Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 6
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Ódýrar jólagjafir Könnur meö nöfnum Leir Postulín Höföatúni 4 síml 552 1194 UTILJOS ótrúlegt verð! Verð: 1.390. Fæst í svörtu og hvítu Verð: 1.490. Fæst í svörtu og hvítu Verð: 1.290. Fæst í svörtu og hvítu K Verð: Fæst í svörtu og hvítu RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 Neytendur Jólaklipping á landsbyggöinni: 387% verðmunur á klippingu barna Neytendasamtökin könnuðu ný- lega verð á ýmiss konar þjónustu á 27 hársnyrtistofum á Vestíjörðum, Eyjafjarðarsvæðinu og á Selfossi. I ljós kom að mikill verðmunur er á þessari þjónustu á þeim stofum sem könnunin náði til og má ætla að hann endurspegli mjög breytilegt verð um land allt, eins og raunar var staðfest í könnun Samkeppnis- stofnunar á verði á þessari þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem nýlega var birt í DV. Margar hársnyrtistofur gefa upp verð frá einhverri ákveðinni upp- hæð og meta síðan sérstaklega þau tilvik þegar beðið er um þjónustu umfram það sem þær telja eðlilegt. Innifalið í verði er efni en ekki er lagt mat á gæði þeirra efna sem not- uð eru. Flestar stofumar bjóða elli- og ör- orkulífeyrisþegum afslátt frá 10% og allt upp í 25%. Mismunandi verð Mestur reyndist verðmunurinn vera á barnaklippingu á milli þeirra stofa sem kannaðar vom. Bama- klipping kostar minnst 300 krónur hjá hársnyrtistofunni Ametyst á ísafirði en mest 1460 krónur hjá Hártískunni á Ak- ureyri. Munurinn var minni á verði klippingu kvenna og karla en þó um- talsverður. Ódýrast er fyrir karlmenn að láta klippa sig á Hárgreiðslustofu Önnu á Selfossi og Hjá Kellý á Pat- reksfirði. Þar kost- ar herraklippingin 1200 krónur. Dýr- ast er hins vegar fyrir karlmenn að láta klippa sig hjá hársnyrtistofunum Passion og Medullu á Akureyri og á hársnyrtistofunni Jódý á Dalvík. Þar kostar herrra- klippingin 1700 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði á herraklipp- ingu er því 42%. Munurinn á hæsta og lægsta verði á dömuklippingu er 54%. Ódýrast er fyrir konur á lands- byggðinni að láta klippa sig Hjá Kellý á Patreksfirði fyrir 1300 krón- Jólaklippingin - á landsbyggöinnii- Klipping kvenna Klipping kaiia ■£. 2000 kr. £ •a JC S 1300 kr. I ■é-e 1700 kr. © £ 3 3 X * > < < £ c m Q o = 1200 kr. Lægsta ■°3i £ O >, V) = ► ® co * i ‘<5. Lægsta Klipping bama Litun í stutt hár f 1460 kr. Hæsta 3000 kr. 300 kr. V) I . Lægsta I E < f|p|® 1600 kr. o- T?Wi' í Lægsta Strípur í stutt hár Permanent í stutt hár Jólaklippingin er mjög misdýr eftir því hvert er farið. ur en dýrast er fyrir konur aö láta klippa sig á Medullu á Akureyri þar sem klippingin kostar 2000 krónur. Litun og liðun Mörgum fmnst ómissandi að láta setja fallegan lit eða strípur í hárið eða jafnvel fá sér fallega lokka fyrir jólin. Ef skoðað er verð á litun í stutt hár kemur í ljós að 88% munur er á hæsta og lægsta verði í þessum verðflokki. Ódýrast er að láta lita hárið á Stínukoti á Patreksfirði fyr- ir 1600 krónur en dýrast á Osone á Selfossi fyrir 3000 krónur. Hundrað prósent verðmunur er á strípum í stutt hár. Þær em ódýrastar á 1900 krónur á Ametyst á ísaflrði og Hjá Kellý á Patreks- flrði en dýrastar á Osone á Selfossi á 3800 krónur. Að lokum má nefna að 87% verð- munur er á permanenti í stutt hár. Ódýrast er það hjá Stínukoti á Pat- reksfirði á 2300 krónur en dýrast á Verónu á Selfossi á 4300 krónur. Það er því ljóst að rétt er að skoða verðið vel áður en farið er í jóla- klippinguna. -GLM Italskur ís fyrir jólin Hvemig væri að búa til ítalskan ís fyrir jólin? Hann gerir öragglega lukku hjá allri fjölskyldunni því ís- inn er bæði ferskur og góður. Uppskrift: 5 1/2 dl mjólk EINKAR ÁHUGAVERÐ OG EIGULEG BÓK Fjöldi þjóðþekktra manna og kvenna sýnir á sér nýja hlið og segir frá atviki eða fólki sem ekki gleymist. Einstök bok - gefin ut til styrktar Bornaspítola Hringsins og forvarnastarfi meðal barna. STOÐ OG STYRKUR tfgMÉBÉBÉÉMMHHMlMI Ólíkindalæti Ýmsar kenningar eru á lofti um það hvernig skipist í sæti á lista Framsóknar- flokks á Vestfjörðum eftir að Kristinn H. Gunnarsson, allaballi til margra ára, tók nýja