Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 30
FJöldaaðgerðlr, að taka afstöðu, rífa kjaft og leggja sig eftir því aö hrekkja yfirvöld. Á einni nóttu snerist island á hvolf. Ládeyða í áratug og nú má allt í einu hafa skoðanir. Þúsund manns sóttu um kvóta rétt eftir að dómurinn um kvótann féll. Háskólabíó var fullt af virkjun- arandstæðingum og hér á síðunni við hliðina er maður sem vill aö hálendið veröi virkjaö. Þetta er bara eins og árið 1980. Allir farnir aö gera eitthvað. Bráðum fer fólk jafnvel að mæta á verkalýðsfundi en það hefur nú varla gerst á þessum áratug. Fólk er bara aö tryllast á þess- um síðustu dög- um árþúsunds- ins. Samt látum við enn yfir okk- ur ganga. Helgi Hjörvar lofaöi að hækka ekki gjöldin en hækkar samt. Það er ómögulegt og llklega eru væntanleg mótmæli hvað þaö varðar. Ætli Reykvíkingar bruni ekki niður I Ráðhús eftir helgi og taki Helga meö valdi. Píni hann til að lækka útsvarið aftur. Honum er allavega ráðlagt að vara sig því Islendingar eru í ham. Þeir láta kannski traðka á sér I kreppu en I góöæri erum við til alls líkleg. Þá er bara að vona að þjóðin verði ekki of róttæk og allt fari að loga hér í hryðjuverkum eins og stundum gerist þegar þjóðir eru pirraðar. Há- tið Ijóss og friðar verður að haldast án ann- arra sprenginga en þeim sem tengiast gamlárskvöldi. A Foupfím MPOUmesA^ ú r f ó k u s '68 kynslóöin er algerlega sniðgengin hvað tslensku bókmenntaverölaunin varð- ar. Þetta er fýrsti flokkur- inn. Þeir rithöfundar sem, þegar hún kom, ýttu öllum þeim eldri í burtu. Þeir einu sem urðu eftir voru Thor og Guðbergur en hinir beinlínis hættu að skrifa. Höfundarnir sem nú eru sniögengnir eru Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir, Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn. Þetta er sá hópur sem hefur verið einna mesta áberandi á undangengnum árum. Hópurinn á sín af- kvæmi sem eru Sjón, Gyrð- ir Elíasson og Kristín Ómarsdóttir, svo dæmi séu tekin. Allt þetta fólk er ekki tilnefnt til verðlauna. Þeir sem eru tilnefndir eru þrir fyrstu bókar höfundar og þeir Thor og Guð- bergur, báðir af gömlu kynslóðinni. Nefndin er sem sagt að heimta breytingar, endurnýjun og augljóst að hún kærir sig ekki um bækur þessarar millikynslóðar. Sem er forvitnilegt í Ijósi þess að þetta er fólkið sem á samkvæmt formúlunni að ráða öllu I þessu þjóöfélagi. En sú völd virðast bara vera í stjórnmálum og fyrirtækj- um. Og kannski ekki. Oz- gæjarnir eru allsráðandi I viðskiptaheiminum (en þeir eru einmitt keimlíkir fyrstu bókarhöfundum) og í stjórnmálum er veriö að heimta endurnýjun meö mótmælunum sem dynja yfir okkur. Landið liggur sem sagt þannig að millikynslóðin er ekki æskileg nema þá að hún taki sönsum. Fari að skrifa öðruvísi bæk- ur eða hreinlega hætti að skrifa eins og svo margir af kynslóðinni á undan gerðu. Næstu jól ættu allavega aö verða forvitnileg bókajól og gaman að sjá hvort tilnefningarnar hafa áhrif. Hvaö er málið? „Ég ætla að borða á við þrjár meðalmanneskjur frá 16. til 26. des- ember og ég hef reiknað út að það eru um 4000 hitaeiningar til viðbót- ar við þær 2000 sem ég borða dags daglega,“ segir Sigurgeir Orri Sig- urgeirsson rithöfundur og bætir því við að hugmyndin hafi kviknað þegar hann heyrði af tveimur ung- um konum, þeim Guðrúnu Evu Mínervudóttur og vinkonu henn- ar Elínu Briem, sem hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis aö þær ætli að svelta sig frá 16. til 26. des- ember til að mótmæla því að há- lendið verði virkjað. Svo þú œtlar sem sagt að boröa þeirra skammt, eða það sem þœr œtla ekki að borða yfir hátíðarnar. En af hverju? „Vegna þess að ég er alfarið á móti hagvaxtarhryðjuverkum og því ætla ég að borða á við þrjá fyr- ir einmitt hagvöxtinn í landinu og náttúrlega líka til að vekja fólk til meðvitundar um að það eru einmitt virkjanir sem skapa til dæmis rithöfundum rými til að skrifa bækur á tölvurnar sínar. í kjölfar virkjana fylgir einnig hag- vöxtur sem gerir almenningnum í landinu kleift að kaupa fleiri bækur.