Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
Fréttir
Kvótadómur Hæstaréttar:
Dómar mega ekki
vekja upp drauga
- segir Jón Steinar Gunnlaugsson og gagnrýnir harðlega kvótadóm Hæstaréttar
„Það sem auðvitað er slæmt við
dóminn er að hugtakanotkun og úr-
lausnin í dóminum skuli ekki vera
nægilega skýr til þess að við getum
séð það greinilega hvað dómurinn
er að fara. Hann er að nota hugtök
öðruvísi en í lögunum sjálfum.
Þetta kemur í ljós þegar dómurinn
segir fullum fetum að það sem fjall-
að sé um í 5. grein sé svokölluð
veiðiheimild," segir Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmað-
ur. Enn einu sinni gagnrýnir hann
Hæstarétt íslands. Það gerði hann
sem ungur lögmaður í gagnrýninni
bók fyrir allmörgum árum.
„Dómar eiga auðvitað að vera til
þess fallnir að ljúka málum, skýra
þau, í stað þess að vekja upp
drauga. Mér finnst það annmarki á
þessum dómi hversu óskýrt er tal-
að. Lögfræðingastétt landsins er
vegna þess að deila um það hvað
felist í þessum dómi. Það er fyrst og
fremst vegna þess að hann er alls
ekki nógu skýr. Ég hika því ekki við
að gagnrýna dóminn fyrir það,“
sagði Jón Steinar.
Jón Steinar segir að vissulega
gildi viss pólitískur ágreiningur um
kvótakerfið. Eins og oft gerist í slík-
um tilvikum séu ýmsir lögmenn aö
túlka eftir pólitískum vilja sínum
en þýðingarmikið sé að menn greini
þarna á milli. Varlega verði að fara
í að túlka fordæmisgildi dóma.
Hvert mál hafl sín sérkenni.
Jón Steinar segir að lögfræðilega
sé munur á þeim atriðum sem fjall-
að er um í 5. grein laganna og
snerta almennt veiðileyfi í fiskveiði-
lögsögunni og svo þeim réttindum
sem menn öðlast til aflahlutdeildar
og kvóta sem fjallað sé um í öðrum
greinum laganna.
„Það er ljóst að lögin sjáif greina
hér skýrt á milli. En ég held að lög-
fræðilega sé munur á þessu tvennu.
Mín rök eru þau að í 5. grein er fjall-
að um eins konar „aðgöngumiða"
að veiðunum. Þar er mælt fyrir um
það hverjir yfirhöfúð geti fengið
réttindi til að stunda veiðar í fisk-
veiðilögsögunni. Þau réttindi eru
bundin við ákveðna skipaeign aftur
í tímann eða eign skipa sem komið
hafa í stað annarra sem hafa veriö
úrelt. Ég held að það séu alveg gild
sjónarmið fyrir því sem felst í dómi
Hæstaréttar að segja að þessi háttur
við að ákveða hverjir geta fengið
þennan aðgöngumiða standist ekki.
Þetta snertir almennt atvinnufrelsi
á þessu sviði,“ sagði Jón Steinar.
„En lítum aðeins á hitt atriðið,
grundvallaratriði í fiskveiðistjóm-
unarkerfinu, það er að segja að
ákveða aflahlutdeild og kvóta. Þar
gegnir í raun allt öðru máli. Þar
háttar svo til að einhvern tíma þeg-
ar þessu kerfi er komið á þá tók lög-
gjafinn um það pólitíska ákvörðun
að koma heimildunum til að veiða,
kvótaheimildunum, í hendurnar á
þeim mönnum sem þá höfðu stund-
að veiðarnar. Löggjafinn taldi sig
gera það með málefnalegum hætti
þar sem gætt væri meðal jafnræðis
milli allra þeirra sem nýtt hefðu
þessi réttindi fram til þess tíma. Það
var pólitísk ákvörðun að koma þess-
um réttindum í hendumar á þess-
um mönnum. Ég tel ekki að dóm-
stólar geti hróflað við henni. Við
getum deilt um það hvort löggjafinn
hefði átt að gera þetta einhvem veg-
inn öðmvísi en það er pólitískur
ágreiningur," sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson.