trú og gekk í Framsókn. Gunnlaug- ur Sigmundsson, alþing- ismaður og fyrsti maður framara fyrir vestan, hef- ur látið misfriðlega og ýmist sagt Kristin fiska í öðru sæti eða lýst sig til- búinn til að hætta fyrir þrítugan velmenntaðan ungliða. Þær kenningar heyrast að þetta séu ólíkinda- læti hin mestu og Gunnlaugur hafi löngu ákveðið að taka fyrsta sætið og Kristinn fari í annað sæti. Vísbending um þetta er að þeir félagar Kristinn og Gunnlaugur hafa sameiginlega boðað sína menn í hér- aði til teitis á ísafirði í kvöld. Steingrím- ur Hermannnsson mun lesa upp úr ævi- sögu sinni við þetta tækifæri. í boðsbréfi segir að meiningin sé að „hrista menn saman“. Kvóti verður á jólaglögginu og fær hver framari tvö glös ... Árni í klandri Hin skrautlega deila alþingismannsins Árna Johnsens og söngvarans Páls Ósk- ars Hjálmtýssonar tekur nú á sig nýja mynd. Páll Óskar sakar Áma um að hafa gengið í skrokk á kærasta sínum þar sem þeir létu vel hvor að öðrum baksviðs á'þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Ámi hefur sagt þetta rangt og atlotin hafi átt sér stað á sviðinu. Nú hefur öflugt vitni komið til liðs við Pál Óskar. Emilíana Torr- ini söngkona segir í við- tali við Séð og heyrt að hún hafi verið vitni að atburðinum og Ámi hafl tryllst og ráðist á ástmann Páls Óskars. Árni John- sen sagði ósatt en Páll Óskar hefur engu logið, segir Emilíana. Nú er bara að sjá hvort Áma tekst að hemja sleppibúnaðinn í framtíðinni og hvernig hann klórar sig frá málinu... Miðaldra 6 eggjarauður 4 msk. niðursoðin kirsuber (Amarena ef þau fást) í eigin safa, gróflega brytjuð. Aðferð: 1) Þeytið saman eggjarauðumar og sykurinn í ljósa, þykka soppu. 2) Hitið mjólkina að suðumarki og þeytið hana síðan saman við eggjahræruna. 3) Hellið þessari blöndu aftur í pottinn, lækkið hitann og þeytið stanslaust í á meðan sýður eða þar til blandan er orðin nægilega þykk til að tolla aftan á matskeið. 4) Takið af hitanum, blandið söx- uðum kirsuberjunum ásamt safan- um saman við og kælið. 5) Þeir sem ekki eiga ísvél, setjið þá blönduna i grunna skál og setjið hana í frysti. Þegar blandan er farin að stífna er hrært upp í henni til að brjóta upp ískristallana. Frystið áfram og hrærið síðan aftur. Setjið loks lok eða plast yfir skálina og lát- ið fijósa að fullu. -GLM Amarena er ítölsk tegund af plómu- lituðum kirsuberjum. Kirsuber eru sérlega gómsæt í ís en vitanlega má nota önnur ber sem auðveldara er að nálgast. Svo sem sandkorn hafa greint frá hafa fundir borgarstjórnar breyst frá því að vera friðsælir og hljóðh í argandi vígvöll. Ungliðar sjálfstæðismanna, þeir Eyþór Amalds og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa gengið svo hart fram að borgarsljóra hefúr þótt nóg um atganginn. Á dög- unum þegar umræðan um hækkað útsvar stóð sem hæst var Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið og hún kallaði óþekktar- ormana stuttbuxna- stráka og stuttbuxnadeild jöfnum höndum í ræðu sinni. Efth stuttbuxnaræðu borg- arstjóra fór Guðlaugur Þór í pontu og lýsti því að athyglisvert væri að hlusta á mál- flutning þessarar nær miðaldra kvenna- listakonu. Sagnh herma að borgarstjóran- um, sem er á besta aldri og nokkuð fyrir augað, hafi ekki verið skemmt undir þeirri ádrepu... Fyrrverandi sonur Áfram heldur syrpa ummæla íþróttaf- réttamanna sem oft fara fram úr sjálfum sér í hita leiks. Áður hafa verið rifjuð upp ummæli þeirra Bjama Felixsonar og Valtýs Bjöms Valtýssonar en nú er komið að fréttamanni Sjónvarps- ins Samúel Emi Erlings- syni. „Hann skrúfaði boltann bak við hægi-a eyra mark- mannsins ...“, var sagt á góðri stundu. Þá fór per- sónulýsing á leikmönn- um í þennan farveg. „Allh leikmenn liðsins eru á annan meter...“ Nákvæm lýs- ing á hefðbundinni hornspyrnu var á þessa leiö: „KR-ingar eiga homspymu á mjög hættulegum stað...“ Einhverjum sem hélst illa á bolta lýsti Samúel öm svo: „Hann missti boltann jafnóðum strax ...“ Telja verður að frumlegasta komment hans hafi fallið þegar hann rauf tengsl fóð- ur og sonar með eftirminnilegum hætti: „Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag...!“ Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.