Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
Spurningin
Hvað gefurðu margar
jólagjafir?
Pétur Eyfjörð sjómaður: Um tíu.
Tómas Haíllðason nemi: Sjö.
Aðalheiður Sigbergsdóttir nemi:
Níu.
Guðbjörg Tómasdóttir: Um tutt-
ugu.
Valgeir Árnason nemi: Ég hef
ekki hugmynd.
Ingólfur Ingólfsson smiður: Um
tuttugu.
Lesendur
Tíminn er allur
afstæður
Fólk fékk póstinn tvisvar á ári og gluggapóstur var einnig nær óþekkt fyrirbæri, segir
Konráð m.a. í bréfinu.
Konráð Friðflnnsson
skrifar:
í þá daga er menn
höfðu enga bíla til að
skutla sér á milli staða
hafði tíminn aðra
merkingu en nú gerist.
í þá daga var það t.d.
ekki óalgengt að fólk
fengi póstinn sinn frá
útlöndum tvisvar eða
þrisvar á ári eða eftir
því hvemig skipaferð-
um var háttað til lands-
ins. í þann tíð komu
skipin sem sé ekki
vikulega eins og tíðkast
í dag.
Gluggapóstur var
einnig nær óþekkt fyr-
irbæri þótt hann tröll-
ríði húsum og heimil-
um í dag. í sumum til-
vikum er svo komið að
sá þykir áhugaverðast-
ur sem fær mest af
þessum óhugnaði inn
um bréfalúguna. Þá
hlakkar einnig í lögmönnum sem
sjá fram á næga atvinnu. Því sann-
leikurinn er sá að ekki geta allir
greitt í samræmi við beiðni
sneplanna og þá fer stundum illa
hjá fólki.
Timinn er allur afstæður, það
þekkjum við öll. - Hver kannast til
dæmis ekki við þá tilfinningu að
finnast tíminn aldrei ætla að líða
hjá? Augnablikið sem heil eilífð og
þar fram eftir götunum. En þegar
horft er um öxl má hins vegar sjá á
hvilíkum ógnarhraða líf manna hef-
ur verið og maður undrast hve lítið
hefur orðið úr verki. Einnig sér
maður suma atburði í eigin lífi sem
gátu hæglega hafa gerst i gær, svo
nálægt eru þeir í minningunni.
Billy Graham, hinn kunni banda-
ríski prédikari, sagði eitt sinn að hið
eina sem raunverulega hefði komið
sér á óvart á lífshlaupinu væri
hversu stutt lífið væri og hve hratt
það liði hjá. Billy Graham er eins og
margir kannski vita kominn á þann
aldur að hann man tímana tvenna og
sem aðeins aldurinn sjálfur er fær
um að veita. Og í því samhengi eru
þessi ummæli höfð eftir honum.
Það er ekki ýkja langt um liðið
síðan íslendingar sættu sig við að fá
fréttir frá útlöndum með nokkurra
mánaða millibili. Flaug þá líka
fiskisagan um öll héruð, er hún loks
barst hingað. Oft eilítið stilfærð hjá
síðasta manni er sagði hana, líkt og
enn gerist hér þegar tíðindi berast.
Það eru nefnilega ekki allir trúir
upphafinu og það má líka byggja á
tímanum sem er alltaf sagður af-
stæður og er það sjálfsagt.
Ráðherra aflétti veðunum
Jón Pálmi Steingrimsson skrifar:
Nú hefur komið í ljós að forsætis-
ráðherra hefur heimilað veðsetning-
ar á eignum mínum án heimildar
vinar hans og án nokkurrar laga-
heimildar. Það verður ekki séð að
hann hafi persónulegan ávinning af
þessu, þótt öðru máli skipti um ut-
anríkisráðherra hans.
Forsætisráðherra er æðsti yfir-
maður framkvæmdavaldsins og því
ábyrgur sem slíkur fyrir bankavaldi
og landhelgisgæslu. Fyrrverandi
bankastjóri og áður flokksbróðir
seldi af skipi þær aflaheimildm sem
á skipinu voru, án heimilda að lög-
um. Skip þetta var tekið sem land-
helgisbrjótur og var fært til hafnar.
