Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Útihús í Berjanesi og á Steinum undir Eyjafjöllum eyðilögðust í veðurofsanum:
Milljónatjón en hús-
in fást ekki tryggð
DV, Eyjafjöllum:
Þetta er tjón upp á milljónir, þetta
er hlaða sem er 8 metra víð og 17
metra löng og hún er öll ónýt, veggir,
þak og stór hluti af heyinu og þar að
auki rifnaði af fjórum sperrubilum af
ijósinu, einnig af fjárhúsi hinum
megin við hlöðuna," sagði Vigfús
Andrésson, bóndi í Berjanesi undir
EyjafiöUum, við DV.
Hann sagði að óveðrið hefði komið
eins og hendi væri veifað, hann hefði
verið að koma úr Reykjavík seint á
fóstudagskvöld og þá hefðu fyrstu
vindhviðurnar verið að skella á hús-
inu hjá honum. Vigfús sagði að hlað-
an hefði byrjað að gefa sig um nótt-
ina og restin af henni fokið á laugar-
deginum. Veðurhamurinn hefði ver-
ið hreint ótrúlegur.
Kominn hálfur út um
gluggann
„Það rak á þessar feikna vindhvið-
ur og á milli þeirra var
stundum allt að þvf
blæjalogn. í logninu
varð loftþrýstingurinn
svo mikill að maður
fékk hellu fyrir eyrun,
nálin á loftvoginni hér
uppi á veggnum dans-
aði upp og niður meðan
á þessu stóð. í einni
vindhviðunni brotnaði
gluggi hér uppi á lofti
og við fórum strax að
reyna að negla fyrir
hann. Þá vildi ekki bet-
m- til en svo að í einni helgina.
vindhviðunni feyktist
hlerinn út úr höndunum á okkur og
hamar sem ég hélt á þeyttist út í
buskann og við höfum ekki fundið
hann enn. Ég var komin hálfur út
um gluggann þegar strákurinn minn
náði taki á mér,“ sagði Vigfús.
Einnig fuku rúður úr dráttarvél
Vegna rafmagnsleysis varð Kristján Guðmundsson,
bóndi á Steinum III, að handmjólka kýrnar um
DV-myndir NH
og rétt sem stóð undir fjósveggnum
tvístraðist.
Rafmagnslaust og kalt
í Berjanesi var búið að vera raf-
magnslaust frá því snemma
aðfaranótt laugardags og orðið kalt í
Vigfús Andrésson í rústum fjóshlöðunnar að Berjanesi. DV-mynd NH
húsinu og þegar fréttaritari kom
þangað um hádegi á sunnudag var
hitinn inni í húsinu 6 stig. Fyrir Vig-
fús er tjónið mikið en var tryggt hjá
honum?
Nei, héma fæst ekki tryggt og
bóndi hér í sveitinni er með bréf frá
tryggingafélögunum þar sem segir:
„Útihús ekki foktryggð undir Eyja-
fjöllum." Þvi er skaðinn enn meiri.
Þetta er svipað eins og tryggingafélög
myndu segja að þau tryggðu ekki
báta í Grindavík af því þeir sökkva
frekar en á Akureyri eða vegna þess
að bílaárekstrar eru fleiri í Reykja-
vík en undir Fjöllunum þá tryggjum
við ekki bílana í Reykjavík. Þetta
nær náttúrlega ekki neinni átt,“
sagöi Vigfús Andrésson í Betjanesi.
17 vindstig
Á Steinum undir Eyjafjöllum fauk
þak af fjóshlöðu í heilu lagi og feykt-
ist yfir útihús, vélar og bila. Að sögn
Sigurjóns Pálssonar, bónda á Stein-
mn, fór þakið aðfaranótt laugardags-
ins. Þá, og þegar veðrið náði sér upp
aftur á laugardagskvöldið, brotnuðu
margar rúður í bílum og vélum. Ekk-
ert hey var í hlöðunni á Steinum en
þar var fóðurbætir geymdur ásamt
fleiri hlutum. Ljóst er því að millj-
ónatjón hefur orðið á Steinum á hús-
um, tækjum og fóðri. Menn og skepn-
ur virðast hafa sloppið heil úr þessu
feiknaveðri. í sjálfvirkri veðurstöð
við Steina mældist 17 vindstiga hviða
á laugardeginum.
