Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 8
[ dag kl. 16 mun Geröubergskórinn í Gerðu- bergi syngja undir stjórn Kára Friörikssonar viö harmönikuundirleik Benedlkts Egilssonar og píanóundirleik Unnar Eyfells. Félagar úr Tónhorninu, „big bandi Geröubergs", leika létt lög og veröur stemningin alveg örugglega meö þeim betri i frábærum húsakynnum Geröu- bergs. í fyrradag var opnuð, í Gallerí Ingólfsstræti 8, sýning á verkum eftir Ólaf Elíasson. Hann er íslendingur og að meika það í myndlistinni. Björk hinna háu lista, kannski. Það eru að minnsta kosti ófá galleríin í heiminum sem falast eftir verkum hans. Sýningin hérna samanstendur af Ijósmyndum og Ijósinnsetningu. P— I | jj . _ i u 11 x 3j TraDærum listamönnum hérna Á morgun kl. 13 hefst í Hafnarborg, á vegum Menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, tónlistardagskráin Syngjandl Jól. Tuttugu og einn kór kemur fram og syngur jólunum óð sinn. Alls verða þetta um 800 manns sem koma fram og lýkur dagskránni kl. 20. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kerta- Ijósatónleika að venju nú fyrir jólin og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Hverageröis- klrkju á sunnudaginn kl. 17. Viö þetta tæki- færi veröur kirkjan einungis lýst upp með kertum og því ættu þetta aö verða mjög jólalegir tónleikar. Búast má við því að dagskráin standi yfir I um klukkustund. Endurtekin veröur jólasveifla í Keflavík- urkirkju á sunnudag- inn kl. 20.30. Söngv- arar verða Birta Rós Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttlr, Elnar Júlíusson, Rúnar Júlí- usson og Einar Örn Elnarsson. Kór Landakirkju heldur slna árlegu jólatón- leika í Landakirkju á sunnudaginn kl. 20.30. Efnisskrá verður fjölbreytt og verða flutt verk eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Helga S. Ólafsson, G.F. Handel, Luzze og fleiri. Það er aðeins einn íslenskur myndlistarmaður sem er að „meika það“ af einhverju viti úti í hinum stóra heimi. Hann hefur að vísu lít- ið verið hér heima og kannski er hann ekki einu sinni íslenskur. Ekki frekar en indónesísk börn sem eru ættleidd hingað til lands. Eða eru þau ekki íslensk? Eru þau bara íslensk ef foreldrarnir eru íslensk- ir? Hvað ef annað foreldrið er ís- lenskt? Hver var Leifur Eiríksson? Þú elst upp í Danmörku er þaö ekki? „Jú, en foreldrar mínir eru ís- lenskir," svarar Ólafur Elíasson myndlistarmaður sem hefur verið að halda sýningar úti um allan heim. Hann er með verk á Museum of Modem Arts í New York og víð- ar. Galleríin sem hann hefur sýnt í eru orðin ansi mörg. Hvar ólstu þá upp? „í Köben. Ég fæddist þar og er í rauninni jafndanskur og ég er ís- lenskur." Hvernig verk eru þetta sem þú sýn- ir? „Oftast er ég með ljósinnsetn- ingu. Ég vinn með allar tegundir af ljósi og inni á milli sýni ég svo ljós- myndir. Á sýningunni sem ég er með héma er ég að vinna með ljósinnsetningu sem hægt er að sjá á kvöldin. Hugsað fyrir fólk sem er að ganga héma framhjá galleríinu. Þá sérðu einhvers konar blöndu af ljósi og vatni. Fólk verður bara að kíkja á þetta. Það er ekki hægt að lýsa þessu betur.“ Hefuröu selt eitthvaö af verkum? „Nei, aldrei selt neitt einasta verk. Að sýna er ekki það sama og selja.