Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 28
Meö axarmoröingja í aftursætinu. I’ll Be home for Christmas: Jólasveinn á puttanum í dag verður frumsýnd í Bíóhöll- inni, Kringlubíói og Nýja bíói á Ak- ureyri splunkuný jólamynd, I’U Be home for Christmas, þar sem aðal- hlutverkið er í höndum Jonathan Taylor Thomas, sem margir þekkja úr sjónvarpsseríunni Handlaginn heimilisfaðir. Leikur hann Jake Wilklnson, sem vaknar nokkrum dögum fyrir jól úti í miðri eyðimörk klæddur jólasveinabúningi og með hvítt skegg sem hefur verið límt á hann. Þetta er verk fótboltaliðs skól- ans sem hann er í, þar eru náungar sem þykjast eiga harma að hefna gagnvart honum. Eina hugsunin sem kemst að hjá Jake er að komast heim fyrir jólin svo hann fái nýjan Porsche sem faðir hans lofaði hon- um, ef hann kæmi heim á jólunum, og að hitta kærustuna sem að sögn er á leiðinni í fangið á öðrum strák.Til að komast heim þarf hann að fara á puttanum þvert yfir Banda- ríkin og eins og gefur að skilja lend- ir hann í mörgum skrýtnum uppá- komum á þessari ævintýraferð sinni i jólasveinabúningnum. Auk Jonathan Taylor Thomas leika í myndinni Jessica Biel, Adam Lavorgna, Gary Cole og Eve Gordon. Leikstjóri er Arlena San- ford sem er einn fárra kvenleik- stjóra í Holiywood sem hefur það að aðalstarfi að leikstýra kvikmyndum. Síðast leikstýrði hún A Very Brady Sequel. Reynslu sína hefur hún eins og margir fleiri úr sjónvarpinu þar sem hún hefur meðal annars leik- stýrt Ally Mc Beal og Friends og sjónvarpsmyndum. Myndin er fersk hvað varðar efnistök. Hún gerist í Pendleton- háskólanum sem nýlega hefur verið kosinn öruggasti háskóli landsins. Það er ekki sökum að spyrja að rétt eftir að skólinn hef- ur fengið þennan titil er ein námsmeyjan myrt. Fljótlega fylg- ir annað morð í kjölfarið og nú þykir víst að raðmorðingi gengur laus á háskólalóðinni. Einn nem- andinn, sem er með það á heilan- um að verða rannsóknarblaða- maður, tekur upp á því að rann- saka morðin ásamt kunningja- stúlku sinni. Þau komast að því að morðaðferðunum svipar mjög til þekktra sögusagna og munn- mæla og álykta að framhald verði á morðunum. í helstu hlutverkum eru ungir leikarar, má þar nefna Jared Leto, Alicia Witt, Rebecca Gayhe- art, Joshua Jackson, Natasha Gregson Wafner, Loretta Devine Urban Legend: Stjörnubíó frumsýnir í dag táningahryllingsmyndina Sögusagnir (Urban Legend). Kemur hún frá sömu framleiðendum og gerðu I Know What You Did last Summer. og Tara Reid. Þá leikur í mynd- inni Robert Engluns sem gerði garðinn frægan sem Freddy Kru- eger í Elm-strætis kvikmyndun- um. Eins og margir leikaranna er leikstjórinn Jamie Blanks að heyja frumraun sína í kvikmynd- um. Hann er ástralskur og vakti strax athygli fyrir stuttmyndir þegar hann var við kvikmynda- nám i Sidney. Eftir að hafa unn- ið við auglýsingar í nokkurn tíma var honum boðið vestur um haf til Bandaríkjanna og fékk strax það verkefni að leikstýra Urban Legend. Blanks hefur að sögn lengi verið hryllingsmynda- aödáandi og telur John Carpent- er læriföður sinn á þessu sviði. -HK Jonathan Taylor Thomas Jonathan Taylor Thomas hefur nú hætt leik í hinni vinsælu sjón- varpsseríu Handlaginn heimilis- faðir (Home Improvement) og snúið sér alfarið að kvikmyndum og með- al annars