Menn sem voru í fullum rétti að
veiðum voru mannorðssviptir. Þeir
og fjölskyldur þeirra urðu fyrir
óþægindum og fjárútlátum. Hvernig
hyggst nú ríkisstjómin bæta þann
skaða og mannorð sem gjörningar
þessir hafa valdið öðrum?
Nú vil ég biðja forsætisráðherra
að aflétta þeim veðum af því sjávar-
fangi sem mér og minni fjölskyldu
tilheyrir. Að veðsetja fiskinn í sjón-
um er jafn siðlaust og veðsetning í
óbyggðum húsum í Kópavogi sem
ráðherra dásamar svo mjög. Ráð-
herra varði ekki atvinnurétt um-
ræddra manna eins og áður er sagt
heldur mannorðssvipti þá. - Vona
ég að ríkisstjórnin fari að lögum í
framtíðinni. Nýfallinn Hæstaréttar-
dómur yfir ríkisstjórninni sannar
að umrædd taka skipsins á sínum
tíma var lögbrot sem rfkissjóður
verður að bæta.
Lýðræði og stjórnmála-
flokkar í hættu
Magnús Sigurðsson skrifar:
Ég sé ekki betur en lýðræðið, sem
við höfum gjarnan státað af, sé hætt
komið. Þetta er engin einkaskoðun
mín heldur margra sem ég hef hitt
að máli. Hættan steðjar líka og
kannski mest að stjórnmálaflokkun-
um sem gegna þeirri skyldu að vera
uppistaða málefnalegrar umræðu
innan löggjafarþingsins. Já, til þess
eru flokkarnir hugsaðir, að spegla
alla fleti þjóðlífsins. Nú virðist
breytt viðhorf á þessu innan sjálfs
Alþingis. Það er það alvarlegasta.
Það gerist nú æ oftar að þingmenn
sem kosnir eru á þing innan sinna
QJHÍIjMGM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringíð í síma
vLg&SSo 5000
milli kl. 14 og 16
Á Alþingi. - Eru þingmenn samviskufangar innan
flokkanna sem fleytti þeim á þing?
stjórnmálaflokka ákveða upp á sitt
eindæmi að yfirgefa sinn flokk og
ýmist stofna aðra nýja eða skipta um
flokk (á Alþingi!). Látum vera þótt
þingmaður segi sig úr þingflokki sín-
um og lýsi yfir að hann sé óflokks-
bundinn eftir það og muni starfa
sjálfstætt það sem eftir lifir þings. -
Sem er þó nógu
slæmt og vafamál að
geti staðist, án þess
að hann víki hrein-
lega af þingi og
varamaður komi
inn í viðkomandi
flokk.
Hitt, að þingmað-
ur gangi úr sínum
flokki til að fara í
annan (á starfandi
þingi), það er ekki
aðeins siðlaust og
svik i augum kjós-
enda hans heldur
hlýtur það að vera
kolólöglegt, sem og
að stofna nýja
flokka á kjörtímabil-
inu innan Alþingis.
Það sem brennur
á almenningi nú er að fá svör fróðra
manna um hvernig allt þetta megi
viðgangast. Fjölmiðlar virðast ekki
taka á málinu í takt við almennings-
álitið. Þeir slá þessu upp í hálfkær-
ingi, þegar best lætur, en leita hvergi
skýringa. - Á almenningur þá
kannski hvergi skjól meir?