Jón Steinar segir að næsta spurn-
ing sé hvað felist í dómi Hæstarétt-
ar. „Ég held það sé ótvírætt að
Hæstiréttur telji 5. greinina ekki
standast og það finnst mér tæk nið-
urstaða. Það er alveg ótvírætt að í
dóminum felst ekki að úthlutun
aflahlutdeildar og kvóta stangist á
við stjórnarskrá. Það eina sem
menn geta gert sér í hugarlund er
það að vegna almennra orða í dóms-
forsendunum felist einhver ráða-
gerð um það að ef það mál verði bor-
ið undir dóminn muni hann dæma
það á svipuðum nótum og hann
dæmdi þetta. Ég vil nú taka vara
við að menn álykti þannig. Það er
lögfræðilegur grundvallarmunur á
þessum tvenns konar takmörkun-
um til veiðanna," sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson.
-JBP
Sótt að Haraldi Ólafssyni
Það fór ekki mikið fyr-
ir þeirri frétt sem einna
mestu skipti í gær. Hún
var eindálkur á erlendri
fréttasíðu og hvarf að
kalla í kvótadeilum og
kennitölufári, málum
sem heltaka landsmenn
þessa dagana. Þessi frétt
er þó mannleg sem mest
má verða en trauðla
stórmannleg. Hún snýst
nefnilega um það að
Norðmenn, grannar okk-
ar og frændur í austri,
sækja hart að sínum
kóngi, Haraldi Ólafs-
syni.
Kóngurinn norski er
hinn besti drengur og
hefur farið prúðmann-
lega með vald sitt. Það
virðist þó eitthvað fara í
taugamar á nýríkum
þegnum hans. Margir
þeirra krefjast þess að hinn frómi kóngur segi af
sér og rými konungshöllina fyrir kjömum for-
seta. Þetta er þó ekki allt. Það spurðist nefnilega
að kóngur hefði skotið fasana í nágrannaríkinu
Svíþjóð, taminn fúgl að sagt var.
Er nema von að menn slái sér á lær hérlendis
og skilji lítt. Haraldur veiddi í jólamatinn fyrir
sig og sína drottningu. Það hefur hingað til þótt
manndómsbragur að því að sækja sjálfúr sína
bráð. Skattgreiðendur þurfa þá ekki að greiða
ofan í hann steikina. Ekki getur kóngur gert að
því þótt fasaninn hafi ekki verið villtari en hann
var.
Það hefur lengi tíðkast hér á landi að sækja sér
hænsnfugl í jólamatinn, rjúpu sem vart flýgur
undan nema alveg sé komið að henni. Svipað er
þetta meö fasanann. Hann forðar sér ekki fyrr en
á síðustu stundu. Raunar flutti ágætur Austfirð-
ingur inn nokkur fasanaegg í vor og hefur komið
dulitlum fasanastofni á Héraði. Þegar stofninn
verður nægilega stór á að sleppa fuglunum i aust-
firskt skóglendi og leyfa mönnum að veiða. Eng-
inn hefur amast við því enda era íslendingar
ekki smámunasamir.
íslendingar standa með Noregskonungi þótt
bróðurpartur þjóðar hans geri það ekki. Þeir vOja
hafa hann áfram í höllinni og afkomendur hans
þegar fram líða stundir. Þá má sá góði maður
skjóta hænsnfugl án þess að stórtíðindi þyki.
Fram kom í fréttinni að eina vonin til þess að
hugga kóng, eftir þennan atgang norsku þjóðar-
innar, sé að senda honum jólakort. Vist væri gott
ef íslendingar sýndu hug sinn í verki og sendu
kóngi jólakveðju. Það munar ekki um kepp I slát-
urtíðinni. Flest íslensk heimili senda þetta 20-30
jólakort og þá munar litlu þótt eitt til viðbótar sé
stílað á Harald kóng í norsku höllinni. Dagfari
ætlar að minnsta kosti að senda þeim konungs-
hjónum kort og óska þeim gleðilegra jóla, árs og
friðar. í kortinu verður hlý kveðja, svolítill
stuðningur vegna hænsnfúglsins og tillaga um
heimsókn í austfirskan skóg til fasanaveiða.
