Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 8
8 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv ^ Ekkert lát á bardögunum í Kosovo: Óbreyttir borgarar limlestir og myrtir Serbneska lögreglan barðist í gær við frelsisher Kosovo-Albana í bæn- um Racak sem er í 25 kílómetra fjar- lægð frá höfuðborginni Pristínu. Eftirlitsmenn Öse, þorpsbúar og fréttamenn voru tilneyddir til að leggja á flótta undan kúlnahríðinni. Aðeins örfáir öldungar urðu eftir í þorpinu. Lík fjörutiu og fimm óbreyttra borgara fundust á laugardag i skurði í grennd þorpsins Racak. Flest fórnarlambanna höfðu verið skotin á stuttu færi og nokkrir lim- lestir. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fordæmdi morðin harðlega og sagði þau augljóslega vera alvarlegt brot á samkomulagi serbneskra yf- irvalda við Nató. Þá sagðist Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetja Slobodan Milosevic, forseta Júgóslaviu, til þess að handsama þá sem bæru ábyrgð á morðunum og láta þá taka afleiðingum gjörða sinna. Serbneska lögreglan hóf liðssöfn- uð í gær eftir að liðsmenn frelsis- Porpsbúar í Racak syrgja iátna ástvini sína. Símamynd Reuter hersins hófu skothríð. Engar upp- lýsingar lágu fyrir í gærkvöld um hvort mannfall heföi orðið i þeim bardögum. íoktóber síðastliðnum gaf Atl- antshafsbandalagið hersveitum sín- um leyfi til að skjóta á hernaðar- mannvirki í Júgóslavíu ef stjóm- völd í Belgrad yrðu uppvis að því að fara á bak orða sinna í deilunni við aðskilnaðarsinna í Kosovo. Þegar leitað var eftir því við bandarísk stjórnvöld í gær hvort þau hygðust þrýsta á hernaðaraðgerðir neituðu þau því. Ibrahim Rugova, foringi frelsis- hers Kosovo-Albana hvatti í gær til þess að herir Nató gerðu umsvifalaust árás. Hann sagði fjöldamorðin óhugnanlegan glæp sem kallaði einnig á skjót viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar Atlantshafsbandalags- landanna sextán hittust á neyðar- fundi í Brussel i gær. Hugðust full- trúarnir ræða hugsanleg viðbrögð við morðunum og var fundurinn haldinn fyrir tilstuðlan Madeleine Albright. Æðstu embættismenn í Washington komu einnig saman i gærkvöld til þess að ræða stöðuna. Heimildir innan Nató hermdu í gærkvöld að ólíklegt væri að herir bandalagsins myndu grípa til vopna að svo stöddu. Albönsk kona fórnar höndum eftir aö hún komst að því aö bróöir hennar var einn hinna 45 Kosovo-Albana sem voru myrtir í þorpinu Racak í Suður-Kosovo um helgina. Líkin fundust í skurði á hæð skammt utan þorpsins. Hermenn Júgóslavíuhers hafa nú umkringt þorpiö. Símamynd Reuter Fluttur fárveik- ur á spítala Boris Jeltsíns Rússlandsforseti var í gær fluttur fárveikur á spitala í Moskvu. Jeltsín mun vera með blæðandi magasár sem hugsanlega má rekja til mikillar neyslu hans á aspiríntöflum. Forsetinn veröur rúmfastur á næstunni og þarf hugsanlega að fara í aðgerö vegna sjúkdómsins. Aðstoðarmenn forsetans til- kynntu í gærkvöld að Jeltsín væri úr allri hættu. Andstæðingar for- setans tala nú um að flýta beri for- setakosningum sem áætlaðar eru um mitt næsta ár. Clinton heldur stefnuræðu Bill Clinton heldur stefnuræðu sína á morgun og verður henni sjón- varpað beint. Ræðan verður söguleg vegna þess að forsetinn heldur ræð- una á sama tíma og réttarhöld yfir honum standa yfir. Stuðningsmenn Clintons blása á þá sem gagnrýna tímasetninguna