Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 18
kmftmikiH orkudrykkur Rússland er ekkí fýsilegur staður til að búa á. Að minnsta kosti ekki núna. Þar er erfitt að nálgast mat og enginn er öruggur um að fá kaupið sitt greitt. Byggingar eru í niðurníðslu, fátæktin mikil, forsetinn alltaf í bælinu og sfjórnun landsins í algjöru rugli. Ásta Krísfjánsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóitir hjá Eskimo Modeis voru samt alveg vissar um að þær gætu fundið fallegar stúlkur þarna í Síberíu. Og það gerðu þær. Fegurðina er að finna úti um allt. Höfðu aldrei s úUending Liklega dreymdi stúlkurnar tíu í og ársgamalli dóttur í Rússlandi í bænum Tomsk ekki um að verða fyrirsætur. Þær vissu ekki hver of- urfyrirsætan Cindy Crawford var og höfðu ekki einu sinni séð tísku- tímarit þegar Ásta fann þær i köld- um og dimmum skólum Síberíu. Það er því óhætt að segja að Ásta sé einn mesti áhrifavaldur í lífi þessara stúlkna. Úr fátækt og fimm- tíu stiga frosti eru þær nú á leið til fyrirsætustarfa í helstu tískuborg- um heimsins, London og París. Ásta dvaldi ásamt manni sínum þrjá mánuði, fór í september og kom heim í byrjun þessa mánaðar. Eftir þrjár vikur var fjölskyldan við það að gefast upp enda næstum pen- ingalaus. „Við gátum ekki skipt dollurun- um sem við fórum með af þvi að engar rúblur voru til í Rússlandi og enginn vildi dollarana. Matur- inn var langt frá því að vera girni- legur og þar að auki var erfitt að nálgast hann. Þetta var menning- arsjokk," segir Ásta. Gekk í bekki Hún hélt samt ótrauð áfram, enda komin á fullt skrið með stofnun skrifstofu Models á ótroðnu í Tomsk hundruð Eskimo þessum slóðum. búa sex þúsund manns og þar eru sextíu skól- ar. Ásta þræddi þá og fékk leyfi hjá skóla- Larisa Piskeineoza, 15 ára. stjórunum til að ganga í bekkina. „I bekkjunum báðum við þær stúlkur sem voru hærri en 175 sentímetrar að standa upp og völd- um úr þær sem komu til greina. Fyrsti mánuðurinn fór í þetta. Stundum kom ég í skóla sem voru rafmagns- eða hitalausir. Nemend- urnir sátu í úlpunum og störðu á kennarann og þetta var allt rosa- lega skrýtið og vanþróað. Eins og að ganga nokkur ár aftur í tím- ann,“ segir Ásta. Upp úr krafsinu hafði Ásta tíu stúlkur sem allar eiga góða mögu- leika á velgengni í fyrirsætubrans- anum. Þær eru allar um fimmtán ára og höfðu fæstar séð útlendinga áður en Ásta kom til sögunnar. Hún sendi þær í enskunám, sýndi Jasmín tekin við stjórnartaumunum á skrifstofu Eskimo Models í Tomsk í Rússlandi. Aormákur og Slqoldur stækka SKJALFTI um áramót Heimsyfirráð eða dauði er orðið að aðalsmerki þeirra herrafataverslunarmanna sem kenna sig við sjálfa sig. Kormák- ur og Skjöldur hafa opnað útibú á Stöðvarfirði. Kannski hafa fáir hugmynd um hvar sá fjörður er en hann er einn af þessum merku Austfjörðum. í nýju búð- inni, jafnt sem þeirri gömlu, verður i boði fatnaður og gjafa- vara og auk þess verður við- skiptamönnum boðið að panta vörur úr versluninni að sunnan sér að kostnaðarlausu. Þeir Kor- mákur og Skjöldur vonast til að með versluninni á Stöðvarfirði verði aukin mjög þjónusta við austfirska karlmenn en þetta mun vera eina herrafataverslun- in i fjórðungnum. Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Stöðvarfirði er opin frá 16-19 alla virka daga og frá 13-18 um helgar. Nú er bara að vona að þetta verði til að styrkja byggðastefnuna og geri lands- byggðina eilítið stórborgarlegri. Hingað til hefur hún liðið fyrir of litla þjónustu og alltof fáa kúnna. Um síðustu verslunarmannahelgi var ein hátíð sem skar sig úr hin- um. Það var dansfestivalið SKJÁLFTI sem haldið var á Akur- eyri. Allir bestu plötusnúðar lands- ins fóru til Akureyrar og spiluðu þar á brjáluðu djammi alla helgina. Færri komust að en vildu. Nú voru þær fréttir að berast að aðstandend- ur SKJÁLFTA ætli að gera enn bet- ur um áramótin. Þar verða allir ís- lensku plötusnúðarnir sem skipta máli, auk góðra erlendra gesta. Ára- móta-SKJÁLFTI verður á glæsileg- um stað sem ekki hefur verið notað- ur undir svona skemmtanir áður (en á víst eftir að koma skemmti- lega á óvart). Hver þessi staður er og hverjir spila, því verður ljóstrað upp hér í FÓKUSI í næstu viku. f ó k u s 11. desember 1998 Leigan í þinu hverfí 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.