennina við félagið á
einn eða annan hátt, t.d. fyndist stuðn-
ingsmönnum íslensks liðs skrýtið að
mæta á völlinn og horfa á sitt félag
með eintóma útlendinga innanborðs.
Samtök leikmanna víða í Evrópu
hafa fordæmt þessa ákvörðun og lýst
yfir stríði við FIBA. Ekki þykir ólík-
legt að mörg þeirra fari í verkfóll fljót-
lega. Þeim til huggunar getur köifu-
knattleikssamband hvers lands ákveð-
ið hvort það tileinki sér þessa ákvörð-
un, eða aö hluta til. í Evrópumótunum
verður hins vegar allt opið. -BG
Einar Einarsson. þjálfari
Stjörnunnar, er tekinn
föstum tökum af Vals-
mönnunum Jóni Kristjáns-
syni og Theodór Valssyni í
leik liðanna í gærkvöld.
DV-mynd ÞÖK
Óvænt úrslit í 1. deild karla í handknattleik:
Jólagleði hjá IR
- Framarar rassskelltir rækilega í Austurbergi, 33-24
Fram fékk rækilega rassskellingu
hjá ÍR er liðið mætti upp í Austurberg
í gær. Vængbrotnir Framarar, bæði af
skyttuleysi og örlögum síðasta leiks,
áttu þeir aldrei möguleika gegn bar-
áttuglöðum ÍR-ingum sem fundu nú
aftur taktinn á heimavelli þar sem
þeir hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum í
vetur. ÍR vann 9 marka sigur, og það
sem meira er, skoraði 33 mörk í leikn-
um og hélt markahæsta liði deildar-
innar í aðeins 6 mörkum í fyrri hálf-
leik.
ÍR-ingar hafa eflaust tekið mark á
tölfræðinni f DV á þriðjudag sem
sýndi þá með slökustu skotnýtingu í
deildinni þvi þeir nýttu 14 af 17 skot-
um i fyrri hálfleik og 33 af 43 í öllum
leiknum sem gerir frábæra skotnýt-
ingu, 77%. Með frábærri vöm, þar
sem mættur var reynslutröllið Guð-
mundur Þórðarsson á ný, 40 ára og
rúmlega það og frábærri markvörslu
Hallgríms Jónassonar komust Fram-
arar lítt áleiðis og nýttu aðeins 24 af 59
sóknum sínum.
„Þetta er fámennt og erfltt hjá okk-
ur þessa daganna. Menn voru ekki til-
búnir og hinir nýju menn sem komu
inn höfðu ekki trúna. Það verður að
taka á þessu því við látum ekki
rassskella okkur tvisvar í röð,“ sagði
Þór Bjömsson, fyrirliði Fram.
„Við vildum sýna að við værum
með í þessu og liðið sýndi þá baráttu
sem þarf til að vinna leiki. Við unnum
þennan leik fyrst og fremst á vörn-
inni. Ég vona samt ekki að við höfum
haldið jólin of snemma í ár, við stefn-
um á að halda jólin á sunnudag eftir
leikinn við Hauka,“ sagði Kristján
Halldórsson, þjálfari fR. HaUgrímiu-
Jónasson, markvörður ÍR, var maður
leiksins. „Viö vomm ákveðnir í að
koma og vinna þetta.Við ætlum okkur
ekki að vera þama niöri heldur í 8
liða úrslitum og þetta var liður í því.“
Hjá ÍR áttu Hallgrímur og Guð-
mundur mjög góðan leik en ekki má
gleyma framlagi Ólafs Sigurjónssonar
og Brynjars Steinarssonar sem sönn-
uðu sæti sitt í byrjunarliðinu. Ragnar
Óskarsson spilaði lítið í fyrri hálfleik
en gerði 8 frábær mörk í þeim seinni.
Hjá Fram stóð Njörður Árnason upp
úr. -ÓÓJ
Knattspyrna:
Ágúst á
heimleið
Ágúst Gylfason knattspyrnumaður, sem
leikið hefur með norska A-deildarliðinu
Brann síðustu fjögur árin, er á heimleið.
