Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 26
Fantasía heildverslun Brautarholti 8 105 Rvík símar 561 1344 og 8971333 Bíóborgin Mulan ★★★★ Mulan er uppfull af skemmti- legum hugmyndum ogflottum senum, handrit- ið vel skrifað og sagan ánægiulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Mikil natni er lögö í smáatriði eins og er við hæfi í teiknimyndum, og aukakarakterar eins og drekinn og litla (lukku)engisprettan eru svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér verið efni í heila mynd. Gó sí. -úd The Horse Whisperer ★★★ Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar viðtökur og var annars vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft- bóla. Myndin brúar að mínu mati bilið og kar.nski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Bíóhöllin/Saga-bíó The Negotlator ★★★ Samuel L. Jakson og Kevin Spacey eru í fínu formi í The Negotiator sem er ágætlega skrifuð sakamálamynd en ekki nógu heilsteypt. Þeir dreifa athyglinni frá brota- lömum í uppbyggingu myndarinnar og því að aldrei næst að skapa al- mennilega spennu í kringum þá dramatísku atburði sem eru að gerast. -HK A Perfect Murder ★★★ Andrew Davis, leik- stjóri A Perfect Murder, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur því að fyrirmyndin, Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. -ge Wrongfully Accused *i Myndir Leslie Niel- sen eru farnar að verða svona dálítið eins og Spaugstofan, þreyttar en enn þá færar um að kit a upp magahlátur á góðum stundum. Ef þú ert nægilega skilyrt í aulahúmor þá má vel skemmta sér yfir þessari þvælu. -úd FJölskylduglldran ★*★ Sumar sögur eru svo vel byggðar upp og skemmtilegar að ekki er hægt að eyðileggia þær og þessi ágæta út- gáfa af tvíburunum sem skipta um hlutverk er skommtileg og notaleg þó búið sé að troða inn á hana misgóðum rokklögum sem ekkert ha'a með myndina að gera, hún stendur alveg fyrir sínu án þeirra. -HK Töfrasverðið ★★ -HK Háskólabíó Tar.i ★★★ Taxi er farsakennd spennumynd þar sem tekst að ná upp jafn skemmtilegri stemningu með góðum húmor, sérstaklega fyrri hluta myndarinnar, og þótt samtöl virki stundum sem eintómur ruglingur þá er Taxi skemmtileg tilbreyting frá amerísku hasar- myndaflórunni sem við þurfum að lifa við.-HK Out of Slght ★★★ Þetta er svona hasarmynd á yfirborðinu en undir niðri lítill blús um tvær manneskjur sem hefðu sameinast á öðrum staö og öðrum tíma en heimurinn er stundum vond- ur og svo sem ekkert um það að segja nema að þetta jaf iast allt hjá guði. Steven Soderbergh stýrir þeim Cloo- ney og Lopez beina leið I höfn. -ÁS Stelpukvöld ★★ Persónur allar dregnar skýrum, einföldum dráttum og lifna ágætlega á tjaldinu. En þetta er ekki merkileg kvikmyndagerð, hér er málað á tjald- ið eftir númerum og satt að segja tilheyrir þessi mynd síðdegisdagskrám sjónvarps- stöðvanna. -ÁS Maurar ★★★ Vel heppnuð og skemmtileg tölvugrafísk teiknimynd með rómantísku ivafi sem öll fjölskyldan getur sameinast um að sjá. Woody Allen talar fýrir aðalpersónuna Z og fer á kostum í hlutverki sem skrifað var fýrir hann. Af öðrum frægum röddum er vert að geta hlutverka Sylvesters Stallones og Genes Hackmans sem báðir komast vel frá sinu,-HK Danslnn ★★★ -HK Fimm ár eru síðan framleiðandinn Jerry Weintraub keypti handritið að Soldier af David Geffen. Ekki var það nýtt af nálinni þá því Geffen, sem síðar varð einn af eig endum DreamWorks hafði legið með handrítið í sjö ár. íiáb^ ■rtveið Takmarkaðar birgðir. Að þetta handrit skyldi hafa legið svona lengi ónotað er ótrú- legt þegar haft er i huga að það skrifaði David Webb Peoples, sá hinn sami og skrifaði Blade Runner, sem löngu er orðinn að sígildri framtíðarmynd, og síðar Unforgiven. Það tók þó Weintraub langan tíma að koma myndinni á kopp- inn og voru ýmsar hugmyndir á lofti um leikstjóra og leikara, sem ekki gengu upp fyrr en Kurt Russell sýndi áhuga á málinu. Russell segir það að hluta hafa verið vegna þess að persónan sem hann leikur segi mjög fátt, taldi hann það áskorun að glíma við slíkt hlutverk, þótt árangur- inn hafi kannski ekki verið sam- kvæmt vonum, en Soldier hefur fengið misgóða dóma vestanhafs og aðsókn var ekki mikil. Hvað um það, miklu var eytt af dollur- um til að gera sviðsmynd sem mikilfenglegasta og hefur það tekist og þar sem Kurt Russell segir lítið en gerir hins vegar meira þurfti hann að vera í góðu líkamlegu formi og tókst á við ýmsar æfingar fyrir hlutverkið og árangurinn er til staðar í myndinni. Kurt Russell leikur Todd, framtíðarhermann sem skilinn Sendum í póstkröfu um land allt hin nsælu uppblásnu plasthúsgögn. Bíóborgin sýnir Soldier: li'jJáEalliðar framtíðarinnar er eftir á eyðilegri plánetu til þess eins að deyja. íbúar á plánetunni sem hafa verið í fel- um bjarga honum og hjúkra hon- um. Þessir íbúar hafa haldið í gamlar hefðir sem Todd þekkir aðeins að sögn. Líður honum vel innan um þetta friðsama fólk þar til erkióvinur hans, Caine 607, birtist, en það hafði einmitt ver- ið hann sen skildi hann eftir í dauðateygjunum á plánetunni. Auk Russells leika í myndinni Jason Scott Lee, Connie Niel- sen, Michael Chiklis og Gary Busey. Leikstjóri er Bretinn Paul Anderson, sem síðast gerði vísindatryllinn Event Horizon. I I I ( I I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( 26 f Ó k U S 11. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.