lék hann í Wild America, sem sýnd var í Stjömubíó fyrr á ár- I inu. í hlut- I verki Randys I Handlaginn heimilsfaðir varð Jonath- an Taylor T h o m a s átrúnaðargoð ungra telpna og prýddi for- siður allra t á n i n g a - blaða. Hann er nú orðinn sautján ára, hefur ekki mikið hækkaði i lofti en orðinn allur fullorðinslegri. Thomas hefur allt frá því hann hóf leik í Home Improvement fyrir sex árum verið eftirsóttur í kvik- myndir og á hann að baki nokkur stór hlutverk, meðal annars í The Adventures of Pinocchio, Man of the House og Tom and Huck. Þá var hann röddin á bak við Simba í The Lion King, vinsælustu teikni- mynd allra tíma. Nýverið lauk hann leik í Speedway Junkie, sem frum- sýnd verður á Sundance kvikmynda- hátíðinni á næsta ári. Það hefur vak- ið athygli að þrátt fyrir allt umstang- ið í kringum leikferilinn hefur Jon- athan Taylor Thomas ávallt verið með hæstu einkunnir í skóla. -HK Bíódómur Stjörnubíó - Urban Legend: ★★★ Flakkandl sögur Leikstjóri: Jamie Blanks. Handrit: Sllvio Horta. Aðalhlutverk: Alicia Wltt, Rebecca Gayheart, Jared Leto, Natasha Wagner, Lor- etta Devine og Robert Englund. Ég fór á þessa mynd full af þeim hefðbundnu fordómum sem virð- ast fylla kvikmyndagagnrýnendur gagnvart unglingahrollvekjum, mér leist illa á trailerinn og var viss um að hérna væri strax kom- ið dæmi um virkilega ódýra eftir- líkingu á Scream og I Know What You Did Last Summer. Og mér til mikillar gleði og hamingju var mér komið ánægjulega á óvart. Urban Legend er ekkert meistara- stykki en hún er hiklaust þriggja stjömu hrylla. Umgjörðin er eins hefðbundin og hægt er, í smábæj- arháskóla fer skyndilega að bera á morðum sem virðast taka sér nú- tíma þjóðsögur, eða flökkusögur, að fyrirmynd. í fortíð skólans er myrkt leyndarmál, og einn nem- andinn á sér einnig vafasama for- tíð. Henni finnst að sér vegið og tekur til við að reyna að komast til botns í málinu, með hjálp ákaf- lega bláeygs blaðamanns skóla- blaðsins. Þetta tema flökkusagna hefur loðað við hrollvekjuna frá upp- hafi, en þessi kvikmyndategund hefur löngum þrifist á þjóðsögum. í þessari nýju hrollvekjubylgju hefur þetta flökkusagnaeðli verið dregið enn betur fram, og hér er það tekið alla leið og beinlínis gert að aðalsöguþræði myndar- innar. Vissulega hefði mátt vinna betur úr þessu efni og leika sér meira með sögurnar sjálfar, upp- runa þeirra og áhrif, en hei, það er bara ekki „pointið" hér. Urban Legend tekur sig mátu- lega alvarlega eins og þessara mynda er háttur og er ekkert að hafa áhyggjur af óþarfa smáatrið- um eins og að allt gangi nákvæm- lega upp. Ef þið viljið trúverðug- leika, lesið símaskrána. Hins veg- ar fellur myndin heldur ekki í gryfju yfirdrifínnar sjálfsmeðvit- undar, sem getur orðið afskaplega þreytandi, hér er öllu haldið hag- anlega til haga, svona til að búa í haginn fyrir þennan líka hvín- andi fína (ef ekki með öllu óvænta) endi. Byrjunin var virki- lega smart, og lokasenan vísar hamingjusamlega, og algerlega óskammfeilið, í möguleikann á heilli syrpu af Urban Legends. Úlfhildur Dagsdóttir U !) 'J 3 JJ 3 J U JJ JJJ 'i 11 páTRICK CO\ < wannabij Jdartine_SITBON PATRICK. MARITHÉ FRANCOIS GIRBÁUD. f Ó k U S 11. desember 1998 28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.