-NH
Töpuðu tugum milljóna á viðskiptum við Rúnir og Brúnir sf.:
Níu ákærðir í stórsvikamáli
- þóttust hafa milligöngu fyrir nemendafélög framhaldsskóla
Ríkissaksóknari hefur höfðað tvö
umfangsmikil sakamál á hendur
átta reykvískum karlmönnum og
einum búsettum í Noregi þar sem
þeir eru ákærðir fyrir kerfisbundin
tugmiiljóna króna fjársvik og
skjalafals gegn fjölda fyrirtækja
víðs vegar um landið á árunum 1996
og ‘97. Tugir tonna af matvörum,
mikið af byggingarvörum, áfengi og
tóbaki, bílar og margt fleira var það
sem svikið var út og ekki greitt fyr-
ir af hálfu sameignarfélaganna
Rúna og Brúna. Markmiðið með
stofnun þeirra virðist, miðað við
sakargiftir, hafa verið að svíkja sem
mest út og þræta svo fyrir allt sam-
an. Réttarhöld í málunum eru gríð-
arlega flókin, tugir vitna leiddir fyr-
ir dóm í hvoru máli og sakborning-
ar neita að miklu leyti sökum. Þar
kannast menn m.a. ekkert við að
hafa sett nöfn sín á fjölda innstæðu-
lausra tékka.
Tugir tonna af kjötvörum og
fiski, áfengi, bílar og fleira
Sem dæmi um svikin hljóðar 1
ákæruliður af 13 þannig að þremur
af níumenningunum eru gefin að
sök 6,9 miiijóna króna fjársvik og
skjalafals með því að hafa blekkt
ýmis fyrirtæki með því að segja að
Rúnir sf. hefðu miliigöngu fyrir
nemendafélög ýmissa framhalds-
skóla sem ætluðu vörurnar til end-
ursölu í fjáröflunarskyni. Salan
fóru yfirleitt fram í síma þannig að
viðskiptaaðilar sáust ekki. Kaup-
endur spurði gjarnan hvort ekki
mætti skrifa ávísun nokkrar vikur
fram í tímann. Fyrirtækin sam-
þykktu það oftast eftir að hafa kann-
að „hreinar" kennitölur sem upp
voru gefnar. Á gjalddögum reyndust
síðan engar innstæður á reikning-
unum.
Með þessu móti er mönnunum
gefið að sök að hafa svikið út 5,1
tonn af lambakjöti, að andvirði 2,1
milijón, frá Sláturfélaginu Barðan-
um á Þingeyri. Kjötið seldu þeir síð-
an Nóatúni í þrennu lagi fyrir sam-
tals 1,7 milljónir króna. Nokkru síð-
ar voru 3,2 tonn af ýsu, að andvirði
1,1 milljón króna, svikin út frá Út-
gerðarfélagi Akureyringa og seld
einstaklingi fyrir 469 þúsund. Tæp 4
tonn af kjúklingum voru svikin út
frá Reykjagarði, Alifuglabúinu
Fögrubrekku í Akraneshreppi og
Vori í Villingaholtshreppi fyrir and-
virði um 2 milljónir króna og selt
ýmsum aðilum á um 1,3 miiijónir.
Ágóða fyrir kjúklingabita átti
að nota í skólaferðalög
Vélsleði var einnig svikin út frá
Merkúr í Skútuvogi, Toyota
Hiluxjeppi frá P. Samúelssyni,
tölvubúnaður með kaupleigu frá
Glitni og margt fleira. Annað dæmi
lýtur að því að tveir af níumenning-
unum blekktu starfsmann Fjöreggs
í Eyjafirði til að láta af hendi 2513
kíló af kjúklingabitum sem send
voru suður með vöruflutningabíl.
Kaupin voru gerð undir þvi yfir-
skini að Rúnir sf. væru að útvega
framhaldsskólanemum kjúklinga-
bitana til að selja vinum og vanda-
mönnum - ágóði yrði notaður til
skólaferðalaga.
Húsasmiðjan, BYKO, Bónus, Eð-
alfiskur, Harpa hfi, Kjötumboðið hf.,
ÁTVR, Penninn sfi, Hekla hf. og
Samvinnusjóður íslands voru meðal
annarra sem urðu fyrir þessum tug-
milijóna króna svikum, oftast með
tékkum, skuldabréfum eða víxlum.