Kannski Haraldur sendi þá á móti kveðju um
eða eftir áramótin, segi hvernig fasaninn smakk-
aðist og hvemig sósan lukkaðist hjá Sonju.
Dagfari
Fór stolni vél-
sleðinn suður?
Dy Akuœyri:
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
leitar að vélsleða og yfirbyggðri
kerru sem sleðinn var í en hvoru
tveggja var stohð við fyrirtækið
Baugsbrot viö Frostagötu á Akur-
eyri á fostudagskvöld.
Sleðinn er af gerðinni Indy 650
RXL, árgerð 1991, blár að lit með
skráningamúmer SM-029. Kerran
sem er fyrir einn sleða er óskráð, yf-
irbygging hennar er úr svörtu áli
en grindin nýsprautuð grá og
klæðning á grind úr brúnum
krossviði.
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
hefúr heimildir fyrir því að bíll með
svipaða kerru hafi verið á ferðinni
sunnan við Borgames snemma á
laugardag og gæti verið um stolnu
kerruna að ræða. Rannsóknarlög-
reglan biður því þá sem gætu gefið
einhveijar upplýsingar sem að gagni
gætu komið við að upplýsa málið um
að hafa samband við sig. -gk
Sænskt leður-
fyrirtæki í
Skagafjörð?
DV, Akureyri:
„Ef af þessu verður þá verður
keypt fullkomin verksmiðja og
stofnað hlutafelag um reksturinn.
Málið er hins vegar ekki komið
lengra en það að hlutafélagið hefur
ekki verið stoftiað, en það skýrist á
næstu dögum hvort af því verður,“
segir Brynjar Pálsson í atvinnu-
málanefnd Skagafjarðar, um það
hvort sænskt fyrirtæki sem ffarn-
leiðir m.a. leðurhulstur utan um
farsíma verður keypt frá Svíþjóð á
næsúmni.
Brynjar segir að um sé að ræða
fjölskyldufyrirtæki og ef af kaupun-
um yrði myndi aðaleigandi þess
væntanlega starfa með nýjtun eig-
endum hér á landi í 2-3 ár meðan
tökum væri náð á framleiðslunni.
Skagftrðingar hafa aðeins átt við-
skipti við þetta sænska fyrirtæki
þvi Sjávarleður á Sauðárkróki hef-
ur selt fyrirtækinu sútað fiskroð
sem notað hefúr verið i símahulst-
ur.
Taliö er að fyrirtækið geti veitt
8-14 manns atvinnu og kæmi það
sér vel fyrir Skagfirðinga að fá slíkt
fyrirtæki til sín. Brynjar Pálsson.
segir hins vegar að of snemmt sé að
segja fyrir um hvort af því verði, at-
vinnumálanefndin vinni að undir-
búningi málsins með öðrum aðilum
en væntanlega skýrist það á næst-
unni hvort málið gengur upp. -gk
Starfsdagur í
Laufási
DVAkureyn:
Hinn árlegi starfsdagur á að-
ventu í Laufási í Eyjafirði verður
nk. sunnudag og hefst kl. 13 með
helgistund í kirkjunni.
Að henni lokinni hefst dagskrá í
gamla bænum þar sem fram fer
jólaundirbúningur eins og tíðkaðist
hér á landi fyrir 100 árum. í bað-
stofu verður fólk við iðju sína, s.s.
kertagerð og tóvinnu, og þar verður
skorið laufabrauð. í eldhúsi verður
laufabrauðið steikt og á hlóðum
sýður hangikjöt og gefst gestam
tækifæri til að bragða á því. í stof-
unni verður setið við að útbúa jóla-
skraut. Nemendur grunnskólans á
Grenivik selja kakó og piparkökur
og þá er von á jólasveinum sem
munu stjóma hringdansi kringum
jólatré sem verður fyrir framan
gamla bæinn. Aögangseyrir er 200
krónur fyrir eldri en 12 ára. -gk
Banaslysið í
Eyjafirði
DV, Akureyri:
Maðurinn sem lést í bifreiðar-
slysi á Moldhaugnahálsi í Eyja-
firði á þriðjudagsmorgun hét Ás-
geir Ásgrímsson. Ásgeir var 44
ára, búsettur á Akureyri. Hann
lætur eftir sig þrjú börn. -gk