Samningur hans við Brann er úti. Fyrir
nokkru bauð félagið honum að framlengja
samning sinn við félagið um eitt ár sem hann
hafnaði enda var hann þá á sama tíma til
reynslu hjá enska B-deildarliðinu Tranmere.
Ekkert varð hins úr því að honum yrði
boðinn samningur í Englandi.
„Eins og staðan er í dag þá eru mestar líkur
á að ég spili á íslandi næsta sumar. Við erum
þessa dagana að pakka niður og reiknum með
að koma heim á næstu dögum. Ég hef samt
ekki útilokað að komast að hjá einhverju
erlendu félagi. Verði niðurstaðan sú að ég
spila heima í sumar er það óljóst á þessari
stundu með hvaða liði ég mun leika,“ sagði
Ágúst í samtali við DV í gær en hann lék með
Valsmönnum áður en hann gekk í raðir
Brann. -GH
Ágúst Gylfason leikur líklega
á Islandi næsta sumar.
Sveinn í
84. sætið
Sveinn Sölvason er í 84. sæti á
nýjum styrkleikalista Alþjóða
badmintonsambandsins í einliða-
leik karla. Þetta er í fyrsta skipti
sem hann kemst í hóp 100 bestu í
heiminum en hann lýsti því yfir
fyrir skömmu að takmarkið væri
að ná því fyrir jól.
Sveinn keppir næst á opna
írska meistaramótinu í Dublin
um helgina, ásamt Tryggva Niel-
sen. Þeir keppa þar saman í tvi-
liðaleik, auk einliðaleiksins.
-VS
Jóhann til Eyja
íslands- og bikarmeistarar ÍBV hafa gert þriggja ára samn-
ing við siglfirska knattspyrnumanninn Jóhann G. Möller. Jó-
hann er tvítugur sóknarmaður og skoraði 15 mörk í 2. deild og
bikarkeppninni fyrir KS í sumar.
„Stefnan hjá okkur er sú að gefa okkar yngri mönnum auk-
in tækifæri næsta sumar. Okkur vantaði hins vegar sóknar-
mann í þann hóp og Jóhann var því álitlegur kostur,“ sagði
Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við
DV. -VS
Magalending
- hjá Gróttu/KR gegn FH í Kaplakrika
Leikmenn Gróttu/KR fengu harða
magalendingu í gærkvöldi þegar þeir
steinlágu fyrir FH í Kaplakrika,
29-20, en um síðustu helgi unnu þeir
frækinn sigur á Val í bikamum.
FH-ingar voru betri á öllum svið-
um handboltans og léku gesti sína
oft grátt. Eftir jafnar upphafsmínút-
ur tóku heimamenn leikinn í sínar
hendur. Þeir léku sterka vöm sem
gestunum gekk illa að finna svar
við og hún skilaði þeim 10 mörkum
úr hraðaupphlaupum.
FH-ingar spiluðu sem ein sterk
liðsheild. Vörnin og hraðaupphlaup-
ÍR (14)33
Fram (6)24
3-0, 3-1, 5-2, 6-4, 12-5, 12-6, (14-6),
15-6, 15-9, 17-9, 19-11, 21-12, 21-15,
24-17, 26-17, 31-22, 32-22, 33-23, 33-24.
Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 8,
Ólafur Sigurjónsson 7/2, Finnur Jó-
hannsson 5, Erlendur Stefánsson 3/1,
Brynjar Steinarsson 3, Róbert Rafns-
son 3, Jóhann Ásgeirsson 2/1, Ragnar
Már Helgason 2.
Varin skot: Hallgrimur Jónasson
22/2, Hrafn Margeirsson 1/1.
Mörk Fram: Njörður Árnason 8,
Guðmundur H. Pálsson 5, Andrei Ast-
aflev 5/1, Vilhelm Bergsveinsson 2,
Björgvin Þór Björgvinsson 2, Kristján
Þorsteinsson 1, Róbert Gunnarsson 1.
Varin skot: Sebastian Alexanders-
son 5, Þór Bjömsson 4.