“ Og þaó voru þessar stelp- ur sem komu þér til aö grípa til þessara róttœku aógerða? „Já. Þetta eru mín við- brögð við því að tvær sósí- alistastúlkur ákváðu að svelta sig yfír jólin til að mót- mæla virkjunum. Það er mjög kaldhæðið að horfa upp á þetta því í gamla daga horfðu hungraðir íslendingar á árnar og þá gífurlegu orku sem i þeim býr renna til sjávar. Þau hefðu nú þakkað fyrir að fá eitt stykki virkjun, peninga inn í landið og hagvöxt í kjölfarið." Hvað með ferðaþjónustuna og þá óprýöi sem virkjanir eru? „Dæmin sanna að virkjanir og ferðamenn vinna ekki gegn hvort öðru. Þetta fullyrði ég í ljósi þeirr- ar staðreyndar að Hoover-stíflan í Bandaríkjunum er einn mest sótti ferðamannastaður þar í landi og er úr nógu að moða í Ameríku." Fyrstu bókar hófundurinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson er einnig höfundur skáldsögimnar Út um þúfur sem var að koma út nú á dögunum. Tengist átveislan því aó þú ert aö gefa út þlna fyrstu bók? Sigurgeir Orri Sigurgeirsson er strax byrjaður að telja kaloríurnar. Hvað eru margar kaloríur í stórum rjómaís? Kápa bókarinnar er ekki á þessari síðu til að auglýsa hana, hún er hér fyrir einskæra tilviljun. „Nei. Það er fyrir algera tilvijun að þetta tvennt gerist á sama tíma í mínu lífi rétt eins og ég imynda mér að það sé hjá henni Guðrúnu Evu sem er að svelta sig og gefa út sína fyrstu bók.“ Þú heldur það? „Já. Hún er ekki að vekja athygli á bókinni sinni frekar en ég.“ En um hvaö fjallar bókin þín? „Fyrir einskæra tilviljun þá fjall- ar þessi bók um tvo lúsera sem hitta stelpu sem þeir ákveða að ræna. Mannránið er óvenjulegt að þvi leyti að stelpan, eða unga kon- an, telur sig vera í spennandi ást- arævintýri. Það mætti eiginlega kalla þessa sögu vanþroskasögu því bókin er uppreisn gegn þessum uppeldissögum sem við höfum ver- ið að lesa á undangengnum árum.“ Þú ert líka útvarpsmaöur? „Já. Ég sé um Skjaldbökuna á miðvikudögum frá 22-24.“ Hvaö er í gangi þá? „Ég er eiginlega eingöngu með eðaldanstónlist. Reyni að vera alltaf meö íslenskan Dj og viðtöl við einn rithöfund í hverjum þætti. Síðast var það Sindri Freysson, næstkomandi miðvikudag er það Mikael Torfason." Þú hefðir nú ekki átt að segja það. Ég er þessi Mikael Torfason og nú halda allir aö það sé kannski engin tilviljun að þú sért í viðtali hjá mér. Og kannski er engin til- viljun að við erum báðir með bæk- ur fyrir jólin. Ég ætla að vísu ekki að borða neitt meira en vanalega en ég er búinn að taka viðtal við þig og er að fara í viðtal til þín. Hvað segir það þér um okkur? Sigurgeir Orri svarar ekki. Hann glottir bara, ypptir öxlum og hvíslar: „Þetta er allt ein stór til- viljun í pínulitlu landi.“ -MT hverjir voru hvar mexraa www.visir.is Hiö lágkúrulega lágmenningarkvöld á 22 heppnaöist vel síöasta föstudag. Hallgrímur Helgason rappaöi eins og hann hefði aldrei gert annað, Mikael Torfason sýndi pönktil- þrif af einstakri kunnáttu og Rödd guðs tók meira aö segia lagiö með Adda í Skýjum ofar. Aö þessu öllu saman loknu hélt Ensími uppi fjörinu og viö- stödd voru Heiða í Unun og Dr. Gunni, Þórir Snær kvik- myndaframleiðandi, myndlist- armennirnir Egill Snæbjörns- son og Jón Sæmundur, Vllll I 200.000 nagl- bítum og margir, margir fleiri. Það var heldur ekki leiðinlegt á Astró á föstudagskvöldið þegar Islenska útvarpsfélagið var með fagnað. Jón Ólafsson, Hallur Helga, Hreggvlöur sjónvarps- stjóri, Björgvln Halldórs og allir töffararriir voru á staðnum og líka glæsipariö Slgmundur Ernir og Elín Sveins. Þá lét Halla Tóm- asdóttir sig ekki vanta né Erla Friðgelrs, Svavar Örn, Einar Ágúst og Svenni Waage. Valtýr Björn og öll íþróttadeildin eins og hún legg- ur sig skemmti sér víst konunglega. Daginn eftir var svo allt kreisí