DV
Óþarfa nefnda-
fargan
Lúðvík hringdl:
Það er ekki að spyrja að stjórnsýsl-
unni, hún er mannfrek og tekur sinn
skerf af þjóðarkökunni. Það er ekki
bara að ráðuneytin séu mannmörg
og þar sé hver silkihúfan upp af
annarri heldur starfrækja ráðuneyt-
in sérstaka þjónustu þar sem starfa
ekki fleiri né færri en 665 nefndir
með hálft fjórða þúsund nefndar-
manna. Þessir starfsmenn kosta okk-
ur skattgreiðendur tæpar 240 millj-
ónir króna, bara það sem af er þessu
ári og verður reikningurinn eflaust
hærri. En til hvers allar þessar
nefndir, eru þetta uppbætur á laun
opinberra starfsmanna eða einhvers
konar jöfhunargreiðslur á milli póli-
tfsku flokkanna? Mér sýnist það
einmitt vera af þeim toga sem nefnd-
irnar eru skipaðar. Þetta er ótækt.
Sólon auminginn
á Rás 2
Soffía hringdi:
Mér þykir alltaf jafn ömurlegt þeg-
ar þeir morgunhanar og hænur á
Rás 2 taka að leika lagið um Sólon ís-
landus eða Sölva Helgason. Þetta
kalla ég einfaldlega „aumingjalagið"
á Rás 2. Hvergi hefur þetta lag verið
spilað jafnoft og þar. Það er sérstak-
lega textinn sem fer í taugarnar á
mér, strekktar eftir nætursvefninn
og alla draumana. Þegar maður
vaknar dauðþreyttur eftir drauma-
flóðið er ekki á bætandi að fá þenn-
an vesæla Sölva yfir sig aftur og aft-
ur. Ég er farin að hlusta enn meir á
Rás 1 og nú eftir síðasta Sölva 1
morgun (þriðjudag) læt ég mér meira
en vel líka tónlistin hjá Lönu Kol-
brúnu, þar er þó smekkur í lagavali.
Burt með flokka-
flækingana
Dóri skrifar:
Ég get ekki að því gert en mér
blöskrar orðið þessir flokkaflæking-
ar sem nú sitja á Alþingi. Finnst
fólki þetta ekki orðið ömurlegt? Al-
þingi situr uppi með þingmenn sem
voru kosnir sem fulltrúar sinna
flokka og kannski mest af því að þeir
sátu sem fuUtrúar einmitt þar en
hverfa svo á braut með aUt öðrum
sem túlka stjórnmálin allt öðruvísi
en þeir hinir sömu gerðu er þeir
voru kosnir á þing. Þetta þýðir bara
eitt: þingmönnum á Alþingi er ekki
treystandi. Þeir geta, hver sem er og
hvenær sem er, hlaupist brott frá
stefnu síns flokks ef þeim sýnist svo.
Hvar standa kjósendur þeii'ra? Burt
með flokkaflækingana.
Sjómenn og
kröfur þelrra
Lárus skrifar:
Það er ekki hægt að verja málstað
sjómanna sem enn standa á því eins
og hundar á roði að þeim beri sjó-
mannaasfsláttur, þ.e. skattaafsláttur
sem engir aðrir hafa. En það er ekki
nóg með það, þeir vilja líka að hið
opinbera komi tU móts við óskir
þeirra um skert lífeyrisréttindi.
Þessi málstaður sjómanna er ekki
þeim tU framdráttar. Raunar eiga
stjómvöld að taka í taumana varð-
andi kröfur sjómanna sem þeir hafa
sífellt haft á oddinum og hafa fengið
sínum málum framgengt með því að
ganga á fund ráðherra sérstaklega
með sinar kröfur í farteskinu. Líf
okkar hér í landinu snýst nú ekki al-
farið um sjómenn og sjávarútveg.
Sem betur fer.
Óttast verð-
bréfafárið
Grétar hringdi:
Ég vU skora á skynsamt fólk að
láta sér ekki lynda hinn stöðuga
áróður fyrir því að eyða fé sínu tU
verðbréfakaupa hér og þar í þjóðfé-
laginu. Ég óttast verulega þetta verð-
bréfafár, sem hér ríkir. Ég get ekki
séð annað en þetta skapi eitt allsherj-
ar hrun á fjármagnsmarkaðinum
strax upp úr áramótum. Jafnvel fyrr.
Svona lítil þjóð með takmarkað eigin
fjármagn ræður ekki við þetta verð-
bréfaflóð.