og segja forsetann saklausan uns sekt hans sé sönnuð. Búist er við að 50 milljónir manna muni hlýða á ræðuna. Bréfið frá Elvis 39 ár á leiðinni Aðdáandi Elvis heitins Presleys fékk á dögunum í hendur bréf frá honum sem hafði verið 39 ár á leið- inni. Viðtakandinn, Karen Golz, hafði beðið Elvis að senda sér eig- inhandaráritun á 11 ára afmæli sínu árið 1960. Aldrei kom bréfið og viöurkenndi Karen að hafa grát- ið á afmælisdaginn. Við Presley var þó ekki að sakast því hann svaraði bréfinu um hæl en það dagaði uppi hjá leigusala hans í Oberhausen í Þýskalandi þar sem söngvarinn gegndi herþjónustu. Bréfið fannst svo þegar leigusalinn lést nýlega og var sent Karen um hæl. HÁRTOPPAR Fráj BERGMANN? og HERKULES Margir j verðflokkar r l Rakarastofan Klapparstíg Sex rænt í Jemen Fjórum ferðamönnum, tveimur Bretum og fjórum Hollendingum, var rænt í Jemen í gær. í hópnum eru að minnsta kosti tvö börn. Bóndi tekinn af lífi Kínverskur bóndi var tekinn af lífi á föstudag fyrir að stela verð- lausu búddalíkneski. Á síðasta ári voru 1.876 liflátnir í Kína sem eru fleiri en alls staðar annars staðar í heiminum. Sprengja við sendiráð Minni háttar sprengja sprakk við bandaríska sendiráðið í Moskvu í gær. Bifreið og varðskýli lögreglu skemmdust nokkuð. Breytt lávarðadeild Tony Blair, forsætisráðherra Breta, mun í vikunni mæla fyrir frumvarpi sem ætlað er að fella brott erfðarétt aðalsmanna til setu í Lávarða- deildinni. Alls eiga 1300 full- trúar sæti í Lá- varðadeildinni og þar af eru 300 í skjóli erfðaréttar. Blair vill stofna nefnd sem endurskoði regl- ur um deildina og færi hana í átt til nútímans. Fjórir myrtir Múslímskir uppreisnai-menn i Alsír skáru fjóra fjárhirða á háls um helgina. Alls hafa 140 verið drepnir síðan Ramadan hófst en á sama tíma í fyrra var tala látinna í kringum tólf hundruð. Kólerufaraldur Kólera geisar á Tansaníu og hafa 56 látist af völdum sjúkdóms- ins. Talið er að á sjötta hundrað manns séu nú veik af kóleru. Chagall boðinn upp Gríðarlegur fjöldi fólks mætti á sýningu á verkum málarans Chagalls í Sviss um helgina. Á sýningunni voru 40 olíumálverk sem ekki hafa komið fyrir sjónir manna áður og var söluandvirði þeirra áætlað um 700 milljónir. Ræða efnahag Brasilíu Fjármálaráðherra Brasilíu, Pedro Malan, átti fund með fulltrú- um Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins og starfs- mönnuníbanda- ríska fjármála- ráðuneytisins um helgina. Malan ræddi m. a. aðgerðir síð- ustu viku þegar gjaldmiðillinn var látinn fljóta vegna mikils dollaraflótta. Aðgerð- in þykir hafa tekist þvi gjaldmið- illinn lækkaði minna en gert hafði veriö ráð fyrir. Viagra banvænt Kynlífsmeðalið Viagra hefur átt þátt í dauða fimm Breta á að- eins sex mánuðum. Þetta kom fram í breska dagblaðinu Independent um helgina. í Banda- ríkjunum hefur pillan góða verið sett í samband við 69 dauðsfoll. w SKATTAR OG FJARMÁL Þann 27. janúar mun aukablað um skatta og fjármál fýlgja DV. Þar verður fjallað um flest það sem viðkemur sköttum og fjármálum heimila og einstaklinga. Umsjón efnis: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir í síma 550 5930, netfang dvritst@ff.is Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731 Auglýsendur athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 21. janúarl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.