á Stróinu. J6- hann Ingl íþróttasálfræöingur tók út geö- heilsu gesta, BJarni I Aco mætti og Skúll Subway með allt sitt lið. BJarkl á Hard Rock, Eva á Amigos og Logl ólympiu- sundkappi kíktu einnig við. Gus Gus-meðlimlr slæddust inn ásamt Quarashi-mönnum og þar ekki langt undan var Arna P. sem ku vera ein fallegasta kona í heimi. Sara, bílasölukona, á Skeif- unni, Svall af FM957, Raggi og Súkka voru þarna líka og iþróttafélagið Stjarnan eins og þaö lagði sig, allavega fótboltinn og handboltinn. Skjár 1-melstararnlr voru mættir, Alll í Skífunni, Þröstur í Súrefni, Edda Steingríms glæsimey og Jens Hansson úr Sálinni. Svenni á Mirabelle var á svæðinu og líka Elf- ar Aðalsteins og Anna María sem rétt stigu inn fæti. Goggi é 67 og liðið hans var þarna og hún Hlín Hawaiin Tropic, Kristjana gullmoli, Dianna Dúa, Helena dansari og fullt af vinkonum litu inn. Arnór Guðjohnsen knattspyrnutröllkarl lét fara vel um sig á privatinu og þar var Andreas Roth töffari líka mættur. Þá vantaði ekki fólk á Sólon frekar en venju- lega. Á föstudagskvöldiö sáust þar Svan- hlidur Dalla Ólafsdóttlr stjórnmálafræöi- nemi og heimasæta á Bessastöðum, Magnús Þór Gylfason, hagfræöinemi og fréttamaður á sumrin, Þórllndur Kjartansson, sérlegur áhuga- maður um enska boltann, Viggó Örn Jóns- son auglýsinga- strákur, Ingvi Hrafn Óskars- son, formaður Heimdallar og lögfræðingur, Sigurður Kárl Kristjánsson, forseti Rögnunnar og lögfræöingur, Blrgir TJörvi lögfræðingur og kærastan hans, Erla Kristin, sem veröur líka lögfræöingur innan tíöar. Voöa mikið um lögfræðinga alltaf á Sólon. Þarna var líka Elnar Örn Ólafsson, efnahagsráöunautur lýðveldisins, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórlr KJartansson vatns- beri. Á Thomsen á laugardagskvöldiö þeyttu Árni E. og Andrés skífur fyrir troöfullu húsi. Meðal gesta voru Palll Steinars Sprota- spaöi og súpermódelið hans, Elva Dögg, Ingvl af Brennslunni, Sigrún í Sautján, Jonnl Slgmars kvikmyndageröarmaöur, dj. Stereo Mike, Tobbi hönnuöur, Agnar Tr., ísl, Sveinn Spelght tlskuguð, Tóti Sam- úræ, Birkir úr NLO, Arnar Sporpönkari og Guðjón I OZ. Skuggabar var stútfullur á föstudagskvöld- iö. Þar voru til dæmis Hlynur dj master mlx og Bjartur „Nelly's" ásamt íslenskri Playboydömu. Maggi Magg FM957 tók flott spor á dansgólfinu ásamt Helðari Austmann FM957. Jóna Lár vár gullfalleg að vanda og umvafin karlaðdáendum, Árni, veröbréfasali Búnaöar- bankans, var aö sjálf- sögöu ekki langt undan, Teitur Örlygs lét fara vel um sig I gyllta salnum og þarna var líka Andr- és BJörnsson „herra Is- land" og OZ-ararnir Ey- þór og Guðjón sem dömurnar létu ekki I friði (höfðu greinilega frétt af því að hann er á lausu - og aö fyrirtækiö hans er millj- arða virði). Stefán Hilmars var lika i gyllta I góðra vina hópi eins og Victor Urbanic Stud landsins. Kvöldið eftir sáust á Skugganum Tomml „Sol“ ásamt útlenskum Sol greifa, athafna- maðurinn Jón Ásgeir sem var flottur að vanda, Linda, Hulda og hinar Hard Rock-gell- urnar. Gunni, Kolla og Arnar Gautl GK voru funheit I gyllta, Svavar Örn á kantinum og Anna María Deres/hress sem fékk mikla at- hygli fyrir flott spor á dansgólfinu. Kolla „Madonna" fékk ekki minni athygli og Svennl „mirabelle" og Fjölnlr „mussó" voru I vindla- hugleiðingum á meðan fótboltahetjurnar Am- ór Guðjohnsen og Gummi Torfa ræddu bolt- voru þau Selma Björns og Rúnar „Zuko" á Vegamótum um helgina. Og þar var annað leikarapar, Gísll Rúnar og Edda Björgvlns ákváðu að lyfta sér upp og líka hinn fyndni leiklistarnemi, Stefán Karl. Reyndar var allur útskriftar- bekkur Leiklistarskól- ans á svæðinu, auk Rúnars og Stebba sást I Nönnu Kristinu, Hönsu, Hinrik og Egil. Þeir létu lika fara vel um sig þeir Björgvln Frans og Helgi Áss skákmeistari sem og Elma Lísa, Björn Jör- undur og Siggl Blöndal. 30 f ÓkLIS 11. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.