“ í þessum Ijósmyndum sem þú rœö- ir um kemur ísland mikiö viö sögu? „Já. Ég kom hingað og tók mynd- ir,“ svarar Ólafur og finnst ekkert meira eða minna um það mál en það. En nú ert þú uppalinn í Dan- mörku og tekst vel meó aö koma þér á framfœri úti í hinum stóra heimi. En íslenskum myndlistarmönnum sem eru að vinna meö ísland í sum- um tilfellum tekst bara alls ekki aö meika þaó, eins og sagt er. Hefur þú aöra sýn á landiö eóa hver er mun- urinn? „Munurinn felst ekki í listinni. Það er fullt af frábærum listamönn- um hérna. Landið liggur bara þannig að listamaðurinn getur ekki meikað það einn. Það þarf fram- kvæmdaraðila og hér er ekkert slíkt til staðar. Engin stofnun til að sinna þessum hluta myndlistarinnar. Ef ríkinu hérna myndi til dæmis finn- ast íslenskir myndlistarmenn eiga erindi út fyrir landsteinana þá myndi það styðja við bakið á þeim og það myndi auka möguleika þeirra til að ná árangri erlendis." Látum það vera lokaorð Ólafs og um að gera að hvetja fólk til að kíkja í Galleríið Ingólfsstræti 8. Sýningin stendur til 10. janúar. -MT Ólafur Elíasson myndlistarmaóur segir að kollegar hans á íslandi ættu miklu meiri möguleika á að ná árangri erlendis hefðu þeir stuðning frá íslenska rík- Inu. plötudómur Botnleðja Magnyl: ★★★^ Fellibylurinn Botnleðja Fyrsta plata Botnleðju var grugg-rokkuð bílskúrsplata, önn- ur var poppaðri rokkplata og Magnyl er fantagóð rokkplata, þar sem Leðjan lekur langt fram á við, blásið er í stærsta herlúð- ur landsins og rokkað spikfeitar og ergilegar en áður hefur þekkst í íslensku rokki. Strák- arnir eru með svínsþykk sigg á öllum puttum og skerta heyrn af þrotlausum bílskúrsæfingum. Þeir pakka útrásinni saman á Magnyl, hávaðinn og gítarfössið lekur sem sviti á þessari plötu og þegar dregið er úr keyrslunni er það bara til að anda og svo er gefið enn fastar í. Þannig hefst platan á „Rass- gata 51“ sem Botnleðja segir að sé dæmi um það sem koma skal. Sveitin hyggst leggja frá sér ein- falt gruggrokkið og leggja fyrir sig flóknari hávaða og vissulega er Rassgatan þykkari kraft- klumpur en rokkbitamir sem á eftir koma. Lögin „Ég drukkna hér“, „Flug 666“ og „Ólyst“ eru í raun melódískt rokkpopp en vel dulbúin í alltumveíjandi gítar- svita. Skemmtileg lög en kannski er „Ólyst“ full fyrirsjá- anlegur stubbur úr bitaboxinu, Sonic Youth er greinileg fyrir- mynd. „Rohypnol" er lognið á undan seinni storminum. Það er hægt ballöðupönk sem trítlar í glúrinn gír þegar félagar úr Sin- fóníunni mæta í það mitt og spila strengjaútsetningu Ólafs Gauks. Skemmtileg hugmynd hjá Botnleðju að fá þetta lið í púkkið og útkoman frumleg. En svo skellur grimmur felli- bylurinn á aftur, „Hentu í mig aur“, „Sónn“ og „Dagur eitt“ er hárbeitt og drynjandi fínt gæð- arokk sem hjartveikir ættu að forðast. Bandið er þétt í sér og Sándið er gott, umbúðirnar fínar og lögin velflest stórskemmtileg, svo þetta er óhikað besta íslenska rokkplata ársins. ræðst á eyrun eins og stórvirk vinnuvél, tætir og tryllir í haus hlustandans en alltaf er þó stutt í grið hinna sterku melódía. Óli Gaukur og sinfóníugengið veður svo dmlluna upp fyrir haus í síðasta laginu, „Tímasóun", og lokað er þeirri þéttu hringferð um rokklendur Botnleðju sem Magnyl er. Sándið er gott, umbúðirnar fínar og lögin velflest stór- skemmtileg, svo þetta er óhikað besta íslenska rokkplata ársins. Þó platan sé kannski ekki eins „aðgengileg" og fyrri plötur og þurfi fleiri hlustanir til að sökkva inn er þeim aðlögunar- tima vel varið því bandið hefur aldrei verið eins visst í sinni sök og eins gráðugt í málamiðlunar- lausa rokkútrás. Hvert hávaðinn leiðir Leðjuna næst verður spennandi að heyra en á meðan má bryðja Magnyl af áfergju langt fram á vor. Gunnar Hjálmarsson f Ó k U S 11. desember 1998 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.