Annað málanna hefur verið tekið
til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur
en vitnaleiðslur hefiast á næstunni í
þvi siðara. -Ótt
Á laugardaginn var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um að bíl hefði verið ekið
út af við Skothúsveg og væri hann við það að velta út í Tjörnina. Betur fór
en á horfðist og var bíllinn dreginn upp á götuna. DV-mynd HH
Diplómat í Afríku
Unnið er að
því að fá aðstöðu
fyrir íslenskan
diplómat í sendi-
ráði Dana og
Norðmanna í Mó-
sambik. Halldór
Ásgrimsson ut-
anríkisráðherra
segir mjög mikilvægt fyrir íslend-
inga að fá slíka aðstöðu í Afríku.
Sjónvarpið greindi frá þessu.
Engin loðnuveiöi
Lítið sem ekkert hefur veiðst af
loðnu um helgina en veður á mið-
unum hefur verið afleitt, 8 til 9
vindstig. Stór hluti loðnuveiðiflot-
ans var í höfn á Norðfirði í gær-
kvöld og aðeins tvö skip á sjó, Öm
KE 13 og Víkurberg GK 1, sam-
kvæmt upplýsingum Tilkynninga-
skyldunnar.
Dómur vegna vinnuslyss
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi
fyrir skömmu tsfélag Vestmanna-
eyja til að greiða verkamanni sin-
um um 1,2 milljónir króna ásamt
vöxtum vegna vinnuslyss. ísfélagið
hélt því fram að aðgæsluleysi
mannsins heiði orsakaö slysið, en
dómurinn samþykkti það ekki.
RÚV greindi frá.
Umhyggja styrkt
Flugfélag Islands hf. sendi ekki
jólakort til viðskiptavina sinna fyr-
ir síðustu jól - en notaði peningana,
sem til þess hefðu farið, til að styðja
við bakið á styrktarsjóði Umhyggju
sem er félag til stuðnings langveik-
um börnum. Sjóðurinn var stofnað-
ur fyrir tveimur árum.
Ný frjóvgunartækni
Guðmundur Arason, læknir á
Landspítalanum, segir að búast
megi viö að ný tækni við frystingu
eggja verði komin í notkun og farin
að nýtast islenskum konum innan
nokkurra ára. Stöð 2 greindi frá
þessu.
Verðbólguspá FBA
Talsmenn FBA
segja að gagnrýni
á verðbólguspá
bankans sé á mis-
skilningi byggð.
Bankinn spáir
nokkuð hærri
verðbólgu en
Seðlabankinn óg
Þjóðhagsstofnun. Astæðan er að
FBA býst við meiri verðhækkunum
á vörum og þjónustu á árinu. Stöð 2
greindi frá.
Árangur af kornrækt
Kornrækt skUar góðum árangri í
Borgarfirði og hefur hún minnkað
fóðurkostnað bóndans í Ásgarði um
helming. Nyt mjólkurkúnna sem fá
fóðrið hefur jafnframt aukist. Stöð 2
greindi frá þessu.
Nýr slökkviliðsbíll
Brunavamir Rangárvaliasýslu
hafa tekið i notkun nýjan slökkvi-
liðsbO sem er einn hinn fullkomnasti
á landinu. Þar með er bætt úr brýnni
þörf því eldri slökkvUiðsbílar voru
orðnir lúnir. Stöð 2 sagði frá.
Málþing um Jón Leifs
Á þessu ári eru hundrað ár liðin
frá fæðingu tónskáldsins Jóns Leifs.
Af því tUefni var efnt til tónleika og
málþings um Jón i Gerðubergi um
helgina. Sjónvarpið sagði frá þessu.
Veður skemmir prófkjör
í báðum Norðurlandskjördæm-
unum, eystra og vestra, stóð yfir
prófkjör hjá framsóknarmönnum á
laugardag og sunnudag og átti að
ljúka í gærkvöld. Veðrið setti hins
vegar strik í reikninginn og nú hef-
ur verið ákveðið að prófkjörunum
ljúki ekki fyrr en á þriðjudag.
Gyiliboð
Pétur Blöndal
alþingismaður
segir að tUboð
fiármálafyrir-
tækja úm háa
ávöxtun á viðbót-
arlifeyrisspam-
aði séu gyUiboð.
Ekki er raunhæft
að hans mati að bjóða hærri lang-
tímavexti en 3-4%. Sjónvarpið
greindi frá.
-KJA