Brottvísanir: ÍR 10 min., Fram 8
mín.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars-
son og Arnar Kristinsson. Stóðu sig
vel.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Hallgrímur Jón-
asson ÍR. Heimsklassamarkvarsla.
in voru sterkustu vopn FH í leikn-
um og í sókninni brá oft fyrir ágæt-
um töktum. í sterku liði FH léku
Hálfdán, Guðmundur og Valur best
og greinilegt er að FH er hægt og
bítandi að ná fyrri styrk eftir slakt
gengi framan af. Leikur Gróttu/KR
var meira og minna í molum allan
tímann og liðið var óþekkjanlegt frá
því gegn Val. Vörnin var hriplek og
sóknin eitt allsherjar hnoð. Þessum
leik þurfa leikmenn Gróttu/KR að
gleyma sem fyrst en meö sama
áframhaldi er víst að liðið veröur í
bullandi fallslag. -GH
FH (15) 29
Grótta/KR (11) 20
1-0, 2-4, 5-5, 8-7, 12-7, 14-10, (15-11),
16-14, 19-15, 22-15, 15-17, 27-19, 29-20.
Mörk FH: Guðmundur Pedersen
8/4, Valur Arnarson 5, Hálfdán Þórð-
arson 5, Sigurgeir Ægisson 3, Knútur
Sigurðsson 3, Lárus Long 3, Gunnar
Beinteinsson 2, Guðjón Árnason 1,
Sverrir Þórðarson 1, Gunnar N.
Gunnarsson 1.
Varin skot: Magnús Árnason 10,
Elvar Guðmundsson 4.
Mörk Gróttu/KR: Zoltan Belánýi
5/3, Davíð Gíslason 3, Alexander Pet-
erson 3, Gísli Kristjánsson 3/1, Magn-
ús A. Magnússon 2, Gylfl Birgisson 2,
Armandas Melderis 1, Gylfl Gylfason
1.
Varin skot: Sigtryggur Höskulds-
son 5, Heiðar Guðmundsson 3.
Brottvísanlr: FH 8 mín.,
Grótta/KR 4 mín.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þor-
lákur Kjartansson, góöir.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Hálfdán Þórðar-
son, FH.
1. DEILD KARLA
Afturelding 12 9 1 2 321-288 19
Valur 12 8 0 4 283-254 16
Fram 12 8 0 4 332-304 16
Stjaman 12 7 1 4 295-293 15
KA 12 7 0 5 308-299 14
ÍBV 12 6 1 5 282-276 13
FH 12 5 1 6 292-284 11
ÍR 12 5 0 7 300-318 10
Haukar 12 4 1 7 321-326 9
HK 12 3 2 7 284-313 8
Grótta/KR 12 2 3 7 296-323 7
Selfoss 12 2 2 8 277-313 6
Sigurður Sveinssort, þjálfari HK, var
einu marki frá því að jafna sinn besta
árangur i 1. deild þegar hann gerði 16
mörk gegn KA. Siggi hefur tvisvar
gert 17 mörk í leik. Hann hefur hins
vegar aldrei gert jafnmörg mörk að
vítaköstum slepptum, eða 13. Siggi er
nú aðeins tveimur mörkum á eftir
markahæsta leikmanni deildarinnar,
Bjarka Sigurðssyni, Aftureldingu.
HK vann í gærkvöld fyrsta sigur sinn
á KAá Akureyri í 16 ár, eða síðan
Kópavogsliðið sigraði þar, 15-10, áriö
1982.
Ragnar Óskarsson skoraði 8 mörk
úr 10 skotum í seinni hálfleik, þar af
6 mörk ÍR-inga í röð á sjö mínútna
kafla. Ragnar endaði síðan kvöldið
með ótrúlegu marki, skoraði fyrir
utan með undirskoti í gegnum bæði
klof sitt og vamarmannsins.
Byrjun ÍR-inga í gær var ótrúleg. Eft-
ir 15 sóknir og 22 og hálfa minútu
voru þeir búnir að gera 12 mörk gegn
aðeins 5 hjá Fram.
Framarar klúðruðu 5 vítum í gær.
Hallgrímur Jónasson varði 2,
Hrafn Margeirsson eitt auk þess
sem Njörður Árnason skaut í stöng
og Vilhelm Bergsveinsson guggnaði
á vítalínunni og fékk á sig töf. -ÓÓ J
*